Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 47
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. AGUST 2000 .s MINNINGAR 1 ÞORHILDUR INGVARSDÓTTIR + Þórhildur Ing- varsdóttir fædd- ist í Birtingaholti í Vestmannaeyjum 25. nóvember 1922. Hún lést á sjúkrahúsi Reykjavíkur í Foss- vogi 8. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Ingvar Þórólfsson, f. 27. mars 1896, d. 13. aprfl 1975, og Þórunn Frið- riksdóttir, f. 28. aprfl 1901, d. 13. júní 1972. Systkini hennar: Þór- unn, f. 1923; Friðrik, f. 1926; Hulda, f. 1927; d. 2000; Vig- fús, f. 1928; Hafsteinn, f. 1932; Haf- dís, f. 1935, d. 1997; Ingi, f. 1937; Jóna, f. 1939, ogÞórdlfur, f. 1944. Þórhildur giftist eftirlifandi eig- úunanni síiiuni Baldvini Einars- Elsku besta amma mín. Sem betur fer er þjáningum þínum lok- ið og ég veit að þér líður mikið betur þar sem þú ert núna. Þegar ég hugsa til baka, minnist ég þeirra góðu stunda sern við átt- um saman í Vík í Mýrdal. Á hverju sumri kom ég til ykkar og var hjá ykkur í þó nokkurn tíma, þú varst alltaf jafn yndisleg og sæt og leið mér alltaf eins og ég væri á lúxus- hóteli hjá þér. Þú varst alltaf litla dúllan mín og við gerðum svo marga hluti saman. Oft fórum við í göngutúr niður í fjöru og fórum svo að gefa hestunum brauð og svo gátum við spilað saman ólsen, ólsen allan daginn og þegar við fórum að sofa fórstu með allar þínu fallegustu bænir og ljóð fyrir mig. Þú veist að þú varst alltaf mín besta amma og var ég mikið hjá þér. Láttu þér alltaf líða vel og mér mun alltaf þykja vænt um þig, elsku besta amma mín. Eg kveð þig með bæninni sem þú fórst svo oft með fyrir mig áður en við fórum að sofa. Nú legg ég augun aftur 6, guð, þinn náðarkraftur, mín veri vörn í nótt. Æ virst raér að þér taka, mér yfir láttu vaka, þinn engil svo ég sofi rótt. Þín dótturdóttir, Kristjana Rán. Elsku besta amma mín. Nú er þjáningum þínum loks lokið og ég veit að nú ertu komin á góðan stað og þér líður vel. Alltaf þegar ég kom í heimsókn til þín og afa í Vík í Mýrdal dekruðuð þið við mig svo mikið að mér leið eins og prins- essu. Þú varst alltaf jafnstríðin og með jafngóðan húmor, fólk komst alltaf í gott skap í kringum þig. Mér finnst tómlegt að hugsa um að ég geti ekki komið í heimsókn til þín og spilað við þig. Manstu, við gátum spilað heilu dagana. Ég ískom v/ Trossvogs\<\A<)ugar& Sími. 554 0500 nrTTrTTiiiiiirrrrr Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 ÍÍiiiiiixiiiiiixi£ syni, f. 1. mars 1924, í mars 1957. Þau bjuggu allan sinn bú- skap í Vflt í Mýrdal. Þeirra börn eru: 1) Þóroddur Gunnars- son, f. 24.6. 1953, kvæntur Kristúiu Pétursdóttur, þeirra börn Þórhildur, Berglind, Þóroddur og Sandra. 2) Elín Dóra Baldvinsdóttir, f. 3.11. 1958, gift Gesti Má Þórarins- syni. Þeirra börn Kristjana Rán, Svan- hildur Aniui, Heiðrún Huld, Bald- vin Þór. Þórhildur átti eitt lang- ömmubarn, Perlu Kristínu. Útför Þórhildar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. sakna þín og ég vil að þú vitir að ég mun alltaf sakna þín og að það mun alltaf eitthvað vanta. Guð blessi þig, elsku besta amma mín. Þín dótturdóttir, Svanhildur Anna. Elsku amma, við kveðjum þig með mikilli sorg og söknuði og finnst okkur erfitt að hugsa til þess að við eigum ekki eftir að eiga fleiri stundir með þér. Við erum þakklát fyrir að þú þurfir ekki að þjást lengur því síð- ustu dagar voru þér erfiðir. Marg- ar fallegar og góðar minningar eigum við um þig. Á sumrin dvöld- um við oft hjá þér í Víkinni, alltaf tókstu jafn vel á móti okkur með ást, hlýju og dekri. Gestrisin varstu og nóg var af kræsingum, heimabakaðar kleinur og flatkök- ur, en alltaf hafðir þú áhyggjur að við fengjum ekki nóg að borða. Ekki linnti áhyggjum þótt við vær- um orðin fullorðin, minnumst við eldri systurnar þess að þegar við skruppum út í skála stuttu seinna var þig farið að lengja eftir okkur og varst mætt til að sækja okkur. Oft sátum við tímunum saman og spiluðum, þú áttir það til að vera stríðin og ef við töpuðum í svartapétri fengum við ösku á nef- ið sama hvað við reyndum að kom- ast undan því. Nafna þín minnist þess þegar hún var lítil að þú tal- aðir alltaf um að hún myndi flytja til þín í Víkina þegar hún yrði stór. Allar þessar góðu minningar munu létta okkur sorgina. Blessuð sé minning þín. Þórhildur, Berglind, Þóroddur og Sandra. Kynni okkar Þórhildar hófust þegar ég var fimm ára gömul. Þá fluttu þau Baldvin með börriin sín tvö á Austurveg 4. Við Ella Dóra dóttir þeirra erum jafnöldrur, og hófst þá vinskapur fjölskyldna okkar og hefur sú vinátta haldist æ síðan. Það má segja að heimili þeirra hafi verið mitt annað heim- ili. Ekki veit ég hversu oft ég bankaði uppá hjá þeim og bað um að fá að vera í nokkra daga meðan móðir mín var fjarverandi að sinna sængurkonum, alltaf var ég vel- komin og hjá þeim leið mér undur- vel. Þegar ég lít til baka og hugsa um þessar stundir kemur ótal- margt upp í hugann. Sunnudags- bíltúrarnir á 'Willys eru ógleyman- legir svo og ferðalög austur á Síðu og til Vestmannaeyja. Þórhildur var vönduð kona og afburða hús- móðir. Kökurnar hennar voru engu líkar og finnst mér alltaf hafa verið kökuilmur á heimilinu. Þau Baldvin voru einstaklega sam- rýnd hjón og sýndi það sig vel í veikindum hennar hversu elsku- legur og umhyggjusamur hann var henni. Elsku Þórhildur, takk fyrir vin- áttu þína við mig og mína. Guð geymi þig. Baldvin og fjölskyld- unni allri sendi ég og fjölskylda mín innilegar samúðarkveðjur. Kristín Anna Þorsteinsdóttir. Með örfáum orðum langar mig að kveðja elskulega frænku mína Þórhildi Ingvarsdóttur. Þú varst ein af tíu systkinum og var ég svo heppin að vera dóttir systur þinn- ar hennar Huldu, það eru ekki nema tæpir fjórir mánuðir frá því mamma dó. Það er sárt að sjá skarðið í systkinahópnum stækka, nú eruð þið þrjár systunar búnar að kveðja þennan heim. Þegar ég hugsa til baka um æskuárin þegar þið systkinin komuð saman, þá var oft glatt á hjalla, mikið sungið og hlegið og einhvern veginn fannst mér að þið yrðuð alltaf svona tengd að ekkert gæti slitið þennan stóra systkinahóp. Þegar maður er barn þá er dauðinn langt í burtu. Ég man alltaf eftir því þegar þið Baldvin, Þóroddur og Elín Dóra komuð úr Víkinni í heimsókn á Bústaðaveginn, þá var ávallt gam- an að fá ykkur og mikið fannst mér spennandi að heimsækja ykk- ur, það var líka sérstakt að sjá Baldvin setja rúllur í hárið á þér, ég hafði aldrei séð karlman setja rúllur í áður og ekki spillti það fyr- ir hvað þú naust þess að láta dekra svona við þig. Það er mikill missir fyrir Baldvin og börnin þín, tengdabörn, barnabörn og barna- barnabarnið að eiga þig ekki leng- ur að en svona er lífið. Ég kveð þig að sinni elsku frænka mín, Guð geymi þig og styrki ástvini þína. Þín frænka, Hulda Fríða. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takm- arkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæhsfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. rfisdrykkjur í Veislusalnum Sóltúni 3, Akógeshúsinu, fyrir allt að300 manns. EINNIG LETTUR HADEGISMATUR MEDKAFH OG TERTU A EFTIR - SAMA VERD 0 "sh'nu/ VEISLAN os so Glœsilegar veitingar frá Veislunni Austurströnd 12 »170 Sdliornurnes 'Simi: 561 2031»Fcx: 561 2008 VEITINGAELDHUS www.veislan.is , , t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGTRYGGUR BRYNJÓLFSSON, Kópavogsbraut ib, Kópavogi, áður til heimilis Höfðabrekku 20, Húsavík, lést sunnudaginn 13. ágúst á Landspítalanum í Fossvogi. Sigrún Pálsdóttir, Ásgeir P. Sigtryggsson, Heiða Th. Kristjánsdóttir, Brynjar Sigtryggsson, Anna Margrét Guðmundsdóttir, Sigurveig K. Sigtryggsdóttir, Pétur Steingrímsson, barnabörn og barnbarnabörn. t Unnusta mín, dóttir, tengdadóttir, mágkona og systir, HEIÐA BJÖRK VIÐARSDÓTTIR, Hólabergi 54, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 10. ágúst, verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju fimmtu- daginn 17. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar, er bent á Minningagjafasjóð Land- spítalans og björgunarsveitir. Björn Líndal Traustason, Viðar Stefánsson, Anna Ólafsdóttir, Dóra Traustadóttir, Bryndís Scheving, Inga Huld Hermóðsdóttir, Stefén Fannar Viðarsson, Ægir Þór Viðarsson. Haraldur Ólafsson, t Hjartans þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför GUÐLAUGS FRIÐÞJÓFSSONAR tæknifræðings, Laufvangi 7, Hafnarfirði. Sigurður V. Friðþjófsson og fjölskylda. t Faðir okkar, SIGURÐUR H. HELGASON BACHMAN, Hátúni 10, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 6. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. ágúst kl. 15.00. Jóhanna Ellý Sigurðardóttir, Helgi I. Sigurðsson,. Helga S. Sigurðardóttir. & Lokað vegna jarðarfarar INGVARS V. BRYNJÓLFSSONAR, Miðvangi 151, Hafnarfirði, verður skrifstofa okkar lokuð eftir hádegi þriðju- daginn 15. ágúst. íslenskt Marfang ehf. Þverholti. Vesturhlfð 2 Fossvogi Sími551 1266 www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Vlð Útfararstofu kirkjugarð anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins <l1&MtS}'0 með þjónustu allan V sólarhringinn. % MÆf UTFARARSTOFA ^gasS^ KIRKJUGARÐANNA EHF. 4 Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.