Morgunblaðið - 15.08.2000, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 15.08.2000, Qupperneq 54
4É£4 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 UMRÆÐAN MORGUNBL.AÐIÐ , Alþjóðleg mennsk þjóð MEÐ tækniframför- um og uppgötvunum vísindamanna, sem nú eiga sitt blómaskeið, opnast tími nýrra tæki- færa. Þessi þróun hef- ur verið knúin áfram af þörf mannsins til að jitrjóta af sér viðjar náttúrulegra takmark- ana, fara framúr því sem er gefið og öðlast það frelsi að velja sér þann heim sem hann kýs. Nú flýgur maður- inn um loftin blá en lætur það ekki aðeins fuglunum eftir og með þeirri þekkingu sem hann hefur nú á eigin líkama getur hann einnig búið sér til vængi til að fljúga sjálfur. Hann getur erfða- breytt gróðri jarðar og skapað nær- ingu fyrir öll jarðarbörn og huglæg og veraldleg samskipti eru nú ekki háð landfræðilegri nálægð með til- •*%omu sýndarheims internetsins. Þessi þróun er spennandi tæki- færi, opnun, möguleiki en ekki sjálf- krafa eða sem náttúruleg framvinda. Það sem gerist sjálfkrafa er að ríkj- andi völd, fáir voldugir peningamenn og fjölþjóðlegir auðhringir þeirra munu drottna yfir tækninni og þekk- ingu vísindanna, slá eign sinni á hana og temja hana í þágu þess takmarks síns að auðgast meir og meir. George Orwell og Aldous Huxley hafa með skrifum sínum 1984 og Brave New World lýst þessu fram- tíðarríki með allt að því óhuggulega nákvæmum hætti. Þeir lýstu fram- vindu sem þeir sáu leiða af ríkjandi hugarstefnu, ef hún héldi áfram að vera fylgifiskur framþróunar í tækni ogvísindum. í dag er þróun tækni og vísinda ævintýri líkust. í þessu ævintýri tek- ur þátt einungis lítill hluti jarðarbúa. I blaðinu The Economist í júnímán- uði sl. er eftirfarandi fullyrðing í grein um Globalisation (Höfundur Jeffrey Sachs, forstjóri Miðstöðvar alþjóðlegrar þróunar og prófessor í alþjóðlegum viðskiptum við Harvard háskóla), þar segir: „Stór hluti heimsins, ef til vill 2 þúsund milljónir manna, munu ekki njóta góðs af hag- ^j'exti í heiminum ef ekki verður á al- gjör breyting á alþjóðlegu sviði.“ James Wolfensohn, formaður Al- þjóðabankans, sagði fyrir nokkrum árum að ef ekki tækist að ráða bug á því misrétti sem ríkti í heiminum þá væri það tímasprengja sem springa myndi í andlit barna okkar. Sú fullyrðing ræður nú ríkjum að í heiminum sé ekki leng- ur um mismunandi hugmyndafræði að ræða. Nánast öll ríki heimsins hafa gerst fylgjendur alþjóðlegrar peninga- og markaðs- hyggju. Þetta þýðir að í heiminum ríkir nú ein skoðun, það er að gróðavonin og hvatning hins sterka sé hinn eini mögulegi gangráður fyrir mannanna böm. í þann mund sem þessi skoðun hefur náð slík- um heimsyfirráðum, eignast hún hins vegar sífellt fleiri efasemda- menn, ekki síst í röðum þeirra sem best til þekkja um hvílík sár pen- ingahyggjan hefur skilið eftir sig. Húmanistahreyfingin Draumurinn um betri heim, um mennska framtíð fyrir alla, verð- ur áfram aðeins draum- ur, segir Júlíus Valdi- marsson, ef einungis fáir eiga þennan draum. Stór hluti jarðarbúa þjáist daglega af afleiðingum þessarar hugmynda- fræði sem réttíætir að hægt sé að mæla árangur framþróunar þótt hún nái ekki nema til hluta mannkyns. Peninga- og markaðshyggja eru systkini einstaklingshyggjunnar. Einstaklingshyggjan líkist lögmáli frumskógarins og byggist á því við- horfi til mannsins að hann sé eins- konar þróað dýr, ein af skepnum jarðarinnar. Með þessa sýn á mann- inn er auðvelt að boða þá trú að mað- urinn stjórnist af hvötum sínum og að græðgin sé sterkasta hvatning hans. Þannig verður til sú kennisetn- ing einstaklingshyggjunnar að gróðavonin sé sú eina hvatning sem leitt geti til framfara og hana verði að beisla fyrir framan þann vagn sem togar þjóðfélagið áfram. Ef ekki verði notuð græðgi mannsins muni hann leggjast flatur og aðhafast ekk- ert sem til framfara horfir. Þótt einsleit hugmyndafræði ríki nú í heiminum er ekki þar með sagt að þetta sé eina stefnan sem haldið er á lofti í dag. Óeirðirnar í Seattle, í Júlíus Valdimarsson tengslum við fund Alþjóða viðskipta- stofnunarinnar, voru teikn á himni um þá ólgu sem blundar undir niðri og víða um heim hafa að undanförnu myndast samtök gegn kapítalisma og hnattvæðingu (globalisation). Þá hefur ný hugmyndafræði litið dags- ins ljós, ný-húmanisminn sem setur fram þjóðfélagslíkan sem byggist á afnámi ofbeldis og mannréttinda- kröfu öllum manneskjum til handa. Þessi stefna var meðal annars sett fram á ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna um framtíðarsamfélagið í Kaupmannahöfn 1995 undir kjörorð- inu: „Það er engin framþróun nema hún komi frá öllum og sé ætluð fyrir alla“. Ný-húmanisminn útskýrir dýpstu þarfir mannsins og setur fram nýja sýn á manninn. Hafnað er öllum kenningum um að maðurinn sé skepna, náttúruleg líffræðileg vél eða skilgreind eining í orðabók hinn- ar Nýju hagfræði, númer, skatt- greiðandi eða neytandi. Þvert á móti er litið á manninn eins og guð í hlekkjum, sem slíta þarf af sér þessa hlekki og verða sú raunverulega mennska vera sem hann er. Hið mennska í manninum er skýrt sem möguleikinn til að velja með því að tefja andsvar sitt og læra án tak- markana. Maðurinn verður frjáls og hamingjusamur í þeim mæli sem hann lærir að gefa án þess að ætlast til einhvers í staðinn og þegar hann kemur fram við aðra eins og hann vill að aðrir komi fram við hann. Mario Rodiques Cobo, öðru nafni Silo, er upphafsmaður Húmanista- hreyfingarinnar. Hann sagði á mál- þingi húmanista í Moskvu árið 1993, að mikilvægustu spurningar sem sneru að sérhverjum manni á okkar tímum væru; Vil ég lifa? Og ef svo er - hvernig lífi vil ég lifa? - Og hvernig líf vil ég öðrum til handa? Og að lok- um - hvað vil ég gera til þess að lífið geti verið eins og ég vil fyrir mig og íyrir aðra? Framtíð okkar á plánet- unni jörð mun verða í samræmi við þau svör sem við gefum við þessari spurningu. í öllum tilfellum er um val að ræða, jafnvel aðgerðaleysi er val. Draumurinn um betri heim, um mennska framtíð fyrir alla verður áfram aðeins draumur ef einungis fáir eiga þennan draum. Ef þessi draumur verður draumur nægjan- lega margra mun ekkert getað stöðvað þá framvindu. Tæknin og vísindin hafa fyrir löngu náð því stigi að vera fær um að leysa öll megin- viðfangsefni, heilbrigðis, fæðis og manneskjulegra aðstæðna fyrir alla jarðarbúa. Ný-húmanisminn setur sér það markmið að gefa þessum framförum stefnu þannig að til verði alþjóðleg mennsk þjóð. Engin þróun í þessa átt mun hins vegar eiga sér stað nema hún komi frá öllum og hún sé ætluð fyrir alla. Höfundur er leiðbeinandi í Húmanistahreyfingunni. Fyrsta skrefið að öruggu húsnæði! UnisóknarfVcsíur til 22. ásiiíst nk. j:i Iierb. Eiðismýri 26, Seltjamamesi 59m2 íbúð,ioi Leiguíb.lán Búseturéttur kr. 1.046.025 Búsetugjald kr. 31.630 4ra herb. Frostafold 20, Reykjavík 88m2 íbúð,70i Leiguíb.lán Búseturéttur kr. 1.276.412 Búsetugjald kr. 46.450 4ra herh. Garðhús 4, Reykjavík 115m2íbúð,302 Leiguíb.lán Búseturéttur kr. 2.355.445 Búsetugjald kr. 46.581 Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Búseta hsf. Opið frá 8:30 til 15:30 Með umsóknum um íbúðir á leiguíbúðalánum þarf að skila faunaseðlum síðustu sex mánaða og síðustu skattskvrslu. Úthlutun íbúðanna fer fram miðvikudaginn 23. ágúst kl. 12:00 - 12:30 að Skeifunni 19. Umsækjendur verða að mæta á tilskyldum tíma og staðfesta úthiutun sína að öðrum kosti gætu þeir misst réttindi sín og íbúðinni yrði úthlutað til annars félagsmanns. B tí s' e t i h s f. S k e i f u n n i 19 s í ni i 5 2 0-5788 w w w. b u s e t i. i s Fiskikvótar o g brottkast afla SAMKVÆMT upp- lýsingum sem komið hafa fram frá FAO - Matvælastofnun Sam- einuðu þjóðanna, nem- ur brottkast 20-25% af afla heimshafana. Þeg- ar landhelgi var færð út í 200 mflur árin 1975- 1980 fullyrtu ráðgjafar að með því að „draga úr veiði og byggja upp stofninn" myndi afli aukast. Staðreyndin er svo sú að afli þorsks úr N-Atlantshafi minnk- aði um 60-70% að með- Kristinn altali og engin veiði er Pétursson við Labrador. Eg hef áður rifjað upp dæmi frá 1975 um „svörtu skýrslu" Hafrann- sóknarstofnunar. Veidd voru þá um 360 þúsund tonn á ári hér við land - úr álíka stórum þorskstofni og í dag. Veiðiálag 1972-1976 var um 42% að meðaltali. Þorskstofninn tvöfaldaði samt stærð sína frá 1975-1980. Veið- iálag minnkaði með stækkandi stofni og var komið niður undir 25% árið 1980. Þetta átti að tryggja jafnari veiði samkvæmt ráðgjöf. Upp úr 1980 versnuðu sjávarskilyrði aðeins og staðan varð: Stór þorskstofn og minnkandi fæða. Vaxtarhraði í þorskstofninum hér við land féll þá um 25-30 % árin 1980-1983. Minnkun stofnsins 1980-1983 varð samsvar- andi vegna hægari vaxtarhraða. Við bættust svo að líkindum aukin nátt- úruleg afföll vegna lakari sjávarskil- yrða. Skýringin „ofveiði“ stenst því tæplega líffræðileg grundvallara- triði. Lítum á Kanada austanvert - veiðisvæði 2J. Eftir útfærslu land- helgi 1978 var ákveðið að fylgja ná- kvæmlega stefnu ráðgjafa um 20% veiðiálag á stofninn (staðfest í viðtali við Jakob Jakobsson í Fiskifréttum 10.nóv.l989). Stofninn stækkaði að- eins fyrst - vaxtarhraði fór svo að falla og stofninn hætti að stækka. Haldið var óbreyttri nýtingarstefnu 20%. Stofninn minnkaði. Þá var dregið úr veiði. Vaxtarhraði féll meira. Stofninn minnkaði enn og dregið var úr veiði. Veiðar voru svo stöðvaðar á Labradorsvæðinu um 1990 þrátt fyrir lægsta veiðiálag sem reynt hafði verið í Atlantshafi. Með- alvigt á 7 ára gömlum þorski (svæði 2J) var 2,87 kg þegar tilraunastarf- semin byrjaði 1978. Jafngamall þorskur (7 ára) vigtaði aðeins 0,83 kg að meðaltali 1993 á sama svæði og var það stærsti þorskurinn sem fannst!! Munur á þyngd var hlutfallið 2,87/0,83 eða = 3,45!! Lágt veiðiálag samfara lélegum sjávarskilyrðum virðist hafa leitt til þessað hrygning- arstofninn virðist hafa drepist úr hungri (orkuþurrð) eftir hrygningu 1992 - tveimur árum eftir að veiðar voru stöðvaðar!! Ráðgjafar fullyrtu samt að stofninn hefði hrunið vegna „ofveiði". Aldrei hefur verið fjallað vandvirknislega um þetta alvarlega mál - hrun vaxtarhraða og lágt veið- iálag sem hugsanlega aðalskýringu á hruni stofnsins þegar enginn var að veiða á Labradorsvæðinu. Ráðgjafar og stjómmálamenn frá Kanada eru enn að japla á „ofveiði", „afráni sela“ og fleira órökstuddu bulli. Var þorskurinn þá svo hrædd- ur við seli og bundin fiskiskip að hann hætti að éta af þeim ástæð- um??!!! í Barentshafi er svipaða sögu að segja. Upp úr 1992 varð skyndilega mikil veiði, ráðgjöfum að óvörum, í kjölfar uppsveiflu sjávarskilyrða og hækkandi vaxtarhraða. Þá sögðu ráðgjafar blákalt; „uppbyggingin er loksins að skila árangri“ eins og þeir hefðu haft vald á gangi sjávarskil- yrða!! Metárgangar af þorskseiðum komu svo sex ár í röð, 1991-1996 og ráðgjafar voru ánægðir með árang- urinn. Vaxtarhraði hefur nú fallið í nýtt sögulegt lágmark og þá heitir það „ofveiði“ á ný!! Var það „árang- ur“ að fá svona mikið af seiðum? Þarf ekki að taka þá um- ræðu efnislega? Mætustu menn hafa gjörsamlega misskilið þessa svokölluðu fiski- fræði og telja að þau fræði séu byggð á al- vöru raunvísindum. Svo virðist ekki vera. Fiskveiðiráðgjöf í N- Atlantshafi og víðar virðist eingöngu bygg)a á akademískri tilgátu - sem virðist alls ekki geta virkað í takt við lögmál náttúr- unnar. Ráðgjöfin er samt ágæt til hliðsjónar eins og sæmileg veð- urspá. Ég tel, samkvæmt reynslu, að mesta ábyrgðin felist í að nýta reynslu samhliða ráðgjöfinni. Tengja Brottkast Fiskveiðiráðgjöf í N-Atlantshafí og víðar virðist eingöngu byggj- ast á akademískri til- gátu, segir Kristinn Pétursson, og virðist alls ekki geta virkað í takt við lögmál náttúrunnar. þannig samanfræði og reynslu til að finna skýringar á vafaatriðum. Það verður varla nokkurn tímann til stóri sannleikur til um úthöfin!! Náttúran er síbreytileg og dutlungafull. Gögn ráðgjafa benda ótvírætt til þess að fiskistofnar bregðist við aukinni veiði með hraðari vexti og aukinni fram- leiðslu. Gögnin benda samsvarandi til að minnkandi veiði leiði til lækk- andi vaxtarhraða og minnkandi stofns. Náttúrusveiflur grípa svo inn Ein af barnalegustu röksemdum sem heyrst hefur úr hópi ráðgjafa er; „við látum þá náttúruna njóta vaf- ans“ Þegar rökfræði fagmanna kemst á það stig að „náttúran á að njóta vafans" - vafa sem alls ekki er vitað hver er - þá er umræðan komin á of hátt flug fyrir mig. Er ekki rétta að umorða setninguna; „við látum þá metnaðargjarna ráðgjafa njóta vaf- ans“!! Ráðgjafar eru sjálfir hafðir sem prófdómarar eða endurskoð- endur á eigin verk. Sumir stjórn- málamenn fullyrða eins og páfa- gaukar að þetta sé „besta vísindalega þekking sem til er“. Það er sama röksemd og notuð var fyrir 300 árum þegar jörðin var flöt sam- kvæmt sama texta!! Kvótai' eru sífellt skornir niður samkvæmt tillögum ráðgjafa um „ábyrga veiðistjórn11. „Ábyrg veiði- stjórn" er þegar allir hlýða ráðgjöf- um blindandi án þess að skilja neitt!! Hrósa þeim svo fyrir „árangurinn“ vegna uppsveiflu sjávarskilyrða eins og hérlendis 1998 og 1999 og í Nor- egi 1992!! Svo þegar ráðgjafar týndu 200 þúsund tonnum að verðmæti 40 milljarðar hérlendis sl. vor þá heitir það „innan skekkjumarka". Væri ekki farsælla að fjalla efnislega um þá staðreynd að náttúran virðist hafa enn einu sinni brugðist við tilraun til að safna þorski í hafið, í stað veiði, með því að minnka framleiðslu sína!! Samkvæmt FAO er svo 20-25% af afla heimshafanna nú hent í sjóinn aftur. Er það ekki bein afleiðing af því hve mikið er búið að skera niður veiðar?!! Er það ekki svo það sem kallað er að hengja bakara fyrir smið - að kenna fiskimönnum um þegar þeir neyðast til að henda afla sem bannað er að koma með í land?? Höfundur er framkvæmdastjóri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.