Morgunblaðið - 03.10.2000, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 03.10.2000, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Mannskæð átök Palestínumanna og fsraela þau hörðustu í mörg ár Leiðtogar að missa tök á atburðarásinni? Reuters Grímuklæddur Palestínumaður skýtur á fsraelska lögreglumenn í Betlehem með slöngvivað. Manntjónið í átökunum siðustu daga er nú komið yfir 50 auk þess sem fjöldi fólks hefur særst. Geir Hallgrímsson og Pierre Elliott Trudeau á íslandi 1977. Pierre Elliott Trudeau s Kom til Is- lands 1977 HINS þekkta og litríka sfjórnmála- skörungs Kanadamanna, Pierres Elliotts Trudeaus, var minnst í lið- inni viku um allan heim. For- sætisráðherrann fyrrverandi lést á fimmtudag, áttræður að aldri. Trudeau var af frönskum og skoskum ættum og var for- sætisráðherra Kanada 1968-1979 og síðan á ný 1980-1984. Trudeau kom hingað til lands i stutta, opin- bera heimsókn dagana 5.-6. maí 1977 en hann var þá á leið til leið- togáfundar sjö helstu iðnrikja heims í London. Hann var einn á ferð, staldraði aðeins við í 16 klukkustundir en tjáði blaðamanni Morgunblaðsins fyrir brottförina að hann vonaðist til að koma hingað aftur og þá með ciginkonu sinni og börnum í sumarleyfi. Síðar á árinu skildu Trudeau og eiginkona hans, Margaret Trudeau. Forsætisráðherrann hitti meðal annars að máli þáverandi forseta og forsætisráðherra, þá Kristján Eldjám og Geir Hallgrimsson, sem báðir eru látnir. Tmdeau fór að sögn blaðamanns „í skotferð til Þingvalla“ og sagði Geir ráðherr- anum frá staðnum og sögulegu mikilvægi hans. Að sögn Geirs ræddi Trudeau meðal annars um Vestur-íslendinga og sagði gestur- inn að mjög margir þeirra væm í ábyrgðarstöðum í Kanada, raunar mun fleiri en ætla mætti þegar stærð þjóðarbrotsins væri höfð í huga. ÁTÖKIN milli ísraela og Palestínu- manna undanfarna daga eru þau hörðustu í mörg ár. Þau geta stefnt í voða friðarumleitunum deiluaðila sem hafa verið í hnút frá því í vor vegna ágreiningsins um stöðu Jerúsalemborgar. Palestínumenn vilja að höfuðborg væntanlegs sjálf- stæðs ríkis þeirra verði í austurhlut- anum og hefur Ehud Barak, forsæt- isráðhema Israels, samþykkt þá hugmynd. Á hinn bóginn mætast stálin stinn þegar staða elsta hverfis- ins, Gömlu borgarinnar, er til um- ræðu en þar eru nokkrir af helgustu stöðum gyðinga, kristinna manna og múslima. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, er í erfiðri stöðu. Hann hafði heitið því að lýsa formlega yfir stofn- un sjálfstæðs ríkis 13. september, hvað sem liði afstöðu Israela og við- ræðunum um endanlegan friðarsátt- mála. En þrátt fyrir margar heit- strengingar frestaði hann þeirri ákvörðun. Ferðalag Arafats til nokk- urra mikilvægra ríkja, sem nota átti til að fá stuðning þeirra við einhliða sjálfstæðisyfirlýsingu, bar engan árangur. Hann fékk alls staðar hlý orð en jafnframt var hann hvattur til að bíða með yfirlýsinguna. Arafat á hins vegar við harða and- stæðinga að etja meðal eigin þjóðar, Hamas-samtökin, sem þrífast m.a. á óþolinmæði vegna pattstöðunnar í friðaiferlinu. Samtökin eru reiðu- búin að notfæra sér allt hik til að saka hann um undanlátssemi og hafa traust fylgi, ekki síst vegna víðtækr- ar og alkunnrar spillingar í Pal- estínustjóm. Arafat hefur beitt harkalegum aðferðum í baráttu sinni gegn Hamas, brotið ákvæði mann- réttinda á liðsmönnum samtakanna og fangelsað suma leiðtogana. Leið- togi stjómmáladeildar Hamas, Khal- ed, sem hefur aðsetur í Iran hvatti í gær í til þess að hafið yrði vopnað stríð gegn ísrael. Deilan um Jerúsal- em væri „herhvöt" sem allir múslim- ar ættu að hlýða. Margir Israelar eru á því að árás- imar á ísraelska lögreglumenn sem hafa svarað með því að skjóta á mót- mælendur, séu gerðar að undirlagi stjórnar Arafats. Hann vilji þrýsta á Israelsstjórn um að slaka til og grjótkast unglinga er áhrifarík að- ferð við að efla samstöðuna, sýna bai-áttuhug og jafnframt geta harka- leg viðbrögð ísraela aflað Pal- estínumönnum samúðar umheims- ins. Friðarferli beðið alvarlegan hnekki Vandinn er sá að sé hleypt af stað aflinu sem býr í æstum múg og ör- væntingarfullum unglingum getur verið snúið að hemja liðsmennina. Mannfallið er þegar orðið svo mikið að friðarferlið hefur að mati sumra stjómmálaskýrenda þegar beðið al- varlegan hnekki. „Báðir aðilar eru að missa stjóm á atburðarásinni," segir Zéevs Schiff, greinarhöfundur ísrealska blaðsins Ha’aretz í gær. Hann segir að átökin sem urðu á Musterishæðinni í Jerú- salem ijm helgina hafi orðið vegna ögrana af hálfu ísraela. Einkum hafi ferð harðlínumannsins Ariels Shai-- ons og fleiri þingmanna Likud- flokks hægrimanna, sem heimsóttu Musterishæðina sl. fimmtudag, haft slæm áhrif og virkað eins og oh'a á eldinn. í leiðara blaðsins var Sharon hart gagnrýndur og hann spurður hvort hann hafi ekki gert sér grein fyrir því að heimsókn á Musterishæðina gæti kynt undir átökum. En blaðið segir ennfremur að atburðirnir hafi valdið áhyggjum vegna stöðu ísraelskra ar- aba. Þeir em um ein og hálf milljón af sex milljónum íbúa ísraels og njóta í orði kveðnu fullra réttinda, eiga sína fulltrúa á þingi. ísraelsku arabamir hafa af eðlilegum orsökum flestir stutt Palestínumenn í baráttu þeirra en ekki tekið þátt í átökunum. Ha’aretz segir að arabískir þing- menn sem staddir hafi verið á Must- erishæðinni hafi ekki reynt að miðla málum heldur frekar ýtt undir átök. Ekki valdi það síður áhyggjum að ókyrrðin hafi að þessu sinni breiðst út til bæja sem einkum eru byggðir ísraelskum aröbum. Áðurnefndur Schiff segir að þótt heimsókn Sharons hafi verið kveikj- an í Jerúsalem hafi blossað upp átök á um 20 stöðum að auki á Vestur- bakkanum og Gaza og augijóst að þeim árásum hafi verið stýrt af svo- nefndum Tanzim-hópi Fatah-sam- takanna sem Arafat hefur stjómað undanfama áratugi. Palestínskir lögreglumenn i borgaralegum klæð- um hafi verið meðal hvatamanna árásanna og sums staðar hafi verið beitt skotvopnum gegn ísraelska lið- inu. Palestínumönnum att fram gegn hernum Schiff telur að stjórn Arafats hafi á einhverjum tímapunkti misst stjóm á ástandinu og þess vegna hafi átökin orðið svo blóðug og mannfall Palest- ínumanna jafnmikið og raun ber vitni. Einnig hafi þau verið illa skipu- lögð og liðsmönnum Palestínumanna verið att fram gegn öflugum bæki- stöðvum hersins. Einnig fullyrða talsmenn Israelshers að Arafat hafi enn ekki gefið skipun um að hætta árásunum og stanslausar tilraunir til að koma á vopnahléi hafi verið huns- aðar eða samkomulag svikið. Arafat og leiðtogar Arababanda- lagsins hafa hvatt til þess að fulltrúar frá Sameinuðu þjóðunum kanni hvað hafi valdið átökunum. Segja tals- menn palestínskra stjómvalda að Israelar hafi beitt mikilli grimmd við að kveða niður mótmælin og benda á því til sönnunar, notkun gúmmíhúð- aðra byssukúlna sem geta valdið manntjóni. Sjónvarpsmyndir af pal- estínskum föður sem leitaði skjóls ásamt ungum syni sínum við stein- vegg hafa verið sýndar um allan heim. Feðgarnir lentu í skotlínu Israela og drengurinn lést. Arafat hefur verið harðorður um stefnu ísraela. í viðtali við sádí-arab- íska blaðið Ukaz í gær sagði hann að þótt Palestínustjóm vildi frið væri hún reiðubúin að grípa til hernaðar gegn ísraelum ef allt annað þryti. „Palestínska þjóðin getur valið milli ýmissa leiða og hefur þurft að færa margar fórnir í sögu sinni,“ sagði Arafat. Landsfundur breska fhaldsflokksins gæti haft mikla þýðingu fyrir gengi flokksins Bournemeuth. Reuters. LANDSFUNDUR breska íhalds- flokksins hófst í Boumemouth í gær með það að markmiði fyrst og fremst að sannfæra almenning og flokks- menn sjálfa um, að flokkurinn geti sigrað í næstu kosningum. Virðist það heldur ekki útilokað því að fyrir ári var íhaldsflokkurinn 30 prósentustig- um á eftir Verkamannaflokknum í skoðanakönnunum en fyrir skömmu fór hann í fyrsta sinn fram úr honum. William Hague, leiðtogi Ihalds- flokksins, sagði á fréttamannafundi í gær, að flokkui-inn væri vel í stakk búinn til að taka við stjómartaum- unum í landinu enda væri hann reiðu- búinn að stjóma með „hagsmuni allra fyrir augum“. Er það augljóslega til- raun til að kveða í kútinn þá ímynd flokksins, að hann sé aðeins fulltrúi mestu hægriaflanna í samfélaginu. Hague sagði líka í viðtali við BBC, breska ríkisútvarpið, í fyrradag, að landsfundurinn gæti skipt sköpum fyrir gengi flokksins á næstunni. „Við verðum að geta sýnt fram á, að við séum tilbúnir til að taka að okkur landsstjómina,“ sagði Hague en gengi hans sjálfs hefur hækkað nokk- uð síðasta árið. Hefur hann gripið á lofti ýmis mál, sem mikið hafa verið í umræðunni, t.d. herta löggæslu, meira aðhald í málefnum innflytjenda og síðast en ekki síst óánægjuna með hátt eldsneytisverð. Stjómmálaskýr- endur segja, að til að sigra í næstu Hague lofar ríkis- stjórn í þágu allra konsingum verði flokkurinn þó að höfða til stærri endahóps. Liður í því verður Archies Normans, manns íhaldsflokksins i hverfismálum, en hann ætl- ar að boða endurreisn og endurnýjun í borgum lands- ins, í gömlu hverfunum þar sem vandamálin eru mest. Verður aðaláherslan á betri skóla, betra húsnæði og aukna löggæslu. Til þessa á að nota jafnt opinbert sem einkafjármagn. „Við verðum að sýna kjósendum, að í íhaldsflokknum snúist ekki allt um Evrópumál og aukna löggæslu, heldur líka um landsmálin almennt,“ sagði Norman. Helstu frammámenn í flokknum munu ekki flytja sínar ræður íyrr en Reuters William Hague, leiðtogi breska Ihaldsflokksins, með nýja bók sem hann hefur skrifað og kalla má „Með sannfæringuna að vopni“. seinna í vikunni en í gær var beðið með nokkurri eftirvæntingu eftir ræðu Johns Majors, fyrrverandi for- en hann hafði að vísu lofað að tala ekki illa um Hague. Þá ætl- aði Kenneth Clarke, íyrr- verandi fjármálaráðheiTa, að ávarpa fund Evrópusinn- anna innan íhaldsflokksins en hann hefur einangi’ast mjög innan flokksins vegna afstöðu hans til evrunnar og Evrópumálanna almennt. Evrópuandstöðunni hampað Michael Heseltine, fyrr- verandi aðstoðarforsætis- ráðherra, gagnrýndi Hague harðlega um síðustu helgi íyrir að velja sér aðeins samstarfsmenn úr hópi Evrópuandstæðinga en búist er við, að Evrópu- andstöðunni verði haldið mjög á loft alla vikuna, ekki síst í ljósi þess, að Danir felldu aðild að mynt- bandalaginu. Búist er við, að Hague muni lofa líf- eyrisþegum auknum framlögum og raunar hefur hann lýst yfir, að það sé sama hvað Verkamannaflokkurinn muni hækka lífeyrinn mikið, Ihalds- flokkurinn ætli að gera betur. Hér er líka eftir miklu að slægjast því að líf- eyrisþegar í Bretlandi eru hvorki meira né minna en fjórðungur kjós- enda og margir þeirra reiddust hækkuninni fyrr á árinu en hún var ekki nema um 90 ísl. kr. á viku. Það hefiir hins vegar vakið athygli, að jafnframt því sem Hague lofar aukn- um lífeyrisgreiðslum, lofar Michael Portillo, talsmaður íhaldsflokksins í fjármálum, því, að ungt fólk undir þrítugu megi ákveða sjálft hvort það greiðir í lífeyrissjóði eða ekki. Vel fylgst með loforðalistanum Þótt íhaldsflokkurinn hafi komist prósentustiginu fram úr Verka- mannaflokknum þegar bensíndeilan stóð sem hæst er Verkamannaflokk- urinn aftur farinn að síga fram úr. Ráðherrar Verkamannaflokksins munu heldur ekki bíða með að krefja Hague skýringa á því hvemig hann hyggst fjármagna loforðin en sem dæmi um þau má nefna, að hann hef- ur lofað að lækka skatta á lands- mönnum en veija þó ekki minna fé en Verkamannaflokkurinn til heilbrigð- ismála og annarra málaflokka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.