Morgunblaðið - 27.09.2000, Síða 1

Morgunblaðið - 27.09.2000, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 2000 m MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER BLAÐ Georgíu- maður í marki Vals RONALD Eradze frá | Georgíu mun standa í i marki handknattleiks- ! liðs Vals í vetur en hann | kom til Hlíðarendaliðs- j ins í siðustu viku. Til 1 stóð að Egidius Petkev- | icius, sem lék með FH- , ingum á síðasta tíma- bili, yrði í marki Vals- manna í vetur en hann hefur átt. við erfið meiðsl að stríða í baki og er óttast að hann sé með brjósklos. Jörundur áfram með Blika JÖRUNDUR Áki Sveinsson fram- lengdi í gær samning sinn sem þjálf- ari meistaraflokks kvenna í knatt- spyrnu hjá Breiðabliki til tveggja ára. Breiðablik vann sem kunnugt er bæði Islands- og bikanneistaratitil- inn í sumar og var félagið ákaft í að halda í Jörund Áka. „Félagið er mjög ánægt, við erum himinlifandi," sagði Halldór Þ. Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri knattspymudeildar Breiðabliks. „Ég er ánægður með að þetta er komið í höfn. Stelpurnar eru einstak- ar og stjórnin góð. Metnaðurinn er ótrúlegur hjá félaginu og þannig vil ég hafa það,“ sagði Jörundur Áki. Dýr fögnuður Kára Steins KARI Steinn Reynisson, hetja Skagamanna í bikarúrslitaleiknum gegn ÍBV á sunnudaginn, hefði bet- ur haldið sig í treyjunni þegar hann fagnaði markinu. Kári Steinn reif sig úr Skagapeysunni og veifaði henni vel og lengi, og að lokum missti Eyj- ólfur Ólafsson dómari þolinmæðina og sýndi honum gula spjaldið. Þetta var fjórða gula spjald Kára á tímabil- inu og hann byrjar því í eins leiks banni næsta vor. Auk Kára voru tveh- ÍR-ingar úr- skurðaðir í bann í gær, Arnór Gunn- arsson og Björgvin Vilhjálmsson, og þeir hefja því einnig næsta tímabil í eins leiks banni. Hreiðar og SturiatilÍA? MIKLAR líkur eru á að Hreiðar Bjarnason úr Breiðabliki og Sturla Guð- laugsson úr Fylki gangi til liðs við bikarmeistara ÍA fyrir næsta tímabil. Þeir eru báðir Skagamenn og léku með ÍA í yngri flokk- unum en hafa ekki spilað með meistaraflokki félags- ins. Hreiðar hefur verið lykilmaður lijá Blikum undanfarin ár og marka- hæsti leikmaður þeirra tvö síðustu tímabil en hann spilaði sinn fyrsta A- landsieik f sumar. Sturla hefur leikið með Fylki tvö undanfarin ár og spilaði 12 ieiki í efstu deild í sumar með Árbæjarliðinu. Morgunblaðið/Sverrir Jón Arnar Magnússon meiddist í tugþrautinni á Ólympíuleikunum í gær, á aftanverðu vinstra iæri, í langstökkinu. Þar gerði hann öll stökkin ógild og fékk ekkert stig en mætti þó til keppni í næstu grein, kúluvarpinu. Hér er Jón Arnar hins vegar á fullu í fyrstu grein- inni, 100 metra hlaupi, þar sem hann kom í mark á 10,85 sekúndum. Kristinn sagði upp hjá ÍBV 0%jálfaraskipti verða hjá knatt- W* spvrnuliði Eyjamanna fyrir næsta tímabil, en Kristinn R. Jóns- son hefur ákveðið að hætta þjálfun ÍBV eftir eins árs starf. Kristinn hef- ur reyndar verið í starfi hjá Eyja- mönnum í þrjú ár en hann var að- stoðarmaður Bjarna Jóhannssonar í tvö ár áður en hann tók við þjálf- arastarfmu. Kristinn tilkynnti fon-áðamönnum IBV fyrir leikinn gegn Grindavík í lokaumferð íslandsmótsins að hann vildi ljúka störfum sínum hjá félag- inu af persónulegum ástæðum, en hann gerði tveggja ára samning við Eyjamenn í fyrra þar sem í var upp- sagnarákvæði af beggja hálfu. „Það er af persónulegum ástæðum sem ég ákvað að hætta. Ég hef verið að vinna í bænum þessi þrjú ár og það hefur verið mjög erfitt að sam- eina starfið og þjálfunina," sagði Kristinn í samtali við Morgunblaðið. „Það var vilji hjá okkur að halda honum en Kristinn treysti sér ekki að halda þessu áfram lengur vinn- unnar vegna. Hann var búinn að til- kynna okkur þetta fyrir nokkru svo tapleikurinn gegn ÍÁ í bikarúrslita- leiknum var ekki ástæðan fyrir upp- sögn hans og við skiljum við hann í mesta bróðerni. Við erum þegar famir að leita fyrir okkur að nýjum þjálfara en það er ekkert ákveðið hver tekur við,“ sagði Eggert Garð- arsson, varaformaður knattspyrnu- deildar ÍBV, í samtali við Morgun- blaðið í gær. Sigur Stoke vakti athygli FRAMMISTAÐA Stoke gegn Charlton í enska deildabikarnum í knatt- spyrnu vakti mikla athygli enskra fjöhniðla í gærkvöld. Stoke, sem er í 10. sæti 2. deildar, sló út Charlton, sein er í 5. sæti úrvalsdeildar. Charlton vann, 4:3, en Stoke fór áfram á mörkum á úti- velli eftir að hafa unnið fyrri lcikinn, 2:1. „Ég hélt að þetta væri búið þegar við lentum 3:1 undir og misstum mann af velii en mínir menn sýndu frábæran „karakter" og mikla snilli við að vinna þann mun upp. Við erum á leið í rétta átt og þetta gefur okkur mikið sjálfstraust," sagði Guðjón Þórðarson, knattspymustjóri Stoke, við Sky Sports. VIÐTAL VIÐ HARALD INGÓLFSSON HJÁ ELFSBORG / B6, B7

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.