Morgunblaðið - 03.10.2000, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 03.10.2000, Qupperneq 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkaer unnusti minn, sonur okkar, tengda- sonur, bróðir og mágur, ÁGÚST ÞÓR ÞÓRSSON, lést af slysförum sunnudaginn 1. október. Erla Rut Kristínardóttir, Helga Hallbjörnsdóttir, Þór Ottesen, Kristín Viðarsdóttir, Jónas Rútsson, Hallbjörn E. Þórsson, Anna María Magnúsdóttir, Fjóla Helgadóttir, Áslaug Þórsdóttir, Brynja Þórsdóttir, Bjarki Þórsson, Anna Lovísa Þórsdóttir. + Elskuleg eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir og amma, BRYNHILDUR SIGTRYGGSDÓTTIR, Hávegi 15, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugar- daginn 30. september. Jarðarförin auglýst síðar Pálmi Steingrímsson, Kolbrún Pálmadóttir, Pálmi Pálmason, Ásdís Guðmundsdóttir, Aðalsteinn Pálmason, Kristín Þorsteinsdóttir, Helga Pálmadóttir, Örn Felixson, Brynhildur Jónsdóttir Edvard Ernstson og barnabörn. + Ástkær sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi, ÞÓRIR ÁGÚSTSSON frá Blálandi, Skagaströnd, sem lést sunnudaginn 24. september, verður jarðsunginn frá Hólaneskirkju á Skagaströnd laugardaginn 7. október kl. 14.00. Guðný Hjartardóttir, Sigríður Ágústsdóttir, Guðmundur Þ. Guðmundsson, Kristinn Ágústsson, Guðfinna Þorgeirsdóttir, Hallbjörn Ágústsson, Elín Helga Jóhannesdóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Jóel Friðriksson og systkinabörn. + Ástkær eiginmaður, faðir okkar, sonur, tengda- sonur og bróðir. VIGNIR VIGNISSON, Borgarhlíð 3a, Akureyri, lést sunnudaginn 1. október. Þóra Jóna Jónatansdóttir, Jónatan Vignisson, Kolbrún Vignisdóttir, Anna Pála Sveinsdóttir, Jónatan Arnórsson, Þóra Benediktsdóttir, Sigrún Vignisdóttir, Guðbjörg Vignisdóttir, Arnbjörg Vignisdóttir, Guðrún Vignisdóttir, Anna Pála Vignisdóttir. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ALBERT STEFÁNSSON skipstjóri, Miðgarði, Fáskrúðsfirði, verður jarðsunginn frá Fáskrúðsfjarðarkirkju fimmtudaginn 5. október kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Guðrún Einarsdóttir, Stefán Albertsson, Snjólaug Valdimarsdóttir, Þórhildur Albertsdóttir, Elías Ólafsson, Margrét Albertsdóttir, Guðmundur K. Erlingsson, Kristín Björg Albertsdóttir og afabörn. + Hörður Þórhalls- son, fyrrverandi yfirhafnsögumaður í Reykjavík, fæddist 28. mars árið 1927. Hann andaðist að- faranótt föstudags- ins 22. september síðastliðins. Foreldr- ar hans voru Þór- hallur stýrimaður og skipstjóri Jónasson og kona hans Kristín Jóhannsdóttir tog- araskipstjóra í Reykjavík. Systkini Harðar: Karl, hálf- bróðir samfeðra, f. 28. október 1920, Halla, f. 15. júlí 1924, hús- móðir, Þorbjörg Guðrún, f. 1925, og Markús, verkfræðingur, f. 8. maí 1931, öll látin. Hinn 27. febrúar 1948 kvæntist Hörður Ullu, f. 29. maí 1928, dótt- ur Sigurðar, byggingarfulltrúa í Reykjavík Péturssonar, og konu hans, Albertu G. Árnadóttur. Bjuggu þau alla tíð á Fjölnisvegi 18 í Reykjavík og eignuðust sex börn. Þau eru: 1) Kristín Bertha þingfreyja, f. 4. maí 1947, gift Trausta Víglundssyni veitinga- manni; þeirra börn eru Ragnheið- ur fornleifafræðingur, gift Þór Mig langar að minnast mágs míns með nokkrum fátæklegum orðum. Við hjónin kynntumst Herði og Úllu systur minni fyrir nokkrum árum. Kynnin hafa orðið nánari með hverju árinu og höfum við átt ánægjulegar samverustundir á ætt- armótum og fjölskyldusamkomum. Nú síðast áttum við yndislega daga saman á ættarmóti í Ólafsvík. Hörður hafði góðan mann að geyma og sérlega þægilega nær- veru, börn mín sem barnabörn löð- uðust að Herði og minnast hans með hlýju. Við systkinin og makar okkar hittumst á heimili þeirra hjóna að Fjölnisveginum deginum áður en Hörður kvaddi. Hann var hress og kátur að vanda, talaði um hvað hann væri líkamlega hress og ekki gramminu þyngri en þegar hann var tvítugur, hljóp léttilega á milli hæða og blés ekki úr nös. Honum varð tíðrætt um fyrirhugaða sjó- ferð sína með Magnúsi syni sínum. Fyrstu ferð Magnúsar sem skip- stjóra á einum fossanna. Það var ekki annað hægt en að hrífast með honum og gleðjast, því gleðin var einlæg og hrífandi. Þegar við kvöddumst fylgdi hann okkur úr hlaði og við áttum ekki von á öðru en að fá að heyra allt um sigling- una næst þegar við hittumst. En snemma næsta morgun hringdi Úlla og færði okkur þau sorgartíð- indi að Hörður hefði látist í svefni um nóttina. Sem minnti okkur óþægilega á að enginn þekkir sinn vitjunartíma. Við þökkum fyrir þær stundir sem við áttum saman og munu minningarnar ylja okkur um ókomin ár. Elsku Úlla, Kristín, Sigga, Magnús, Halla og fjölskyldur, okk- ar innilegustu samúðarkveðjur við fráfall eiginmanns, föður, tengda- föður, afa og langafa. Megi algóður guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Kristján Hans og Ásdís. Með fráfalli Harðar Þórhallsson- ar, fyrrum yfirhafnsögumanns, er höggvið skarð í raðir hollvina sjó- mannasamtakanna. Hörður var í skipulagsnefnd sjómannadagsins í Reykjavík í þrjá áratugi og var fulltrúi Skipstjórafélags íslands í sjómannadagsráði í átta ár, auk fjölmargra annarra trúnaðarstarfa sem hann gegndi fyrir félagið. Það mæðir ávallt talsvert á skipulagsnefnd sjómannadagsins í sjálfboðaliðastarfi, skipulags og vinnu við undirbúning hátíðahalda sjómannadagsins. Hörður lét ekki sitt eftir liggja í hópi vaskra manna sem héldu merki sjómannadagsins Jónssyni fréttamanni; börn þeirra eru Jakob Sindri, Víglundur Jarl og Freydís Jara; Hörður, veitingamað- ur, í sambúð með Brynhildi Jónsdóttur, húsmóður; börn þeirra eru Trausti Lér og Tryggvi Loki; og Bertha, snyrtifræð- ingur, gift Ágústi Arnbjörnssyni, flug- manni; dætur þeirra eru Kristín og Elísa- bet, 2) Sigríður, versl- unarmaður, f. 22. mars 1954; börn hennar eru Marta, hagfræðingur, Hröim, tölvufræðinemi, í sambúð með Hendrik Hermannssyni, veitinga- stjóra; þeirra sonur er Benedikt; og Jens, nemi, 3) Magnús, stýri- maður, f. 4. nóvember 1955, kvæntur Kristínu Salóme Guð- mundsdóttur, verslunarmanni; þeirra börn eru Davíð, Hörður og Birgir; 4) Halla, hótelstarfsmaður, f. 9. október 1956, gift Gunnari Valdimarssyni, bifvélavirkja á Kirkjubæjarklaustri; þeirra börn eru Valdimar, háseti á varðskipi, Sigurður og Björk, 5) Sigurður, f. 7. janúar 1958, lést af slysförum hátt á lofti til áminnis íslenskri þjóð um mikilvægi sjómannastéttarinn- ar. Það var gott að eiga hafnsögu- mann að í skipulagningu sjómanna- dagsins og öruggri siglingaleið þeirra skipa sem í skemmtisiglingu fóru með þúsundir manna af höfuð- borgarsvæðinu um sundin blá á sjómannadegi. Sjómannadagsráð þakkar Herði Þórhallssyni fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu sjómannadagsins og Hrafnistu- heimilanna. F.h. stjórnar sjómannadagsins, Guðmundur Hallvarðsson. Hann tók vel á móti mér þegar ég gekk inn í „turninn" hjá þeim hafnsögumönnum þegar ég hóf þar störf árið 1979. Strax við fyrstu kynni virkaði þessi snaggaralegi maður á mig sem einstaklega við- felldinn og þægilegur i viðmóti og átti ég svo sannarlega eftir að njóta þess að starfa með honum. Hörður Þórhallsson hafði þann stíl og karakter til að bera að hann var sú fyrirmynd sem ég hygg að flestir þeir sem hann starfaði með vildu temja sér. Það hvíslaði að mér góður maður að ég skyldi snúa mér að og miðla af Herði eins og ég frekast gæti og reyndist hann alla tíð betri en enginn. Hörður starfaði sem hafnsögu- maður hjá Reykjavíkurhöfn í yfir 40 ár og síðustu árin sem yfir- hafnsögumaður og forstöðumaður skipaþjónustu. Hann lét af störfum vorið 1997 eftir mjög farsælan starfsferil. Það leyfi ég mér að full- yrða að hans hefur verið sárt sakn- 1981, var nemi í bókbandi, 6) Úlla, hárgreiðslumeistari, f. 15. desem- ber 1961, látin 1997, hún var gift Jóhannesi Eiðssyni, hárskera- meistara og söngvara; þeirra dæt- ur eru Brynja og Birta. Hörður Þórhallsson lauk far- mannaprófi frá Stýrimannaskól- anum í Reykjavík árið 1951 og skipstjóraprófí á varðskip ríkisins frá sama skóla 1953. Hann hóf sjó- mennsku 1940 á vs. Sæbjörgu og var háseti þar til 1942. Háseti á ms. Esju (II) 1942-49 og mt. Þyrli og es. Súðinni 1950. 3., 2. og 1. stýri- maður á varðskipum ríkisins og á flugvél Landhelgisgæslunnar 1951-57 að hann var ráðinn hafn- sögumaður hjá Reykjavíkurhöfn og skipstjóri ásamt öðrum hafnsögumönnum á db. Magna (II). Yfírhafnsögumaður frá byrj- un árs 1993 og jafnhliða forstöðu- maður hafnarþjónustu frá 1995 til starfsloka 1997. Hörður átti sæti í stjórnum Stýrimannafélags íslands og Skip- stjórafélags Islands um árabil og var kjörinn heiðursfélagi í Skip- sljóra- og stýrimannafélaginu á 75 ára afmæli þess 1994. I sjómanna- dagsráði 1972-98. Fulltrúi hafnar- starfsmanna í hafnarstjórn eitt ár. Hann var félagi í Oddfellow-reglu- nni, í stúku nr. 3 Hallveigu, frá ár- inu 1965 og gegndi þar ábyrgðar- og trúnaðarstörfum. Hörður Þórhallsson verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. að af samstarfsmönnum sínum, en hann bætti það upp með nærveru sinni við okkur fram á síðasta dag. Við nutum þess þegar hann leit við hjá okkur, settist í sætið undir reykskynjaranum, kveikti í pípunni sinni og sendi reykmerki upp í skynjarann og testaði hann fyrir okkur. Eins og áður er getið átti Hörður mjög farsælan starfsferil og það verður aldrei frá honum tekið að hann var afburða fær í sínu starfi, áræðinn og ákveðinn og hafði til að bera þá framkomutækni að hann naut fyllsta trausts allra þeirra sem hann átti samleið með á starfsferl- inum. Þegar mér var tilkynnt andlát Harðar fann ég fyrir svolítilli reiði, að hann skyldi vera að taka upp á þessari vitleysu að deyja, þá sá ég fyrir mér að hann kemur ekki oftar í notalega „kurteisisheimsókn" til okkar og ég get ekki lengur lagað handa honum „yfirhafnsögumanns- kaffi“. En það ræður enginn sínum næt- urstað og þú kæri Hörður hefur tekið stefnuna á Himnaríki og mundu eftir að vera þar sem pípu- reykingar ei'u leyfðar. Guð gefi þér góðan byr og ég óska þér góðrar ferðar. Það er miður að þú skyldir ekki eiga lengra ævikvöld með henni Úllu þinni sem á nú um sárt að binda og hefur misst sinn besta fé- laga og vin. Vil ég votta henni og öðrum að- standendum alla mína samúð um leið og ég kveð góðan dreng hinstu kveðju. Halldór Valdemarsson. + Anna Jóhannsdóttir var fædd í Neskaupstað 3. október 1930. Hún lést í Neskaupstað 13. mars 1998. ANNA JÓHANNSDÓTTIR Sýnmér,sólarfaðir, sjónir hærri’ en þessar, máliðmittersíðast miklarþigogblessar. Sýnmérsættíanda sælavinimína, blessunminnabama burtför mína krýna. Dæm svo mildan dauða, Drottinn.þínubarni,- einsogléttulaufi lyftiblærfráhjami,- eins og lítill lækur ljúki sínu hjali, þarsemlygníleyni liggurmarinnsvali. (Matt. Joch.) Klara. Mig langar að minnast móður minnar sem hefði orðið sjötug í dag 3. október. Upp í hugann koma minningar frá bernskudögum í Neskaupstað, fal- legir haustdagar, berjamór og saft- gerð, mamma að kenna mér að búa til klippimyndir, öryggi og hlýja. Ut- an um allt þetta er fjallahringurinn og falleg tónlist í bakgrunni. Fyrir hönd barna minna og barna- barna vil ég þakka henni fyrir sam- verustundirnar sem ég vildi að hefðu orðið fleiri. HÖRÐUR ÞÓRHALLSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.