Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 62
MOKGUNBLAÐIÐ 62 ÞRIÐJUDAGUR15. ÁGÚST 2000 / ......... Dýraglens Grettir Hundalíf Ferdinand Smáfólk RAT5! I M ALWAY5 THE ROTTEN E66.. Sá sem er síðastur er alger auli! Skrambinn! Ég er alltaf aulinn.. j. BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík # Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Ur sautján í átján Frá Guðvarði Jónssyni: MIKIÐ ER búið að velta því fyrir sér í gegnum árin, hvernig draga megi úr umferðarslysum og lækka tjónakostnað, þeirra vegna. Þrátt fyrir fjölda námskeiða um umferðarmál og öryggismál þar að lútandi, auglýsingar þar sem menn eru hvattir til þess að gæta fyllsta öryggis í meðhöndlun bifreiðar og upplýstir um fjölmargar hættur sem steðjað geta að bílstjórum á ferð þeirra um landið, hefur slysum fjölgað á hverju ári og þar af leið- andi tjónakostnaður stóraukist. Það er því nokkuð ljóst að þær aðferðir sem áttu að draga úr slysum, hafa ekki skilað árangri. Það er líka nokkuð ljóst að þeir sem aka af mestu gáleysi, taka ekki mark á við- vörunum, hlusta ekki á leiðbeining- ar og virða hvorki lög né reglur. Til þessara ökumanna næst ekki, nema á þjóðvegunum. Oft hefur hugmynd um hækkun ökuréttindaaldurs skotið upp kollin- um, en aldrei orðið neitt úr fram- kvæmd. Nú hefur þessi hugmynd látið á sér kræla að undanförnu og menn haft misjafnar skoðanir á gildi hennar eins og fyrr. Þegar metið er gildi slíkra breytinga þarf að hafa í huga andlegan þroska unglinganna og þær breytingar sem verða frá 17 ára aldri og t.d. til tvítugs. Það er talið að hegðun unglinga á þessum aldri mótist að stórum hluta af misþroska tveggja heilastöðva. Við 17 ára aldur er sá hluti heilans sem stjórnar ótta og reiði talinn mun þroskaðri en vitsmunahluti heilans. Þess vegna mótast oft hegð- an fólks á þessum aldri af geðhrifum án fullra skynsemisáhrifa. Vegna þessa hefur unglingurinn ekki fullt vald á hegðan sinni, sem er hættu- legt undir stýri. Þessi misþroski í heilanum jafnast að miklu leyti á næstu tveimur árum, þótt heilinn sé ekki talinn hafa fullan skynsemis- þroska fyrr en um þrítugt. Það er því ljóst að 18 ára unglingur hefur mun meiri skynsemisþroska en 17 ára unglingur og um tvítugt ættu ungmenni að geta stjórnað geðhrif- um að miklu leyti með skynsemi. Það er því ákvörðun stjórnvalda að ákveða, hvað þeir krefjast mikillar skynsemi undir stýri. Mér finnst stundum að umfjöllun fjölmiðla gefí ekki rétta mynd af or- sök slysa. Fyrir stuttu var maður á ferð í Borgarfirði, akandi á blautri olíumöl. Maðurinn þurfti að hemla snögglega, en þá kom í ljós að veg- urinn var flugháll svo bíllinn hlýddi ekki fyrirmælum ökumanns. í sjónvarpsviðtali við manninn var helst að skilja að vegurinn hefði brugðist. Ég sé ekki annað en bíl- stjórinn hafi metið aðstæður rangt. Þegar rútan fór út af brúnni fyrir norðan Möðrudal, fjölluðu menn um slysið eins og þarna hafi verið um óskiljanlega tilviljun að ræða og bent var á, að rútan hafi ekki verið á ólöglegum hraða, hún hafi aðeins verið á 75 km hraða, en á þessum vegi væri 80 km hraði. Lýsingin á brúnni og aðstæðum við hana, bentu þó ekki til þess að eðlilegt hafi verið að aka inn á brúna á 75 km hraða. Brúin var aðeins 10 cm breiðari en rútan og lausamöl á veginum við brúarendann. Sé stigið á bremsu þegar framhjólin eru komin inn á brúna, á þessum hraða, verður við- nám framhjólanna mun meira en afturhjólanna, sem veldur því að afturendi rútunnar skrensar. Af- leiðingin verður sú að rútan snýr sig niður og vendir sér yfir handriðið, því hún er orðin of breið fyrir brúna, vegna skekkjunnar. Rétt er að hafa það í huga að veg- ur veldur ekki slysi, heldur verður slys vegna þess að bílstjórinn metur rangt aðstæður og eigin hæfni. Eigi slys að verða öðrum til viðvörunar þarf að koma fram í umfjöllun um slysið, hvað það var sem bílstjórinn mat rangt þegar slysið varð. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi, Reykjavík. Leitar vinkonu Frá Inge-Lise Haugaard: MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi bréf frá Inge-Lise Haugaard: „Góðan dag. Ég vona að það sé mögulegt að finna gamla vinkonu móður minnar með aðstoð Morgunblaðsins. Móðir mín, Ingeborg Pedersen, fædd Nygaard Kristensen, sem er 80 ára, er að fara til íslands með Is- landic Travel í Danmörku. Hún fer í 35. viku og dvelst á íslandi frá laug- ardegi 26. ágúst til 2. september 2000. Hún lýsir eftir eða vill komast í samband við vinkonu sína, sem hún átti á árunum 1944 til 1946, en þá voru þær á sama hjúkrunarkvenna- skóla. Samkvæmt síðustu bréfa- skriftum, sem móðir mín á, var vin- konan flutt heim til fslands og í júnímánuði 1948 hafði hún eftirfar- andi heimilisfang: Sigríður Sveinbjprnsson, Frakkastíg 15, Reykjavík. Á þessum tíma átti Sigríður litla dóttur, 18 mánaða, sem hét Lilja Ciriasdóttir Vonandi verður unnt að endur- vekja þetta samband, svo að þær stöllur geti hist á ný í 35. viku - eða að einhver boð komi um tilvist Sig- ríðar. Heimilisfang móður minnar í Dan- mörku er: Ingeborg Nygaard Pedersen Tousparken 12 stth. 8230 Ábyh^j Danmark Sími 0045 86 25 5610. Einnig er hægt að senda upplýs- ingar á netfangið haugaard@maill.stofanet.dk Með kærri kveðju, INGE-LISE HAUGAARD." Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.