Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Samkomulag um sameiningu GoPro Group og Landsteina Hluthafar GoPro Group eignast 60% STJÓRNIR GoPro Group og Landsteina International hf. hafa skrifað undir samkomulag um sameiningu félaganna með fyrirvara um samþykki hluthafa- funda. Hluthafar GoPro Group munu eignast 60% hlut í hinu sameinaða félagi, en hluthafar Landsteina International hf. 40%. í tilkynningu um samein- inguna segir að hlutföll þessi séu háð niðurstöðu kostgæfnisat- hugunar sem mun fara fram á næstu tveimur vikum. íslenski hugbúnaðarsjóðurinn hf. á 22,8% hlut í GoPro Group og 20,8% hlut í Landsteinum og er stærsti hluthafinn í báðum þess- um félögum. Fyrirtækin eru bæði með umfangsmikla starf- semi utan íslands, og hafa bæði verið í viðræðum við erlend fyr- irtæki um samstarf og samruna, sem enn standa yfir. Eignarhaldsfélagið GoPro Group var myndað með samein- uðu eignarhaldi á nokkrum af stærstu upplýsingatæknifyrir- tækjum landsins og tveimur dönskum hugbúnaðarfyrirtækj- um.GoPro samanstendur af eft- irfarandi sjálfstæðum rekstrar- einingum: Hugviti hf., íslandi, Þróun hf., íslandi, Þekkingu upplýsingatækni hf., íslandi, Tristan hf. á íslandi, SCIO AS, Danmörku, SCIO UK.Bretlandi, SCIO Sweden, Svíþjóð, GoPro Development, íslandi, GoPro Group, íslandi, og Landsteinum. Landsteinar Group samanstend- ur af eftirfarandi sjálfstæðum rekstrareiningum: Landsteinum Internatiqnaþíslandi, Land- steinum Island, Islandi, Land- steinum Denmark, Danmörku, Landsteinum CI, Jersey, Bret- landi, Landsteinum UK, Navi Plust, íslandi og Þýskalandi. Samkvæmt hálf fimm fréttum Búnaðarbankans er markað- svirði hins nýja félags 7,5 mill- jarðar króna sé miðað við gengi þess á gráa markaðnum Aðalfundur______________ Samtaka fiskvinnslustöðva verður haldinn í Skíðaskálanum í Hveradölum föstudaginn 6. október nk. kl. 11:00 DAGSKRÁ Skýrsla stjórnar Arnar Sigurmundsson, formaður SF. Arsreikningar SF 1999. Kosning í stjórn og kjör endurskoðanda. Ræða Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra. Staða atvinnulífsins á tímum mikilla breytinga. Ari Edwald framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Cetur íslenskur sjávarútvegur skilað viðunandi arðsemi? Sigurður Einarsson forstjóri Kaupþings. íslenskur sjávarútvegur og Evrópusambandið. Pallborðsumræður undir stjórn Páls Benediktssonar fréttamanns. Þátttakendur: Finnbogi Baldvinsson, frkvstj. DFFU í Cuxhaven, Gunnar Örn Kristjánsson, forstjóri SIF hf., Róbert Guðfinnsson, stj.form. SH hf. og Þormóðs Ramma-Sæbergs hf, Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, Vilhjámur Egilsson, alþm. form. efnahags- og viðskiptanefndar. Önnur mál. Stjómin. Framhaldsfundur ÍMARK um birtingarhús Stefnir í svipaða þró- un hér og í Danmörku Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hermann Haraldsson: „Fjölmiðlahúsin starfa oft mjög náið með fyrir- tækjunum, s.s. við markmiðssetningu eða skilgreiningu markhópa." Á hádegisverðarfundi ÍMARK um auglýsingabirtingar í byrjun síðasta mánaðar var slegið aðsóknarmet en þá komu alls um 250 manns á fund- inn. í framhaldinu var ákveðið að fylgja málinu eftir og fékk stjórn fé- lagsins Hermann Haraldsson, fram- kvæmdastjóra auglýsingabirtinga- og ráðgjafafyrirtækisins OMD í Kaupmannahöfn, til þess að koma hingað til lands og halda fyrirlestur um þróunina í auglýsingamálum í nágrannalöndunum á fjölsóttum fundi ÍMARK í gær. OMD er stærsta birtingahús í Danmörku með 116 starfsmenn. Fyrirtækið var valið besta birtinga- hús eða fjölmiðlahús í Danmörku í ár og er það sjötta árið í röð sem fyrir- tækið hlýtur þessa útnefningu. Stefnir í svipaða þróun á Íslandi í erindi Hermanns kom fram að miklar breytingar hafi átt sér stað á danska auglýsingamarkaðinum fyrir um sjö eða átta árum og að mati Her- manns er nær öruggt að slíkar breytingar muni eiga sér stað á Is- landi þótt þróunin verði ef til vill ekki nákvæmlega eins vegna smæðar markaðarins. í Danmörku hafi verið sett á stofn sérstök birtingahús eða fjölmiðlahús eins hann kjósi að kalla þau og markaðurinn hafi tekið veru- legum breytingum með tilkomu þeirra. Fjölmiðlahúsin sérhæfi sig í að vinna úr upplýsingum um fjöl- miðlanotkun og ráðleggja síðan íyr- irtækjum hvar og hvenær eigi að birta auglýsingar til þess að ná til- teknum árangri með sem minnstum tilkostnaði. Fjölmiðlahúsin, segir Hermann, starfa oft mjög náið með fyrirtækjunum og koma íyrr inn í sjálft ferlið, s.s. við markmiðssetn- ingu eða skilgreiningu markhópa. Fagleg vinna með gögn um fjölmið- lanotkun og ráðgjöf til fyrirtækj- anna um birtingar og úrvinnsla upp- lýsinga sé meginhlutverk slíkra húsa en vitaskuld starfi þau oft á tíðum í náinni samvinnu við auglýsingastof- ur og leysi þær ekki af hólmi. Fjöl- miðlahúsin reyni að hámarka afköst auglýsinga með tilliti til kostnaðar og þetta geti þau gert í krafti sér- þekkingar á fjölmiðlanotkun. Staðan sé mjög svipuð að þessu leyti alls staðar í Evrópu og telur Hermann að þróunin verði sú að til verði tiltölu- lega fá en öflug fjölmiðlahús sem veita þjónustu á þessu sviði. Of mikið gert úr ágreiningi í samtali við Morgunblaðið sagði Hermann að hann hefði fylgst með umræðunni hér á Islandi að undan- förnu og teldi að markaðurinn hér væri að stefna í svipaða átt og í Dan- mörku, það verði þó væntanlega ekki eins mörg fjölmiðlahús og í Dan- mörku en það hljóti að verða ákveðin samvinna um rannsóknar- upplýs- ingavinnslu. Sér þyki ekki ólíklegt að auglýsingastofumar taki sig saman um rekstur fjölmiðlahúsa eða grunn- vinnslu gagna og fjölmiðlarannsókn- ir en úrvinnslan þurfi hins vegar ekki endilega að vera á sama stað. Það sé hins vegar grundvallaratriði að fjölmiðlahúsin séu rekin sem sjálfstæð fyrirtæki sem þurfi að skila hagnaði. Hermann segist hafa á tilfinning- unni að ákveðins misskilnings hafi gætt í umræðunni hér að undan- fömu og menn gert meira úr ágrein- ingi en ástæða sé til. Meta verði það svo að auglýsendur sem sett hafi á stofn eigið fjölmiðlahús séu fyrst og fremst að setja pressu á markaðinn og knýja fram breytingar í faglegum vinnubrögðum, það sé vart langtíma- markmið þeirra að reka fjölmiðla- hús; þá hafi íslensk auglýsingastofa einnig stofnað birtingahús og þessi þróun sé líklega af hinu góða fyrir auglýsingamarkaðinn í heild. Ekki mikla trú á útboðsleið RÚV Aðspurður segist Hermann hafa nokkrar efasemdir um útboð á leikn- um sjónvarpsauglýsingum sem Rík- isútvarpið stefnir í. Þar beri fyrst að nefna að það sé ekki hægt að segja til um hvert áhorf verði langt fram í tímann og það nægi auglýsendum ekki að vita hvert meðalhorf er í hverri viku, slíkar upplýsingar gagn- ist mönnum takmarkað. Hermann segist heldur ekki geta komið auga á tilganginn með slíku útboði, ekki sé beinlínis hægt að sjá fram á að sjón- varpið muni ná niður kostnaði eða að það muni auka tekjur sínar. Þvert á móti sé hætta á að til verði nýir milli- liðir, þ.e. þeir sem kaupa auglýsinga- tíma, sem leggi síðan á bæði álagn- ingu og svo áhættuþóknun sem auglýsendur þurfi á endanum að greiða fyrir. Hermann segist heldur ekki hafa trú á því að auglýsingafyr- irtækin muni vilja binda hendur sín- ar með því að kaupa auglýsingar eitt ár fram í tímann. Danske Bank og Real Danmark sameinast Ósló. Morgunblaðið MEÐ samruna Danske Bank og RealDanmark verður til einn af stærstu bönkum á Norðurlöndun- um, en tilkynnt var um samruna dönsku bankanna í gær. Samanlag- ðar eignir bankanna eru yfir 13 þúsund milljarða íslenskra króna virði og verður bankinn stærstur á Norðurlöndunum miðað við eignir og útlán, að því er kemur fram ann- ars vegar á fréttavef CNN og hins vegar í Politiken. Bankarnir verða sameinaðir undir nafni Danske Bank sem verður bæði viðskipta- banki og fjárfestingarbanki. Við- skiptavinir eru yfir þrjár milljónir, einstaklingar og fyrirtæki. Sam- kvæmt samrunaáætlun munu hlut- hafar RealDanmark eignast 31,5% hlut í nýjum banka. Politiken grein- ir frá því að Peter Straarup, for- stjóri Danske Bank, verði forstjóri sameinaðs banka og Kjeld Jorgen- sen frá RealDanmark verður að- stoðarforstjóri. „Markmið okkar er að skapa verðmæti fyrir hluthafana af sömu gráðu og sambærilegir bankar í Evrópu gera, segir for- stjórinn Peter Straarup. Búist er við að útibúum bankanna verði fækkað um 25% á þremur árum og á sama tíma verði starfsfólki fækk- að um 2.500 úr 20.800 nú. Gert er ráð fyrir að samlegðaráhrif verði frá árinu 2003 um 2 milljarðar danskra króna eða um 18 milljarðar íslenskra, á ári. Hlutabréf í báðum bönkunum hækkuðu í gær og hafa báðir bankarnir hækkað afkomu- spár sínar fyrir árið. Efþú viít betri vexti farðu þá inn á www.nb.is eða hringdu ísíma 550-1800 í lOt — bankinn ii www.nb.is Netbankinn er sjáKstœörekstrareining innan SPRON ...ef þú vilt betrí vexti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.