Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞKIOJUOAGUR 3. OKTOBER 2000 45 ÞORBJÖRG STEF- ANÍA JÓNASDÓTTIR + Þorbjörg Stefan- ía Jónasdóttir fæddist á Kvía- bryggju í Eyrarsveit 24. nóvember 1935. Hún lést á Vífils- staðaspítala 23. sept- ember siðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorkatla Bjarnadóttir, f. 9.8. 1904, d. 20.3. 1995, og Jónas Ólafsson, f. 17.5. 1880, d. 30.6. 1952. Systkini Þor- bjargar eru Petrea Guðný, f. 14.1. 1927; Sigríður Inga, f. 10.1. 1930; Ragnheiður Salbjörg, f. 8.1. 1931; Ólafur Björn, f. 7.4. 1934, d. 21.1. 1979; Bjarni Hinrik, f. 6.7. 1939; Erla, f. 31.10. 1940; Helga, f. 23.9. 1943, og Ragnar Þór, f. 5.9. 1946. Börn Þorbjargar eru 1) Kolbrún Sæunn Þor- valdsdóttir, f. 12.10. 1953, gift Steini Inga Árnasyni, f. 14.11. 1949, d. 18.11. 1980, þeirra synir eru Árni Ingi, Halldór Ingi og Þor- bjöm Ingi. Auk þess á Kolbrún Helenu Bjarnþórsdóttur og Tómas Má Þrastar- son. 2) Jónas Þor- kell Þorvaldsson, f. 16.6. 1955. Barna- barnabörn Þor- bjargar eru Steinn Ingi Árnason og Ingibjörg Erla Ámadóttir. Sambýlismaður Þor- bjargar er Jens Hansen starfs- maður í Fiskiðju Skagfirðinga hf. Þorbjörg verður jarðsungin frá Grundarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ég sendi þér kæra kveðju, mín komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, égbiðaðþúsofirrótt Þótt svíði sorg mitt hjarta þásælteraðvitaafþvi, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Hjartkær systir mín er látin eftir löng og ströng veikindi. Bara það eitt að draga andann reyndist henni erf- itt. Líf hennar var í raun oft og tíðum erfitt. Aðeins 19 ára gömul var hún orðin einstæð móðir með tvö börn en hún var svo lánsöm að eiga að góða móður og í sameiningu ólu þær upp börnin. Þegar þau voru uppkomin fór Þorbjörg suður og vann á Lundi í Kópavogi þar sem hún kynntist sam- býlismanni sínum, Jens. í febrúar 1973 fluttust þau vestur i Grundar- fjörð og stofnuðu þar heimili og vann Þorbjörg í fiski á meðan heilsan leyfði. Frá árinu 1998 dvaldi hún á Vífilsstaðaspítala og andaðist þar að- faranótt laugardagsins 23. septem- ber. Það er mér mikil huggun að hafa haft hana það nálægt mér að ég gæti stutt hana og glatt á þessum döpru dögum sem oft voru margir. Starfs- fólki Vífilsstaðaspítala eru færðar þakkir fyrir einstaka umönnun. Ég hef aldrei orðið vitni að eins miklum kærleika og blíðu eins og henni var sýnd þar. Jens, Kollu, Jónasi, bama- bömum og öllum er henni tengdust • votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning minnar kæm systur. Þín einlæg systir, Helga. Látin er á Vífilsstaðaspítala móð- ursystir mín Þorbjörg Jónasdóttir frá Gmndarfirði. Ég minnist Þorbjargar sem elskulegrar frænku sem alltaf tók mér opnum örmum þegar ég heimsótti hana, hvort held- ur sem var vestur í Gmndarfirði eða á spítalann þar sem hún dvaldi síð- ustu árin. Þegar ég var bam hlökkuð- um við systkinin alltaf til að fá Þor- björgu í heimsókn því hún lumaði ætíð á góðgæti handa okkur sem auð- vitað vakti mikla lukku enda sælgæti ekki oft á boðstólum á heimilinu á þeim tíma. Síðastliðin ár dvaldist Þorbjörg á Vífilsstöðum og það var greinilegt að þar naut hún góðrar umönnunar og hlýhugar starfsfólks. Það hefur ef- laust verið oft á tíðum einmanalegt íyrir hana að vera svo langt í burtu frá maka sínum og heimkynnum þótt aldrei heyrði ég hana kvarta yfir hlut- skipti sínu. Þorbjörg átti góða að sem létu sér annt um hana í veikindunum, svo sem móður mína Helgu, sem reyndist systur sinni einstaklega vel. Ég votta aðstandendum Þorbjarg- ar samúð mína. Guð blessi minningu hennar. Dæm svo mildan dauða, drottinn.þínubami,- einsogléttulaufi lyftiblærfráhjami,- einsogb'tilllækur ijúki sínu þjali, þarsemlygníleyni bggurmarinnsvalL (Matthías Joch.) Ásta Emiisdóttir. SIGURÐUR EMIL RAGNARSSON + Sigurður Emil Ragnarsson fæddist á Daivík hinn 12. september 1943. Hann lést 5. september síðastlið- inn. Hann var sonur hjónanna Steinunn- ar Sigurðardóttur, f. 1.7. 1921 og Ragnars Jónssonar, f. 8.5. 1919, d. 14.4. 1996. Systir Sigurð- ar er Elín Rósa, f. 11.6. 1950, gift Sig- urpáli Kristinssyni, f. 23.5. 1951. Þau eiga þrjú börn og tvö barna- börn. Sigurður kvæntist 1967 eftir- lifandi eignkonu sinni Guðrúnu Siglaugsdóttur, f. 1.8. 1947. Þau eign- uðust þrjú börn; Ragnar Karl, f. 7.2. 1974; Bryndís, f. 30.9. 1975. Sambýl- ismaður hennar er Kristinn Trausta- son og eiga þau eitt barn óskírt, f. 25.8. 2000; Hafdís, f. 20.9. 1981. Sigurður ólst upp á Dalvík en flutti til Akureyrar árið 1967. Hann nam bifvélavirkjun og vann lengst af við fag sitt. títför Sigurðar fór fram frá Akureyrarkirkju í kyrrþey 13. september. Enn og aftur erum við mannfólkið í ófullkomleik okkar minnt á hverful- leik lífsins og hve skammt bilið er á milli lífs og dauða en þann 13. sept- ember sl. fylgdum við Sigurði Ragn- arssyni, gömlum félaga frá Dalvík, til grafar. Á slíkum stundum þegar tregt er um tungu að hræra renna minningarnar eins og kvikmynd í gegnum hugskotið - minningar æsku- og unglingsáranna sem bregða birtu á sorgina og tregann sem andartakið ber með sér. Ljóshærður, vígreifur strákur á svörtu reiðhjóli ber út póst og kvaðn- ingar - reynir ef hann mögulega get- ur að ná fólki utan dyra og leggur þá annan fótinn upp á grindverkið í af- slöppun á meðan viðtakandi kvittar fyrir. Kastar fyndnum athugasemd- um að krökkum á götunni - skransar í viðsnúningnum og er horfinn áður en nokkum varir. Kominn með bílpróf og einn af þeim sem gat státað af Volkswagen - svört bjalla A-1558. Ótaldir rúntarn- ir enda maðurinn ólatur við að skjót- ast milli staða ef við lá eða dóla hringinn með blaðskellandi vinkonur sínar. Athugasemdir eins og „hvað gengur þér nú til ræfils, druslu, hild- ar, bjálfa, tuskan,“ eða ef minna lét við „æ jæja hildin mín“ voru eðlileg- ur hluti samræðna sem stundum fóru fram á tákn- og tungumáli sem engir skildu nema við sem vorum þátttakendur. Já, Siggi gat svo sannarlega létt félögum sínum lundina, hann var oft hnyttinn og fyndinn í tilsvömm og eitt og annað sem út úr honum hraut vakti hlátursköst og skemmtun. Það var líka alltaf auðvelt að biðja Sigga um greiða en hjálpsemi átti hann í ríkum mæli og þótti gjaman sjálf- sagt að hlaupa undir bagga með ná- unganum. Böm í sjávarþorpi læra snemma að hafið sem gefur, það tekur líka. Siggi mátti ungur, innan við tvítugt, reyna það að missa Sólberg sinn besta vin í háskaveðri. Það er ekki ofsögum sagt að það áfall hafi haft varanleg áhrif á Sigga og á vissan hátt litað hans lífsferil allan. Nú er þessi gamli félagi okkar allur fyrir aldur fram - lífsbók hans er lokið. Hvíl þú væng þinn í ljóði mínu, lítill fugl á löngu flugi frá morgni til kvölds. Styð þig, stjama, við blóm í garði mínum Eitt andartak á ferð þinni Um tíma og rúm. Eins og stráið í sandi við haf dauðans, Vaxa rætur þess, sem hvergi fer. Enginn spyr, hvaðan hann komi. (Jón úrVör.) Við biðjum Drottin allsherjar að styrkja eiginkonu og börn Sigga sem honum þótti afar vænt um og var mikið stoltur af og sendum þeim innilegar samúðarkveðjur. Einnig Elínu Rósu systur hans og Steinunni móður hans en alla tíð var á milli þeirra mæðgina mikill kærleikur og trúnaður. Segiðþaðmóðurminni, að mold sé farin að anga, svali leiki um sali ogsóbrenndavanga. Býst ég nú brátt til ferðar, Brestur þó veganesti. En þar bíða vinir í varpa, semvonerágesti. (Davíð Stef.) Far vel félagi og vinur. Guðbjörg og Elín. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okk- ur samúð og hlýhug við andlát og útför JÓHÖNNU ÓLAFSDÓTTUR, Löngubrekku 7, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimil- isins Sunnuhlíðar í Kópavogi. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS ÁGÚSTSSON bifvélavirki, Dvergabakka 24, lést á heimili sínu föstudaginn 30. seþtember. Jarðarförin auglýst síðar. Heiga Eiríksdóttir, Ágúst Magnússon, Sigríður S. Eiríksdóttir, Lilja Magnúsdóttir, Jóhann Víglundsson, Jenný Magnúsdóttir, Magnús Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, ÁRNI SIGURJÓNSSON fyrv. fulltrúi lögreglustjóra, lést á heimili sínu sunnudaginn 1. október. Þorbjörg Kristinsdóttir. i + Elskulegur faðir okkar, AAGE R. L’ORANGE, lést sunnudaginn 1. október. Jarðarför auglýst síðar. Anna S. L'Orange, Emilía L'Orange. i + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA HELGADÓTTIR, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, áður til heimilis á Seftjörn, Seltjarnarnesi, verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 4. október kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á heimahlynningu Krabbameins- félagsins. Jón Alfreðsson, Gunnar Þór Alfreðsson, Sigríður Þórðardóttir, Baldur Alfreðsson, Ingibjörg Magnúsdóttir, Helgi Már Alfreðsson, Kristín Th. Hallgrímsdóttir, Ásthildur Alfreðsdóttir, Þórhallur B. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. I i + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og virðingu við andlát og útför okkar hjartkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og lang- afa, PÁLS GUÐMUNDSSONAR fyrrv. verkstjóra, Unnarbraut 6, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki deildar 11G á Landspítala við Hringbraut og heimahlynningu Krabbameinsfélagsins fyrir frábæra umönnun í veikindum hans. Sveinbjörg Kristjánsdóttir, Margrét Pálsdóttir, Alfreð Bóasson, Guðmundur Þ. Pálsson, íris Dungal, Magnús Pálsson, Laura Sch. Thorsteinsson, Björg Pálsdóttir, Hildur Pálsdóttir, Aðalsteinn Sigurþórsson, Kristján Pálsson, Erna Kettler, barnabörn og barnabarnabörn. k 4<
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.