Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ haííikí hhii.su> Vesturgoru \ ÍlÍIWiWJiliftVltlÆl í kvöld kl 21.00 Kvintettinn MESKI Tónleikar Fim. 17/8 kl. 22.00 Margrét Eir ásamt hljómsveit - útgáfutónleikar MIÐASALA í síma 551 9055 isi.i;\sk\ oriat \\ -=lm Sími 511 4200 J -J ¦ ¦¦¦¦¦¦ ¦ ¦¦¦! Gamanleikrit [ leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar mið 16/8 kl. 20 ðrfá sæti laus fim 17/8 kl. 20 örfá sæti laus Miðasölusími 551 1475 FOLKI FRETTUM Miðasala opin kl. 15—19 mán—lau. og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanir frá kl. 10. Bandalag Islenskra Leikfélaea Leikfélag Mosfellssveitai unglingadeild sýnir Trúðaskólann í Bæjarleikhúsinu við Þverholt Leidbeinandi Víkingu r Kristjánsson 1. sýn. mið 23/8 kl. 20.30 2. sýn firn 24/8 kl. 20.30 Ath. aðeins þessar tvær sýningar Miðapantanir í síma 566 7788 bft h$ám $$z 3000 THRILLER sýnt af NFVI fös. 18/8 ki. 20.30. Nokluir sœti laus lau. 26/8 kl. 20.00. Síðustu sýningar 530 3030 BJÖRNINN — Hádegisleikhús með stuðningi Símans If)H0 Þri. 15/8 kl. 12 mið 18/8 kl. 12 ATH Allra síðustu sýningar Miðasalan er opin I Loítkastalanum og Iðnó frá kl. 11-17. A báðum stöðum er opið fram að sýningu sýningarkvöld og um helgar þegar sýning er. Miðar óskast sóttir I viðkomandi ieikhús. (Loftkastalinn/lðnó). Ath. Ósottar pantanir seidar 3 dögum fyrir sýningu. MYNPBOND Oheppinn með nágranna Allt heila klabbið (The Whole Nine Yards) Gamanmynd •* Leiksrjóri: Jonathan Lynn. Handrit: Mitchell Kapner. Aðalhlutverk: Matthew Perry og Bruce Willis. (100 mín.) Bandaríkin, 2000. Mynd- form. Bönnuð innan 12 ára. LEIGUMORÐINGJAR eru ekki síður vinsælar söguhetjur í kvik- myndum en tómstundamorðingjar og koma iðulega fyrir sem hinir mestu töffarar. Allt heila klabbið er reyndar undar- leg samsuða leigu- morðingjamyndar, svartrar komedíu, mafíutryllis og film noir myndar. Reyndar held ég handritshöfundarnir hafi ekki haft neina skýra stefnu þegar þeir voru að skrifa myndina, sem lítur út eins og flókið en um leið furðu þunnt fyrsta uppkast. Aðalpersón- urnar tvær, þ.e. lífsleiði tannlækn- irinn Nick (Matthew Perry) og ná- granni hans, yfirvegaði leigumorð- inginn Jimmy Tulip (Bruce Willis), halda myndinni gangandi en bæði Perry og Willis eru fínir gaman- leikarar sem hefðu líklega notið sín enn betur hefðu hlutverkin boðið upp á það. Gamanatriðin í mynd- inni eru nefnilega mjög misjöfn og aðeins fá þeirra hitta í mark. Vel flestar aukapersónur sögunnar eru leiðinlegar og á það ekki síst við um hina ömurlegu eiginkonu sem Rosanna Arquette leikur með fár- ánlegum frönskum hreim. Þessi mynd stenst engan veginn þær væntingar sem „sniðugt" söguefni og efnilegir leikarar vekja, en er ágætis afþreying. Heiða Jóhannsdóttir r Síðustu sým'ngar ~\ •• -38$S deqinu „futtkomið í forminu..." Þ.H.S. DV 23. júní. „Bravó." Þ.H.S. DV 23. júní. „Hressilegur farsi sem má vel skemmta sér yfir." S.A.B. Mbl. 24. júní. ^ Miðapantanir í síma 530 3030. lEIKFELXG ISL\NI)£. Ég trúi því að þetta sé allt í lagi TONLIST Geisladiskur ÍSLANDSLÖG5: í KIRKJUM LANDSINS Flytjendur Björgvin Halldórsson, Egill Ólafsson, Bubbi Morthens, Sigrún HjáLmtýsdóttir, Sigríður Beinteinsdóttir, Guðrún Gunnars- dóttir, Helgi Björnsson, Páll Rósin- krans, Karlakórinn Fóstbræður, Mótettukórinn og B.H. Kvartettinn. Lögin eru eftir ýmsa höfunda, er- lenda sem innlenda, s.s. Johann Friedrich Reichardt, Andrew Lloyd Webber, William Henry Monk, Margréti Scheving, Sigvalda Kaldalóns og Jónas Tómasson. Texta, sálma og sálma- þýðingar eiga t.d. William Bernard Hanssen, Linda Sandell-Berg, M.B.B. Edwards, Jónas Friðrik Gunnarsson, Matthías Jochumsson og Steingrímur Thorsteinsson. Framleiðsla, umsjón og upp- tökustjórn var í höndum Björgvins Halldórssonar. 50,46 mín. Skífan gefur út. FIMMTA Islandslagaplatan tek- ur með sér undirtitil í þetta sinnið: „í kirkjum landsins", enda ber hún með sér trúarlegt undirþema í til- efni þess að 1000 ár eru liðin frá kristnitöku á íslandi. Hér er því að finna aldagamla sálma ásamt líka nýlegum trúarsöngvum, klæddum í poppaðan dægurlagabúning eins og venja hefur verið til í þessari út- gáfuröð. Eins og gengur og gerist er allur gangur á afrakstrinum, sum lögin dável heppnuð en önnur miður. Þó er eitthvað við heildar- svip plötunnar sem heldur henni nokkuð niðri, lögin eru oft of keim- lík og útsetningar í flestum tilfell- um mjög svipaðar. Flóran var fjöl- breyttari á síðustu íslandslagaplötu og þar var oft að finna fína spretti. Björgvin Halldórsson, umsjónar- maður útgáfunnar, ríður hér sjálfur á vaðið og syngur „Drottinn er minn hirðir" (The lord is my shep- herd) af fagmennsku hins sjóaða dægurlagasöngvara, flutningurinn látlaus og í góðu jafnvægi við lagið. Bubbi Morthens landar svo næsta lagi, „I bljúgri bæn" (Banks of the Ohio), nokkuð farsællega, lagið er amerískt þjóðlag og Bubbi spilar út sjarmanum og sigrar örugglega með honum eins og venjulega. Þriðja lagið, „Friðarhöfn", er sung- ið af Páli Rósinkrans. Hvílíkur söngvari! Rödd hans er voldug og sterk en býr um leið yfir tilfinn- ingalegu næmi sem á fáa sína líka í dægurtónlistarflóru landsins. Páll er trúmaður mikill og söngur hans hér er svo einlægur og sannfær- andi að lagið tekst hreinlega á loft. Ég myndi telja það affarasælast er „Islandslög 8 - I kirkjum landsins 2" kemur út að Páll verði hreinlega látinn syngja hana einn því hér er kominn langbesti dægurlagasöngv- ari landsins, um það skyldi enginn efast, og ekki skortir hann inn- blásturinn er að svona verkefnum kemur. Innkoma Helga „rokkara" Björnssonar er miður glæsilegri og Morgunblaðið/Ami Sæberg Diddú syngur dúettinn „Jörð" með Björgvini Halldórssyni. afar góður söngvari, og þá er ég að meina dægurlagasöngvari, stendur sig þó af mikilli prýði. í lögunum „Drottinn er minn hirðir" (The lord is my shepherd) eins og áður segir, svo og í „Ó, faðir, gjör mig lítið ljós" (God, make my life a little light) og „Ver hjá mér, Herra" (Abide with me). Það eina sem skyggir oft á tíðum á er hinn svo- kallaði B.H. kvartett sem er Björgvin Halldórsson í fjórða veldi. Mér hefur aldrei þótt mikið til þess kvartetts koma og ekki verður frammistaða hans hér, hvort sem er í hlutverki bak- eða aðalradda til að koma mér af þeirri skoðun. Raddirnar eru einfaldlega aðeins of silkimjúkar til að vel sé. Hljómur plötunnar er, eins og við mátti búast, dauðhreinsaður, líf- laus og ofdekraður. Helst er að eitthvað líf sé í gítarleik á plötunni, önnur hljóðfæri eru í fhaldssamara lagi. Hljóðfæraleikurinn, þótt ein- strengingslegur sé, er þó jafnan til fyrirmyndar enda ekki við öðru að búast þar sem valinn maður er í hverju rúmi. Mikill fengur, eins og alltaf, er að upplýsingum þeim sem Jónatan Garðarsson lætur þessum plötum í té. Saga hvers lags og sálms er rakin í stuttu máli og er þetta kærkomin viðbót við þessar útgáfur. Platan er að sjálfsögðu skotheld- ur sölugripur, hún á greiða leið að hjörtum flestra þeirra sem „þola ekki þennan bölvaða hávaða", svo og að þeim trúföstu, eðlilega. Vís- ast á hún lfka eftir að seljast vel um jólaleytið, enda er þá haldin helsta hátíð kristinna manna. Þetta vissu menn náttúrulega er þeir réð- ust í gerð plötunnar. Eg efast þó ekki á nokkurn hátt um að það sé ekki hlýr og góður hugur sem stendur á bak við gerð þessarar plötu. Engu að síður virðast mörk- in á milli fölskvalausrar sköpunar tónlistarinnar vegna og hreinnar framleiðslu í ábataskyni verða óskýrari með hverjum deginum. Ég tel nú líklegast að platan standi með vinstri fótinn á svæði sköpun- arinnar á meðan sá hægri hvílir á svæði markaðsframleiðslunnar, eins og raunin er með flestar hljómlistarútgáfur í dag. En í hvorn fótinn ætli hún stígi? Arnar Eggert Thoroddsen Björgvin Halldórsson hefur sem fyrr veg og vanda af út- gáfu Islandslaga. hann er vandræðalega úr takti við flutning annarra á þessari plötu, engu líkara en hann sé ekki alveg viss um hvað hann sé að gera hérna. Hins vegar stendur Guðrún Gunnarsdóttir sig með sóma og sann í „Ástarfaðir himinhæða" (Loving father in the heavens on high), vopnuð alþýðlegum og góð- um, jarðbundnum söng. Meistarinn sjálfur, Egill Ólafsson, klárar svo sína pligt í ,Ave Maria" með glans eins og við mátti búast. Innkoma Sigríðar Beinteinsdóttur á síðustu Islandslagaplötu var lítt eftirminni- leg en hér nær hún að bæta úr því, með fyrirtaksflutningi á hinum vin- sæla barnasálmi „0, Jesús bróðir besti" (Oh Jesus, best of brothers). I laginu „Jörð" (Amigos Para Siempre) er teflt saman tveimur söngvurum, dægursöngvaranum Björgvini Halldórssyni og Sigrúnu „Diddú" Hjálmtýsdóttur, sem var dægursöngvari í eina tíð en hefur, eins og flestir kannski vita, numið klassískan söng og syngur hún á þann veginn í þetta sinnið. Til eru dæmi um vel heppnuð stefnumót af þessu taginu, mér kemur í huga ágætis flutningur þeirra Johns heitins Denver og Placido Domingo á lagi Denvers, „Perhaps Love". Hér virkar þetta ekki alveg jafn vel en þess ber að geta að lagið sjálft er nú ekki upp á marga fiska til að byrja með. Klassfkerinn Diddú skilur popparann Bjögga eftir úti í kuldanum þó hann geri sitt besta til að halda í við hana. Björgvin, sem er vel að merkja MIÐASALA A BALDUR OG RADDIR EVRÓPU 0BAIMKASTRÆT12. Miðasala opin alla claga 10-18 • Sfmi 552 8588
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.