Morgunblaðið - 27.09.2000, Side 4

Morgunblaðið - 27.09.2000, Side 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AP Jan Holpert, markvörður Þjóðverja, var að vonum vonsvikinn með að falla úr keppninni, en Spánverjar sigruðu Þjóðverja með einu marki og mæta Svíum í undanúrslitum. Svíar stefna ótrauð ir að ólympíugulli HEIMS- og Evrópumeistarar Svía stefna ótrauðir að sigri í hand- knattleikskeppni Ólympíuleikanna, en það er eini titillinn sem hið sigursæla lið Svía getur ekki státað af. Svíar, Júgóslavar, Spánverjar og Rússar eru komnir áfram í undanúrslit. Svíar lögðu Egypta í átta liða úrslitum, 27:24, eftir að staðan hafði verið 14:12 í leikhléi. Egyptar voru allt annað en ánægðir með dómgæsluna og er það engin ný- lunda þegar Svíar eiga í hlut. Um miðjan síðari hálfleikinn var staðan 19:19 en þá voru tveir Egyptar reknir af velli með stuttu millibili og Svíar náðu forystu á ný. Er staðan var 23:21 fyrir Svía voru tveir Egyptar reknir út af á sama tíma og sigur Svía ekki í hættu eftir það. Svíar voru þríveg- is reknir af velli í tvær mínútur en Egyptar átta sinnum. „Það er ekki hægt að sigra þeg- ar dómararnir eru svona áberandi á bandi annars liðsins," sagði Mohamed Alfí, aðstoðarþjálfari Egj^pta, eftir leikinn. Bengt Johansson, þjálfari Svía, sagði vissara að ræða ekki um dómgæsl- una, en dómararnir hefðu vissulega gert mistök en þó ekki eins mörg og leikmennirnir. Svíar mæta Spánverjum í und- anúrslitum en Spánverjar lögðu Þjóðverja 27:26. Spánverjar höfðu undirtökin lengst af fyrri hálfleiks, meðal annars 10:6, en Þjóðverjar voru 13:11 yfir 1 leikhléi og 19:16 er tíu mínútur voru eftir. Spán- verjar komust í 21:19 en Þjóðverj- ar náðu eins marks forystu, 26:25, er rúmar tvær mínútur voru eftir en allt kom fyrir ekki. „Við hlökkum aliir til leiksins við Svía. Við höfum tapað alltof oft fyrir þeim undanfarin ár og ætlum að breyta því núna,“ sagði Talant Dujshebaev. Júgóslavía hafði undirtökin gegn Frökkum og sigraði nokkuð örugg- lega og’ Rússar voru í fluggírnum þegar þeir unnu Slóvena 33:22. Þau lið sem leika um 5.-8. sætið eru Slóvenía, Frakkland, Þýska- land og Egyptaland. Undanúrslita- leikirnir verða á föstudaginn. Tilþrif Vince Carters voru engu lík Bandarísku landsliðin í karla- og kvennaflokki unnu alia leiki sína í riðlakeppni Ólympíuleik- ana í Sydney og karlaliðið hef- ur nú leikið 108 leiki á Ólymp- íuleikum frá og aðeins tapað 2 leikjum. Vinee Carter leikmaður banda- ríska liðsins og „troðslukóng- ur“ NBA-deildarinnar var aðalum- ræðuefnið eftir sigurleik gegn Frökkum en í leiknum tróð Carter boltanum sem oftar í körfuna en í þetta sinn stökk Carter nánast yfir miðherjann Frederic Weiss sem er „aðeins“ 2.18 metrar á hæð. Rudy Tomjanovich þjálfari bandaríska liðsins sagði við fjölmiðla eftir leik- inn að hann hefði aldrei áður séð leikmann stökkva jafn hátt og Car- ter gerði í þessu tilfelli og troðslan væri eitthvað sérstakt sem allir myndu eftir að Ólympíuleikunum loknum. Jason Kidd samherji Cart- ers tók undir orð þjálfararns og sagði að jafnvel Michael Jordan hefði ekki getað leikið þetta eftir. Spánn, Kína, Angóla og Nýja- Sjáland komust ekki áfram úr riðla- keppninni í karlaflokki en Senegal, Nýja-Sjáland, Kanada og Kúba í kvennaflokki. I undanúrslitum kvennaliða þann 27. september mætast: Rússland - Brasilía, Astralía - Pólland, Frakk- land - Kórea, Bandaríkin - Slóvakía. Undanúrslit karlaliðana hefjast 28. september og liðin sem mætast eru: Italía - Astralía, Kanada - Frakkland, Júgóslavía - Litháen, Bandaríkin - Rússland. AP Bandaríkjamaðurinn Vince Carter þótti sýna snilidartilrif er hann stökk nánast yfir hinn 218 sentímetra háa franska mið- herja, Frederic Weis, og tróð boltanum ofan í körfuna. Ódýrir miðar „ÉG hafði aldrei heyrt á þessa íþrótt minnst áður og ég þekki ekkert reglurnar en ég fer samt á leiki því stemmning er góð,“_ sagði einn áhorfenda á leik Astr- ala og Frakka í handknattleik karla snemma vikunnar. Frakkar unnu leikinn 28:16 en heimamenn skemmtu sér vel á áhofendapöll- unurn. „Ég fer aðallega á þessa leiki til þess að taka þátt í Ólympíuleikun- um. Miðarnir eni ódýrir og leik- irnir eru býsna fjörugir," sagði annar áhorfandi á sama leik. „Flestir áhorfendur okkar liafa ekki hugmynd um hvað gengur á inni á vellinum en þeir skemmta sér samt,“ segir Renton Taylor Ieikmaður karlaliðs Ástralíu. „Ástralar elska íþróttir og þeim er alveg sama þótt við töpum öll- um leikjunum bara ef við náum að skora nokkur mörk, þá eru allir ánægðir. Ég reikna með því að flestir áhorfendur hand- boltaleikjanna eigi ekki eftir að fylgjast með þessari íþrótt í fram- tíðinni," sagði Taylor enn fremur. Satt er að fjölmargir áhofendur hafa séð handboltaleiki Ólympíu- leikanna. Aðalástæðan mun vera sú að miðarnir kosta lítið, eða um 500 krónur inn á tvo leiki. Miðar á tennis, sem er sérlega vinsæl íþrótt í Ástralíu, kosta t.d. rúm- lega fimm sinnum meira. Þetta er talsverður peningur í augum Ástrala því sem dæmi má nefna að ágæt steik og forréttur á veit- ingastað kostar t.d. um 2.000 krónur með einu rauðvíðsglasi eða gosi eftir smekk og lyst hvers og eins. Rúnar eignast son RÚNAR Alexandersson fim- leikamaður eignaðist son á sunnudaginn en hann hefur beðið spenntur síðstu viku eftir fréttinni um fæðingu frumburðarins sem væntan- legur var á meðan Ólympíu- leikarnir standa yfir. Þetta er fyrsta barn Rúnars en liann er í sambúð með sænskri stúlku, Helenu. Móður og barni heilsast vel og fór Rúnar í dag til Sví- þjóðar, þar sem hann býr, til móts við mæðginin. Erfitt hjá Hafsteini SIGLINGAMÖNNUM gekk heldur brösulega að halda sjó í gær þegar sjöunda umferð af ellefu var sigld í flokki Lazer-kæna, þar sem Haf- steinn Ægir Geirsson er á meðal þátttakenda. Mjög misvindasamt var á keppnisvæðinu og ekki bætti úr skák að það rigndi sem hellt væri úr fötu hluta þess tíma sem menn voru til sjós. Hafsteinn varð 42. og næst síðastur í gær, um það bil fimm mínútum á eftir ítölskum keppanda sem vann mjög óvænt. Eftir sem áð- ur rekur Hafsteinn lestina í stiga- keppninni, hefur 278 stig, er 26 stig- um á eftir keppanda frá Gúam en sá er næst neðstur. Þriðji neðstur er siglingamaður frá Kýpur, 30 stigum á undan Hafsteini. Sökum þess að aðeins tókst að fara aðra af ferðum gærdagsins vegna slæmra aðstæðna þá verður áttunda umferðin í dag, en síðan verður gert eins dags hlé þar til farn- ar verða tvær umferðir á föstudag áður en að lokaumferðinni kemur á laugardag, en Hafsteinn verður síð- astur íslensku keppendanna til þess að ljúka þátttöku á Ólympíuleikun- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.