Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Fulltrúar hagsmunasamtaka krefjast upplýsinga um verðmyndun dísilolíu Aðgerðir undirbúnar FULLTRÚAR hagsmunasamtaka eigenda atvinnu- og einkabifreiða hittust á fundi í gær til að ræða við- brögð við hækkun á verði bensíns og gasolíu. í ályktun kemur fram það álit að olíufélögin stundi ólöglegt og óþolandi verðsamráð og er þess kraf- ist að þau leggi fram tölur um verð- grunn dísilolíu. Fram kemur að í und- irbúningi eru frekari viðbrögð og aðgerðir vegna hækkananna. Verð á bensíni og olíu hækkaði 1. október. Bensínverð hækkaði um 2% og kostar lítrinn af 95 oktana bensíni nú 96,60 kr. og h'trinn af 98 okt. kost- ar 101,30 kr. Gasolíuverð hækkaði mun meira, eða um 13-15%. Lítrinn af gasolíu frá dælu kostar nú 49,90 kr. í stað 44 og hækkaði því um 13,4%. Á heimasíðu Olíufélagsins hf. segir að vegna aðgerða OPEC, samtaka ol- íuframleiðsluríkja, til að draga úr framleiðslu hafi heimsmai'kaðsverð á olíu verið hærra á þessu ári en sl. tíu ár. Fram kemur að ákveðið hafi verið að hækka verðið nú vegna þróunar heimsmarkaðsverðs sl. mánuð ásamt óhagstæðri þróun krónunnar gagn- vart Bandaríkjadollar. Uggur í kaupendum Hækkunin nú kemur harðast niður á kaupendum dísilolíu og hafa full- trúar þeirra mótmælt hækkuninni. „Mikill uggur er í kaupendum bens- Breytingar á bensín- og olíuverði þann 1. október 2000 x Verð var Hlutfallsl. Nýtt verð hækkun Bensín, 95 oktana 94,70 kr./l 96,60 kr./l 2,01 % Bensín, 98 oktana 99,40 kr./i 101,30 kr./l 1,91 % Gasolía, frá dælu 44,00 kr./l 49,90 kr./l 13,41 % Gasolía, annað 39,50 kr./l 45,40 kr./l 14,94 % Flotaolía 31,70 kr./l 34,40 kr./l 8,52 % Svartolía 22,66 kr./l 25,86 kr./l 14,12 % (Upplýsingar frá Olíufélaginu hf.) íns og dísilolíu vegna gegndarlausra hækkana undanfarna mánuði. Hækk- anir um tugi prósenta hafa mjög neikvæð áhrif á afkomu fyrirtækja og einstaklinga- sem eru háðir olíu- og bensínnotkun í rekstri sínum," segir meðal annars í ályktun fundar hags- munaaðila. Landssamband vörubif- reiðastjóra boðaði til fundarins full- trúa leigubflstjóra, sendibflstjóra, vörubflstjóra, flutningabflstjóra, verktaka og fulltrúa eigenda sérleyf- is- og hópferðabifreiða, auk þess sem fulltrúar Félags íslenskra bifreiða- eigenda mættu. Fram kemur í ályktuninni það álit að olíufélögin séu sek um ólöglegt og óþolandi verðsamráð og lýsti fundur- inn furðu sinni á að samkeppnisyfir- völd skuli ekki bregðast við. Akveðið var að fara þess á leit við olíufélögin að þau leggi fram tölur um verðgrunn dísilolíunnar, meðal annars innkaups- verð og álagningu. Jafnframt er kraf- ist skýringa á þeim mikla mun sem er á hækkun flotaoliu og dísilolíu. Loks skorar fundurinn á stjórnvöld að lækka skattaálögur á eldsneyti. Fram kemur að í undirbúningi eru frekari viðbrögð og aðgerðir vegna þessara nýjustu hækkana. Unnur Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Landssambands vörubifreiðastjóra, segir ekki ákveðið til hvaða aðgerða verði gripið. Þessir aðilar muni áfram hafa samvinnu um málið. Jón Páls- son, formaður vörubflstjórafélagsins Þróttar í Reykjavík, segir að ef ekki fáist viðunandi svör kunni málin að þróast út í einhvem hasar. Nánar spurður um hvað bflstjórar geti gert segir hann einfalt að loka Grandanum og þar með allri olíudreifingu. Segir Jón að mikill hiti sé í félagsmönnum enda komi verðhækkun á dísilolíu illa við þá. Sjálfur ekur hann dráttarbfl og þarf að taka oh'u annan hvern dag. Segir hann að áfyllingin sé meira en tvöfalt dýrari en í byrjun árs. Hún kosti nú 22 þúsund, 12 þúsund kr. meira en í upphafi ársins. Unnur og Jón viðurkenna að ekki ráðist við hækkanir á olíuverði á heimsmarkaði en spyrja megi um tímasetninguna nú og forsendur. Jón bendir á að liðlega 13% hækkun dísil- olíunnar komi í kjölfar lækkandi olíu- verðs á heimsmarkaði. Hann segir að ef eitthvert olíufélagið kæmi til móts við þá væru bflstjórar tilbúnir að beina viðskiptum sínum þangað. Bændasamtök Islands sendu ráð- herrum og forstjórum olíufélaganna bréf í gær þar sem lýst er áhyggjum af hækkunum á eldsneyti. Fram kem- ur að bændur geti ekki tekið þessar hækkanir á sig, verði þær viðvarandi, og þá hljóti þær á endanum að koma fram í verðlagi landbúnaðarafurða. Þóra Hrönn Njálsdóttir nælir slaufu í barm Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra. Hjá þeim eru Eva G. Kristmanns, eigandi Artica hf„ Kristbjörg Þórhallsdóttir, forsvarsmaður Samhjálpar kvenna og Guðrún Agnarsdóttír, forsrjóri Krabbameinsfélags íslands. s Atak gegn brjósta- krabbameini ÁTAKI gegn brjóstakrabbameini var hrundið af stað í gær, en átak þetta var fyrst sett af stað í Banda- ríkjunum fyrir níu árum á vegum snyrtivörufyrirtækjanna Clinique, Esteé Lauder og Origins og er það nú árviss viðburður bæði í Banda- rflqunum og mörgum löndum Evrópu. Að sögn Þóru Hrannar Njálsdótt- ur, sem er í forsvari fyrir átakið hér á landi og starfar hjá Artica hf., umboðsaðila Ciinique, Esteé Laud- er og Origins, er markmið þess að velqa umræðu um og athygli á brjóstakrabbameini með því að dreifa bleikum slaufum og einnig verður aflað fjár til að efla rann- sóknir á sjúkdómnum og meðferð þeirra sem greinast með hann. Þóra segir að í ár fari fjáröflun fram með sölu á töskum og rennur allur ágóði til Samhjálpar kvenna. Samhjálp kvenna eru samtök sem styðja kon- ur sem greinst hafa með brjósta- krabbamein og segir Þóra Hrönn að það fé sem safhist nú verði meðal annars ilýl I til að halda námskeið fyrir sjálfboðaliða sem starfa innan samtakanna, um land allI. Tillaga lögð fram í Borgarráði Umferðarálagi verði dreift BORGARRAÐSFULLTRUAR Sjálfstæðisflokks leggja í dag fyrir Borgarráð tillögu þess efnis að Borg- arráð samþykki að leita eftir sam- staríi við skóla, stofnanir og fyrirtæki í borginni til að kanna hvernig betur megi dreifa umferðarálagi á háanna- tímum. Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, seg- ir að ástand umferðarmála í Reykja- vík sé orðið með þeim hætti að brýnt sé að borgaryfirvöld leiti allra leiða til þess að bregðast við. Hún segir að huga þurfi að gatnakerfinu, tfl dæmis séu borgarbúar að súpa seyðið af því að hætt hafi verið við að gera gatna- mót Kringlumýrar og Miklubrautar mislæg, en einnig þurfi að leysa vand- ann eins og hann blasir við í dag. „Tillagan er flutt í því skyni að borgarbúar sitji ekki í hverju umferð- aröngþveitinu á fætur öðru. Það verð- ur að reyna að fá þessa aðila, fyrir- tækin sem fólkið vinnur hjá, skólana, og stofnanirnar okkar, til að skoða hvað er raunhæft að gera og mér finnst mjög brýnt að menn nálgist það með jákvæðum hætti og opnir fyrir öllum hugmyndum," segir Inga Jóna. Grunur um íkveikju SUMARBUSTAÐUR við Hafravatn gjöreyðilagðist í eldi í fyrrinótt en ekki er vitað til þess að fólk hafi dval- ist þar. Eldsupptök eru óljós en grun- ur leikur á um íkveikju. I gærkvöldi var á ný tilkynnt um eld í rústunum en þá gekk slökkvistarf greiðlega. Það voru lögreglumenn á eftirlits- ferð sem urðu eldsins varir. Bústað- urinn stóð í ljósum logum er þeir óku um Hafravatnsveg um klukkan 5:30 ú gærmorgun en bústaðurinn er skammt frá Skyggni. Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á Tunguhálsi var sent á vettvang og hluti af vaktinni í Skógarhlíðarstöð- inni og því var kallað inn varalið til að manna stöðvarnar. Að sögn varð- stjóra í slökkviliðinu er talið að bú- staðurinn sé ónýtur. I gærkvöldi lét fólk í nærliggjandi bústöðum vita að eldur logaði í rúst- unum. Slökkvilið fór á staðinn og slökkti eldinn á skammri stundu. Rætt um sjó- flutninga FULLTRÚAR bandarískra og ís- lenskra stjórnvalda ræddu í gær um framkvæmd tiltekinna þátta í varnarsamstarfi íslands og Banda- ríkjanna og að sögn Sverris Hauks Gunnlaugssonar ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu munu við- ræður um þessi atriði halda áfram næstu vikurnar. Búist er við niður- stöðum úr þeim fyrir jólin. Sverrir Haukur, sem stýrir ís- lenska viðræðuhópnum, vildi sem minnst tjá sig um gang viðræðn- anna í samtali við Morgunblaðið í gær en sagði þó að þær snerust um aðgengi að vellinum, verktöku og sjóflutninga fyrir varnarliðið. Dan- iel Hamilton aðstoðarvarautan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, sem sér um málefni Evrópu, stýrir við- ræðuhópi Bandaríkjamanna. Banaslys í Ártúns- brekku ÁGÚST Þór Þórsson, 27 ára Reyk- víkingur, beið bana þegar hann varð fyrir bíl í Ártúnsbrekku á mots við Nesti á fimmta tímanum aðfara- nótt sl. sunnudags. Lögreglu barst tilkynning um slysið klukkan 4.45 og var Agúst Þór úrskurðaður látinn á slysadeild. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um málsatvik, að sögn lögreglu. Ágúst Þór Þórsson var fæddur 9. desember 1972 og til heimilis á Sogavegi 109. Hann starfaði sem rafeindavirki og lætur eftir sig sam- býliskonu. --------*-++-------- Komnir til meðvit- undar PILTARNIR tveir, sem legið hafa á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi undanfarnar vikur eftir að hafa lent í flugslysi í Skerjafirði 7. ágúst sl. eru komnir til meðvitundar og hafa verið útskrifaðir af gjör- gæsludeild. Þeir liggja nú báðir á barnadeild sjúkrahússins. ! I Sérblöð í dag ^rgujmWwiP 40SÍDUR A ÞRIÐJUDOGUM Heimili Fjárlagafrumvarpið 2001 :UrtttilHÍMi(«tl»tiHli.lilMit«tM<U Tekjuaf(ranf?ur ríkissjóðs áætl- adur 30.3 miiyarðar kriSna Blaðinu í dagfylgir fjögurra siðna kálfur um fjárlaga- frumvarpið 2001 lesiMm Kristján Helgason tapaði naumlega fyrir Steve Davis / C3 Eiður Smári Guðjohnsen með s'itt" fyrsta mark fyrir Chelsea / C16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.