Morgunblaðið - 15.08.2000, Side 46

Morgunblaðið - 15.08.2000, Side 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ A t Móðir mín, amma okkar og langamma, KRISTBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR, verður jarðsungin frá Áskirkju, miðvikudaginn 16. ágústkl. 13.30. Agnes Jóhannesdóttir, Svava Hrafnkelsdóttir, Jóhanna Hrafnkelsdóttir, Guðbjartur Þórarinsson, Helena Kristbjörg Hrafnkelsdóttir, Valtýr Helgi Diego og barnabörn. t Okkar elskulega, GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR söngkennari frá Hrísey, andaðist á heimili sínu, Lönguhlíð 3, Reykja- vík, föstudaginn 11. ágúst sl. Laufey Sigurðardóttir, Þorsteinn frá Hamri, Guðrún Theódóra Sigurðardóttir, Lan Shui, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Ágúst Hilmisson og fjölskyldur. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Hátúni 37, Reykjavík, andaðist sunnudaginn 13. ágúst á Land- spítalanum í Fossvogi. Þórarinn Gíslason, Inga Lísa Middleton, Michael Rose Sunneva Margot Middleton Rose. t Móðir okkar, ERLA GUÐMUNDSDÓTTIR, andaðist á Sjúkrahúsi Keflavíkur laugardaginn 12. ágúst. Útförin auglýst síðar. Vilborg Gunnarsdóttir, Björk Gunnarsdóttir, Dagmar Gunnarsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Máría Kamal Gordonsdóttir. t Faðir okkar og tengdafaðir, JÓHANNES ÓLI GUÐMUNDSSON gullsmiður, Ásvallagötu 35, lést sunnudaginn 13. ágúst. Aðalheiður Jóhannesdóttir, Svanhildur Jóhannesdóttir, Valur Jóhannesson, Sigrún Pétursdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÚLÍUS INGIBERGSSON, Glaðheimum 12, Reykjavík, lést á heimili sínu föstudaginn 11. ágúst síðastliðinn. Jarðaförin fer fram frá Bústaðakirkju föstu- daginn 18. ágúst kl. 13.30 Elma Jónsdóttir, Fanney Júlíusdóttir, Erlendur Magnússon, Júlíus R. Júlíusson, Anna María Hjartardóttir, Magnús Bergsson, Elma Björk Júlíusdóttir, Júlíus Örn Júlíusson, Fanney Júlíusdóttir. ÞÓRDÍS JÓNA G UÐJÓNSDÓTTIR + Þórdís Jóna Guðjónsdóttir fæddist á Gíslabala, Arneshreppi 20. nóv- ember 1913. Hún lést á Sjúkrahúsinu í Hólmavík lO.júlísíð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Guðjón Steindór Guðmunds- son og Guðrún Sig- urborg Jónsdóttir. Þórdís átti tvær syst- ur, Guðmundu Krist- veigu, sem nú er lát- in, og Steinunni Jönu, sem Iifir systur sínar. Fyrri maður Þórdísar var Magnús Sveinbjörn Guðbrands- son frá Veiðileysu, f. 15. maí 1886, d. 15. apríl 1944. Börn þeirra eru. 1) Halla Krístinna, f. 10.10. 1932, d. 22.7. 1988, eftir- lifandi eiginmaður hennar er Guðjón Þorleifsson, þau eignuð- ust fimm börn. 2) Guðrún Ágústa, f. 12.9. 1934, eiginmaður hennar var Guðfinnur Þórólfsson, d. 1.1. 1981, þau eignuðust sex börn. 3) Sigursteinn, f. 28.9. 1938, ók- væntur og barnlaus. 4) Lýður, f. 1.5. 1940. Fyrri eig- inkona Rósbjörg Þorfinnsdóttir og áttu þau tvær dæt- ur. Þau slitu sam- vistir. Sambýliskona er Rut Valdimars- dóttir, þau eru barn- laus. Áður átti hann dóttur með Vigdísi Bergsdóttur. 5) Sig- ríður Anna, f. 18.2. 1943. Hennar maður var Sigurður Þor- steinsson. Þau eign- uðust fjögur börn en tvö þeirra dóu ung. Þau slitu samvistir. 6) Sveinbjörn, f. 15.10. 1944. Kona hans er Ingi- björg Skúladóttir og eiga þau tvö börn. Seinni eiginmaður Þórdísar var Guðjón Jónsson, Litlu-Ávík, f. 22.4. 1906, d. 5.9. 1978. Börn þeirra eru: 1) Drengur fæddur andvana. 2) Jón Guðbjörn, f. 14.9. 1952. Sambýliskona hans var Magnea Guðleif Guðjónsdóttir, d. 28.1. 1999. Þau voru barnlaus. Utför Þórdísar fór fram frá Ár- neskirkju íÁrneshreppi 19. júlí. Elsku amma mín, nú er komið að kveðjustund. Ekki veit ég mikið um hennar ættir enda eru aðrir sem vita meira um það, en ég veit þó að hún er fædd 20. nóvember 1913. Hún flyst í Litlu-Ávík, hvaða ár veit ég ekki. Eg man ekki eftir að hafa séð hana ömmu mína fyrr en ég fór sem smástrákur í sveitina til hennar. Ég man hvað mér þótti þú ung af ömmu að vera. Ég átti nefnilega ömmu í Reykjavík sem var töluvert eldri en amma í sveitinni. Það voru ákveðin forréttindi að fá að fara í sveitina til ömmu á þessum ár- um, í kringum 1964 ef ég man rétt. Þá var ekki rafmagn eða nein nútíma- þægindi í sveitinni, þetta var svolítið spennandi fyrir gutta eins og mig að fá að skoða heiminn frá annarri hlið en ég átti að venjast. Svo ekki sé minnst á allan matinn sem var allur heimalagaður hvað sem hann hét. Hún amma mín þurfti laga allan mat sjálf því ekki fór hún út í búð til að kaupa inn, nei, hún amma mín þurfti að gera allt sjálf, og ekki nóg með það, hún var svo vinnandi úti við líka, maður skilur það betur í dag hvað hún var mikill vinnuhestur. Hún amma var mjög skapstór en hún var líka réttlát og það var alltaf stutt í hlátur hjá henni, en hún var líka dul á sínar tilfmningar. Það var ekki fyrr en allra síðustu árin sem að ég náði að opna hana þannig að hún sagði mér frá uppvexti sínum, það var reglulega gaman að hlusta á þegar hún var að segja sögur frá þeim frá þeim tíma, en svona er nú þetta að tímarnir breytast og mannfólkið með. Elsku amma mín, betri ömmu gat ég ekki átt. Nú er komið að kveðjustund. Ég vona að þú sért ánægð hjá guði þínum nú, ég vona að sért komin til guðs og sért búin að hitta hana mömmu sem dó fyrir nokkrum árum. Elsku amma mín, ég verð á leið til útlanda þegar útförin fer fram, ég vona að þú fyrir- gefir mér það, ég veit að þú gerir það. Góði guð, taktu vel á móti henni ömmu minni. Ég og mín fjölskylda vottum öllum okkar dýpstu samúð. Rafn A. Guðjónsson. Elsku amma mín. Ég og Anna viljum þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með þér. Amma mín, ég var bara eins árs þegar ég kom fyrst til þín og síðan hef ég verið tengdur Ströndunum. Fá eru þau ár sem ég hef ekki komið norður og ljúft er mér að minnast þegar ég gat hjálpað Sveina og Ingu sem bjuggu í Norðurfirði meðan heilsa Sveinbjamar leyfði, en sá góði sonur þinn veiktist og varð að bregða búi þess vegna. Þegar þú varst 84 ára komst þú til okkar Önnu í öllum þín- um fallegu fötum, sem var þitt vöru- merki. Það var vissulega erfitt þegar fregnin barst okkur um að dóttir okk- ar Jóna hefði látist af slysförum að- eins 17 ára, en þú hafðir samt sem áð- ur kvatt tvö af þínum bömum og tvo eiginmenn. Minningamar hrannast upp hjá mér, enda var ég hjá ykkur frá því ég var gutti. Það má segja að Siggi frændi hafi alið mig upp, enda er þar einn besti maður sem hægt er að hugsa sér sem uppalanda ásamt þér og ekki má gleyma Gauja bónda, sem var góður maður. í dag standa eftir átthagafjötrar sem ég er hreyk- inn af. Við sendum samúðarkveðjur til allra nánustu ættingja. Hinsta kveðja, Heimir og Anna og Qölskyldur. Elsku Dísa mín, núna ertu farin frá okkur eftir langa sjúkrahúslegu og ert eflaust hvíldinni fegin. Þú ert ör- ugglega búin að hitta hana Höllu dóttur þína, sem var tengdamóðir mín, sem dó langt um aldur fram. Og þið hlægið báðar dátt er ég viss um, því þið höfðuð svo gott skap og vorað svo hreinar og beinar. Ég held að ég sé að ala upp eina slíka dóttur eða það vona ég, það er hún Hrafnhildur mín. Svo er það hann Þorlákur minn sem er búin að spyrja mikið um hana ömmu Dísu. Hvert hún hafi farið, það er erfitt að útskýra fyrir litlum fjög- urra ára snáða. En hann er búinn að biðja guð og ömmu að passa þig, + Fósturmóðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og systir, ÓLAFÍA S. JÓNSDÓTTIR frá Breiðholti, Seljabraut 64, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 14. ágúst. Grétar Samúelsson, Þóra Þórisdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn, Helga Thorarensen. þangað til hann hittir þig seinna. Svo era það Guðjón og Oddur Smári sem fengu að kynnast þér betur því þeir era töluvert eldri. Bæði hérna hjá okkur og í Litlu-Ávík sem við komum eins oft og við gátum, því þar fundum við fyrir svo miklum frið og ró og vor- um ávallt velkomin til þín og hans Sigga sem ávallt var þér svo kær. Elsku Dísa mín, megi guð vera með þér. Við kveðjum þig með söknuði. Og sendum börnum þínum og öðram ástvinum og þér, Rabbi minn, samúð- arkveðjur. Anna María og böm. Borgarbarnið ég kom fyrst til bú- jarðarinnar Litlu-Ávíkur sumarið 1976, sex ára gamall. Bær hitaður með rekavið og olíu. Bær með ljósa- vél sem rafveitu. Bær með síma sem virkaði eins og allur hreppurinn væri alltaf á stóram símafundi. Bær þar enn var slegið töluvert með orf og ljá. Bær með þrjár kýr. Bær sem Dísa gerði lifandi. Það varð fljótlega mitt hlutverk að ná í kýmar. Én þar sem ég hef aldrei verið morgunhress reyndist Dísu stundum ofraun að vekja mig og sótti hún þá kýmar sjálf. Það fannst mér hræðilegt og mikil skömm að láta konu þá um sjötugt ná í kýmar. Það var heldur ekki til siðs að nota vekj- araklukku. Vekjaraklukkur vora neyðarúr- ræði. Notað aðeins í þeim tOfellum þegar þurfti að vakna á mínútunni eitthvað. Það kom þó aldrei til að ég heyrði í vekjaraklukku þau níu sumur sem ég dvaldi í Litlu-Ávík. Dísa var alltaf vöknuð á undan henni og kom það í veg fyrir ofnotkun hennar. Það varð einnig fljótlega mitt hlut- verk að vera handlangari Sigga. „Járnkarl" sagði Siggi og ég fór að ná í járnkarl. „Rörtöng" sagði Siggi og ég fór að ná í rörtöng. Stundum var um skamman veg að fara og stundum þurfti að fara í næstu úti- hús. Dísa kom oft til að athuga hvað við væram að bralla og segja okkur að koma að borða. Þegar hún var hjá okkur og Siggi sagði ,járnkarl“ stökk hún til og náði í járnkarl. Mér fannst ansi neyðarlegt að gömul kona væri fyrri til en ég. Það var því mikill pers- ónulegur sigur fyrir mig, ellefu ára gamlan, þegar viðbragðsflýtir minn var alltaf orðinn meiri en hennar, hún þá 68 ára. Dísa taldi það vera hlutverk kvenna að sjá um heimili. Fannst undarlegar þessar konur sem vildu helst vinna úti. Kynjahlutverkin vora fast mótuð í huga hennar og öðravísi skipan mála myndi valda óþarfa óró- leika. Henni fannst þó gaman að vinna úti og fátt eins gaman og að raka á fallegum sumardegi. Mér fannst haustin vera sá tími sem henni líkaði verst við. Þá var hún oft ein meðan daginn stytti. Henni fannst sumrin allt of stutt og hefði al- veg getað hugsað sér að lengja þau í báða enda. Oft hugsaði hún með hálf- gerðri öfund um sveitina undir Eyja- fjöllum. Þar byija menn að slá í júní en í Litlu-Ávík var oft ekki byrjað fyrr en í byijun ágúst. Og oft var byrjað þó grasið gæti sprottið meir. Það varð að gera til þess að ná því í hús áður en vetur konungur gengi í garð. Á kvöldin þegar minna var að gera sagði hún mér stundum frá þeim aðstæðum sem hún ólst upp við. Henni fannst ferming í dag afturför frá því sem var. Nú fara allir með trúarjátninguna í kór en þegar hún fermdist þurfti hún að læra kverið utanbókar og fara með ein. En þar með lauk líka hennar skólavist. Hún ólst upp á tímum sem prestar tóku þátt í menntun. Tímum þar sem sóknarböm hlustuðu á presta. Tímum þar sem kirkjan var bæði valdameiri og virðingai-meiri en hún er í dag. Tímum þar sem fólk bjó við guðsótta. Hún talaði líka oft um hungrið. Hversu nauðsynlegt það væri að safna og eiga til mögra áranna, því þau kæmu, það væri eins víst og að eftir sumri kemur haust. En sem bet- ur fer hafa þau ekki komið í minni tíð. Ekki enn að minnsta kosti. Það hafa komið efnahagslægðir en ekki harð- indi. Með von um að nú búir þú við ljós og hita. Ólafur St. Amarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.