Morgunblaðið - 15.08.2000, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 15.08.2000, Qupperneq 52
^2 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ,Ólíkt hafast þeir að STUNDUM er því haldið fram í byggða- umræðunni, að sér- hæfð opinber störf megi ekki vinna utan höfuðborgarsvæðis- ins, vegna meintrar faglegrar einangrun- ar. Þá er líka sagt að ekki séu til staðar starfskraftar sem kunni skil á viðfangs- jcfnunum. Þetta er skrýtin umræða. Það liggur fyrir að meginorsök þess að fólk hefur flutt sig um set er skortur á fjölbreytni í atvinnulífi og óöryggi í atvinnu- lífinu úti á landi. Þetta hefur verið sýnt fram á í tímamótarannsókn- um sem unnar hafa verið fyrir til- stilli Byggðastofnunar af Stefáni Ólafssyni prófessor og einnig með athugun- um þróunarsviðs Byggðastofnunar. Sérhæft fólk er ekki til staðar úti á landi vegna þess að at- vinnutækifærin skort- ir í’svo mörgum tilvik- um. Þegar við gerum körfu til þess að ríkis- valdið setji niður starfsemi sína líka úti á landi, er það gert með skírskotun til þess jafnræðis sem við viljum að ríki í þjóðfélaginu og vegna þess að við vitum að það er forsenda þess að unnt sé að snúa við hinni dýrkeyptu byggða- þróun. Staðsetning opinberra starfa á landsbyggðinni er liður í því, ásamt öðru, að auðvelda fólki að búa úti á landi. Einar K. Guðfinnsson Kerfismennska gegn frumkvöðlum Nútímatækni gerir okkur þetta líka kleift núna, sem aldrei fyrr. Afsakanir eins og fjarlægð, ein- angrun og þess háttar eru því æ meir að verða hjáróma og holar og TJT tMÉklll hreinsunin gsm 897 3634 Þrif á rimlagluggatjöldum. Byggðastefna Ungt fólk á rétt á því að þjóðfélagið okkar sé ekki einsleitt, heldur margbrotið og spenn- andi, segir Einar K. Guðfinnsson. Liður í því er að búseta sé öflug um landið. segja meira um þröngsýni og þótta þeirra sem hafa þær á orði, en nokkuð annað. Undir afsakanavæli forsvarsmanna Persónuverndar- innar og Lyfjaeftirlitsins á síðustu dögum hefur mér verið hugsað til frumkvöðla þessa lands. Hversu mikill ógnarmunur er á stöðnuðum hugsunarhætti kerfismennskunnar og þeirra frumköðla sem lyft hafa þessari þjóð úr doða fortíðarinnar inn á braut framfara og góðra lífskjara. Hvernig ætli hér væri umhorfs ef hinn þröngsýni hugs- unarháttur kerfiskarla og kerlinga hefði ráðið ríkjum við ákvarðanir í atvinnumálum landsins; sá hugs- unarháttur sem virðist vera land- lægur í alltof mörgum stofnunum og ráðuneytum landsins. Dorgað dáðlaust upp við sand? Laust eftir aldamótin síðustu urðu tveir merkir atburðir sem hvor um sig og saman ollu bylt- ingu í atvinnuháttum landsins. Á Isafirði settu þeir Sophus Nielsen og Árni Gíslason niður vél í bát í fyrsta sinn á íslandi og luku þar með árabátaöldinni hér á landi. Skömmu síðar hófst hér togara- útgerð sem leysti af hólmi skút- urnar, seglin og handaflið. Þegar frumkvöðlarnir hófu verk sitt, voru kunnátta eða tækni ekki einu sinni til í landinu. Þeir héldu samt ótrauðir áfram, enda voru þeir ekki plagaðir af þeirri þröngsýni, sem nú er landlæg hjá þeim sem telja að sérhæfða opinbera starf- semi verði að setja niður á höfuð- borgarsvæðinu - og þar eingöngu. Ef hugsunarháttur þeirra sem nú hafa sig mest í frammi gegn því að hið opinbera starfi líka á lands- byggðinni hefði ráðið, myndum við sennilega enn „dorga dáðlaust upp við sand“, svo orð skáldsins séu notuð. Tölvufyrirtækin og líftæknin til útlanda? Sama hefur gerst í hinni nýju atvinnulífsbyltingu. Lítum á ævin- týrið í kring um líftæknina, stofn- un fyrirtækjanna íslenskrar erfða- greiningar og Urðar, Verðandi, Skuldar. Skoðum aðeins þá ævin- týralegu uppbyggingu sem hefur orðið í kring um tölvufyrirtækin íslensku og tengda starfsemi. Sú þekking sem þessi fyrirtæki byggðust á var ekki nema að litlu leyti til hér á landi. En tilkoma þeirra opnaði ungum Islendingum og raunar erlendu fólki líka, leið til íslands og er starfsvettvangur fólks sem ella byggi erlendis. Frá sjónarhóli þeirra sem búa í er- lendu háskólasamfélagi, eða í hin- um bandaríska Kísildal, er ísland fjarri hringiðunni. Með rökum þeirra sem hafa að undanförnu sproksett viðleitnina til að stað- setja fyrirtæki hins opinbera á landsbyggðinni, væri hið íslenska framtak á sviði tölvuvísinda og líf- tækni dæmt til að mistakast, vegna faglegrar einangrunar og skorts á sérhæfðu starfsfólki! En sem betur fer er veruleikinn annar. Þröngsýnin fékk ekki að ráða för, heldur framtakið og frelsi þess. Framtaksfólk er drifkraftur í hverju samfélagi. Það breytir þjóð- félaginu. Unga fólkið okkar, vel menntað og upplýst, sækir hingað til lands í störf sem er við hæfi. Þetta unga fólk á rétt á því að þjóðfélagið okkar sé ekki einsleitt, heldur margbrotið og spennandi. Liður í því er að búseta sé öflug um landið. Það er því sanngjörn krafa að ríkið vinni með - en ekki á móti í að stuðla að svo verði. Ólíkt hafast þeir að Það er athyglisvert að á sama tíma og forystumenn einstakra op- inberra fyrirtækja spyrna við fót- um gegn viðleitni stjórnvalda að staðsetja opinbera starfsemi á landsbyggðinni, þá vinna einkafyr- irtækin með öðrum hætti. Kaup- þing hefur fært hluta af sinni starfsemi til Siglufjarðar. Sjóvá Almennar eru með starfsemi á Isa- firði og nú nýlega gerði Islands- flug slíkt hið sama. Skýringin er ofur einföld. Við stjórnvöl þessara fyrirtækja sitja menn sem sjá sér hag í þessu fyr- irkomulagi. Þeir eru ekki þjakaðir af fordómum, en skilja að hags- munum þeirra er best borgið með því að sækjast eftir starfskröftum fólks á landsbyggðinni í auknum mæli. Þeir óttast ekki frekar en frumkvöðlarnir í upphafi aldarinn- ar að takast á við breytingar. Von- andi taka þá fleiri sér til fyrir- myndar. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum. RAQAUQLVSINBAR ATVINNUHÚSNÆÐI Til leigu atvinnuhúsnæði 1. Neðst við Skúlatún, 2000 fm skrifstofu- húsnæði á þremur hæðum, gegnt Sam- vinnuferðum Landssýn. 30-40 malbikuð bílastæði. Fyrsta hæð gæti hentað sem verslunar- eða þjónustuhúsnæði. í sama húsi er til leigu 650 fm kjallari. Góð lofthæð. Stór hluti laus nú þegar, allt húsið til af- hendingar 1. október. Frábær staðsettnig. 2. Austurstæti 16 (Apótekid). 400 fm glæsi- leg skrifstofuhæð með síma og tölvulögnum í fyrsta flokks ástandi. Laust 1. október nk. í sama húsi efsta hæð, rishæð ásamt turni, u.þ.b. 180 fm. Laust nú þegar. í sama húsi 200 fm geymsluhúsnæði í kjallara. 3. Suðurhraun - Garðabær. Vandað og full- búið 3500 fm iðnaðar og/eða þjónustu- húnæði. Mikil lofthæð, myndarleg starfs- mannaaðstaða og 8000 fm malbikuð lóð. Laust strax. * 4. Kópavogur 230 fm vel staðsett verslunar og/eða þjónustuhúsnæði. Hentar vel sem verslun, pizzahús, sjoppa og videoleiga. Stendur sér, 25 malbikuð bílastæði, u.þ.b. 3500 íbúar í nágreninu. O.B bensínstöð á vegum Olís á staðnum. Miklir möguleikar. 5. Vesturbær 300 fm geymslu- eða lager- húsnæði nálægt J.L húsnæðinu. 6. Gardatorg, Garðabæ 500 fm húsnæði. Góð lofthæð, engar súlur, hentar vel sem skrifstofur, fyrir auglýsingastofu, arkitekta og verfræðinga. Næg bílastæði, hagstæð leiga. Hafðu samband ef þig vantar atvinnuhúsnæði Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll ehf., símar 562 3585 og 892 0160. HÚSNÆÐI í BOÐ íbúð í Montpellier, Frakklandi íbúð laus til leigu í Montpellier í nokkra mánuði. Upplýsingar í s. 437 0066, 565 0346, 866 6980. LANOBÚNAÐUR I T3CJST3.ÖCJK Fabtcionabaca Jörð í Skagafirði Til sölu er Hjarðarhagi í Blönduhlíð Á jörðinni er íbúðarhús, sem er hæð og ris, um 197 m2, byggt 1958. Góð útihús, m.a. hesthús (nú pláss fyrir 16 hross), fjárhús, refa- og minkahús. Ræktað land er um 37 ha. Stór hluti jarðarinn- ar, um 100 ha, er afgirt land, gróið að mestu. Jörðin á jafnframt upp- rekstrarrétt á Silfrastaðaafrétt. Vélar og tæki geta fylgt. Jörðin er vel í sveit sett og frábært útsýni til allra átta. Vegalengd er um 25 km frá Sauðárkróki og um 22 km frá Varmahlíð. Nánari upplýsingar eru veittar hjá fasteignasölunni. TILKYNNINGAR Auglýsing um deiliskipu- lag frístundabyggðar í Biskupstungum Samkvæmt 25. gr. laga nr. 73/1997, er hér með lýst eftir athugasemdum við deiliskipulag frí- stundabyggðar í landi Reykjavalla, Biskups- tungnahreppi. Skipulagstillögurnar liggja frammi á skrifstofu Biskupstungnahrepps, Aratungu, frá 18. ágúst til 15. septemberá skrifstofutíma. Fresturtil að skila inn athugasemdum ertil 29. september 2000. Skriflegum athugasemdum við skipu- lagstillöguna skal skila á skrifstofu sveitarfé- lagsins. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunum. Biskupstungum 10. ágúst 2000. Ragnar Snær Ragnarsson, sveitarstjóri. KENNSLA Myndsköpun - leikur Viltu auka kærleikann í Irfi þínu? Hugleiösla. Þjálfun í teikningu og litameðferð. Að miðla af sér og deila með öðrum. Sjálfsþekking. Finndu það fegursta í sjálfum þér. Innritun og nánari upplýsingar í síma 86 555 92. DULSPEKI Völva vikunnar verður með pers- ónulega ráðgjöf, þar sem stuðst er við næmni og innsæi, Svara í síma 908 6500 í og næstu daga. Sigríður Klingenberg, s. 908 6500. Skyggnilýsingafundur í kvöld, 15. ág., kl. 20.30, á Soga- vegi 108, Rvík, 2. hæð (fyrir ofan Garðsapótek). Hús opnað kl. 20. Miðav. kr. 1.200. FÉLAGSLÍF Afmælishelgi í Básum 25.- 27. ágúst. Mætið og fagnið 25 ára af- mæli Útivistar. Helgarferð og dagsferð. Góð dagskrá, hag- stætt verð. Pantið strax. Sjá heimasíðu: utivist.is.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.