Morgunblaðið - 03.10.2000, Síða 42

Morgunblaðið - 03.10.2000, Síða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ Töffari deyr „Ríkið á ekkert erindi inn í svefnher- bergi þjóðarinnar. “ VIÐHORF ÞAÐ VAR eins og kóngurinn hefði dáið. Hvert einasta dag- blað lagði alla for- síðuna undir fréttina: Pierre Trudeau látinn. The Globe and Mail sagði í fyrirsögn: Hann heillaði okkur öll. Undanfarna daga hafa fjölmiðlar fjallað um lítið annað en ævi forsætis- ráðherrans fyrrverandi, og end- urminningar vina, pólitískra and- stæðinga, almennings - allra - um kynnin af Trudeau og áhrifin sem hann hafði. Pierre Elliott Trudeau var forsætisráðherra Kanada frá 1968 til 1979, og svo aftur frá 1980 til 1984. Þeir eru ger- samlega óteljandi sem hafa talað um hann í fjölmiðlum síðan hann dó á heimili sínu í Montréal á fimmtudaginn var. En allir, sama hvaða orð þeir hafa notað, hafa í rauninni sagt það sama: „ , ... _ Kanada, eins EftirKristjanG. þ Arngrimsson =1 nuna, var hugmynd Trudeaus. Þar skiptir sennilega mestu að hugmyndin um fjölmenningar- samfélag þar sem ólíkum þjóðum og einstaklingum ægir saman undir einum fána var frá Trud- eau komin. I öllum endur- minningaflaumnum hefur mátt heyra raddir innflytjenda hvað- anæva sem halda því fram að hann hafi gert þeim mögulegt að setjast að í þessu ljúfa landi. Þessi hugmynd, um fjölmenn- ingarsamfélagið, er þó enn um- deild og sumir telja hana aldrei ganga upp. Annað sem Trudeaus er minnst fyrir er kanadíska stjórn- arskráin (sem Québec-fylki er þó ekki aðili að) sem hann gekkst fyrir að yrði löggilt 1982 - og um- fram allt réttindaskráin í henni, sem veitir Hæstarétti möguleika á að fella úr gildi lög sem þingið setur, en rétturinn telur ekki samræmast réttindaskránni. En þrátt fyrir allt þetta eru það þó fyrst og fremst þeir pers- ónutöfrar sem Trudeau bjó yfir sem halda minningu hans svo bráðlifandi að ekki er við neitt saman að jafna í vestrænni stjórnmálasögu, nema ef vera skyldi John F. Kennedy. Trudeau var töffari, í bestu merkingu þess orðs. Hann var ókurteis við Margaret Thatcher, dansaði pírúettu þar sem hann gekk í virðulegu föruneyti Breta- drottningar, og þegar hann var einu sinni spurður hvernig það væri fyrir land að liggja við hlið Bandaríkjanna sagði hann að það væri eins og að sofa hjá fíl - þótt skepnan væri friðsamleg yrði maður áþreifanlega var við hverja minnstu hreyfingu henn- ar. Og einhverju sinni lauk hann fréttamannafundi með þessum orðum: „Veriði sælir, þjálfuðu selir!“ „ Tilsvör hans voru svo bein- skeytt og listilega orðuð, að þau lifa sem máltæki í kanadísku samfélagi. Þegar hann var dóms- málaráðherra 1967 felldi hann úr gildi lög sem kváðu á um að sam- kynhneigð væri glæpur, og sagði af því tilefni: „Ríkið á ekkert er- indi inn í svefnherbergi þjóðar- í Jnnar.“ í október 1970 var hann Pierre ElliottTrudeau, fyrrverandi forsætisráðherra Kanada. spurður hversu langt hann myndi ganga til þess að stemma stigu við uppgangi herskárra aðskiln- aðarsinna í Québec, og hann svaraði án þess að depla auga: „Bíddu bara.“ Og úr varð að hann lýsti yfir hernaðarástandi eftir að hryðjuverkamenn höfðu framið mannrán og morð. Margir hafa þó orðið til að gagnrýna Trudeau, og segja hann hafa verið algerlega ábyrgðarlausan í efnahagsmál- um, og að kanadíski ríkissjóður- inn standi enn í basli við að losna úr heljargreipum þeirra stjarn- fræðilegu skulda sem hann hafi steypt ríkinu í. Allt var það gert í nafni þeirrar áherslu sem Trud- eau - sem sannur krati - lagði á réttlæti og jöfnuð. Þetta er þó fyrst og fremst til marks um breytta tíma og breyttar áherslur í pólitík. Sá tími þegar jöfnuður og réttlæti voru mikilvægust dyggða er lið- inn, og dyggðir samtímans eru einkavæðing og gróði. Það er auðvelt, frá gróðasjónarhorni samtímans, að sjá jafnaðar- og réttlætissjónarmiðin sem giltu um miðbik aldarinnar sem óábyrgt flan. En staða Trudeaus sem stjórn- málamanns, og arfleifðar hans, er ekki aðeins sérstök i heimalandi hans, Kanada, heldur að öllum líkindum einnig í gervallri stjórn- málasögunni. Þeir eru áreiðan- lega teljandi á fingrum annarrar handar stjórnmálamennirnir sem hafa haft þau mótunaráhrif á samfélag sitt sem Trudeau tví- mælalaust hafði á kanadískt sam- félag. Grundvallarþættirnir í kanadískri nútímasjálfsmynd eru komnir beint frá honum. Hér skiptir auðvitað miklu að staða stjórnmálamanna er senni- lega öðru vísi í Norður-Ameríku en í Evrópu. Kanada sem ríki er grundvallað á pólitískum hug- myndum, en til samanburðar er menning og saga - þá einkum tungumálið - undirstaða ís- lenskrar sjálfsmyndar, og það sama má segja um flest Evrópu- ríki. (Það er þess vegna sem Evrópusambandið mun aldrei geta jafnast á við Bandaríkin eða kanadíska fylkjasambandið.) Þess vegna geta íslenskir stjórnmálamenn aldrei haft þau áhrif og skipt eins miklu máli í ís- lensku samfélagi og Trudeau gerði í Kanada. Virðingin og væntumþykjan sem minningu Trudeaus er sýnd í Kanada er af sömu rótum runnin og sú virðing og væntumþykja sem Islending- ar létu í ljósi þegar Halldór Lax- ness lést. Þetta er sú virðing sem maður ber fyrir raunverulegu yf- irvaldi sem sækir umboð sitt ann- að en í eitthvert embætti. Því er það, að tuttugu árum eftir að hann lét af embætti og hætti í stjórnmálum er Trudeau enn (samkvæmt könnunum) sá stjórnmálamaður sem Kanda- menn treysta best. Og það sem meira er, svona löngu eftir að hann hætti var hann efstur á lista sem kanadískir táningar settu saman yfir „kanadískar hetjur". Þó eru yfirleitt engir eins óáhugasamir um pólitíkusa og einmitt táningar. Þessi kanadíska hetja verður borin til grafar í Montréal í dag. Menntaskólinn á Ísafirði/V estfírðingar fagna í dag 30 ára afmæli MI sem hefur haft góð áhrif á atvinnulífið. Gunnar Hersveinn var á Isafírði og spurði um starf og gildi þessarar stofnunar. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjöms Formaður skólanefndar, Ólafur Helgi Kjartansson, situr hér fremstur á afmælishátíð MÍ. Við hlið hans er Björn Teitsson skólameistari. Fyrir ofan þá í rúskinnsjakkanum er Skúli Þórðarson, formaður nemendaráðs. N ytsemd mennta- skólans óumdeild • Samfélagið fylgist mjög vel með starfsemi menntaskólans • Metnaður kennara og nemenda staðfestur í nýrri matsskýrslu s DAG gera nemendur og starfsmenn Menntaskólans á Isafirði sér dagamun, m.a. með því að fara í skrúðgöngu um bæinn. Ástæðan er sú að fyrir nákvæmlega 30 árum var skólinn þeirra settur í fyrsta sinn. Það gerði Jón Baldvin Hannibalsson, þá ný- ráðinn skólameistari, í Alþýðuhús- inu. Jón Baldvin var skólameistari til 1979 og átti hann ásamt Bryndísi Schram, eiginkonu sinni, stóran þátt í að skapa skólanum fastar hefðir. Kennsla fór fyrst fram í gamla barnaskólahúsinu við Aðalstræti 34 og voru fyrstu stúdentamir braut- skráðir árið 1974. I janúar 1984 fluttist kennslan í nýtt bóknámshús (formlega opnað 1987) á Torfnesi þar sem heimavistin var fyrir og nú einnig glæsilegt íþróttahús (1993) og verknámshús (1995). En MÍ hef- ur sameinast Iðnskólanum, Vél- skólanumog Húsmæðraskólanum á ísafirði. Árin 1992-2000 bar hann nafnið Framhaldsskóli Vestfjarða en heitir nú aftur Menntaskólinn á Isafirði. Metnaður nemenda og kennara Fyrsta ár skólans voru 35 nem- endur skráðir en núna eru þeir 345 og hafa aldrei verið fleiri. Af þess- um fjölda eru 65 í öldungadeild, sem stofnuð var árið 1981. Tæplega 97% nemenda í MÍ eiga lögheimili á Vestfjörðum, rúmlega 63% þeirra eru úr Skutulsfirði að Hnífsdal meðtöldum, en 13% koma úr hinni fornu Vestur-ísafjarðarsýslu og nærri 15% úr Bolungarvík. Eins og sagt var frá í Morgun- MÍ í hnotskurn í MÍ eru eftirtaldar stúdents- brautir skólaárið 2000-2001: ► Mála- og samfélagsbraut. ► Náttúrufræðibraut. ► Hagfi’æði- og tölvubraut. Iðn- og verknám Til að afla sér starfsréttinda í iðngreinum hafa nemendur MI um þrjárleiðiraðvelja: ► Grunndeildir: Grunndeildir eru tveggja anna nám og veita undirstöðu í viðkomandi greinum, eins árs styttingu á námssamningi og aðgang að verknámsbrautum. í MÍ er nú boðið upp á giunndeild rafiðna. ► Verknámsdeildir: Eftir eitt ár í grunndeild rafíðna býður MI upp á fyrri hluta náms í rafeinda- virkjun, sem er tveggja anna nám. Tveggja ára málmiðnbraut er einnig rekin við skólann. ► Samningsbundið iðnnám er fyrir þá sem vilja fara á náms- samning hjá meistara og stunda fag-bóklegt iðnnám innan skólans. Námstími á samningi er yfirleitt 4 ár. í MÍ er boðið upp á samnings- bundið nám eftir grunndeild tréiðna: húsasmíði, málaraiðn og múrsmíði. Eftir grunndeild málm- iðna er boðið upp á nám í blikk- smíði, pípulögnum, rennismíði, stálskipasmíði, stál- virkjagerð og vél- smíði. Efth' grunn- deild rafíðna er boðið upp á rafvirkjun og rafvélavirkjun. Aðrar brautir ► Starfsbraut: Brautin er ætluð þeim sem hafa náð tilskildum aldri, en ekki lokið grunnskólaprófi og vilja bæta við sig þekkingu og kynna sér ákveðin störf á vinnustöðum. Námið er bæði bóklegt og verk- legt. ► Almenn námsbraut (for- námsbraut): Brautin er ætluð þeim sem hafa ekki náð viðunandi ái-angri á grunnskólaprófi. Kennt er námsefni 10. bekkjar gninn- skóla. ► Matartæknibraut: Námið veitir góðan undirbúning til starfa í eldhúsum bæði til sjós og lands. Grundvallaratriði matreiðslu og framreiðslu eru kennd. Námið er tvær annir. ► Meistaranám: Námið er ætl- uð þeim sem hafa lokið sveinsprófi og vilja afla sér meistararéttinda í sinni iðngrein. ► Sjúkraliðabraut: Brautinni er ætlað að búa nemendur undir störf við aðhlynningu sjúkra. Meðalnáms- tími er sex annir. Til viðbótar bóknámi á brautinni þurfa nem- endur að stunda verk- legt nám í 16 vikur á viðurkenndri sjúkra- stofnun og geta að því loknu sótt um löggild- ingu stari'sheitisins. ► Vélstjómarbraut 1. stig (véla- vörður): Sá sem hefur lokið 1. stigi í vélstjórnarnámi hefur öðlast rétt til þess að annast gæslu véla allt að 300 hö. Námstími er ein önn. Nám- ið er að mestu verklegt. ► Vélstjómarbraut 2. stig (námið tekur 3 annir af loknu 1. stígi): Námið veitir vélstjómar- réttindi á skipum með vélum allt að 1019 hö að loknum tilskildum starfstíma á skipi. Fullorðinsfræðsla Öldungadeild er heiti á kvöld- kennslu fyrir nemendur sem eru tvítugir eða eldri og hafa ekki farið í framhaldsnám strax eftir grunn- skóla. Kenndar eru mun færri stundir en í dagskóla. Námið veitir einingar til stúdentsprófs. Öld- ungadeild var stofnuð á Isafirði haustið 1981.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.