Morgunblaðið - 15.08.2000, Síða 63

Morgunblaðið - 15.08.2000, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ _____________________________________ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 63 BRÉF TIL BLAÐSINS Övelkomin í eigin landi í Krepputungu. Volkswagen hjálpað um sandskaflana. Frá Kristni Snæland: NÝLEGA lagði undirritaður í stutta fjallaferð ásamt nokkrum hópi vina á sjö bílum. Einn vai- frá Sviss en hinir frá Reykjavík, allt vanir ferðamenn bæði hérlendis sem erlendis. Fyrihugað var að aka frá Mývatni í Herðubreiðarlindir hinn fyrsta dag. Annan dag var ferðinni heitið í Oskju og þaðan í Hvannalindir og loks í Kverkfjöll og niður þaðan að Sænautaseli. Bílarnir voru fjórir fjórhjóladrifnir og þríi- Volkswagen sendi/húsbílar af eldri gerð. Ferðin gekk vel í Herðubreiðatiindir þrátt fyrir að Jökulsá væri komin í Lindá og flæmdist um gróðurlendið um- hverfis. I öryggisskyni voru Volkswagen-bílarnir dregnir yfir Lindána. Þegar í Herðubreiðarlindir kom var rætt við landvörð sem benti á að bílarnir mættu ekki fara út á gróið land en vera á stæðum. Eftir þessu var farið og eina tjald hópsins sett út á gras en tjaldvagn og húsbíl- ar settir á bílastæði. Fljótlega að þessu loknu kom annar landvörður og krafðist þess að við flyttum okkur á annað bflastæði enda væri það stæði sem við völdum okkur ekki ætlað til dvalar í bflum. Engar merk- ingar voru um slíkt og auk þess höfðum við fylgt bendingum annars landvarðar um staðsetningu. Þetta varð til leiðinda svo þrír fluttu sig en hinir voru kyirir enda búnir að setja upp tjald og tjaldvagn. Ekki var meira um þetta haft. Um Öskjusvæðið Daginn eftir var ekið að Oskju, skoðað Drekagil og Víti með meiru. Þarna urðum við vitni að því sem kalla mætti náttúruverndarrugl. Leiðin lá að hluta um vikursand hvar hjólför láu beint yfm. Ljóst var af ummerkjum að bílar höfðu mæst á miðjum sandinum og annar af kurt- eisi ekið upp úr hjólförunum og hleypt hinum fram hjá. Þarna stóð svo einn blessaður landvörðurinn með garðhrífu og máði út hjólförin. Við sem erum vön ferðalögum um landið okkar og virðum bann við akstri utan vega vorum vægast sagt hlessa á slíku náttúruverndarof- stæki. Okkar skilningur er að vísu sá að ef á annað borð er reiknað með akstri um einhvern slóða þá hljóti að verða að gera ráð fyrir því að á köfl- um, vegna mætinga eða annars, geti slóðinn orðið tví- eða jafnvel þrí- breiður. Ef náttúruverndarofstækis- menn sætta sig ekki við þetta sjón- armið þá er skynsamlegast að loka landinu alveg fyrir vélknúnum öku- tækjum. Þá er líka fötluðum og hreyfihömluðum gleymt rétt eins og of algengt er. Leiðin lá eins og ætlað var í átt að Hvannalindum og farin leiðin upp Krepputungu að austanverðu. Þar upp komum við fljótt í erfiða sand- skafla og urðum að kippa öðru hvoru í fólksvagninn frá Sviss enda hann sjálfskiptur og því verri í sandinn að leggja. Eftir stuttan spöl náði okkur Dodge-sendibfll með fellihýsi í eftir- dragi. Þótti þeim er á honum voru lögi-eglan hafa blekkt sig enda hafði hún sagt þeim að fólksbflafæri væi'i upp í Kverkfjöll. Væntanlega hafa þessir laganna verðir ekki haft spurnir af sandsköflunum. Sneri sendibíllinn fljótlega við. Áfram hélt vinaflokkurinn og kom fljótlega að hópferðabfl á kafí í sandi í smá brekku. Stóð hann þar ósjálfbjarga með bilaða kúplingu og níu farþega. Með okkar lagni, snilld og dugnaði gátum við ekið fram hjá rútunni og stansað þar til skrafs og ráðagerða. Leiðsögumaður hópsins á rútunni falaðist eftir því hvort unnt væri fyr- ir okkur að flytja hópinn með okkur upp í Kverkfjöll. Okkur var það tæp- ast unnt enda fyrirhugað að fara að- eins að Hvannalindum. Þar við bætt- ist að bensínbirgðir okkar voru farnar að verða tæpar vegna barátt- unnar við sandinn og því höfðum við þegar ákveðið að fara aðeins í Hvannalindir og þaðan niður Krepputungu að vestan en ekkert í Kverkfjöll að þessu sinni. Leiðsögu- maður rútunnar fræddi okkur þá á því að ekki mætti gista í Hvanna- lindum. Við þessi tíðindi og bensín- skort ákváðum við að snúa við og aka til baka og niður í Möðrudal. Náttúruverndaroffari birtist Sem við vorum að aka hjá rútunni til baka birtist gamall rússajeppi fyrir aftan okkur en ekki ræddum við saman. Héldum við ferð okkar til baka og niður að vegamótum neðst í Krepputungu en þar var stansað. Eftir skamma stund birtist rússa- jeppinn enn á ný og nú með honum annar maður á rauðum palljeppa. Rússamaðurinn snaraðist að okkur með þjósti miklum og án þess að kynna sig hóf hann reiðilestur vegna utanvegaaksturs hópsins þarna um foksandinn. Vissulega var það satt og rétt að við höfðum ekið út fyrir veg til þess að komast fram hjá bilaðri rútunni og stundum höfðu jeppar okkar farið upp úr hjólförunum þegar við vorum að hjálpa fólksvögnunum í gegnum sandskafiana. Þess má einnig geta að við höfðum líka gengið á sandin- um kringum bflana þegar hugað var að framhaldi ferðar. Ekki síst frömdu auðvitað ferðalangar rút- unnar einna verstu sandspjöllin með því að ganga um foksandinn langt út fyrir rútuna og meira að segja óþarf- lega langt út á sandinn til örna sinna. Það skal viðurkennt að hjólför vinaflokksins náðu jafnvel í-úma bfl- breidd út fyrir slóðann en fótspor fólksins í sandinum voru þarna langt út fyrir allt. í ofstækisfullri reiði láð- ist rússajeppamanninum að kynna sig en þar sem við í vinaflokknum er- um ekki með öllu ókunnug landinu okkar og óbyggðum þá var okkur ljóst að þarna var kominn landvörð- urinn Kári Kristjánsson. Segja má sem okkur finnst, sem sé að maður- inn er ekki viðræðuhæfur. Þrátt fyr- ir það var hann inntur eftir því hve- nær samið hefði verið við máttarvöldin um að héðan af yrði stöðugt logn á verndarsvæðinu næstu 100 þúsund árin eða svo. Varð fátt um kveðjur með okkur og þess- um náttúruverndaroffara en tilfinn- ingin var sú eftir fundinn við þennan mann að fólk væri almennt óvelkom- ið á umsjónarsvæði hans. Gott fólk Eftir þennan gleðisnauða fund við landvörðinn var haldið niður að Möðrudal og verið þar tvær nætur. Smávegis hjálp þurfti vegna við- gerða og var það veitt glöðu geði og af þeirri íslensku gestrisni sem best er. Þaðan var haldið að Sænautaseli sem er einn af áhugaverðari skoðun- arstöðum landsins. Þarna er gamall bær hins almenna búanda í landinu fram á liðna öld uppgerður og þó ekki séu staðir sem Glaumbær í Skagafirði eða Burstafell í Vopna- firði lastaðir þá er ekki síður ástæða til þess að gera sér ferð að Sænauta- seli. Þar eru gestir leiddir um bæinn og frætt um gerð hans og fyrri ábúendur. Loks gefst gestum kostur á kaffi og gómsætum klöttum við vægu verði. Þessi athyglisverði bær er fimm kílómetra frá gamla þjóð- veginum nr. 1 skammt austan við Möðrudal og vegurinn þangað fær öllum bflum. Fleira gott fólk varð á vegi vina- flokksins í ferðinni. Aður en komið var á Egilsstaði bilaði gírkassi í 63 model Willys okkar en fornbílamenn sem á Héraði eru fleiri en gengur og gerist settu allt í gang, annar kassi var kominn áður en varði en maður gekk undir manns hönd við að leysa málið. Alvarleg en lítil bilun í bensín- dælu eins af nýrri bflunum var leyst *. hjá Toyota-verkstæðinu í Fellabæ,' svona rétt eins og með annai-ri hend- inni. Svona gott fólk fær mann til þess að gleyma manni sem Kára Kristjánssyni. Hjálpsemi, gestrisni og vinátta hinna vegur upp leiðindin vegna kynna af honum. KRISTINN SNÆLAND, leigubflstjóri. Frá nemcndasýningu í Borgaxleikhúsinu Haustnámskeið HEFST 21. ÁGÚST NK. Allir aldurshópar frá 4 ára. Innritun í síma 553 8360 frá kl. 16-18 Haustsprengja Heimsferða til Costa del Sol frá kr. Heimsferðir bjóða nú sumarauka til Costa del Sol í september á hreint frá- bærum kjörum, en september er fyrir marga vinsælasti ferðatíminn til Spán- ar. Við bjóðum nú sértilboð á Acuamarina gisti- staðinum, okkar vinsælasta gististað á Costa del Sol með frábærri aðstöðu og þú nýtur þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verðkr. 39.955 M.v. hjón með 2 böm, vikuferð. Verðkr. 47.990 M.v. 2 í stúdió, vika, Acuamanna. Vertkr. 44.955 M.v. hjón með 2 böm, 2 vikur. Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is 31. ágúst 7. sept. 14. sept. 21. sept. Síðustu sætin í haust 39.955 Viltu öðlast • • meiri víðsýni? Langar þig til að kynnast annarri menningu? Viltu kanna ókunn tönd? Ertu á aldrinum 15-18 ára? Viltu öðruvísi menntun? Meiri víðsýni? Meira sjálfstraust? Ef þú gerist skiptinemi á vegum AFS lærir þú nýtt tungumál, eignast nýja vini og öðlast dýrmæta reynslu sem endist þér ævilangt. Við bjóðum heilsárs-, hálfsárs- og sumardvöl og erum að taka á móti umsóknum um þessar mundir. AFS ð íslandi Ingólfsstræti 3 | 2. hæð | sími 552 5450 | www.afs.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.