Morgunblaðið - 15.08.2000, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 15.08.2000, Qupperneq 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ V* HESTAR í X Það voru mörg „fögn“ sem fóru milli fslendinganna á mótinu og hér fær Jóhann G. varmar móttökur frá Vigni landsliðseinvalds eftir frækilega frammistöðu hans og Hrannar frá Godemoor í fimmgangsúrslitum. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Grannt var fylgst með hverjum keppanda íslenska liðsins þegar í keppnina var komið. Hér sitja á rökstólum Hulda Gústafsdóttir, Maríanna Gunnarsdóttir, Vignir Jónasson og OIil Amble og með þeim ráðgjafinn Bragi Gústaf Hinriksson. Norðurlandamótið í hestaiþróttum Samstilltur hópur sem skilaði góðu dagsverki segir Vignir Jónasson landsliðsein- valdur að loknu móti „MÉR fannst möguleikar á góðum árangri nokkuð vænlegir fyrir mót- ið þegar búið var að velja liðið. Þetta voru flestallt reyndir knapar sem hefur yfirleitt gengið vel þegar á hefur reynt. Það var náttúrulega vitað að Farsæll væri sterkur og því ekki reiknað með öðru en sigri í tölti og fjórgangi og það stóð allt eins og stafur á bók. Sömuleiðis var ég ánægður með ísak hjá Páli Braga, hann virtist feiknagóður þegar ég skoðaði hann fyrir mót. Ég var nokkuð viss um sigur hjá þeim í slaktaumatöltinu en ekki al- veg eins viss með fimmganginn en ég held að fsak hafi aldrei klárað mót svona vel sem nú. Þeir stóðu sig rosa vel eins og reyndar liðið í heild sinni. Það má segja að allir hafi skilað sínu besta eins og að- stæður buðu upp á og samstilltur hópur unnið gott dagsverk," sagði Vignir Jónasson landsliðseinvaldur að loknu móti í samtali við Morgun- blaðið. Aðspurður hvort ekki hafi verið svekkjandi að verða af sigri í 250 metra skeiðinu sagði Vignir að vissulega hefði verið gaman að fá gullið þar en á það bæri að lfta að Svíar væru orðnir geysilega sterkir í skeiðgreinum eins og árangur þeirra sýndi vel á mótinu. Hann benti á að klárinn hjá Sigurði Óskarssyni, Elvar Sig frá Búlandi, hefði helst og ekki beitt sér sem skyldi og að lokum hefði orðið að draga hann úr keppni. Þá segir Vignir að Eitill hafi skilað góðum tfma sem bara hreinlega dugði ekki til. „Það er athyglisvert að þessir sterkustu hestar Svía koma allir frá sama staðnum og eru Magnús Skúlason og Anna kona hans lykil- menn í þessari sterku stöðu Svía í skeiðinu. Einnig má geta þess að Svíar eiga einn sterkan hest heima sem kom ekki á mótið sem er Þór, Magnusar Lindquist. Og þegar Örv- ar hans Magnúsar fær fjóra mögu- leika er ekki að sökum að spyrja, hann fer helst ekki yfir 22 sekúnd- urnar þegar hann liggur. Ég er mjög ánægður með frammistöðu Jóhanns G. og Hrann- ar. Þetta er ung hryssa sem gerði í raun meira en hægt var að ætlast til af henni. Þau eru með samanlögð stig sem yfirleitt duga vel til sigurs á flestum mótum en klárinn hennar Önnu Skúlasonar, Mjölnir frá Dal- bæ, er injög sterkur í fimmgangi og með þessa miklu skeiðgetu er erfítt að stöðva hana í samanlögðu,“ seg- ir Vignir. Hann kveðst afar ánægður með frammistöðu krakkanna sem leystu mjög erfítt verkefni vel af hendi, eiginlega mun betur en hægt var að ætlast til af þeim. Þeir hestar sem þau fengu lánaða reyndust alls ekki í því formi sem lofað hafði verið. Til dæmis var hestur sem Einar Ey- steinsson átti að fá ekki keppnis- hæfur og varð fá annan hest. Ég reifaði við fulltrúa hinna þjóðanna að skráningarreglur hesta fyrir ís- lensku krakkana yrðu rýmkaðar þannig að við þyrftum ekki að til- kynna hvaða hross þau mæta með fyrr en á síðustu stundu og var vel tekið í það af öllum enda skilja allir vel þessa erfiðu stöðu sem við erum í. Það að vinna tvö gull f yngri flokkum auk annarra verðiauna er í raun frábær árangur við þessar að- stæður," segir hann ennfremur. En hvemig var að spreyta sig á þessu verkefni? „Ég vissi svo sem ekki alveg hvað ég var að fara út í,“ segir Vignir og brosir „en þetta gekk sérdeilis vel, mórallinn í hópnum var einstaklega þægilegur. Allir voru tilbúnir að leggja sig frarn til að allt gengi sem best upp. Ég gaf það strax út að ég myndi ekki vakta hópinn eins og lögregluhundur, allir þekktu reglu- rnar og menn yrðu að sýna að þeir væru traustsins verðir og ég væri einn af hópnum þangað til einhver vandamál kæmu upp sem aldrei varð í þessu ágæta samfélagi sem við lifðum í í eina viku,“ sagði Vign- ir í lokin hæstánægður með vel heppnaða sigurför. ■i- * Enn ein sigurförin til Seliord Enn á ný fara íslending- ar sigurför á Norður- landamót í hestaíþrótt- um sem nú var haldið á þeim ágæta stað Seljord í Noregi. Sex gull unn- ust á mótinu og voru ís- lendingar með bestu út- komu allra þjóða í fullorðinsflokki. Valdimar Kristinsson fylgdist með keppninni tvo síðustu dagana sem mótið stóð yfír. VIGNIR Jónasson getur vel við un- að í sinni frumraun sem landsliðsein- valdur og líklega hægt að segja að uppskeran hafi verið í góðu sam- ræmi við það sem til var sáð. Árang- ur liðsins mjög glæsilegur í harðn- andi keppni Norðurlandamótanna. Til dæmis voru Svíar mjög sterkir í skeiðgreinum og hirtu nánast öll gullin sem þar voru í boði en öll gull hringvallarins í fullorðinsflokki féllu íslendingum í skaut. En heilt yfir tekið hlutu íslendingar sex gullverð- laun, átta silfur og þrjú brons. Svíar Tvenn gullverðlaun og glæsilegur sigur í fimmgangi eftir æsispennandi keppni var ærið tilefni fyrir Pál Braga til að veifa fslenska fánanum á sigurhringnum með ísak frá Eyjólfsstöðum. Hinrik Þór Sigurðsson er í mikilli framför um þessar mundir og nú sýndi hann að f honum býr efnilegur skeiðreiðamaður en hann sigraði f gæðingaskeiði á Frey frá Þóroddsstöðum. Norður- landamót 1 hestaíþrótt- um - úrslit Fullorðnir Tölt 1. Hinrik Bragason, íslandi, á Farsæli frá Amarhóli, 7,87/8,33 2. Johan Hággberg, Svlþjóð, á Aski frá Hák- ansgárden, 7,10/7,72 3. Stian Petersen, Noregi, á Trú frá Wets- inghe, 7,20/7,44 4. Ylva Hagander, Svíþjóð, á Mekki frá Varmalæk, 7,23/7,33 6, Egill Þórarinsson, íslandi, á Glaumi frá Vallanesi, 6,93/7,28 6. Mette Logan, Danmörku, á Austra frá Austurkoti, 7,00/6,83 Fjórgangur 1. Hinrik Bragason, íslandi, á Farsæli frá Amarhóli, 7,17/7,70 2. Stian Petersen, Noregi, á Trú frá Wets- inghe, 7,20/7,37 3. Kari A Strömmen, Noregi, á Kjarki frá Homi, 6,60/7,17 4. Nicole Bergmann, Finnlandi, á Bmna frá Súluholti, 6,53/6,83 5. Reynir Aðalsteinsson, íslandi, á Hrana frá Snartarstöðum, 6,83/6,73 6. Jennie Lindberg, Svíþjóð, á Koli frá Vind- ang, 6,60/6,57 7. Anne Pedersen, Noregi, á Heljari frá Skíðbakka, 6,60/6,50 Fimmgangur 1. Páll B. Hólmarsson, íslandi, á ísak frá Eyjólfsstöðum, 7,17/7,62 2. Jóhann G. Jóhannesson, íslandi, á Hrönn frá Godemoor, 6,93/7,31 3. Gylfi Garðarsson, Noregi, á Hvata frá Hrappsstöðum, 6,90/7,24 4. Johan Hággberg, Svíþjóð, á Aski frá HSk- ansgárden, 6,93/7,21 5. Jóhann R. Skúlason, íslandi, á Þyti frá Hóli, 6,87/6,90 6. Nils C. Laren, Noregi, á Hlekki frá Stóra- Hofi, 6,60/6,79 Slaktaumatölt 1. Páll B. Hólmarsson, íslandi, á ísak frá Eyjólfsstöðum, 7,40/7,75 2. Liisa Hildén, Finnlandí, á Viljarí frá Skarði, 5,67/6,96 3. Fredrik Rydström, Svíþjóð, á Gesti frá Stallgárden, 6,13/6,68 4. Jóhann G. Jóhannesson, íslandi, á Hrönn frá Godemoor, 6,40/6,54 6. Anna Skúlasonf Svíþjóð, á Mjölní frá Dal- boe, 6,07/6,29 6. Jens Kasperczyk, Danmörku, á Eik frá Litlu-Sandvík, 5,80/6,17 7. Apes H. Helgadóttir, Svíþjóð, á Thor frá Nerböen, 5,80/6,13 Gæðingaskeið 1. Johan Hággberg, Svíþjóð, á Aski frá Hák- ansgárden, 7,79 2. Jóhann G. Jóhannesson, íslandi, á Hrönn frá Godemoor, 7,67 3. Leif A. Ellingseter, Noregi, á Skorra frá Kílhrauni, 7,17 4. Anna Skúlason, Svíþjóð, á Mjölni frá Dal- bæ, 7,17 5. Nils C. Larsen, Noregi, á Hlekki frá Stóra-Hofi, 7,04 6. Jóhann R. Skúlason, íslandi, á Þyti frá Hóli, 7,04 250 metra skeið 1. Magnús Skúlason, Svíþjóð, á Örvari frá Stykkishólmi, 21,5 sek. 2. Anna Skúlason, Svíþjóð, á Mjölni frá Dal- bæ, 22,0 sek. 3. Leif A. Ellingseter, Noregi, á Skorra frá Kílhrauni, 22,4 sek. 4. Hulda Gústafsdóttir, íslandi, á Eitli frá Akureyri, 22,7 sek. 100 metra flugskeið 1. Magnús Skúlason, Svíþjóð, á Örvari frá Stykkishólmi, 7,6 sek. 2. Anna Skúlason, Svíþjóð, á Mjölni frá Dal- bæ, 7,6 sek. 3. Hulda Gústafsdóttir, íslandi, á Eitli frá Akureyri, 7,6 sek. 4. Rune Svendsen, Noregi, á Hug frá Stóra- Hofi, 7,8 sek.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.