Morgunblaðið - 15.08.2000, Síða 70

Morgunblaðið - 15.08.2000, Síða 70
'70 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ Fram-leikurinn er sjöundi Liðsleikurinn á fótboltavef mbl.is. Liðsleikurinn tengist liðunum í Landssímadeildinni, og fylgja síðan önnur lið f kjölfarið. I Liðsleiknum eru möguleikar á skemmtilegum vinningum sem tengjast einstökum liðum. I Fram-leiknum getur þú unnið Fram-treyju, -regnhlíf, -húfu, -könnu, -úr, -spil og fleira. Á vefnum fer líka fram óformleg skoðanakönnun, Spurt er, þar sem lesendum gefet færi á að svara spurningum sem brenna á mönnum. Niðurstöður er síðan hægt að skoða hveiju sinni auk þess að sjá eldri spurningar og svör. mbl.is FÓLK í FRÉTTUM Innrí og ytri dj öflar Daredevil: Visionaries eftir Kevin Smith. Teiknað af Joe Quesada og yfirfært af Jimmy Palmiotti. Sagan er sjálfstæð saga um ofurhetjuna Daredevil sem hefur verið gefin út af Marvel síðan á áttunda ára- tugnum. Bókin er gefin út af Marvel Comics árið 2000. Fæst í myndasöguversluninni Nex- us VI. HEIMUR ofurhetjunar er yfirleitt fylltur reyk og speglum því þar eru hlutimir sjaldnast það sem þeir sýnast. Yngri les- endur verða yfírleitt að gera sér grein fyrir því áð- ur en það hugrakka skref fram af syllunni og ofan í hið botnlausa dýpi ofur- hetjuheimsins er stigið að flest allar söguhetjurnar hafa verið persónur í blaðasápuóperum í nokkra áratugi. AUtaf eru að skjóta upp kollinum per- sónur sem annaðhvort voru löngu gleymdar, fallnar í dá eða taldar af. Til dæmis eru fastalesendur löngu hættir að kippa sér upp við það þegar hetjulegur bardagi ofurhetjunar og erkifjandans endar með dauða þeirra síðamefnda, því innst inni vitum við að það er skiptir engu þótt illmennin væru upprætt í sameindir sínar í blásýrabaði, því þau snúa alltaf aftur. Heldur má aldrei gleyma því þegar Súpermann gerði eins og Jesús og reis upp írá dauðum. Það eina sem lesendur græddu á því ævintýri, fyrir utan afar óþægilega hárgreiðslu ofur- hetjunnar þegar hún sneri aftur, vora vangaveltur um það hvort hetjan hafi öðlast ódauðleika með því að fá ekki að hvíla í friði eða hvort upprisusagan fyrirsjáanlega hafi í raun verið eins og að lesa sorglega minningargrein um góða myndasögugerð. Það er nefnilega merkileg staðreynd að í augnablikinu era ofur- hetjumar það sem halda bókmenntagreininni uppi, íjárhagslega að minnsta kosti, en í leið- I inni era þessar sömu of- urhetjur ástæðan fyrir því bamalega óorði sem greinin hef- ur. Takið því ofurhetjunum með gát, þær klæðast kannski flottum göllum en sama hvemig er litið á það þá er erfitt að kyngja menningarstolti sínu, opna hugann og reyna að taka mann í níðþröngum litríkum búning alvar- lega. Fyrir suma væri það jafhvel eins og að setjast niður með Andrési Önd og ræða við hann á alvarlegu nótun- um um erfiðleika innan fjölskyldu hans. Sem betur fer, og Guði sé lof, eru til menn innan veggja stórfyrirtækj- anna, þar sem ofurhetjunum er stjómað eins og strengjabrúðum, sem hafa metnað fyrir því sem þeir gera. Einn slíkur er kvikmyndaleik- stjórinn Kevin Smith sem er þekkt- astur fyrir myndir sínar „Clerks“, „Chasing Amy“ og nú síðast „Dogma“ þar sem hann skrifaði handiitin, leik- stýrði og lék hlutverk hins þögla Bob. Það sem er alltaf sérstaldega gam- an þegar utanaðkomandi snillingar era fengnir til þess að skrifa nokkur blöð í ofurhetjusápuóperana er það að þeir taka nánast aldrei að sér verkin nema með því skilyrði að þeir fái áð bijóta allar áður settar reglur. Fyrir utan það kannsM að kála ofurhetj- unni. Matt Murdock er blindur lögfræð- ingur sem blindaðist í slysi sem barn. Þetta leiddi til þess að önnur skiln- ingarvit piltsins mögnuðust svo um munar. Hann vai- alinn upp í harðasta glæpahverfi New York borgar af föð- ur sínum sem var misheppnaður box- ari sem leiddist út í heim glæpa af illri nauðsyn og á endanum varð það hans bani. Murdock litli sór því þess að berjast við glæpi allt sitt líf. Á daginn berst hann í réttarsölunum, á næt- umar kemst hann í nánari samsMpti sem ofurhetjan Daredevil. Þegar Kevin Smith tekur við sögu- þræðinum hefur vitanlega miMð vatn runnið til sjávar á æviskeiði hom- haussins rauðMædda og ástarlíf hans ekM upp á marga fiska. Smith er nokkuð miskunnariaus við ofurhetj- una því hann tekur hreinlega síðustu mola einkalífs hans og sturtar þeim niður Mósettið. Sagan er full af há- dramatískum vangaveltum um Guð, antikrist, ástina og lífið og er óhætt að segja að saga Smith sé ein sú afdrifa- ríkasta, metnaðarfyllsta og besta sem nokkurn tímann hefur verið skrifuð um ofurhetjuna. Afleiðingar þessarar sögu verða líMegast hinum hug- myndasnauðari fastráðnu pennum Marvel söguefni á næstkomandi ár- um. Þá er bara að vona Marvel haldi áfram að toga í rétta strengi. Svona eiga ofurhetjusögur að vera. Birgir Örn Steinarsson Þriðjudagat og fimmtudagar Suðurlandsbraut 56 • Austurstræti 20 • Kringlan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.