Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 35 Hundrað sýningar í V esturheimi Frá sýning'unni í leikskóla í Toronto. EITT fyrsta leikhúsið sem íslensk börn kynnast er Sögusvunta Hall- veigar Thorlacius. Um árabil hefur hún dregið lítil ævintýri upp úr svuntuvasanum fyrir leikskólabörn og yngstu bekki grunnskóla. Og þetta árið hefur verið annasamt hjá Sögusvuntunni en hún „spennti upp regnhlífina“ og flaug til Kanada og Bandan'kjanna á vegum landafunda- nefndar þar sem hún skemmti yngstu kynslóðinni og fræddi þau um Island með ævintýri sem Hallveig spann upp úr þjóðsögunum. Það má segja að Sögusvuntan sé orðin eitt víðförlasta leikhús lands- ins. Áður en hún hélt í vestur til land- vinninga hafði hún sýnt víða á Norð- urlöndum, í Bretlandi, Kína og á Grænlandi. En þetta árið hófst ferða: lag hennar í Minneapolis í mars. I apríl og maí ferðaðist hún um alla vesturströndina, sýndi í Vancouver, Victoriu, Seattle, Utah og Los Angel- es. Eftir það var skroppið heim til Is- lands en í lok maí var haldið til Kan- ada og byrjað í Montreal, Toronto og London, Ontario. Þá var haldið til Manitoba og sýnt í Winnipeg, Bald- ur, Brandon, Gimli, Riverton og Ar- borg. Og enn var haldið vestar, til Saskatshewan - Regina, Foam Lake og Winyard og þaðan vestur undir Klettafjöll - til Calgary og Edmont- on. Þessari ferð lauk í Markerville þar sem Stefan G. bjó lengst af. Þar sýndi Sögusvuntan á þjóðhátíð Is- lendingafélagsins 17. júní. „Ég var þó sjaldnast að sýna fyrir íslendinga," segir Hallveig, „heldur krakkana í skólunum. Mörg þeirra vissu varla hvar ísland var og sama má segja um marga af kennurunum þeirra. Ef við viljum kynna Island þá held ég að það sé einmitt þetta fólk sem þarf að ná til.“ Síðan var haldið til St. John’s á Nýfundnalandi og í byrjun ágúst var svo aftur haldið vestur og þá til Norður-Dakóta. Þar er lítill bær sem heitir Mountain og þar var áður mikil íslendingabyggð. Þeir voru _að halda sinn hundraðasta og fyrsta Islendingadag í ár. Hundrað og fímmtán sýningar á hálfu ári Nýlega fór svo Sögusvuntan til Boston og Providence til þess að taka á móti víkingaskipinu Islendingi. „Sú ferð var dálítið öðruvísi en hinar ferðirnar,“ segir Hallveig, „vegna þess að ég var ekki að sýna í skólum, leikskólum eða bókasöfnum. Vík- ingaskipið lagðist að bryggju við New England Aquarium í Boston og þar voru íslendingar með ýmsar uppákomur, meðaj annars tíu Sögu- svuntusýningar. I Providence var sýnt í risastóru tjaldi hjá skipinu. Á þessu ári er ég því búin að sýna hundrað og fimmtán sýningar í Bandaríkjunum og Kanada, fyrir a.m.k. tólf þúsund manns.“ Og hvaða sýningu fengu börn í Vesturheimi að sjá? „Ég sýndi litla bamasýningu sem heitir Minnsta tröll í heimi. Oft- ast sýndi ég á ensku en í Montreal brá ég fyrir mig frönskunni." Hvað kom til að þú hélst í þetta sýninga- ferðalag? „Landafundanefnd ákvað að senda þessa sýningu til Banda- ríkjanna og Kanada til þess að kynna íslenska sagnahefð sem er svo stór og mikill þáttur í okkar menningu. Við lögðum upp frá þeim punkti að við væram að halda upp á þúsund ára afmæli Snorra Þorfinnssonar. Þetta er sýning fyrir þriggja til átta ára börn sem byggir á íslensku þjóðsög- unum að því leyti að ég nota pers- ónur úr þeim, t.d. Grýlu og litlu tröllastelpuna. Þetta er einfalt ferðaleikhús og auðvelt að bregða því upp með litlum fyrirvara. Þegar Landafundanefnd kynnti atriðin sem á boðstólum voru varð þessi sýning strax mjög eftir- sótt. Éljótlega var búið að panta níu- tíu sýningar og samningur minn hljóðaði upp á það. En seinna bætt- Hallveig Thorlacius hef- ur verið á ferð um Bandaríkin og Kanada með Sögusvuntuna síð- astliðið hálft ár. Hún segir Morgunblaðinu frá ferðum sínum til vesturheims og áhuga ----r-------------------------- Islendinga á gamla landinu sínu. ust fleiri pantanir við og nú er ég búin að sýna 115 sinnum og á enn eftir að sýna í New York og Wash; ington. Það verður núna í október. I New York á ég að sýna í nýja Skand- inavíuhúsinu sem verið er að Ijúka við að byggja og verður eiginlega Norræna húsið í New York. Þar verður salur fyrir börn sem er hann- aður af Lego og mér er sagt að verði mjög skemmtilegur. Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel og ekki nein stór vandamál á ferðinni - bara eins og að drekka vatn úr bolla. Það var alls staðar tekið svo vel á móti mér. Frændur okkar í Kanada eru frægir fyrir gestristni og íslend- ingafélögin víðast mjög virk. Svo er nú ekki verra að hafa þau Svavar Gestsson og Guðrúnu sem halda vel utan um alla þessa atburði. Sum ís- lendingafélögin í Bandaríkjunum eru líka mjög sterk, sérstaklega í Minneapolis, Seattle og Utah. Það er dálítið öðruvísi á austurströndinni. Þar virðist tilfinningin fyrir því að vera íslendingur ekki vera eins sterk. Þjóðrækni og amma Daisy „Það kom mér á óvart hve sterk þjóðemisvitundin er meðal Islend- inga og afkomenda þeirra í Kanada. Þeir eru held ég sumir hreinlega með heimþrá þótt þeir séu fæddir í Kanada. Ég hitti til dæmis ungan mann sem er fæddur og uppalinn í Kanada, rekur stórt fýrirtæki þar og er kvæntur kanadískri konu. Hann hefur gefið fjölskyldunni þau fyrir- mæli að þegar hann deyr eigi að brenna hann og dreifa öskunni yfir ættaróðalið þaðan sem langafi hans kom. Ég hitti líka gamla konu - ömmu Daisy - í Riverton nálægt Gimli. Hún er 96 ára, spilar enn á píanó og er mjög hress. Hún talar ágæta ís- lensku þótt hún hafi aldrei komið til Islands og langi ekki einu sinni til þess. Það var víst mjög algengt á þessum slóðum að krakkarnir töluðu bara íslensku þangað til þeir fóru í skóla. Hún sagðist ekki hafa kunnað orð í ensku þegar hún var sjö ára. Margir Islendingar héldu nefnilega mjög fast í þjóðerni sitt, vildu helst að börnin giftust Islendingum og þeir settust oft að á svæðum þar sem þeir áttu ekki á hættu að missa sín séreinkenni. Margir Islendingar stunduðu veiðar á Winnipegvatni og unnu með Ukraínumönnum sem eru fjölmenn- ir á þessum slóðum. Þeir kunnu oft dálítið í úkraínsku þótt þeir gætu varla bjargað sér á ensku. En svo voru auðvitað margir sem vildu bara gleyma þessu öllu og byrja nýtt líf með nýju tungumáli. í Manitoba skíra íslendingar hús sín íslenskum nöfnum og merkja þau þannig að ekki fer á milli mála hvert íbúar hússins eiga rætur sínar að relya. Ég fræddist satt að segja mjög mikið um ættingja okkar vestan hafs vegna þess að það stóðu mér öll heimili opin. Ég gisti mjög víða á heimilum Is- lendinga og þeir voru ekki latir við að bjóða mér í mat.“ Börn með slifsi og regnhlífar ,Á þessum ferðum fékk ég sönnun fyiir því sem ég raunar vissi fyrir, að börn eru alls staðar eins. Hvort sem það eru bandarísk börn sem við álít- um alin upp fyrir framan sjónvarps- skjá eða grænlensk börn sem alast upp innan um sleðahunda - alls stað- ar eru viðbrögðin svipuð þegar þeim er sögð saga sem þau geta lifað sig inn í. Börn þurfa sögur. í Montreal sýndi ég t.d. 10 ára drengjum úr afar fínum og dýrum einkareknum skóla. Þeir voru allir eins klæddir, í jökk- um með slifsi og regnhlífar. Kennar- amir ávörpuðu þá alltaf „gentle- men.“ Hvernig á ég nú að fá þessa séntilmenn til þess að fela ósýnilega tröllastelpu í eyrunum á sér? hugs- aði ég með mér. En það var sko ekki vandi. Þeir rifu af sér slifsin og voru auðvitað alveg eins og önnur börn. Fyrst til að byrja með voru hins veg- ar kennararnir dálítið órólegir yfir þessu en áttuðu sig svo á því að þetta var ekkert hættulegt.“ Fljúgandi á regnhlíf frá fslandi Það sem ég held að sé að gerast núna í Kanada er að fólk er að fá áhuga á Islandi aftur en á nýjum for- sendum. Islendingafélögin eru aftur farin að blómstra á þessum nýju for- sendum. Margir hafa t.d. áhuga á að læra íslensku og lesa bókmenntir á íslensku. Ég held að það átak sem landa- fundanefnd hefur gert í Bandaríkj- unum og Kanada hafi vakið mikla at- hygli og það eigi eftir að skila sér. Ég þori að fullyrða að margir af þessum áhorfendjum mínum eigi eft- ir að koma til íslands þegar þeir vaxa úr grasi. Þau fengu svo mikinn áhuga á Islandi. Og ekki síður kenn- ararnir þeirra sem margir ætluðu að panta flugmiða til Islands ekki seinna en næsta sumar. Einu sinni var ég að sýna á leikskóla þar sem foreldrarnir voru líka. I sýningunni segi ég þeim að ég hafi komið fljúg- andi á regnhlífinni frá íslandi og svo læt ég þau hjálpa mér aftur á loft Hallveig kynnir persónurnar í leikriti sínu. með því að halda fast um stóru tána á sér. Eftir sýninguna sagði ein fóstran mér frá því að ein fjögurra ára hefði sleppt stóru tánni, hlaupið til mömmu sinnar og hrópað. „Mamma, mamma, við erum að fara til íslands." Svo hljóp hún til baka og greip aftur um stóru tána. Hallveig segir þetta búið að vera mikið úthald, mikil ferðalög og hún sé fegin að vera komin heim. Á milli ferða hefur hún verið að sýna hér heima og er nú að fara að leggja lokahönd á nýja sýningu sem verður frumsýnd öðru hvoru megin við ára- mótin. „Ég er því ekkert lögst í kör,“ segir hún. Hvaða sýning er það? „Það er gamalt íslenskt ævintýri um hann Loðinbarða sem ég set í nýjan bún- ing. Það var alltaf ein af eftirlætis- sögunum mínum sem amma sagði mér þegar ég var krakki.“ Hvað era sögurnar í Sögusvunt- unni orðnar margar? „Það verða níu sögur með þessari nýju. En þær eru ekki alltaf allar í gangi. Ég er yfir- leitt með tvær til þrjár sögur í gangi í einu.“ Ertu með frekari plön um að sýna erlepdis? „Framtíðin er óskrif- að blað. Ég geri engin plön. Ég ætla bara að sjá hvað kemur til mín - en ég býst nú við að ég sé ekkert hætt að sýna erlendis. Ég hef verið mikið pöntuð til Norðurlandanna og hver veit nema ég fari að sýna á frönsku. Og svo er ég ekkert farin að nota rússneskuna mína. Það kemur sér vel að kunna tungumál í þessum bransa og alltaf langar mig aftur til Grænlands en þar hefur Sögusvuntan sýnt all- margar sýningar í þremur ferðum. Á dönsku? „Nei, á grænlensku. Ég held ég megi fullyrða að fyrsta leikritið sem var þýtt af íslensku á grænlensku sé eftir mig. Þetta hefur verið unnið í samvinnu við græn- lenska leikara sem flytja textann á meðan ég stýri brúðunum. Venju- lega hef ég með mér leikstjóra sem býr til nýja útgáfa og við erum orðin nokkuð þjálfuð í þessu. En það er allt annar kafli. Grænland er alveg sérstakt land.“ Sem fyrr segir held- ur Sögusvuntan næst til New York í tengslum rið komu víkingaskipsins þangað og vígslu Skandinavíuhúss- ins. „Island á hluta af þessu húsi sem er miðsvæðis í New York,“ segir Hallveig sem heldur síðan til Wash- ington þar sem hún verður með fjór- ar sýningar, í skólum og í barna- bókadeild Barnes & Nobles bókabúðarinnar. Orðsending til kvenna frá HUGO BOSS NYR DOMUILMUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.