Morgunblaðið - 03.10.2000, Síða 10

Morgunblaðið - 03.10.2000, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ómar Madcleine Albright kveður böm varnarliðsmanna að loknum fundi í A.T. Mahan-skðlanum. I heimsókn hjá varnarliðinu Opinberri heimsókn Albright lauk á Þingvöllum Morgunblaðið/Kristinn. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Madeleine K. Albright utan- r/kisráðherra Bandaríkjanna ganga niður Almannagjá. Halldór Ásgrímsson utanrfliisráðherra kveður Madeleine K. Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á Þingvöllum skömmu áður en hún heldur á brott til Keflavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar. MADELEINE K. Albright, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, heim- sótti á laugardag varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Fundur Al- bright með starfsmönnum vamar- liðsins átti að hefjast kl. 16 í íþrótta- sal A.T. Mahan-skólans en tafðist um klukkustund á meðan Albright ræddi ástandið í Júgóslavíu við ígor ívanov, utanríkisráðherra Rúss- lands, og Thorbjöm Jagland, utan- ríkisráðherra Noregs, auk þess sem hún átti samtal til Washington. Eftir að hafa rætt við Mark Anthony, yfir- mann Keflavíkurstöðvarinnar, hélt hún stutta ræðu og svaraði að því loknu spurningum nemenda við skólann. Albright sagði að þrátt fyr- ir að Keflavíkurstöðin væri fjarlæg ófriðarsvæðum í heiminum væri hún engu að síður mikilvægur hlekkur í varnarkerfi NATO. Nemendur skólans spurðu Al- bright ýmissa spurninga sem flestar vörðuðu utanríkisstefnu Bandaríkj- anna. Albright var meðal annars spurð hvernig BandaiTkjastjórn ætl- aði að bregðast við eyðnifaraldr- inum í Afríku og hvaða ríki yrði næst tekið inn í NATO. Albright var einnig spurð hvort kynferði hennar hefði áhrif á hvernig komið væri fram við hana. Hún taldi svo vera, en sagði það hefði verið henni til fram- dráttar að vera kona. Albright sagð- ist hafa mikinn áhuga á að sjá fleiri konur í valdastöðum en hún er í for- svari fyrir hóp kvenna sem gegna stöðu utanríkisráðherra. „Við emm mjög valdamiklar," sagði Albright. Dásamaði fegurð Þingvalla MADELEINE K. Albright, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, hélt af landi brott snemma á sunnudags- morgun en opinberri heimsókn hennar hingað til lands lauk form- lega á Þingvöllum á laugardag. Þaðan flaug hún með þyrlu Land- helgisgæslunnar til Kefiavíkur þar sem hún sótti heim bandaríska varnarliðið en að þvi loknu fundaði hún með íslenskum konum á Hótel Sögu. Á laugardagskvöldið snæddi hún á veitingastaðnum Við Tjöm- ina en á sunnudagsmorgun hélt hún af landi brott áleiðis til Frakklands. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra fylgdi Albright og föru- neyti til Þingvalla að loknum há- degisverði í Þjóðmenningarhúsinu á laugardag og var komið að Hak- inu um þijú leytið. Þai- tóku á móti þeim Freysteinn Sigmundsson jarð- eðlisfræðingur og forstöðumaður Norrænu eldQallastöðvarimiar og bandaríski jarðfræðingurinn Amy Clifton og greindu þeim m.a. frá plötuskilunum sem liggja um Þing- velli og hvernig Norður-Ameríku- flekinn og Evrasíuflekinn færðust sífellt fjær hvor öðrum. Að sögn Freysteins Sigmundssonar var Al- bright afar áhugasöm um jarð- fræðina og furðaði sig m.a. á því hve sigdalurinn á Þingvallasvæðinu væri breiður. Þá segir Freysteinn að ráðherrann hafi dásamað fegurð Þingvalla eins og aðrir þeir erlendu gestir sem þangað komi. Halldór Ásgrímsson og Albright gengu að þessu loknu niður AI- mannagjá að Lögbergi og áfram yf- ir Öxarárbrú niður að flötunum þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar beið bandariska ráðherrans. Kvöddust þau Halldór og Albright við þyrluna skömmu áður en hún lagði af stað til Keflavíkur. Lauk þar með opinberri heimsókn banda- riska utanríkisráðherrans til ís- lands. Kristinn H. Gunnarsson um ESB og mynt- bandalag Evrópu Lands- byggðin hefði hag af þátt- töku KRISTINN H. Gunnarsson, þing- maður Framsóknarflokks og formað- ur stjómar Byggðastofnunar, segist telja að landsbyggðin gæti haft tals- verðan hag af því að ísland gengi Evrópusambandið og myntbandalag Evrópu, sé tekið mið af ákveðnum þáttum. Kiistinn segir, í samtali við Morg- unblaðið, að þessa skoðun megi rök- styðja með því að h'ta til þátta eins og stöðu og hlutverks sveitarfélaga, byggðamála almennt og stöðu höfuð- atvinnuveganna á landsbyggðinni, sjávarútvegs og ferðaþjónustu. „Tekjur þessara greina hefðu verið miklu meiri síðastliðið ár ef við hefð- um stuðst við Evruna eða tengt krón- una við Evruna, en þær urðu í reynd,“ segir Kristinn og segir hann þennan mun hafa getað verið um 15 til 20 milljarða. „Og vextir sem þessar at- vinnugreinar þurfa að bera væru töluvert lægri. Vaxtamunur milli Is- lands og annarra landa er um 6%, þannig að ef við styddumst við þeirra gjaldmiðil, beint eða óbeint, myndi það bæta verulega stöðu þessara at- vinnugreina, sem eru fyrst og fremst á landsbyggðinni og þar með myndi landsbyggðin hafa þróttmeira at- vinnulíf,“ segir Kristinn. Hann segist einnig telja að lands- byggðin yrði betur stödd ef áherslur landa Evrópusambandsins í sveitar- stjómar- og byggðamálum yrðu teknar upp hér á landi, en seg- ir jafnframt að meta þurfi fleiri þætti þegar málið verður skoðað í heild. Hringborðsumræður í tengslum við ráðstefnu um konur og lýðræði „Albnght er mikil kven- réttindakona“ AAGE R. L’Orange, píanóleikari og hljóm- sveitarstjóri er látinn 93 ára að aldri. Aage fæddist 29. júní 1907 í Stykkishólmi. Foreldrar hans voru Emilía Möller og Aage R. L’Orange, sem var látinn þegar Aage fæddist. Aage fluttist til Reykjavíkur sjö ára gamall og hóf snemma tónhstarnám, undir handleiðslu móður sinn- ar, sem var píanókenn- ari í Reykjavík. Hann hóf nám í Menntaskólanum í Reykjavík en hvarf frá því þegar hann var farinn að vinna fyrir sér með tónlistarflutningi á unglingsárum. Aage var meðal annars meðlimur í Jazzbandi Reykjavíkur, fyrstu ís- lensku djasshljómsveitinni, árið 1929. Lengst af fór hann fyrir eigin hljómsveit, sem var árum saman hús- hljómsveit í Sjálfstæð- ishúsinu, en lék einnig í Tjamarkaffi, Klúbbn- um og í samkomuhús; um víða um land. í hljómsveitum hans störfuðu margir þekkt- ustu hljómlistarmenn þjóðarinnar um lengri og skemmri tíma. Aage stundaði einnig píanókennslu um árabil og tók að sér að leika á samkomum og manna- mótum meðan heilsa leyfði, allt fram á síðustu ár. Aage lést síðasthðinn sunnudag á hjúkrunarheimilinu Skjóh, þai- sem hann hafði dvalið frá í febrúar. Eiginkona Aage, Álfheiður Tóm- asdóttir, lést árið 1978, en dætur þeirra tvær lifa báðar föður sinn. MADELEINE K. Albright, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, átti rúm- lega klukkustundai- langan fund með íslenskum konum sem tengjast ráð- stefnunni um konur og lýðræði við ár- þúsundamót, á Hótel Sögu á laugar- dag, en sem kunnugt er var ráðstefnan haldin í Reykjavík síðasta haust. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, ráðstefnustjóri og formaður undir- búnings- og framkvæmdanefndar ráðstefnunnar, er ein þeirra m'u kvenna sem sat fundinn. Kveðst hún í samtali við Morgunblaðið hafa greint Albright frá ráðstefnunni og ávinn- ingum hennar. Meðal annars hafi hún skýrt frá því að heilmiklum fjármun- um hafi verið aflað til verkefna sem sett voru á laggimar í kjölfar ráð- stefnunnar og að þeir fjármunir hafi að stórum hluta komið frá atvinnu- lífinu og frjálsum félagasamtökum. „Þá náðist sá ávinningur að konur úr austri og vestri hittust [á ráðstefn- unni] og fundu að þær áttu sameigin- legra hagsmuna að gæta, konur sem voru í raun aldar upp í að vantreysta hver annarri,“ segir Sigríður. „Þær hafa síðan unnið saman að ýmsum verkefnum og er sú tenging líka ávinningur." Sigríður Dúna greindi Albright einnig frá undirbúningi framhalds- ráðsteftiu um konur og lýðræði sem haldin verður í Vilníus í Litháen 17. til 19. júní nk. og vonum þátttöku- ríkjanna - Rússlands, Eystrasalts- ríkjanna, Norðurlandanna og Banda- ríkjanna - um að enn frekari fram- hald verði á þessari samvinnu eftir þá ráðstefnu. „Mér fannst mikið til koma hve Madeleine Albright er mikil kvenréttindakona og hve sýn hennar á málefni kvenna er snörp. Þetta fór ekki á milli mála á fundinum," segir Sigríður Dúna þegar hún er spurð hvernig Albright hafi komið henni fyrir sjónir. Lærimeistarar kvenna í Eystrasaltslöndunum Eitt af þeim verkefnum sejn hrundið var af stað í kjölfar ráðstefn- unnar um konur og lýðræði felst í að norrænar og bandarískar konur með reynslu af sjálfstæðum atvinnu- rekstri gerist í eitt ár lærimeistarar kvenna í atvinnurekstri í Eystrasalts- ríkjunum og í Rússlandi. Sjö íslensk- ar konur, sem allar eru félagar í Fé- lagi kvenna í atvinnurekstri, taka þátt í verkefninu fyrir íslands hönd en undirbúningur þess hér heima var í höndum Jónínu Bjartmarz og Stefan- íu Oskarsdóttur stjómmálafræðings. Jónína segir að íslensku þátttak- endumir í verkefninu hafi á fundinum með Albright greint frá því hvernig verkefnið gangi sem og þeim vanda- málum sem komið hafi upp í tengslum við það. Til dæmis tungumálavanda og vandamálum í tengslum við bágan tölvukost kvennanna í Eystrasalts- ríkjunum og í Rússlandi. Að sögn Jónínu var fundurinn fróð- legur og góður og sýndi Albright verkefninu mikinn áhuga. Segir Jón- ína að þær hafi í lok fundarins jgefið Albright silfumælu að gjöf frá Ofeigi en Albright er þekkt fyrir það að vera alltaf með nælu í barminum. Morgunblaðið/Kristinn Albright fundar með íslenskum konum um ávinninga kvennaráðstefn- unnar sem haldin var í Reykjavík. Andlát AAGE L’ORANGE

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.