Morgunblaðið - 03.10.2000, Page 29

Morgunblaðið - 03.10.2000, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 29 ERLENT Yfirheyrslur vegna ferjuslyssins á Eyjahafí í síðustu viku sem varð 79 manns að bana Gríska ríkisstjórnin á í vök að verjast Aþenu. AP. FJÓRIR menn úr áhöfn grísku ferj- unnar Express Samina, sem sökk eftir að hafa siglt á sker, komu fyrir rétt í gær. Eru kafarar að kanna skipið og er óttast, að tala látinna eigi eftir að hækka. Vassilis Yannakis, skipstjóri ferj- unnar, var yfirheyrður í gær en auk hans hafa fyrsti stýrimaður og tveir aðrir úr áhöfninni verið ákærðir fyr- ir manndráp af gáleysi. Þá hefur fyr- irtækið, sem gerði út skipið, einnig verið ákært og hafin er rannsókn á því hvernig viðhaldi þess var háttað. Var það 34 ára gamalt og átti að úr- eldast á næsta ári. Meira en 500 manns voru með skipinu er það rakst á vel merktan klett við strönd eyjarinnar Paros. Erú kafarar nú að kanna bíla- geymslu skipsins og óttast margir, að þar muni einhverjir finnast og tala látinna fara yfir 79. Ástand grísku ferjanna á Eyjahafi hefur lengi verið lélegt og stjórnvöld brugðust við slysinu með því að svipta 60 ferjur siglingaleyfi af ör- yggisástæðum. Fengu eigendur þeirra 20 daga til að ráða á því bót en stöðvunin hefur valdið miklum erfið- leikum í samgöngumálum á svæðinu. Sem dæmi um það má nefna, að af 15 ferjum, sem sigla til Krítar, hafa 14 verið stöðvaðar. Gríska ríkisstjórnin liggur undir miklu ámæli vegna þessa máls og hefur hún verið sökuð um að hafa lát- ið ófremdarástandið í ferjusigl- ingunum afskiptalaust. Ætlai' Cost- as Simitis forsætisráðherra að svara þessum ásökunum á þingi á morgun en stjórnarandstaðan, jafnt komm- únistar sem íhaldsmenn, segja stjórnina bera pólitíska ábyrgð á slysinu í síðustu viku. A ríkisstjórnarfundi á fimmtudag verða ræddar nýjar og hertar reglur um skipaútgerð í Grikklandi jafn- framt því sem ráðist verður í veru- legar umbætur í höfnum landsins. Auk þess á að bæta þjálfun starfs- manna landhelgisgæslunnar og gefa útlendum fyrirtækjum kost á að bjóða í siglingastarfsemina. Hingað til hefur hún verið einskorðuð við grísk fyrirtæki en nú á að taka upp reglur Evrópusambandsins að þessu leyti. Hefur sambandið krafið grisku stjórnina um skýrslu um slysið innan mánaðar. RENAULT Pess vtgna skaltu aiorti ssa at scrofum urr, or.-ggi híísins sem þu ekur. fítnaun Wégane er oruggastl bíllinn í sinum flokki skv. '»CAP enoa ournn. fjórum ioftpuöum, bílbeltastrekkjurum með dempurum. ABS, útvarpi með fjarstýringu í stýri, aksturstólvu og mörgu fieira. Prófaðu '.legane Beriine, bíl sem þu getur treyst fyrrr pér og þínum. Passaðu þig (diujjim gíjílug jjutfcki tLdiiUUiiUxlli ív. 1 lliLllíij y.U UltiLUeli . U lí U U “ iUi iUUii iU^ll^i llU i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.