Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 68
(,68 ÞRIÐ JTJDAGUR 15. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FOLKI FRETTUM Hf'íji HH|f|y£ J^B* Iðl 5l|» - J HÉ_S Bfl -Sg f^^~^?.. Löggan í Beverly Hills er vinsælasta mynd Brests. Síðasta mynd Brests fékk misjafnar viðtökur. Robert DeNiro og Charles Grodin elda saman grátt silfur í Midnight Run. IHUGA margra er Martin Brest leikstjóri níunda áratugarins. Flest- ir geta verið sammála um að hann er einn þeirra fáu sem geta talist megináhrifavaldar Hollywood- kvikmyndarinnar áþeim líflega áratug. Ekki alls fyrir löngu langaði mig að ganga úr skugga um hvernig hún hefði það; ein eftirlætismyndin frá þessum tíma. Beverly Hills Cop hafði það fínt, takk fyrir, hafði ekki elst sem neinu nemur, eldhress og staffirug. Þd slembilukkan ríkti á tökustað, einsog við komum að síðar Brest er New York-búi í húð og Jiár, fæddur í Bronx 1951. Var enn nemandi við kvikmyndadeild New York University þegar stuttmyndin Hot Dogs for Gaughin (72) vakti mikla athygli og beindi kastljósinu að hinum bráðefnilega, rétt liðleg tvítuga námsmanni. Myndin, sem var skólaverkefni, skartaði leikara sem átti eftir að gera garðunn fræg- an. Enginn annar en Danny De Vito fer með aðalhlutverk efnilegs ljós- myndara, sem ráðleggur að sprengja Frelsisstyttuna upp í heið- ið hátt - til að ná myndum sem gera ^hann ríkan og frægan! Myndin er 15 mínútur, sögð bráðfyndin og vann til heiðursverðlauna. Rhea Perl- man, eginkona De Vitos, fer einnig með hlutverk í myndinni. Framleið- endur voru farnir að bíða eftir að Brest útskrifaðist. Að námi loknu reið Bandaríska . *v kvikmyndastofnun (American Film Institute) á vaðið og varð fyrsti vinnuveitandinn. Brest hlaut náms- styrk til að gera Hot Tomorrows (77), fyrstu, löngu myndina. Brest skrifaði einnig handritið og fékk MARTIN BREST nokkra kunna leikara til starfa frammi fyrir myndavélunum; Ray Sharkey Harvé litla Villechaize, Danny Elfman (sem síðan hef- ur getið sér gott orð sem tónskáld), og goð- sögnin Orson Welles heiðrar nýliðann með nærveru sinni. Myndin fékk afbragðsdóma og þdtti lofa góðu um framhaldið. Tony Bill, fyrrum leikari, síðar framleið- andi hjá Warner, bauð Brest að leik- stýra næsta verkefni, sem var hans eigin handrit, Goingln Style. TJt- koman bráðskemmtileg, harla óvenjuleg mynd, því stjörnurnar; George Burns, Art Carney og Lee Strasberg voru nánast komnar að i'óluin fram. Leika ellilífeyrisþega, leiða á tilbreytingarleysi ellinnar og fábreyttu stofnanalífi og fremja bankarán. Öldungis sama um afleið- ingarnar. Fjörið hefst er þeir eygja óvænt von um að sleppa með glæp- inn. Myndin gekk ekki nógu vel mið- að við frumlegheitin og feitt skemmtanagildið, enda leikhópur- inn lítt kunnur hinum almenna, kornunga bídgesti. Árið 1979 var Brest ráðinn til að að leikstýra WarGames, sem fjallar um hættuna á nýrri heimsstytjöld á tímum há- tækni. Málalyktir urðu þó þær að Martin Brest Brest var leystur frá störfum vegna ágrein- ings við fram- leiðandann og John Badham tók við stjórn- inni. Brent var í vondum málum, nánast lentur í málaferlum við MGM, framleiðanda WarGa- mes, og afleiðingin bannfæring. Framleið- endur standa saman þegar það hentar þeim. Brest, þótt efni- legur væri, var úti- lokaður frá kvikmyndaiðnaðinum, nánast áður en ferillinn hófst. I hálf- an áratug fékk hann ekkert að gera. Þá var það tvíeykið fræga, Simp- son/Brruckheimer, farsælustu ruglukollar Hollywood, sem komu til bjargar og réðu Brest til að leik- stýra BeverlyHills Cop. Ef þessara ævintýramanna, sem fátt létu sér fyrir brjósti brenna, hefði ekki notið við væri Brest eins víst í allt öðrum geira í dag. Þeir töpuðu ekki á þvf frekar en öðru. Brest átti 400 dali á banka og ' hafði litla þörf á umhugsunarfresti. Eitt skelfdi hann þó mjög: Sylvester Stallone, sem var toppi frægðarinn- ar, átti að fara með aðalhlutverkið. Stjarnan var fræg fyrir að reka leik- sljórana sína og Brest mátti engan veginn við því að lenda í slíkum hremmingum aftur. Rétt áður en *-. Fíaskó á myndbanda- leigum EIN af þeim myndum sem eru að ryðjast inn á myndbandamarkaðinn þessa dagana er frumraun Ragnars Bragasonar, Fíaskó. Áður en Ragn- ar lagðist í kvikmyndagerð hafði hann verið iðinn við gerð tónlistar- myndbanda og hefur m.a. unnið til verðlauna fyrir myndböndin „So Al- one" með Bang Gang, „Reykeitrun" með Stjörnukisa og „Allt sem þú lest er lygi" með Maus. Ragnar skrifar handritið og leikstýrir myndinni. Myndin, sem fékk ágætisdóma %egar hún var sýnd í kvikmyndahús- unum, er gamanmynd með drama- tísku ívafi og segir þrjár sögur þar sem fólk glímir við ástina í ýmsum myndum. Söguþræðirnir þrír flétt- ast svo saman í endann. Leikaravalið er vandað og má þar nefna Krist- björgu Keld, Róbert Arnfinnsson, VINSÆLUSTU jytYNDBÖNDIN ™ 'ffl ^^^ A ICI JtnitiviKÁN f__i - S\ I9LmB*_#I8 -p w^ Nr. var i vikur i Mynd Útgefandi Tegund 1. 1. i 3 • The Whole N!ne Yards Myndform Gaman 2. 4. i 2 ; Final Destination Myndform Spenna 3. 2. i 4 j The Green Mile Háskólabíó Drumu 4. 3. i 5 i ! Double Jeopardy Sam myndbönd Spenna 5. s.; 5 JDoama Skífun Gumun 6. NÝ ! 1 ; Stigmata Skíftin Spenna 7. 6. ; 3 ; Bringing Out the Dead Sam myndbönd Dramu 8. 8. i 7 ; The Bone Collector Skífun Spenna 9. 7. ! 4 i Magnolio Myndform Drumu 10. 9. i 5 ! The Insider Myndform Dramu 11, NÝ; 1 : Fíaskó Húskólubíó Gumun 12. NÝ j 1 ; Mystery Alaska Sum myndbönd Sam myndbönd Gumtin 13. 12. 1 2 iTheLimey Spenna 14. 10. i 3 ; Bkentennial Man Skífun Gumun 15. NÝ; 1 ; Ghost Dog: The Woy of the Samurai Bergvík Spennu 16. 11. i 4 ! Anna and the King Skífan Druinu 17. 13.! 3 i Flawless Góðar síundir Gumun 18. 14. i 8 í End of Days Sum myndbönd Spenna 19. NÝÍ 1 ; DOtS Skífun Spenna 20. 17. í 8 ;' Fucking Ámal Húskólabíó Drumu 111 ¦!!¦¦¦¦¦¦!¦¦¦¦Hiiiíii IIiiiilliliil Eggert Þorleifsson stígur línu- ,i dans milli himins og helju í hlut- verki Samúels í Fíaskó. Eggert Þorleifsson, Margréti Áka- dóttur, Ólaf Darra Ólafsson, Björn Jörund Friðbjörnsson og Silju Hauksdóttir. Um tónlist í myndinni sá Barði Jóhannsson sem er betur þekktur fyrir að vera í einsmanns hljómsveitinni Bang Gang. Aðrar nýjar myndir á listanum eru Stigmata með Patrieiu Arquette og Gabriel Byrne, Mystery Alaska með Russell Crow og Burt Reynolds, Ghost Dog:The Way of the Samurai, nýjasta mynd Jim Jarmusch, og Bats með La Bamba-stjörnunni Lou Diamond Phillips í félagsskap þús- unda fljúgandi rándýra. tökur hófust komst „aksjon"- maðurinn að þeirri niðurstöðu að ekki var nógu mikið um átök í myndinni, og kvaddi. Hefur reyndar grátið það síðan. Allt var tilbúið fyrir tökur og góð ráð dýr. Þá var það að Simpson dattí hug, i'sinni allsherjarvímu, að fá heitustu stjörnu þessara tíma, Eddie Murphy, til að taka að sér aðal hlutverk lögg- unnar. Það var nánast enginn tími til stefnu og nú varð að umbylta hand- ritinu. Murphy , sem þá hafði slegið í gegn í sínum fyrstu myndum, Trading Places og 48 Van^AA ™ ™ l™1 "* Hours,ev ^odansmn frægi gamanleikariaf a Woman. guðs náð en Stallone þótti ekki nóg um karlrembu í handritinu. Brest hafði því nánast ekkert handrit í höndunum er tökur hófust. Lá yfir breytingum á næstum hverri nóttu, með stjörnunni sinni, og sljórnaði tökum á daginn. Ástandið var oftar en ekki í vafasamari kantinum, ekki var hægt að rökræða fyrirfram um söguþráð nc senur, þegar handritið var aldrei tilbúið fyrr en á síðustu stundu. Enginn vissi hvernig barnið liti út og endurtökur engar. Það var Brest ómetanleg hjálp að Murphy er eldklár og skemmtilegur og fyrr- verandi uppistandari, hann spann fleiri samtöl og senur jafnóðum. Út- koman klassík, einsog fjöldinn komst að því Beverly Hills Cop varð ein mest sótta mynd allra tíma og klipparinn átti ekki í teljandi vand- ræðum með að splæsa hana sam- an. Brest tekur sér jafnan góðan tíma í hverja mynd. Fjög- ur ár liðu uns Mid- night Run var frumsýnd, 88. Aftur hitti leikstjórinn naglann á höfuðið, myndin er önnur af toppmyndum ára- tugarins, með Robert De Niro og fjölda góðra manna í minnisstæðum ham i einstakri blöndu gamans og átaka. Enn líða fjögur ár, þá var röðin komin að Scent ofa Woman (92), og biðin var þess virði. Nú liðu 6 ár, þá í Scent of var Meet Joe Black, síðasta Brest-myndin frumsýnd. Hún olli vonbrigðum. Líður fyrir alltof marga hand- ritshöfunda og fáránlegt efni, (Dauðinn verður ástfanginn), þó fyrst og fremst ógnarlega, þriggja stunda lengd. Væmin klisjusúpa sem gekk illa, þrátt fyrir Brad Pitt og Anthony Hopkins, kostaði stórfé, á annað hundrað milljónir Banda- ríkjadala, og okkar maður líkast til í vondum málum, enn eina ferðina. Sígild myndbönd BEVERLY HILLS COP (1984) •••• Murphy leikur kjaftaglaðan bragða- ref, lögreglumann í Chicago, sem heldur til Beverly-hæða til að hafa uppi á morðingjum vinar síns. Hann og óprúttnar aðferðir hans henta illa vestur þar. Brest er manna lagnast- ur við að blanda saman gamni og al- vöru, en eini ljóðurinn á myndinni er þó yfirgengilega blóðugt lokaatriði sem er á skjön við þá einstöku skemmtun sem á undan er gengin. Murphy fer á kostum og hópur úr- vals leikara í aukahlutverkum (Jud- ge Reinhold, John Ashton, James Russo), er honum samboðinn. Ein þeirra mynda sem settu svip á níunda áratuginn og gaf öðrum tón- inn í tugatali. MIDNIGHTRUN(1988) •••• Robert De Niro leikur hausaveiðara nútímans, harðjaxl sem er fenginn til að vernda glæpamann (Charles Grodin), á lestarferð yfir þver Bandaríkin. Krimminn hefur stolið frá Mafíunni og hyggst bjarga eigin skinni með því að gerast uppljóstrari alríkislögreglunnar. Réttarhöldin eiga að fara fram í Los Angeles. Allt fer vel af stað en von bráðar eru blóðhundar Mafíunnar komnir á sporið, auk leigumorðingja og fleiri hausaveiðara. Brest tekst engu síður vel upp við að blanda saman gamni og spennu, Grodin er sérstaklega fyndinn sem hálfgert skítseyði, De Niro slær um sig, átakaatriðin eru æsileg, þau fyndnu bráðskemmtileg. Samleikur þeirra tveggja er aðal myndarinnar og aukaleikararnir eru stórkostlegir; Dennis Farina, Yap- het Kotto, JoePantoliano, John Ashton, hver öðrum betri. SCENT OF A WOMAN (1992) ••*y2 Enn blandar Brest saman gamni og spennu, með talsverðu, dramatísku ívafi að þessu sinni. Annas er það stórleikarinn Al Pacino sem á fyrst og fremst heiðurinn af myndinni. Gefst tækifæri til að sýna allar sínar bestu hliðar í yfirgnæfandi hlutverki atvinnuhermanns sem hefur orðið fyrir slysi, misst sjónina, sem hann á erfitt með að sætta sig við. Chris O'Donnell leikur menntaskólastrák sem tekur að sér ýmis helgarstörf til að ná endum saman. Fær það verk- efni að hafa ofan af fyrir ofurstanum og reiknar með rólegri helgi. Karlinn er ekki á því og nú upphefjast æsi- legustu þrír dagar í lífi stráks sem fer eins og eldibrandur um New York, nótt og dag, við að fylgja eftir ofurstanum sem slettir ærlega úr klaufunum, hálfærður af aðgerðar- leysi. Pacino er í hrikalegu Óskar- sverðlaunaformi og handritið, sem byggt er á ítölsku myndinni Profumo di Donna ('75), er óvenju safaríkt allt að bláendanum, sem er í væmnari kantinum. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.