Morgunblaðið - 27.09.2000, Side 2

Morgunblaðið - 27.09.2000, Side 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Reuters Darren Huckerby fagnar með lan Harte og félögum sínum úr Leeds eftir að hafa skorað eitt marka liðsins gegn tyrkneska liðinu Besiktas í 6:0 sigri þeirra. Vanmat varð United að falli ÁTTA leikir fóru fram í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu í gær. AC Milan sótti sigurtil Barcelona en Manchester United fórfýlu- ferð til Eindhoven þar sem liðið hvíldi fjóra leikmenn úr byrjunar- liði og mátti þola 3:1 tap. Rosenborg vann stórsigurá Helsing- borg og sömu sögu er að segja af Leeds sem setti á svið markasýningu gegn tyrkneska liðinu Besiktas. jarcelona var meira með bolt- ann í 2:0 ósigri og leit út fyrir að vera sigurstranglegri aðilinn mestallan leikinn gegn AC Milan sem lá mjög aftarlega á vellinum og lék þéttan varnarleik. Llorenc Serra Ferrer þjálfari Barcelona tók þá ákvörðun að láta taka Andriy Shevchenko og Oliver Bier- hoff úr umferð og það stöðvaði ít- alina í fyrri hálfleik. Heimamenn náðu ekki að brjóta niður þéttan varnarmúr gestanna og rétt fyrir lok fyrri hálfleiks skoraði Francesco Coco fyrsta mark leiks- ins. Rivaldo misnotaði svo frábært tækifæri til að jafna leikinn með kæruleysislegum tilþrifum. Luis Enrique sem var að leika sinn fyrsta leik í nær sjö mánuði vegna meiðsla var nálægt því að skora jöfnunarmark en Dida varði frá- bærlega. Stuttu síðar bætti Bier- hoff öðru marki við fyrir Milan og þar við sat. „Að leika gegn vörn okkar er mjög erfítt. Allt sem við gerðum hér í kvöld var jákvætt. Leikmenn mínir voru stórkostlegir og ég hef fulla trú á þeim,“ sagði Alberto Zaccheroni þjálfari Milan. PSV Eindhoven nýtti sér að Manchester United hvíldi fjóra lykilmenn í gær og vann verðskuld- aðan 3:1 sigur á heimavelli. Ryan Giggs, David Beckham, Ronny Johnsen og Andy Cole hvíldu allir og byrjaði Dwight Yorke inni á en náði ekki að setja mark sitt á leik- inn. „Við náðum engu út úr síðasta leik í Brussel í síðustu viku þannig að sigur í dag var gífurlega mikil- vægur,“ sagði Eric Garets hæst- ánægður þjálfari PSV. „Ég er ánægður með að við náðum að komast yfir eftir að lenda undir,“ sagði Garets, sem lék með þrjá framherja. Alex Ferguson skipti David Beckham og Ryan Giggs loks inná á 70. mínútu en það var of seint því úrslitin voru ráðin. Paris SG stal sigri Varamaðurinn Laurent Leroy skoraði á lokamínútunum til að tryggja Paris SG 1:0 sigur á Bayern Munchen á heimavelli. „Við ætluðum okkur stóra hluti í kvöld því við vissum að við þyrftum á sigri að halda,“ sagði Philippe Bergeroo þjálfari Paris. „Strákarn- ir stóðu sig frábærlega. Við gáf- umst aldrei upp og börðumst til síðustu mínútu. Þetta er styrkur liðsins sem er enn mjög ungt og á margt eftir ólært,“ bætti Bergeroo við. „Mig langaði mjög mikið að koma inná. Þetta var fyrsta markið mitt í meistaradeildinni og ég er mjög ánægður því faðir minn var að horfa á,“ sagði Leroy ánægður eftir leikinn. Panathinaikos vann nauman 1:0 útisigur á Hamburger SV. Þjóð- verjarnir hafa aðeins hlotið eitt stig úr sínum þremur leikjum og eru því fastir á botni deildarinnar. Rodolfo Cardoso neyddist til að fara meiddur af velli eftir aðeins tvær mínútur. „Það setti strik í reikninginn að missa Cardoso út- af,“ sagði Frank Pagelsdorf, þjálf- ari Hamburger. „Síðan skoruðu þeir og þetta var alltaf erfítt eftir það,“ bætti hann við. Zinedine Zidane var rekinn útaf í 0:0 jafntefli Juventus gegn Deportivo la Coruna en hann var rekinn útaf á 68. mínútu. Deportivo nýtti sér ekki mannamuninn og varð jafntefli staðreynd í leik sem olli miklum vonbrigðum. „Deport- ivo sýndi að þeir eru afbragðslið. Rauða spjaldið sem Zidane fékk var ósanngjarnt og við þjáðumst sökum þess,“ sagði Carlo Ancelotti þjálfari Juventus eftir leikinn. Leeds sýndi að þeir kunna að skora mörk er þeir unnu 6:0 sigur á Besiktas aðeins tveimur leikjum eftir að tapa 4:0 gegn Barcelona. Eftir aðeins 22 mínútna leik var Leeds komið í 3:0 og áttu Tyrkirnir aldrei möguleika eftir það. Árni Gautur Arason lék ekki með Rosenborg sökum meiðsla, sem vann stórsigur á grönnum sín- um, Helsingborg, 6:1. Frode John- sen skoraði þrennu og er marka- hæstur í meistaradeildinni með fjögur mörk. „Ég skora svona mik- ið vegna þess að ég leik í svo góðu liði,“ sagði Johnsen hógvær. „Þeir hætta aldrei að koma mér á óvart,“ sagði Nils Arne Eggen þjálfari Rosenborgar stoltur í leikslok. Dynamo Kiev vann stórsigur á Anderlecht, 4:0, og skoraði Georgi Demetradze tvö mörk Úkraínu- mannanna. Dynamo réð leiknum en þeir urðu að bíða þar til á 52. mínútu að skora fyrsta markið. Dynamo lyfti sér upp í annað sætið í riðlinum með fjögur stig, aðeins tveimur á eftir PSV. FOLK ■ ÓLAFUR Gottskálksson, mark- vörður Brentford, fékk mikið hrós íyrir leik sinn gegn Tottenham í gærkvöld en úrvalsdeildarliðið mátti hafa mikið fyrir 2:0 sigri. „Ól- afur var frábær, við erum heppnir ef við höldum honum lengi í okkar herbúðum," sagði Ron Noades, knattspyrnustjóri Brentford, við fréttavef Sky Sports. ■ ARNAR Grétarsson lagði upp mark Lokeren þegar liðið gerði jafntefli, 1:1, við Westerlo á útivelli í belgísku knattspyrnunni á sunnu- daginn. Westerlo jafnaði undir lok- in og Lokeren missti þar með af því að komast í 4. sæti deildarinnar og er áfram í því áttunda. Arnar Þór Viðarsson sat á varamannabekk Lokeren allan tímann. ■ HARALDUR Ingólfsson lagði upp þriðja mark Elfsborg sem vann Frölunda, 3:1, í sænsku úr- valsdeildinni í fyrrakvöld. Harald- ur kom inná sem varamaður 20 mínútum fyrir leikslok. ■ STAN CoIIymore hefur verið settur á sölulista hjá Leicester og Peter Taylor, knattspyrnustjóri fé- lagsins, segist ekki sjá fyrir sér að nota hann framar, til þess þyrfti mikið að breytast. Launakröfur hans í tengslum við nýjan samning sem settar voru fram í upphafi tímabilsins hafí verið langt umfram það sem Leicester sé tilbúið til að fallast á. ■ COLLYMORE gæti ennfremur átt fyrir höndum refsingu frá enska knattspyrnusambandinu. Þar á bæ er verið að skoða atvik í lok leiks Leicester við Everton á sunnudag- inn en þá virtist Collymore stíga á hönd Pauls Gascoignes og slá síðan tilhans. ■ GUÐJÓN Þórðarson, knatt- spyrnustjóri Stoke, hefur enn á ný gagnrýnt enska dómara í þarlend- um fjölmiðlum. „Mig langar til að sjá ensku reglumar því þær virðast vera öðruvísi en alþjóðlegu reglu- mar sem ég hef vanist hingað til,“ sagði Guðjón og var sérlega óhress með hve vægt væri tekið á brotum aftan frá í ensku 2. deildinni. ■ HELGI Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Panathinaikos þeg- ar liðið vann Hamburger SV í Þýskalandi í gærkvöld í meistara- deild Evrópu. ■ TONY Adams kemur að nýju inn í lið Arsenal í kvöld þegar liðið mætir Lazio í meistaradeild Evrópu. Adams hefur jafnað sig eftir meiðsli sem hann varð fyrir í landsleik Englands og Frakklands fyrr í þessum mánuði. ■ LEE Dixon, bakvörðurinn reyndi hjá Arsenal, hefur tilkynnt að hann muni hætta eftir þetta tímabil, ef félagið býður honum ekki nýjan samning. Dixon segist ekki vilja leika fyrir annað félag. Afall hjá Stoke STOKE City varð fyrir áfalli í heimaleik sínum gegn Rotherham í ensku 2. deildinni um helgina. Sókn- armaðurinn Marvin Robinson, sem er í láni frá Derby, tvífótbrotnaði og leikur því ekki meira með á þessu tímabili. Brynjar Bjöm Gunnarsson og Bjarni Guðjónsson léku allan leik- inn en Stefán Þórðarson aðeins fyrri hálfleikinn vegna meiðsla. Það var varamaðurinn Peter Thome sem tryggði Stoke annað stigið en hann jafnaði metin 9 mínútum fyrir leiks- lok en úrslitin vom Stoke vonbrigði og er liðið í 10. sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Walsall. Brynjar ogStefán afgreiddu Charlton BRYNJAR Bjöm Gunnarsson og Stefán Þór Þórðarson skoruðu dýrmæt mörk fyrir Stoke í gær- kvöld þegar Iið þeirra kom mjög á óvart með því að slá úrvalsdeildar- lið Charlton út úr enska deildabik- arnum. Charlton vann, 4:3, en Stoke fór áfram á fleiri mörkum á útivelli eftir að hafa unnið fyrri leikinn 2:1. títlitið var ekki gott hjá Stoke sem lenti 3:1 undir og missti Nicky Mohan af velli með rautt spjald 9 mínútum fyrir leikslok. En Brynj- ar Bjöm tryggði 10 leikmönnum Stoke framlengingu með marki þremur mínútum fyrir leikslok. Stefán kom inná sem varamaður um miðja framlenginguna og jafn- aði, 3:3, aðeins þremur minútum síðar. Charlton svaraði, 4:3, en mörk Stoke á útivelli réðu þegar upp var staðið. f deildabikarnum em þau ekki talin fyrr en að lok- inni framlengingu. Bjami Guð- jónsson lék allan leikinn með Stoke eins og Brynjar Björn. Brentford tapaði, 2:0, fyrir Tott- enham eftir 0:0 í fyrri leik liðanna. Öyvind Leonhardsen og Steffan Iversen skomðu fyrir Tottenham. Ólafur Gottskálksson Iék vel í marki Brentford og ívar Ingi- marsson lék einnig allan leikinn. Ipswich vann Millwall, 5:0, eftir framlengingu en Millwall vann fyrri leikinn 2:0. Ipswich skoraði ekki fyrr en 17 mínútur vom eftir og þá var búið að reka tvo leik- menn Millwall af velli. Hermann Hreiðarsson fór af velli hjá Ipswich á 68. mínútu. Heiðar Helguson og Jóhann B. Guðmundsson léku báðir með Wat- ford, sem tapaði óvænt heima, 0:2, fyrir Notts County en komst áfram á fleiri mörkum á útivelli. Báðum var skipt af velli í seinni hálfleik.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.