Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 76
Wfot&mffliútíb 4s Eignaskipti tjj Ráðgjöf ehf Gerð eignaskiptayfirlýsinga Sínril 5886944 MORGUNBLADW,KRlNGLUNNll,103REYKJAVtKSÍM15691100,SÍMBRÉF5691Wl,PÓSTHÓLF304(l, ÁSKRIFT-AFGREWSLA 6691122, NETFANG: RITSTJ@MBLJS, AKUEEYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 15. AGUST 2000 VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK. Varðskip samferða Varðskip Landhelgisgæslunnar, Týr og Ægir, urðu samferða út Faxaflóann nýlega, Ægir á leið- inni til hefbundinna gæslustarfa og Týr á leiðinni í slipp á Akur- eyri. Það gerist ekki oft að skipin sigli saman úr höfn og var tign- arlegt að sjá skipin skríða út ^gflóann undir Esjunni þar sem hún vakir yfir þeim. Morgunblaðið/Arni Sæberg Árshlutauppgjör Búnaðarbanka og Eignarhaldsfélags Alþýðubankans Niðursveifla vegna skuldabréfaeignar Ekiðá gangandi stúlku EKIÐ var á stúlku sem var á leið suður yfir gangbraut gegnt Umferðarmiðstöðinni rétt fyrir klukkan hálfsjö í gærkvöldi. Stúlkan, sem er fimm ára, var á leið yfir göt- una ásamt móður sinni. Stúlk- an fékk áverka á höfði og mjöðm við áreksturinn og var flutt með sjúkrabifreið á slysa- deild. HAGNAÐUR Búnaðarbanka og Eignarhaldsfélags Alþýðubankans var minni á fyrri helmingi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra og er það rakið til taps af skuldabréf- um. Hagnaður hjá Búnaðarbankan- um var 339 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Hins vegar var gengistap skuldabréfa, hlutabréfa og gjaldeyrisviðskipta á þessum tíma 111 milljónir króna miðað við 582 milljóna króna hagn- að á sama tíma í fyrra. Stefán Pálsson, aðalbankastjóri Búnaðarbankans, sagði að þetta væri ekki áhyggjuefni því þessi liður væri háður sveiflum. Það væri hins vegar til marks um styrk bankans að hann skyldi þola svo mikla sveiflu í afkomu af skulda- bréfum sem raun bæri vitni. Hagnaður Eignarhaldsfélags Al- þýðubankans lækkaði um 65% á fyrri helmingi þessa árs, var 46,6 milljónir nú, en 132,7 í fyrra. Hrein gjöld af skuldabréfaeign voru 186,6 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins en hreinar tekjur af skuldabréfaeign voru 87,1 milljón króna á sama tímabili í fyrra. Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Eignarhaldsfélags- ins, sagði að milliuppgjörið nú væri varnaruppgjör og hann hefði trú á því að afkoman yrði betri á seinni helmingi ársins. Hann sagði að afkoma af hlutabréfum hefði verið viðunandi hjá félaginu. Enn fremur taldi hann að skuldabréfa- markaðurinn myndi batna og væri sá bati raunar þegar hafinn. ¦ Uppgjör/18/21 Utsendingar RUV féllu niður vegna skemmdarverka RAFMAGN fór af útvarpshúsinu við Efstaleiti í gærkvöldi þegar klukk- una vantaði 12 mínútur í átta, út- sendingar bæði útvarps og sjónvarps rofnuðu. Útsendingar sjónvarps komust á aftur eftir hálftíma en út- sendingar útvarpsrásanna beggja lágu niðri í um klukkustund. Vararafstöð er í húsinu en erfiðlega gekk að koma henni í gang. Að sögn lögreglunnar komst maður inn um dyr sem leiddu að rafmagnstöflu hússins og sló hann út öryggjunum. „Þetta er auðvitað háalvarlegt mál," sagði Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. „Ég hef óskað eft- ir því að það fari fram lögreglurann- sókn en þarna var framið mjög alvarlegt brot á lögum. Það verður að komast til botns í því hvernig svona lagað getur gerst og lögreglan er best til fallin að sinna þeirri rann- sókn." Markús Örn sagði engar skýring- ar liggja fyrir um það hvernig mað- urinn komst inn í húsið og að raf- magnstöflunni. „Það er ekkert hægt að segja fyrir um það á þessu stigi," sagði Markús Örn. „Það hafa verið miklar framkvæmdir hér síðustu daga," sagði hann en Ríkissjónvarp- ið fiutti nýlega starfsemi sýna að hluta til í Efstaleitið. Að sögn Mark- úsar Arnar er mikil stálhurð fyrir herberginu þar sem rafmangstaflan er en einhverra hluta vegna hefur hún verið skilin eftir ólæst. Maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglunni en hann á við geðræn vandamál að stríða og hafði hann fyrr um daginn leitað hjálpar hjá lögreglu sem kom honum undir læknishendur. Sláturfélag Vestur- lands leitar til útlanda eftir starfsfólki Fær inni í Motel Ven- usi um slát- urtíðina SLÁTURFÉLAG Vesturlands bregður á það ráð öðru sinni að fá er- lent vinnuafl í sláturtíðina sem hefst um miðjan september og stendur út október. í fyrra starfaði um tugur erlendra manna við verkið en í ár verða þeir 20 til 25 af um 70 manns sem alls vinna við slátrunina. Marteinn Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri Sláturfélags Vestur- lands, segist hafa fengið inni fyrir fólkið á Mótel Venusi sunnan Borg- arfjarðarbrúar. Hann segir stóran hluta hópsins koma frá Bretlandi en einnig sé von á hópi Svía. Þorbjörn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Samiðnar, sem er samband iðnfélaga, segir að verktak- ar hafi leitað talsvert til útlanda eftir vinnuafli undanfarna mánuði. Stór- verkefni hafi sogað til sín mikinn fjölda iðnaðarmanna og á meðan sinni þeir lítið minni verkefnum fyrir einstaklinga. Hjá nokkrum ráðningarstofum fengust þær upplýsingar að mikil hreyfing væri oft á starfsfólki á haustin og það væri líka fyrirsjáan- legt nú. Vegna sífelldrar fjölgunar starfa í tölvu- og hugbúnaðargeiran- um og við fjármál væri sífelldur skortur á starfsmönnum þar. ¦ Mestur skortur/10 Reykinga- mönnum fækkar REYKINGAMÖNNUM hefur fækkað talsvert á fyrri hluta ársins, samkvæmt könnunum sem gerðar hafa verið fyrir tóbaksvarnarnefnd. Undan- farin þrjú ár hefur reykinga- mönnum fækkað um 1% á hverju ári en á fyrri helmingi þessa árs hefur þeim hins vegar fækkað um 18%. Þetta þýðir að hlutfall þeirra sem reykja á íslandi hefur lækkað úr 27% niður í 22%. Þorsteinn Njálsson, for- maður tóbaksvarnarnefndar, telur nauðsynlegt að hækka verulega verð á sígarettum til að varðveita þennan árangur. Verðhækkanir á tóbaki eru taldar eitt helsta vopnið gegn reykingum í heiminum, að því er fram kom á 11. alþjóðlegu ráðstefnunni um tóbaksvarnir sem haldin var í Chicago í Bandaríkjunum í síðustu viku. ¦ Verðhækkanir/39 GSM sam- band lá niðri SAMKVÆMT upplýsingum frá Landssímanum lá GSM-samband niðri frá kl. rúmlega níu í gærkvöldi en bilunin lýsti sér þannig að það var eins og flestir símarnir í kerfinu væru utan þjónustusvæðis. Þegar blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við talsmann Landssímans var enn unnið að því koma aftur á sambandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.