Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 33 LISTIR Fólkið í blokk- inni KVIKMYNDIR R e g n Ihi g i n n HEIMA ER BEST (COSY DENS) ★ ★★% Leikstj'óri: Jan Hrebejk. Handrit: Petr Jarchovský. Tónlist: Vladimir Barák. Aðal- hlutverk: Miroslav Donutil. Jiri Kodet, Dim- ona Stasová, Emília Vásryová. Tékkland. TÉKKNESKA myndin Heima er best er ein af þessum ljúfsáru endurminningamynd- um sem tekst á einhvern áreynslulausan hátt og af fullkomnu listfengi að draga áhorf- andann inn í horfinn tíma og upplifa hann í ljóma minninganna. Mit liv som en hund tókst það frábærlega, einnig frönsku mynd- inni Sveitaveginum eða Le grand chemin að ekki sé talað um American Graffity. Heima er best hefur margt það besta úr þessum myndum. Hún segir sögu þriggja fjölskyldna í sömu litlu blokkinni í Prag skömmu fyrir innrásina 1968 en sögumaður er ungur drengur í upp- reisnarhug gegn kommúnistanum föður sín- um; kallinn brjálast þegar sonurinn hengir upp plakat af Mick Jagger á heimilinu. Hann þráir einnig vinkonu sína sem skotin er í vini hans en sá fær sendan varning frá föður sín- um í Ameríku. Nágranni þeirra hatast út í bolsévikana, gömul stríðshetja, og beitir í trylltum reiði- köstum sínum konu sína og uppreisnargjarna dóttur því sem kallast mundi andlegt ofbeldi í dag. Þriðja fjölskyldan er svo einstæð móð- ir sem á ungan son og vill finna handa hon- Úr kvikmyndinni Heima er best. um föður, auglýsir í blaði og fær kynlegar heimsóknir. Leikstjórinn, Jan Hrebejk, og handritshöfundurinn, Peter Jarchovský, lýsa meistaralega í sögunum af fólki þessu and- rúmi liðins tíma, liðinna hugmynda, liðinna jóla, tíma sem endurminningin hefur mótað í grátbroslega kómedíu. Það er svo mikill indælishúmor í lýsingum á manngerðunum að það er ekki hægt annað en að brosa og stundum skellir maður upp úr enda er hér á ferðinni fyrst og fremst bráðskemmtileg gamanmynd. Þar trónir hæst ofurtrú foður- ins á tækniveldi kommúnistaríkjanna þegar hann kemur heim með óbrjótanleg plastglös frá Póllandi eða það allra nýjasta nýtt, plast- skeiðar frá Austur-Þýskalandi. Heima er best kemur verulega á óvart og er óhætt að mæla sérstaklega með henni á Kvikmyndahátíð. Arnaldur Indriðason I »11111IIIIIIIUU KVIKMYNDAHATID I REYKJAVIK mniummmijuiiiiiiiiiiim Úr kvikmyndinni Fyrirlitning. Líf og leikur B í ó b o r % i n FYRIRLITNING (SCORN) ★ ★★ Leikstjóri Sturla Gunnarsson. Hand- ritshöfundur Lisa Hibbs Birnie. Aðal- leikcndur Eric Johnson, Brendan Fletcher, Bill Switzer, Emily Hampshire. Kanada 2000. FRÁHRINDANDI mynd, lengi vel, enda um persónur miður geðslegar. DaiTen (Eric Johnson), er snjall og glæsilegur ungur mað- ur, nemandi í Kanada. Geðugur á ytra borð- inu, það ristir ekki djúpt. Undir niðri býr kald- rifjaður og sjálfselskur persónuleiki sem reynist fær um að gera hvað sem er til að sleppa úr þeim fastmótuðu skorðum sem hann telur að amma hans og móðir hafi sett honum í samfélaginu. Er hann kemst að því að þær hafa gert hann að einkaerfingja umtalsverðra auðæfa grípur hann til sinna ráða. Innsýn hans í leikritið Caligula, sem Darren er að æfa í nemendaleikhúsi um sömu mundir, verður enn frekar til þess að dómgreindin sturlast gjörsamlega og pilturinn fær skólasystkini sín til fulltingis við að ryðja úr vegi þröskuldunum tveimur. Nýjasta mynd Sturlu Gunnarssonar mun vera gerð fyrir sjónvarp. Hún er glæný og því gjörsamlega óþekkt stærð. Fyrirlitning - Scorn er óþægileg lengi vel, uns áhorfandinn fer að gera sér ljóst að hann er að horfa á mann- leg afstyrmi, Darren er hreinlega gjörsneydd- ur jákvæðum tilfinningum og haldinn djúp- stæðri fyrirlitningu á samfélaginu í ofanálag. Samviskulaus, nánast þroskaheftur einstakl- ingur er manneskjulegir eiginleikar eru annars vegar. Engu að síður útsmoginn og snjall og hrífst mjög af hugmyndunum sem Camus legg- ur Caligula í munn um frelsið og valdið. Til að fullkomna persónuna hefur Sturla fengið til liðs við sig í aðalhlutverkið Eric John- son, ungan og stórefnilegan leikara. Hann hæf- ir því vel útlitslega og túlkar það jafnvel enn betur. I höndum Johnsons, sem um margt minnir á ekki ómerkari leikara en Jim Carrey, er skepnuskapur Darrens fullkomnaður, leik- arinn vinnur mann á band kvikmyndarinnar, þótt ógeðfelld sé. Aðrir leikarar komast einnig nokkuð vel frá sínu. Sturla sýnir að hann er eft- irtektarverður listamaður sem hefur einkum fengist við og náð bestum árangri í gerð heim- ildarmynda. Fyrirlitning er gerð eftir sönnum atburðum og reynsla leikstjórans nýtist honum vel. Fyiirlitning minnir jafnvel talsvert á Með köldu blóði - In Cold Blood, meistaraverk Brooks frá ’67. Með meira fé milli handanna hefði Sturla náð enn betri árangri - einkum út- litslega, en hann og áhorfendur geta unað vel við sitt. Sæbjörn Valdimarsson Að tapa sér Bíóborgin MISSIR KYNFERÐISLEGS SAKLEYSIS (THE LOSS OF SEXUALINNOCENCE)★★ Leíkstjórn og handrit: Mike Figgis. Aðal- hlutverk: Julian Sands, Saffron Burrows. ÞEGAR talað er um kröfuharðar k\dk- myndahátíðarmyndir er líklega átt við mynd eins og Missir kynferðislegs sakleysis eftir Mike Figgis. Hún segir frá því hvernig aðal- persónan upplifir kynlíf frá því hann er dreng- ur í Kenýa og til þess að hann stendur í fram- hjáhaldi á fullorðinsárum. Myndin fylgir ekki hefðbundnum frásagnarhætti. Figgis notast við drauma, mismunandi áferðir á upptökun- um, klippingar fram og til baka í tíma, hálfkæfð samtöl því þau skipta engu máli og bætir loks inn í brotakennda frásögnina sköpunarsögu mannsins og syndafalli og brottrekstri hans úr Paradís. Þeir sem búast við eldheitu kynlífi fara bónleiðir til búðar en fá í staðinn á margan hátt nýstárlega en ruglingslega framsetningu, óljósan tilgang og mynd um grundvallartilfinn- ingar, sem er með öllu tilfinningalaus. Arnaldur Indriðason Verksmiðju- rómans Háskólabfó MAÐUR ER EKKI FUGL ★★ Leikstjórn og handrit: Dusan Makavejev. Að- alhlutverk: Dusan Antonijevc, Stole Ar- andjelovic og Dusan Bajcetic. MAÐIJR er ekki fugl gerði Dusan Maka- vejev, gestur Kvikmyndahátíðar í Reykja- vík, árið 1965 en í henni fjallar hann m.a. um ástarsamband ungrar konu og miðaldra verkfræðings í járniðnaðarbæ í Júgóslavíu þar sem verksmiðjan er upphaf og endir alls. Myndin er svarthvít og hávaðasöm en skondin nokkuð og áhugaverð lýsing á lífinu í bænum. Verkfræðingurinn er geysimikil hetja verkalýðsins og honum til heiðurs eru haldnir miklir tónleikar í verksmiðjunni en á sama tíma heldur konan framhjá honum og hann tregar missi hennar. Þeir sem héldu að Lars Von Trier hefði fundið upp handheldu myndavélina ættu að skoða þessa mynd Makavejev er hefur á sér heimildarsnið vegna tökunnar, sem er á ferð og flugi, auk þess sem hún virðist sviðsett innan um al- múgann, bæjarbúa og verksmiðjufólk. Það er sífellt að gjóa augunum í myndavélaraug- að, horfa á okkur horfa á sig. Arnaldur Indriðason Hið sanna eðli mannsins Háskólabfð LEYNDARDÓMAR LÍKAMANS (MYSTERIES OF THE ORGANISM)**'Á Leikstjóm og handrit: Dusan Makavejev. Aðalhlutverk: Milena Dravic, Jagoda Kalop- er, Zoran Radmilovic og Ivica Vidovic. Júgóslavía 1971. ÞESSI furðulega kvikmynd er sambland heimildarmjmdai- og kvikmyndar. Kenningum og tilraunum Wilhelms nokkurs Reich eru gerð skil, en honum var mikið í mun að fólk nyti kyn- lífs og sérstaklega að það fengi fullnægingu, uppsprettu mikillar orku og almennrar ánægju. í Bandaríkjunum er fólk, var alltént fyrir 30 ár- um, sem heldur kenningum hans á lofti og gerir ýmsar líkamlegar tilraunir. Leikna sagan ger- ist hins vegar í gömlu Júgóslavíu og segir frá ungri konu, Milenu, sem af mikilli ástríðu boðar frelsi kynlífsins og segir að í sósíalisma sé ekki pláss fyrir andstöðu við líkamlega ást. Hér er meira um áhrifavald en stórverk að ræða. Myndin er gerð til að ögra stjórnvöldum og siðferðisviðhorfum og boða kynlífsfrjálsræði og er það gert á mjög skýran hátt í gegnum Mil- enu. Gagnrýni er líka á kommúnismann, ímynd hans þar sem allir eiga að búa saman glaðir, en mega samt ekki gera hvað sem er, t.d. ekki í kynlífi, og hversu mikil hamingja er það? Myndin hefur án efa farið íyrir brjóstið á mörgum á sínum tíma. I dag er fólk eitthvað fijálsara í þessum efnum, þótt lengi megi gott bæta. Myndin er uppfull af furðulegum atrið- um, eiginlega fáránlegum, í báðum helmingum myndarinnar, og hún er bæði fyndin, skemmti- leg og forvitnileg. Hildur Loftsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.