Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐ JUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 6@ FOLKI FRETTUM Islenskar kvikmyndir á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum Unga fólkið valdi 101 Reykjavík VIÐA beinist kastljósið að íslensk- um kvikmyndum og íslenskum listamönnum á kvikmyndahátíðum sem haldnar eru í Evrópu um þess- ar mundir. Edinborgarhátíðin er hafin og á Iaugardaginn lauk há- tíðinni í Locarno með því að úrslit dómnefnda voru gerð kunnug í þeim keppnum sem fóru fram sam- hliða hátíðinni. Skemmst er frá því að segja að mynd Baltasars Kormáks, 101 Reykjavík, sem tók þátt í að- alkeppni hátíðarinnar, var valin besta myndin af dóm- nefnd skipuðum 26 ára og yngri í flokki sem kallast „Euros26". í umsögn dómnefndar um myndina segir að myndin hljóti verðlaunin vegna „létt- leika, kímnigáfu og óvæntra aðstæðna," sem haldið er utan um með staðfastri og öflugri leik- stjórn. í dómnefndaráliti kemur einnig fram að sagan hafí góð áhrif á áhorfandann og geti hæglega eytt fordómum Dancer og aukið umburðar- lyndi. Aðstandendurnir eru vitanlega himinlifandi yfir heiðrinum og segjast þeir Ingvar Þórðarson framleiðandi og Baltasar Kormák- ur leikstjóri sannfærðir um að hann muni auka hróður myndar- ínnar á alþjdðamarkaði og gera auðveldara um vik að vekja á henni athygli og selja. Aðalddmnefnd hátíðarinnar valdi kínversku myndina Baba en sú mynd er bönnuð í Kína og er eina eintak myndarinnar á hátíð- inni í Locarno og telur Þorfinnur Omarsson framkyæmdastjóri Kvikmyndasjóðs íslands að þar hafi myndinni hugsanlega verið bjargað frá því að vera eytt af kín- verskum stjórnvöldum. Hátíðin í Locarno er ein af þess- um „stóru" kvikmyndahátíðum, svokölluð A-hátíð og er þar í flokki með hátíðum á borð við þær sem kenndar eru við Cannes, Fen- eyjar, Berlín og Toronto. Við val á myndum í keppnina voru skoðaðar um 1.200 myndir frá um 80 þjóð- löndum en einungis 19 valdar, sem sýnir glöggt hversu mikið afrek það var út af fyrir sig að hafa komist í keppnina. T.a.m. var 101 Reykjavík eini fulltrúinn frá Norð- urlöndum. Mannbætandi mynd „Ég er rosalega ánægður með þessar móttökur," sagði Baltasar. „Þetta er fyrsta hátíðin sem mynd- in fer á og það sem meira er, fyrsta hátíð sem ég fer á sem kvik- myndaleikstjóri þannig að það er frábært að fá slíka viðurkenn- ingu." Baltasar sagði ennfremur að sér þætti vænt um orð dóm- nefndarinnar um myndina, eink- um að myndin væri mannbætandi: „Þetta er skemmtileg greining á myndinni sem mér hefur eiginlega þótt fara fyrir ofan garð og neðan heima á Islandi því fyrir mér eru persónurnar í myndinni alvöru fólk í erfiðum aðstæðum, þótt þær séu oft á tfðum spaugi- ,n the Dark er "borgarhátfS^^dEd- legar og meinfyndnar." Baltasar segist viðurkenna að þetta muni eitthvað breyta fram- tfðaráformum sínum og að leik- húsið verði því miður að sitja á hakanum á meðan hann sinnir kvikmyndaferlinum en honum hafa borist allmörg handrit til yf- irlesturs og hann segist einnig vera að undirbúa eigin myndgerð á Hafinu eftir Olaf Hauk Símonar- son. Ingvar framleiðandi segist sér- lega ánægður með að myndin skuli hafa hlotið einmitt verðlaun yngri kvikmyndaunnenda því það þýði að myndin verði söluvænlegri því sá sé einmitt aldurinn sem stundi bíóferðirnar hvað grimmast. En hvaða áhrif hafa þessi verðlaun á áframhaldandi kynningu á mynd- inni? „Þetta eykur vissulega áhug- ann sem þó var mikiil fyrir," segir Ingvar. „Reyndar höi'um við þegar þegið boð stærri hátíða á borð við Toronto, þannig að verðlaunin reyna ekki á þann þáttinn en við höfum áþreifanlega fundið fyrir auknum áhuga smærri hátíða og fengið boð sem verið er að íhuga og reyna að koma við." Rosebud og Myrkradansarinn Locarno er einungis fyrsta kvik- myndahátíðin sem 101 Reykjavík tekur þátt í því framundan er þétt- skipuð dagskrá fyrir aðstandend- ur myndarinnar þar sem þeir munu ferðast heimshorna á milli til að vera viðstaddir sýningu myndarinnar á minna og meira þekktum kvikmyndahátíðum. NAIL VITAL Sterkar neglur á 2-3 vikum. Útsöiustaðlr: Lyf og heiísa - Apótek og helstu snyrtivöruverslanir Dreifingaraðili: Cosmic ehf., sími 588 Ó52S Þessa stundina eru aðstandendur staddir á Edinborgarhátíðinni þar sem hún er í Rosebud-keppninni svokölluðu - sem helguð er fram- úrskarandi frumraunum. Að sögn Ingvars virðist gott gengi hennar á Locarno þegar farið að hafa áhrif þvíþað er uppselt á báðar sýningar myndarinnar í Edinborg - fyrr en á flestar aðrar myndir sem sýndar eru á hátíðinni. Nær- vera Damons Albarns muni að líkum einnig draga athygli að myndinni en tónlist hans og Ein- ars Arnar Benediktssonar hafi verið tilnefnd til verðlauna á há- ti'ðinni. Islendingar eru áberandi á Ed- inborgarhátíðinni í ár því auk 101 Reykjavíkur verður mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Englar al- heimsins, sýnd á hátíðinni auk þess sem Dancer in the Dark er opnunarmyndin og þar með aðal- mynd hátíðarinnar. Sú síðast- nefnda hefur vakið gífurlega at- hygli skoskra fjölmiðla líkt og gerðist á Cannes þar sem myndin hreppti Gullpálmann og Björk hlaut verðlaun sem besta leikkon- an. Athyglin sem Björk og Dansar- inn fá virðist ennfremur ætla að veita hinum íslensku myndunum byr undir báða vængi og hafa báð- ar vakið talsverðan áhuga fjöl- miðla eins og nefnt hefur verið að ofan ítilfelli 101 Reykjavíkur. 101 Reykjavík höfðaði sterkt til hinna yngri á kvikmyndahátíðinni. Nú er rétti tíminn... ... > ii) iiib^ Viltþú margfalda lestrarhraðann og auka afköst f námi? !»¦? Vilt þú stórauka afköst þín í starfi um alla framtíð Nú er rétti tíminn til að fara á hraðlestramámskeið, ef þú vilt ná frábænirn árangri í vetur. Námskeið hefst 17. ágúst. ¦ Skráning er í síma 565 9500 rn^AÐLESTRARSKÓLIISnSr www.hradlestrarskolinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.