Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ 34 ÞRIÐ JUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 Ur dagbók lögreglunnar 33 kærðir vegna hraðaksturs ll.til 14. ágúst Helgin var tiltölulega róleg hjá lögreglunni sem sinnti þó rúm- lega 400 verkefnum. Alls voru 13 ökumenn stöðvað- ir vegna gruns um ölvun við akstur og 33 kærðir vegna hraðaksturs. Brotist inn í veitingahús Á föstudag var brotist inn í bamaheimili í Breiðholti og það- an stolið barnaleikföngum og skemmdir unnar. Á föstudag var einnig brotist inn í veitingahús í Mosfellsbæ og þaðan stolið áfengi, tóbaki og DVD-spilara. Þýfið fannst síðar sama dag. Á föstudaginn var brotist inní bifreið í Breiðholti og þaðan stol- ið geislaspilara og hljómdiskum. Þá var brotist inní bifreið í aust- urborginni og stolið geislaspilara og seðlaveski. Eldur kom upp í íbúð í Krummahólum Tvennt var handtekið eftir að það réðst að lögreglumönnum sem voru að stöðva handalögmál í miðbænum að morgni sunnu- dags. Fólkið var flutt á lögreglu- stöð. Tilkynnt var um reyk frá Háa- leitisbraut á föstudag. Reyndist þar hafa kviknað eldur í potti á eldavél. Ekki hlutust miklar skemmdir af eldi og hverfandi vegna reyks. Eldur kom upp í eldhúsi íbúðar í Krummahólum að kvöldi laugardags. Nokkrar skemmdir urðu af reyk en reykræsta varð nokkrar íbúðir fjölbýlishússins. Bifreið rann á 5 ára pilt Tvær stúlkur, 11 og 13 ára, meiddust er 14 ára piltur var að fikta með loftbyssu í Breiðholti. Stúlkurnar fengu í sig skot og hlutu af því mar. Lögreglan lagði hald á byssuna. Vert er að minna á að slík vopn eru alls ekki fyrir börn og þarf að afla tilskilinna leyfa til að meðhöndla þau. Fimm ára piltur var fluttur á slysadeild eftir að bifreið hafði runnið á hann við Hvammsvatn. Svo virðist sem bifreiðin hafi hrokkið úr gír og runnið á barnið og karlmann sem þar var einnig. Aftansöngur og Maríuganga í Viðey HIN hefðbundna kvöldganga í Við- *■ ey á þriðjudagskvöldum verður með öðru sniði í kvöld. Að þessu sinni stjórnar sr. Jakob Roland, prestur katólska safnaðarins í Hafnarfirði, aftansöng í Viðeyjar- kirkju, en síðan hefst svonefnd Maríuganga, - frá Viðeyjarkirkju til Kvennagönguhóla. „Hér er verið að taka upp aftur ævagamla hefð í Viðey, þar sem kirkjugestir gengu hátíðargöngu að Kvennagönguhólum að loknum kirkjulegum athöfnum. Af þessu tilefni fara Viðeyjarferj- urnar tvær ferðir. Önnur er kl. 19.30 en hin kl. 20. Aftansöngurinn hefst síðan kl. 20:15 Þetta er falleg, stutt bænastund með þátttöku » söngfólks úr Kristskirkju og Ulriks Ólasonar, organista. Sr. Jakob Rol- and stýrir athöfninni en Ólafur Stephensen les ritningargreinar. Að því loknu, eða um það bil kl. 20.45 hefst Maríugangan. Gengið verður með kross í fararbroddi auk þess sem tónlistarmenn leikar fyrir göngunni. Með í göngunni verður Maríulíkneski, sem verður komið fyrir á Kvennagönguhólum. Þetta líkneski verður þar til frambúðar. Maríulíkneskið verður sett þar til að minna á trúarlíf fyrri tíma í Við- ey, en Viðeyjarkirkja er eins og kunnugt er Maríukirkja, vígð í katólskum sið og einnig í lúterskum sið. Á kvennagönguhólum les sr. Þórir Stephensen ritningargreinar. Maríugangan hefst við kirkjuna. Gengið verður niður fyrir Heljar- kinn, meðfram Hrafnasandi og upp á Kvennagönguhóla. Að lokinni stuttri athöfn á hólunum verður gengið til baka til Viðeyjarstofu. Gengið verður að ofanverðu og sem leið liggur eftir stöðvarveginum heim á hlað. í Viðeyjarstofu verða bornar fram veitingar. Áætlað er að ferjan fari til baka kl. 22.15 Maríugangan í Viðey verð- ur væntanlega árlegur viðburður. Þetta er hátíðleg ganga í fallegu umhverfi, sem vafalaust margir vilja taka þátt í. Hinar hefðbundnu göngur með leiðsögn staðarhaldara verða síðan áfram á laugardagseftirmiðdögum og á þriðjudagskvöldum. Staðar- skoðun, þar sem staðarhaldari segir sögu Viðeyjarstofu, kirkjunnar og helstu örnefna í Viðey, er á sunnu- dögum. Veitingahúsið í Viðeyjar- stofu er opið. Hestaleigan er í fullum gangi. Þá er hægt að fá lánuð reiðhjól end- urgjaldslaust. Við Viðeyjarnaust er góð grillaðstaða og leiktæki fyrir yngstu gestina. Sýningin „Klaustur á Islandi“ í skólahúsinu á Sund- bakka er opin alla virka daga frá kl. 13.20- 16.10, en um helgar er sýn- ingin opin til kl. 17.10,“ segir í fréttatilkynningu frá staðarhald- ara. Vikunám- skeið í blóma- skreytingum HALDIÐ verður vikunámskeið í blómaskreytingum fyrir áhugafólk dagana 21.-25. ágúst í Garðyrkju- skóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi. Námskeiðið stendur frá kl. 9-17 alla dagana. Leiðbeinandi verður Uffe * Balslev, blómaskreytingameistari. Hann mun m.a. kenna þátttakend- um að úbúa blómvendi, brúðarvendi, borðskreytingar, krans, útfara- skreytingar og mismunandi skreyt- ingar, svo eitthvað sé nefnt. Unnið verður með ræktað efni og náttúruleg efni af útisvæði Garðyrkjuskólans. Skráning og nánari upplýsingar Jt fást á skrifstofu Garðyrkjuskólans. Lýst eftir vitnum LÖGREGLAN í Reykjavík auglýsir eftir vitnum að árekstri, en ekið var á bláa BMW-bifreið á þriðjudags- kvöldið 8. ágúst sl. um kl. 22.30 á bifreiðastæði við Kirkjutorg. Tjónvaldur sem var á hvítu og bláu bifhjóli að talið er af Suzuki gerð, fór af staðnum án þess að tilkynna um óhappið. Sá er beðinn um að gefa sig fram við lögregluna í Reykjavík og einnig þeir sem kynnu að hafa orðið vitni að þessu. ÍDAG VELVAKAMÍI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Minna mas og meiri tónlist ÉG er hjartanlega sammála þeim ánægða útvarpshlust- anda sem skrifaði í Vel- vakanda fóstudaginn 11. ágúst þar sem hann hældi einni útvarpsstöðinni íyrir að hafa lítið af töluðu máli. Hvernig væri að taka allt talað mál af öllum stöðv- unum nema Rás 1 og tvö? Það er stór munur að geta fengið tónlistina í belg og biðu án þess að hún sé trufl- uð með einhveiju tali og ég tala nú ekki um auglýsing- arnar. Fréttimar getur maður svo bara fengið úr dagblöðunum. Ég styð síð- asta ræðumann og segi út með talið úr íslensku út- varpi. Útvarpshlustandi. Grimmd mannanna ÝR Margrét Lozanov hafði samband við Velvakanda og sagðist hún hafa verið að tína sveppi í Öskjuhlíðinni þegar hún fann ketthng í gjótu. Sagði hún kettknginn hafa verið nær dauða en lífi og var hún að berjast við að halda í honum lífi í þrjá sólarhringa. Segir Yr að kettlingnum hafi greinilega verið fleygt þama svo hann dræpist og segist hún ekki skiija fólk sem fari svona að ráði sínu og hversu mikla grimmd það sýni. Ef það vilji ekki eiga dýrin eigi það að sýna mannúð og láta svæfa þau. Tapad/fundið Filma fannst ÁTEKIN filma fannst nú fyrir skömmu á Akureyri, en hún var í goskassa sem fluttur var frá utanverðum Eyjafirði, að kkindum frá Dalvík, Ólafsfirði eða Siglu- firði. Kona sem fann film- una lét framkalla hana en þekkir ekki til fólksins sem þar má sjá. Myndimar vom teknar í ágústmánuði í fyrra og hér má sjá eina þeirra. Þeir sem kannast við að hafa glatað filmu frá þess- um tíma geta haft samband við Unni á Akureyri í síma 462-1736 Handsaumuð dúkka týndist í miðbænum HANDSAUMUÐ dúkka týndist á leiðinni Laugaveg- ur, Þingholt, miðbær fimmtudag fyrir verslunar- mannahelgi. Dúkkan er með rauða hettu í bláum kjól og með gult hár. Dúkk- an er heimagerð og eign 19 mánaða stúlku sem saknar hennar sárt. Skilvís finn- andi hafi samband Guð- björgu í síma 698-3984 eða 562-3939. Skjalataska týndist NÝLEGA týndist svört flöt skjalataska með tveimur hólfum. Hún er úr sterku leðri og rækilega merkt; stærð A4 eða vel það. Fátt verðmætt var í töskunni en fyrir mig hefur hún m.a. til- finningagildi. Fundarlaun- um heitið. Skilvís finnandi hafi samband við Baldur Ingólfsson í síma 553-5364 eðaáfax 553-5367. Gönguskór týndust í Vestmannaeyjum BRÚNIR SKARPA- gönguskór týndust í hús- næði Sundlaugar Vest- mannaeyja um verslun- armannahelgina. Skilvis finnandi hafi samband í s. 567- 5246 eða 560-1722. Nokia 6110 GSM-sími týndist NOKIA 6110 GSM-sími týndist trúlega fostu- daginn 4. ágúst. Síminn er með dökkbláa framhlið. Skilvis finnandi hafi sam- band í síma 553-1152 eða 568- 1806. Myndavél týndist KONICA-myndavél í hulstri týndist 30. júli við Seljalandsfoss. Upplýsing- ar í síma 553-3782. Úr í óskilum ARMBANDSÚR fannst í Þingholtunum. Upplýsingar í síma 552-1509. Svört hliðartaska týndist SVÖRT hliðartaska, merkt Hagstofu íslands týndist í leið 3 á leið frá Bústaðavegi upp í Mjódd sl. miðvikudags- kvöld. Skilvís finnandi hafi samband í síma 588-7605 eða 698-1468. Fundarlaun. Fríhafnarpoki týndist UM kl. 1 aðfaranótt þriðju- dagsins 8. ágúst var fríhafn- arpoki tekinn í misgripum í Leifsstöð af fólki sem var á undan mér við afgreiðslu- kassann í Fríhafnarverslun- inni. I pokanum voru per- sónulegir munir sem 10 ára dóttir mín átti s.s. ferða- geislaspilari og geisladiskar með Britney Spears o.þ.h., auk 3 lítilla bangsa o.fl. Þessara hluta er sárt sakn- að og er sá sem tók pokann vinsamlegast beðinn um að hafa samband í síma 565- 9004. Hjól í óskilum RAUTT fjallahjói fannst í Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 869-7002. Samsung svartur GSM-sími týndist SAMSUNG SG600 svartur GSM-sími í hulstri týndist um verslunarmannahelg- ina, sennilega á flugvellin- um á Selfossi eða í nágrenni. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 893-6844. Fund- arlaun. Dýrahald Svartur og loðinn kettlingur týndist SVARTUR og loðinn kettl- ingur týndist í Smáíbúða- hverfi sl. sunnudag. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 588- 0093. Víkverji skrifar... T TVALVEIÐAR, fiskveiðistjóm- XI un, umhvei-fismál og þáttur svokallaðra frjálsra félagasamtaka í þeirri umræðu eru uppistaðan í efni nýútkomins Ægis, tímarits Fiskifé- lags íslands. í leiðara blaðsins fjallar Pétur Bjamason, framkvæmdastjóri félagsins, um hin frjálsu félagasam- tök, sem á ensku em kölluð Non Gov- ermental Organisations, skammstaf- að NGO. Félög þessi era af mörgum toga, en flest láta þau sig náttúra- vemd varða á ýmsan hátt. Þau eiga oft sæti á alþjóðlegum fundum, ýmist aðeins sem áheyrnarfullrúar eða með málfrelsi. Fiskifélag íslands er eitt af þessum félögum, en það er aðili að alþjóða- samtökum fiskifélaga, skammstafað ICFA. Innan ICFA starfa landsfélög fiskveiðiþjóða, sem veiða upp undir 70% af öllum fiskafla heimsins. Þrátt fyrir þetta á ICFA undir högg að sækja í umræðunni um nýtingu heimshafanna og er skýringin ein- föld. í flestum löndum heimsins er áhugi þingmanna á sjávarútvegi svo lítill, að aðrir hagsmunir verða ofan á. „Danskur þingmaður sagði mér eitt sinn að á danska þinginu væra sennilega aðeins 8 til 10 þingmenn sem létu sig sjávarútveg einhveiju varða. Mér er sagt að ástandið sé enn óhagstæðara á Bandaríkjaþingi og víðast annars staðar er sömu sögu að segja. Slíkt ástand býður upp á að- stæður þar sem hagsmunum sjávar- útvegs er fómað á kostnað annarra hagsmuna, sem liggja nær áhugasviði þingmanna. Þannig upplýsti t.d. bandaríski fulltrúinn á ICFÁ fundin- um að áhrif sportveiðimanna þar í landi væru að aukast veralega og að þeir vildu í auknum mæli stugga við hefðbundnum veiðum til að skapa sér betri aðstöðu. Sportveiðimenn í Bandaríkjunum stunda sínar veiðar m.a. á.stórum skipum og oft úti á rúmsjó og þeir reka hagsmunasam- tök sem hafa fimm sinnum fleira starfsfólki á að skipa en samtök innan sjávarútvegs þar í landi,“ skrifar Pét- ur Bjamason. Þessar upplýsingar hljóta að vekja okkur til umhugsunar. Flestar fisk- veiðiþjóðir heims kappkosta að ganga ekki á fiskistofnana og raska ekki líf- keðjunni í hafinu, því sjálfbær nýting auðlindarinnar er forsenda þess að veiðamar skili einhverjum arði. Ef staðan í Bandaríkjunum, sem era ein af stærstu fiskveiðiþjóðum heims, er orðin svo að sportveiðimenn geti ráð- ið ferðinni í stjórnun fiskveiða með aðstoð öfgafullra friðunarsamtaka, er Ijóst að aðrar þjóðir þmfa að gæta sín. Áhrifin þaðan geta verið fljót að breiðast út. XXX A IÆGI er einnig fjallað um hvalveið- ar og leitað álits Hjálmars Árna- sonar og Einars Kr. Guðfinnssonar, alþingismanna, Björgólfs Jóhanns- sonar, framkvæmdastjóra SVN, og Harðar Sigurbjamarsonar, fram- kvæmdastjóra Norðursiglingar á Húsavík. Telja þeir allir að hægt sé að stunda hvalveiðar og hvalaskoðun samhliða, en greinir á um það hve fljótt sé hægt að hefja hvalveiðar. Ljóst er að ekki tjáir fyrir okkur að hefja hvalveiðar í alþjóðlegu við- skiptastríði eins og Hörður segir í Ægi. Það er sjálfsagt flestum Ijóst. Á hinn bóginn hefur því verið haldið fram að þúsundir erlendra ferða- manna komi gagngert til landsins til að fara í hvalaskoðun og þessi útveg- ur skapi því sízt minni tekjur en hval- veiðamar sjálfar. Víkveiji dregur í efa að það sé rétt. Þúsundir ferðamanna skoða Perluna í Reykjavík árlega, en ólíklegt er að þeir hafi komið til landsins í þeim til- gangi einum. Að mati Víkverja er hvergi hægt að fullyrða að einhver einn þáttur eins og hvalaskoðun standi að baki komu þúsunda ferða- manna. Hvalaskoðun er einfaldlega einn þáttur af fjölmargri afþreyingu sem býðst á íslandi. Sumir kjósa að skoða hvali, aðrir skoða annað. XXX BJÖRN Lomborg, lektor við há- skólann í Árósum, skrifar einnig í blaðið um umhverfismál. Þar fer hann yfir ýmsar fullyrðingar um um- hverfismál, sem haldið hefur verið á lofti af ýmsum náttúraverndarsam- tökum. Þar nefnir hann fullyrðinguna um að vegna afskipta mannskepn- unnar deyi 40.000 lífverur út árlega, eða 109 á dag. Varaforseti Bandaríkj- anna, A1 Gore, hefur endurtekið þessa fullyrðingu í bók sinni um um- hverfismál. „Fullyrðingin um fjölda- dauða tegundanna hefur verið endur- tekin óendanlega oft. Það er aðeins eitt lítið vandamál tengt þeirri full- yrðingu. Hún er ósönn,“ segir Lom- borg. Hann rekur síðan hvemig þessi fullyrðing hafi orðið til, en birtir svo opinberan lista yfir fjölda skráðra dýrategunda í heiminum og skjalfest- an fjölda útdauðra tegunda frá árinu 1600 til okkar tíma. Niðurstaðan er samtals 724 dýrategundir af um það bil 1,5 miHjónum. I viðtali við Ægi segir Friðrik Arn- grímsson, framkvæmdastjóri LIÚ, að það náist aldrei allsherjarsátt um fiskveiðistjórnun sem allir geti unað við. Það er alveg rétt að slík sátt get- ur aldrei náðst. Til þess era sjónar- miðin of mörg og hagsmunimir of mismunandi. Sömu sögu er að segja um umhverfismálin almennt. En það er eitt sem skiptir höfuðmáli: Að full- yrðingarnar séu sannar, hvort sem átt er við slæma stöðu eða góða. Að tilgangurinn helgi ekki meðalið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.