Morgunblaðið - 15.08.2000, Síða 48

Morgunblaðið - 15.08.2000, Síða 48
4£ ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGRÍÐUR -G UÐMUNDSDÓTTIR + Sigríður Guð- mundsdóttir fæddist í Reykjavík 10. júní 1939. Hún lést á gjörgæsludeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri 8. ágúst síðastliðinn. Faðir hennar var Guðmundur Jó- hannsson bifreiða- stjóri, f. 23.7. 1918, yd. 20.4. 1973. Móðir hennar er Sesselja Stefánsdóttir, f. 22.7. 1918, búsett í Reykjavík. Systir Sigríðar er Pálína Guð- mundsdóttir, f. 2.3. 1944, einnig búsett í Reykjavík. Hinn 10. janúar 1959 giftist Sigríður eftirlifandi eigin- manni sínum, Bjarna Hólmgrímssyni, f. 19.2.1933, frá Ystuvík í Grýtubakkahreppi. Sigríður og Bjarni eignuðust fimm böm. Þau em: 1) Margrét, f. 1959, hjúkrunarfræð- ingur, gift Geir Árdal. Börn þeirra eru Hann- es, Bjarni, tílla, Sig- ríður og Steinþór. 2) Sesselja, f. 1961, hjúkrunarfræðingur, gift Þórði Olafssyni. Börn þeirra eru Bjarni Eiríkur, Ólafur Eiríkur, Sigríður Elín og Jósefína Eh'n. 3) Guðmund- ur Stefán Bjarnason, f. 1964, bú- fræðingur, kvæntur Önnu S. Jóns- dóttur. Börn þeirra eru Jón Ragnar, Sigríður og Bjami Þór. 4) Kristín Sólveig, Bjarnadóttir, f. 1968, hjúkrunarfræðingur, gift Hauki Eiríkssyni. Börn þeirra eru Víkingur og Sóley María. 5) Hólm- grfmur Pétur, Bjarnason, f. 1973, viðskiptafræðingur. Sambýliskona hans er Guðný Margrét Sigurðar- dóttir. Sigríður ólst upp í Reykjavík en fluttist um tvftugt norður í land, fyrst að Grýtubakka II í Höfða- hverfi en árið 1963 fluttist Sigríð- ur að Svalbarði á Svalbarðsströnd og bjó þar si'ðan. Jafnframt bú- störfum sinnti Sigríður ýmsum trúnaðar- og félagsstörfum. títför Sigríðar fer fram frá Sval- barðskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kveðja frá tengdabörnum Margseraðminnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. (V. Briem.) Þessi orð koma ósjálfrátt upp í huga okkar þegar við minnumst henn- ar „ömmu Siggu“, Siggu tengdamóð- 'flr okkar sem allt frá fyrstu kynnum reyndist okkur sem móðir. Hún var ávallt reiðubúin að rétta hjálparhönd hvort sem vandamálin voru stór eða smá. Þrátt fyrir miklar annir á stóru búi hafði hún ætíð tíma fyrir fjölskyld- ur bama sinna. Okkur reynist erfitt að koma á blað því sem í minningunni geymist en gerum orð skáldsins að okkar. Mn hefur höndin hlý og sterk Uúð að mörgu blómi. Fyrir þúsund þjóðnýtverk þérséheillogsómi. En hvað skal hryggð og harmur? Slíkt hæfa finnst mér lítt, því umhverfis þig ávallt varöllumglattoghlýtt (Steingrímur Arason.) Við þökkum tengdamóður okkar fyrir allt og allt. Anna, Geir, Gréta, Haukur og Þórður. í lífsins ólgusjó skiptast á skin og skúrir og undanfama daga hafa því miður verið skúrir í lífi fjölskyldu minnar. Eftir að amma mín, Sigríður Guðmunsdóttir frá Svalbarði, lést hafa dagar mínir verið undarlegir, sorgin er eitthvað það undarlegasta fyrirbæri sem um getur í þeirri ver- öld sem við lifum í. Sorgin hefur fyllt huga minn og i fyrsta skipti i langan tíma leið mér aftur eins og litlum strák, ég vildi bara minnka og fara aftur í tímann, aftur til ömmu, biðja hana að segja mér sögu og spyrja hvort hún ætti ekki kandís í krukk- unni sem alltaf var uppi í skáp. Það er margt sem aðskilnaður ástvina hefur í för með sér en eitt það besta er minningin um góðu stundimar. Stundirnar sem amma mín stóð á ganginum heima og kenndi okkur tví- bolt, þríbolt og fjórbolt, verða í huga mér ævilangt. Eg man það eins og það hafi gerst í gær þegar ég sat fjög- urra ára við stofuborðið hjá ömmu og hún spurði mig hvort ég vildi fá meira að borða. Þegar ég svaraði með ,já já“ sagði amma mér að það ætti að segja , já takk“. Ég get ekki minnst ömmu minnar á annan hátt en þenn- an, hún var amma, lærimeistari, fyr- irmynd en umfram allt vinur. Hún Varanleg minning 6f meitlub ístein. m S.HELGAS0NHF % STEINSMIÐJA Skemmuvegi 48, 200 Kóp. Sími: 557-6677 Fax: 557-8410 Netfang: sh.stone®vortex.is + Þökkum af alhug sýnda samúð og vináttu vegna fráfalls eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, SKÚLA AXELSSONAR, fyrrv. ftugstjória. Vildís Garðarsdóttir, Guðrún Skúladóttir, Roland Thull. Daníel Thull, Alexander Thull, Matthildur Skúladóttir, Bjarni Þór Guðmundsson, Skúli Þór Bjarnason, Vigdís Bjarnadóttir, Guðmundur Ingi Bjarnason, Axel Skúlason, Linda Leifsdóttir, Sara Axelsdóttir, Skúli Axelsson. r + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, dóttur, móður, tengdamóður og ömmu, GYÐU ÞORSTEINSDÓTTUR, Smárahvammi 2, Hafnarfirði, (áður Grenigrund 6, Kópavogi). Guðmundur Árni Bjarnason, Guðríður Guðbrandsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Unnur Jónsdóttir, Júlíana Ósk Guðmundsdóttir, Ólafur Björn Heimisson, Guðmunda Gyða Guðmundsdóttir, Gylfi Bergmann Heimisson, og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og út- farar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, HANSÍNU SIGFINNSDÓTTUR frá Vopnafirði. -Guð blessi ykkur. Kristbjörg Gunnarsdóttir, Sigfinnur Gunnarsson, Hreinn Gunnarsson, Jóna Gunnarsdóttir, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Pálmi Gunnarsson, Ágúst Jónsson, Sigurbjörg Ragnarsdóttir, Ásta Sigurðardóttir, Sigurður Óskarsson, Anna Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. var alltaf til staðar og sagði aldrei nei þegar maður leitaði eftir aðstoð eða væntumþykju. Ég veit það eins vel og ég þurrka tárin af blaðinu sem ég er að skrifa á, að amma mín var einstök kona sem öll fjölskylda mín mun sakna um ókomin ár. Við vitum öll að sá tími mun koma þegar hún bíður okkar við hið heilaga hlið og leiðbein- ir okkur um hin nýju heimkynni sem þar bíða okkar, alveg eins og hún leiðbeindi í þessum heimi. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Hannes Árdal. Amma Sigga var hjartagóð mann- eskja. Henni þótti vænt um alla sem hún þekkti. Hún var alltaf góð við bamabörnin sín. Hún gaf okkur oft ís og gaf okkur góðar gjafir. Hún mál- aði fínar myndir á postulínsdiska. Hún gaf hverju barni, tengdabarni og bamabami disk og könnu með jólamyndum sem hún hafði málað. Hún fór oft með okkur í Steinhóla- skála og þá fengum við vöfflur, mjólk og dót frá henni. Það var skemmti- legt. Okkur hefur verið sagt að amma hafi verið mjög stolt og glöð þegar þrjú okkar vora skirð á afmælinu hennar fyrir tíu áram. Hún brosti víst sólskinsbrosi allan daginn. Það var okkur öllum mikill missir að missa hana elsku ömmu, við sökn- um hennar svo mikið. En nú er amma Sigga engill á himnum og við eram stolt af henni þar líka. Jósefína Elín Þórðardóttir, Sigríður Árdal, Sigríður Guðmundsdóttir og Víkingur Hauksson. Það var ekki hægt að hugsa sér betri ömmu. Þrátt fyrir sjúkdóm sinn vildi hún aldrei gefast upp. Það var sama hvað maður gerði af sér hún gat látið sér þykja vænt um mann. Hún vildi aldrei missa af neinu sem gerð- ist í fjölskyldunni. Ef eitthvað var um að vera þá var hún mætt á staðinn. Hún var svokallað „höfuð“ fjölskyld- unnar. Ef ég ætti að minnast ein- hvers sem við gerðum saman var það þegar ég fór til Reykjavíkur með henni. Hún var sko til í að fara með í búðir. Ævinlega ef mig langaði í eitt- hvað keypti amma það. Þótt hún vissi að þetta væri algjört drasl og myndi bara safnast fyrir í herberginu mínu. Allt vildi hún gera til að gleðja mig svo mér liði vel. Þegar mér var sagt að amma væri mikið veik og ætti ekki langt eftir vildi ég ekki heyra það, ég bara lokaði það inni í mér og lét sem þetta væri draumur. En þegar ég heimsótti ömmu á sjúkrahúsið daginn eftir og sá hvað hún var mikið veik hugsaði ég með mér að henni myndi líða best ef hún fengi að deyja. Samt vildi ég hafa hana lengur hjá mér, geta talað við hana, faðmað hana og kysst og látið mér þykja vænt um hana. Ég hafði aldrei kynnst sorginni fyrr en amma dó. Vinir mínir höfðu misst skyldfólk sitt og ég sá hvað þeim leið þá illa en að kynnast þessari sorg sjálf er eitt- hvað sem ég get ekki lýst. Ég má varla líta í kringum mig án þess að sjá eitthvað sem minnir mig á ömmu og þarf þá að berjast við að halda Ciraníl HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629 HEIMASÍÐA: www.granit.is brosinu og fara ekki að gráta. Fyrst gat ég ekki tekist á við sorgina heldur langaði mig að hlaupast á brott eitt- hvert þar sem ég væri ein, sitja þar og hugsa um allar góðu stundirnar sem við höfðum átt saman. Mér hefur alltaf þótt ákaflega vænt um ömmu og mun alltaf þykja. En þegar hún var dáin varð mér enn betur ljóst hvað hún skipti miklu máli í lífi mínu. Dagana eftir að amma dó gat ég varia horft á afa án þess að fá tár í augun. Ég horfði á hann og sá hvað hann var einmana. Það eina sem maður getur gert er að faðma hann og vera góð við hann svo hann finni fyrir hlýju og viti að hann á okkur að og hvað okkur þykir rosalega vænt um hann. Amma, ég vona að þú gleymir mér aldrei, því ég mun aldrei gleyma þér. Þótt þú sért ekki lengur hjá mér muntu alltaf lifa í hjarta mínu. Þín Sigríður Elín. Þegar amma dó hafði ég aldrei kynnst sorginni í alvöra, vinfr höfðu flutt í burtu en þá gat ég alltaf séð aftur, ég hafði grátið yfir sorglegum bíómyndum en þá var ég ekki að gráta af sorg. Þegar amma lést grét ég af sorg og var alveg sama þó að aðrir sæju mig gráta því að allir vissu hvað mér þótti vænt um ömmu. Þó að hún sé farin, þá mun hún alltaf eiga stað í hjarta mér. Ef ég ætti að lýsa ömmu þá myndi ég segja að hún hefði verið góðhjörtuð persóna, þó að hún væri lasin gafst hún aldrei upp og hún sá alltaf til þess að fólídnu í kringum hana liði vel. Ég gat alltaf sagt henni frá vandamálum mínum og þá tók hún utan um mig og sagði að allt myndi lagast og enda vel. Jesús sagði: „Ég er upprisan og líf- ið, sá sem fylgir mér mun lifa þótt hann deyi.“ (Jóh.11.25) Amma trúði þessum orðum og kenndi mér það líka. Því veit ég að amma svífur í kringum mig á litlu gullvængjunum sínum og passar mig, þess vegna mun ég alltaf verða óhult. En andlát hennar var mér erf- itt og ég veit að ég mun syrgja hana um ókomin ár. Það tók líka mjög á mig að afi skyldi verða einn eftir, ég veit að þetta verður honum erfitt því að amma var honum mjög kær eins og okkur öllum. En elsku amma, ef þú situr og lest blaðið hjá guði þá veistu að ég mun hugsa til þín á hverju kvöldi þangað til að minn tími mun koma og að ég hef elskað þig síð- an ég man eftir mér. Ég mun aldrei gleyma þér. Þín tílla. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, - augun spyija eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast tíl, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin - amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann - lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir - amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (JóhannesúrKötlum.) Elsku amma þú liffr í minningum okkar. Bjami, Steinþór og Bjami Þór. Látin er nafna mín og vinkona, Sigríður Guðmundsdóttir, eða Sigga á Svalbarði eins og ég gjarnan kallaði hana. Við kynntumst ungar þegar við unnum saman hjá Almennum trygg- ingum og varð strax vel til vina. Ung giftist Sigga Bjarna Hólm- grímssyni og flutti með honum norð-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.