Morgunblaðið - 27.09.2000, Síða 12

Morgunblaðið - 27.09.2000, Síða 12
Kvefið kostaði Raducan gullið RÚMENSKA fimleikakonan And- reea Raducan var svipt gullverð- íáunum sínum í íjölþrautar- keppninni eftir að fundist hafði ólöglegt lyf í lyfjaprófi sem tekið var af henni strax að lokinni fjöl- þrautarkeppninni 21. september síðastliðinn. Raducan fær að halda gullverðlaununum í liða- keppni sem hún vann til nokkrum dögum fyrir fjölþrautarkeppnina og einnig silfurverðlaunum í stökki sem hún vann til þremur dögum eftir fjölþrautina. Efnið sem fannst í þvagsýni Raducan, F]eeudoephidrine, er örvandi og má rekja til kvefmeðals sem fim- leikakonan notaði í upphafi Ól- ympíuleikana og læknir rúm- enska liðsins, Joachim Onana, lét henni í té pillur gegn kvefpest- inni rétt fyrir fjölþrautarkeppn- ina. Onana hefur nú verið meinuð þátttaka á ÓL næstu fjögur árin og þykir sæta furðu að læknirinn skuli hafa gefíð Raducan-lyfið og ljóst að hún hafi ekki haft neinn hag af inntöku lyfsins. Raducan vann silfur í stökki 24. september og var tekin í lyfjapróf að keppni lokinni og ekkert athugavert fannst í því prófi. Rúmenar íhuga nú að áfrýja úrskurði Alþjóða Ólympíunefnd- arinnar, IOC, þar sem Raducan var ekki ljóst hvernig lyf læknir liðsins hafi gefið henni og tals- maður IOC sagði að ákvörðunin hefði verið ekki létt þar sem aug- ljóst væri að þarna hefði verið um mistök að ræða og íþróttamaður- inn hefði ekki ráðið þar neinu um. Andreea Raducan fagnaði sigri í fjölþraut. BANDARÍSKI kúluvarparinn og eiginmaður Marion Jones, C.J. Hunter, felldi tár á blaðamannafundi sem haldinn var á þriðjudag í kjölfar þeirra fregna að Hunter hefði fallið á lyfjaprófi í lok júlí. Frjálsíþróttastjarnan, Marion Jones, sat við hlið Hunters og sagði hún að þessar fréttir myndu ekki raska hennar þátttöku á Olymp- íuleikunum í Sydney. Afjölmiðlaíúndinum í Ástralíu kom í ljós að Hunter hefði fallið á þremur öðrum lyfjaprófum sem tekin voru af bandaríska frjáls- íþróttasambandinu utan keppnis- tímabilsins og í öllum prófunum var magn nandrónóls-hormónsins langt yfir leyfilegum mörkum eða í þúsund sinnum meira magni en í meðal- manneskju. Hunter sagði við fjöl- miðla að hann hafi ekki takið inn nein ólögleg lyf og næringarfræðing- ur kúluvarparans kennir ónefndu fæðubótarefni um. Norski lyftinga- maðurinn, Stian Grimseth, féll sem kunnugt er rétt fyrir ÓL á lyfjaprófi vegna of mikils magns nandrónóls og við nánari athugun á fæðurbótarefn- inu sem Grimseth tók inn kom í ljós að nandrónól-hormónið mátti rekja til fæðubótarefnisins. Margir forkólfar í alþjóðlegu íþróttahreyfingunni gruna nú Bandaríkjamenn um græsku og undrast það að niðurstöður fyrri lyfjaprófa Hunters hafi ekki verið gerðar opinberar fyrr en í gær. Ger- hard Heiberg fulltrúi í Alþjóða Ól- ympíunefndinni viðurkenndi að hann hefði verið afar ósáttur við að upp- lýsingarnar um fyrri lyfjapróf Hunt- ers voru ekki tilgengileg og Heiberg sagðist hafa í gremju sinni lekið upp- lýsingum til fjölmiðla um niður- stöður fjórða lyfjaprófsins sem tekið var í Ósló 28. júlí síðastliðinn. Sam- kvæmt fregnum frá Bandaríkjunum eru 10 aðrir íþróttamenn en Hunter á lista bandaríska frjálsíþróttasam- bandsins sem falllið hafa á lyfjaprófi að undanförnu en nöfn þeirra hafa ekki verið birt að svo stöddu. C.J. Hunter og Marion Jones áttu erfiðan dag í gær. Reuters Hunter grét við hlið Marion Jones Hunter þurrkar tárin. Grikkir ,ráða Astrala GRIKKIR, sem munu halda 28. Ólympíuleikana árið 2004, hafa leitað til nokkurra Ástrala og beðið þá um að að- stoða sig við framkvæmd leikanna. Þetta kemur fram í ástralska blaðinu Daily Tele- graph á sunnudaginn. Þar segir að Alþjóðaólympíu- nefndin hafi rætt við yfir- mann lögreglunnar og beðið hann að hafa yfírumsjón með öryggismálum á leikunum í ' Aþenu. Einnig segir að Grikkir og Ástralar hafi und- irritað nokkurs konar sam- starfssamning varðandi leik- ana 2004. Búlgarar fara heim og í bann ALÞJÓÐA lyftinga- sambandið hefur ákveðið að selja alla lyftingamenn frá Búlganu í 12 mánaða keppn- isbann eða á meðan rann- sókn stendur yfir á þeirra málum. Þetta er gert sökum þess að nokkrir búlgarskir lyftingamenn hafa fallið á lyfjaprófi á Ólympíuleikun- um og verið reknir heim með skömm í hatti. Þykir AI- þjóðasambandinu þetta vera slfk hneisa fyrir íþróttina að rétt sé að grípa til svo harðra refisaðgerða sem raun ber vitni. Þar með er ljóst að þeir búlgarskir lyft- ingamenn sem eiga eftir að keppa á Sydney-leikunum fá ekki að taka þátt þótt þeir hafi ekki óhreint mjöl í pokahorni sínu. Eitt skal yfir alla ganga. Um leið gerir Al- þjóðalyftingasambandið þá kröfu til búlgarska lyftinga- sambandsins að það geri út- tekt og úti-ými með öllu lyljamisnotkun á meðal lyft- ingamanna í landinu sem eru innan þess. Skal ólymp- íunefnd og íþróttasamband landsins hafa hönd í bagga með því verkefni. Ivar Benediktsson skrifarfrá Sydney Hunter verður að borga sig inn C.J. Hunter var á mánudaginn sviptur aðgangspassa sínum á ólympíuleikvanginum, en hann var skráður til leikanna sem aðstoðarþjálf- ari eiginkonu sinn- ar, Marion Jones hlaupakonu. Þetta var gert eftir að Alþjóða frjáls- íþróttasambandið, staðfesti að kúl- uvarparinn íturvaxni hafi fallið á lyfjaprófi sem tekið var af honum eftir Bislett-leikana í Ósló í lok júlí og að auki hafi Hunter fallið á þremur öðrum prófum fyrir keppn- ina í Noregi og lítið fór fyrir upp- lýsingum úr þeim prófum frá Bandaríkjunum. Þar með er ljóst að vilji Hunter fylgja konu sinni eftir að keppnis- vellinum eins og hann ætlaði verður að hann finna aðgöngumiða, en þeir liggja ekki á lausu og sáralítið mun vera til á svörtum markaði. Jafnvel er talið að Hunter fari heim til Bandaríkjanna á næstu dögum ell- egar þá loki sig inni á hótelherbergi þeirra hjóna og fylgist með keppn- inni í sjónvarpi. Margir meðlimir Alþjóðaólymp- íunefndarinnar, IOC, eru æfareiðir í garð bandaríska frjálsíþróttasam- bandsins. Johann Koss, fyrrverandi skautahlaupari og margfaldur ól- ympíumeistari, sem á sæti í nefnd IOC sem er ætlað að sporna gegn notkun ólöglegra lyfja sagði í gær að það væri með öllu ólíðandi að Bandaríkjamenn teldu að þeir gætu látið aðrar reglur gilda um sína íþróttamenn, en aðrar þjóðir hafa. Sagt er að um 15 lyfjamálum hafi verið stungið undir teppið í Banda- ríkjunum undanfarið ár. Enginn þeirra 15 íþróttamanna er á meðal þátttakenda á Ólympíuleik- unum eftir því næst verður komið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.