Morgunblaðið - 03.10.2000, Page 24

Morgunblaðið - 03.10.2000, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 MORGUNB LAÐIÐ NEYTENDUR Vetrar- afgreiðslu- tímar Sorpu NYR vetrarafgreiðslutími hefur tekið gildi hjá endurvinnslustöðv- um Sorpu. I fréttatilkynningu frá Sorpu segir að stöðvarnar við Bæj- arflöt, Jafnasel, Dalveg og Blíðu- bakka verði opnar frá klukkan 12:30 til 19:30 og stöðvamar við Ánanaust, Sævarhöfða og Mið- hraun frá klukkan 8:00 til 19:30. Helgaropnunartíminn er óbreyttur eða frá 10 til 18:30 bæði laugardaga og sunnudaga. Endurvinnslustöðin á Kjalamesi er hins vegar opin sunnudaga, mið- vikudaga og föstudaga frá klukkan 14:30 til 19:30. Nánari upplýsingar um starfsemi Sorpu er að finna á heimasíðunni; www.sorpa.is. Skolvaskar í bílskúrinn og þvottahúsið intra Skolvaskar úr stáli stærö 48x38x19 á vegg kr. 11.066. íborðkr. 12.568. Stærð 55x45x23 á vegg kr. 12.186 íborð kr. 14.107 Sterkir plastskolvaskar á vegg Stærð 50x35x24 kr. 4.659. Stærð 60x42x30 kr. 6.211. Heildsala/smásala NJU VATNSVtmONNehf. MjsT Ármúla 21, sími: 533 2020. NÝTT Djúphreinsi- klútur ÝMUS ehf. hefur hafið innflutning á micro peeling sensation djúp- hreinsiklút til daglegrar umhirðu húðarinnar. í fréttatilkynningu segir að stok- ið sé laust yfir húðina með rökum klútnum sem er gerður úr örtrefj- um. Klútinn má þvo hundrað sinn- um við 90 gráður á celsíus. Klútur- inn er sagður henta vel feitri og bólóttri húð en einnig þeim sem eru með þurra húð. Mirco peeling sensation djúp- hreinsiklúturinn fæst í snyrtivöru- verslunumog apótekum um land allt. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni; ymus.vefurinn.is. Sesamkex HEILDVERSLUN Eggerts Kristjánssonar hf., umboðsaðili LU- kex á Islandi, hefur hafið sölu á nýrri tegund af TUC-kexi. í frétta- tilkynningu segir að nýja tegundin sé með sesambragði en af öðrum tegundum má nefna TUC-beikon- kex og TUC-paprikukex. Nýja TUC-sesamkexið er krydd- að með sesamfræjum og hentar til dæmis með ostum eða paté. TUC- kex fæst í öllum helstu matvörubúðum landsins. Rsstlvðrur Stangarhyl 4 110 Reykjjavík Sími 167 4141 Bakteríudrepandi efni geta myndað þolna bakteríustofna Islendingar borða of mikið af sykri Fólk ætti að forðast að nota bakteríudrepandi hreinsiefni í AUKNUM mæli nota neytendur hér á landi handsápur, uppþvotta- legi, hreinsilegi og tannkrem sem innihalda bakteríudrepandi efni. Talið er að aukin notkun þessara efna geti haft í för með sér að bakt- eríur sem eru ávallt í umhverfinu myndi óþol gegn efnunum og með því sé verið að byggja upp þolna bakteríustofna. Fjórðungur Svía notar t.d. tann- krem sem inniheldur efnið tríklós- an. Efnið hjálpar þeim sem eru með tannholdsbólgur en miklu fleiri nota þessa tegund tannkrema, það er að segja tannkremið er ekki auglýst sérstaklega fyrir þá sem þjást af þessum kvilla. Að sögn Níelsar B. Jónssonar hjá Hollustuvemd ríkisins eru tannkrem sem innihelda tríklósan til hér á landi og þau eru ekki að- greind frá öðrum tannkremum. Hann segir að ef fólk lesi innihalds- lýsingar þá eigi að koma fram á um- búðunum að tannkremið innihaldi umrætt efni. Níels segir að ef fólk noti slíkt tannkrem að staðaldri kunni að ræktast þolnir bakteríu- stofnar. „Bakteríurnar sem umkringja okkur reyna að finna aðferðir tO að smjúga í gegnum varnir líkamans og í þessu tilfelli gætu þær aðlagað sig að tríklósan og þá þarf að finna nýtt efni gegn þessum bakteríu- stofni sem tríklósan ræður ekki lengur við.“ Níels bendir á að nákvæmlega sama hugsun búi að baki hjá sum- um sjúkrastofnunum en þar hefur sú stefna verið tekin að halda sig við eitt sótthreinsiefni en ekki mörg. Þegar efnið sem notað er hættir að virka þá fyrst er skipt um efni. Níels segir að mikil notkun Morgunblaðið/Jim Smart Það er of algengt að fólk sem ekki er með tannholdsbólgu noti tann- krem með efninu tríklósan í. Það er óþarfi að nota bakteríu- eyðandi uppþvottalög við upp- vaskið nema í algjörum undan- tekningartilfellum. sótthreinsiefna og mikil fúkkalyfja- notkun stuðli að vexti þolinna bakt- eríustofna. Nákvæmlega sama gildir um notkun hreinsiefna á heimilum, segir hann. „í flestum tilfellum eru bakteríudrepandi hreinsilegir al- gjör óþarfi og fólk á alls ekki að nota slík efni nema í afmörkuðum tilfellum eins og þegar unnið er við sláturgerð eða þegar blóðvökvi lek- ur úr umbúðum eða til að sótt- hreinsa opið sár.“ Níels bendir á að læknar séu að draga úr notkun fúkkalyfja og það sama þurfi að gera með notkun sótthreinsiefna. „Það á alls ekki að vera að sótthreinsa að óþörfu. Ef fólk þrífur með venjulegum hætti er búið að fjarlægja fæðuna frá bakteríunum og það dugar í flest- um tilfellum til að halda bakteríun- um í skefjum." Viðbættur sykur í matvælum 1 glas Gosdrykkir, svaladrykkir 1 dós Jógúrt 150g. Engjaþykkni 250 ml. Kókómjólk 1 diskur Cocoa Puffs 1 stk. Snúður m/ súkkulaði 1 stk. Kremkex 40 g. Prince Polo 1 dl. “Bland í poka” 2 dl. Mjólkurís SYKUR verður seint talinn holl- ustufæða en hvað er það sem gerir hann svona óhollan? Að sögn Brynhildar Briem, lektors við Kennaraháskóla Islands, er ekki mælt með sykurneyslu vegna þess að sykur er bætiefnalaus vara sem inniheldur hvorki vítamín né steinefni en einnig skemmir hann tennur eins og flestum ætti að vera kunnugt um. Ahrif sykurs á börn hafa mikið verið til umræðu og hafa verið uppi tilgátur um hvort sykur geti haft áhrif á hegð- un barna. „Menn hafa rætt hvort sykur geri böm æst og óróleg en ekki hefur tekist að sanna þær til- gátur með óyggjandi hætti.“ Þess má geta að Islendingar borðuðu samanlagt 13.960 tonn af sykri árið 1998 sem þýðir 51 kfló á hvern íbúa samkvæmt tölum frá Hagstofu íslands. FVLCST MEÐ DAGLEGRI SÍMNOTKUN | GREIÐSLUYFIRLIT | SKOÐA LAUS SÍMANÚMER | SÆKJA UM VMSA SÉRÞJÓNUSTU OG MARGT FLEIRA „Þetta er ótrúle^a sniðu^t Þínar síður á siminn.is eru þinn eigin þjónustufulltrúi á Netinu. Þar geturðu sinnt viðskiptum þínum við Símann og fylgst með stöðu símreikningsins heiman frá þér. Þínar síður - þjónustufulltrúinn þinn á Netinu simirm.is Flettu upp á Þínum síðum á siminn.is. Þú finnur aðgangsorðið á símreikningnum. SIMINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.