Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SIGURVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR + Sigurveig Guð- mundsdóttir fæddist í' Þórunnar- seli í Kelduhverfi í N- Þing. 3. maí 1909. Hún andaðist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 26. septem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðmundur Björn Árnason, bóndi og hreppssljóri í Þór- unnarseli og síðar póstur á Akureyri, f. 15. október 1873, d. 25. maí 1968, og kona hans Svava Daníelsdóttir, hús- freyja, f. 13. júní 1875, d. 29. aprfl 1947. Bræður Sigurveigar voru: 1) Árni, læknir, f. 3. desember 1899, d. 10. október 1971, kvæntur Ingi- björgu Guðmundsdðttur, f. 2. aprfl 1907, d. 1. desember 1999. Börn þeirra eru Guðmundur Örn, Hauk- ur Kristinn, Þdrunn og Svava. 2) Jón Krisíján, f. 31. október 1906, d. Skrumskældur nútími heims- þorpsins, litaður hjómi margmiðlunar sem lítið skilur eftir nema kannski svolítinn höfuðverk, þyrlar upp gjörningamoldryki nær daglega og kallar menningu; merking hugtaks- ins gleymd í glansmynd augnabliks- ins. Svo er maður stundum svo hepp- inn að hitta fólk, sem ber ellefu alda raunmenningu þjóðarinnar í sjálfu sér - og þessi menning er því svo sjálfsögð að það tekur sér ekki einu sinni orðið í munn; ofnotkunin reynd- ar á góðri leið með að breyta því í skammaryrði meðal þorra þjóðarinn- ar. Sigurveig Guðmundsdóttir var þannig kona; fulltrúi þingeyskra kynslóða aldanna, sem iðkuðu með sér sagnir, kvæðamennsku og söng - og gáfu framtíðinni ef einhver vildi þiggja. Baðstofan var háskóli þessara kynslóða allt fram á þessa öld; afar og ömmur prófessorarnir - og þá vel tókst til blikna nútíma uppeldisstofn- anir við samanburðinn. Þegar ég hitti hana í síðasta sinn, nú í sumar, lauk hún upp glugga sínum aftur í þennan tíma og leyfði mér að skyggnast um - og ég skfldi betur systkinin þrjú frá Þórunnarseli í Kelduhverfi á fyrstu áratugum aldarinnar; kynfylgju þeirra úr æsku, fróðleikinn og síopinn hug. Það er komið á fjórða tug ára síðan _» ég, nýkvæntur bróðurdóttur Veigu, eins og ættingjar og vinir kölluðu hana, var kynntur fyrir fjölskyldunni norðan heiða; ungur maður með for- tíð - og því nokkuð var um mig. Veiga, sem þá hélt heimili með öldr- uðum föður sínum og kjarnakonunni Fanneyju, er ráðist hafði í vist hjá fjölskyldunni fyrir margt löngu en síðan gleymt að fara því enginn gat án hennar verið, eyddi fljótt varúð minni. Mér skildist á henni, að skiln- aðir væru næstum því jafn tíðir á Ak- •ureyri sem í Reykjavík - og gott ef ekki einstaka maður þarna norðurfrá fengi sér stundum brennivín þótt hún hefði látið það vera. I raun væri þarna ekkert öðruvísi nema kannski veðrið; j. þaðværióIflrtbetraáAkureyri-ogá það minnti hún mig síðan miskunnar- jaust næstu þrjátíu og fjögur árin. Ég varð fljótlega aðdáandi Veigu eftir þennan fyrsta fund - og væri ég staddur nyrðra fór ég ekki hjá garði, réði ég ferðum sjálfur. Ekki var ég einn um það. Oftar en ekki voru ein- hverjir gestír hjá þeim Fanneyju og henni, þá ég staldraði við, enda ætt- ræknar og gestrisnar með afbrigðum - og skildi þar ekki á milli með þeim stöllum; rausnin báðum í merg borin. Að Guðmundi föður Veigu gengn- um, festi hún kaup á raðhúsi við ~"V Lönguhh'ð á Akureyri og þar bjuggu þær stöllur með glæsibrag meðan aldur og heilsa leyfðu. Er Fanney féll frá fyrir nokkrum árum, fór heilsa Veigu einnig að gefa sig; hjartað var ekki sterkt - og fljótlega varð henni h'óst að ein gæti hún ekki búið. Efa- laust hefur hún tautað eitthvað niður í . bringu sér við þessi örlög, efégþekki hana rétt, en hún tók þeim með reisn 12. febrúar 1996, kvæntur Sigurlúiu Guðlaugu Gísladótt- ir, f. 17. ágúst 1906, d. 20. maí 1990. Dótt- ir þeirra er Svava Asta. Sigurveig varð gagnfræðingur frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri (síðar Menntaskolanum á Akureyri) 1926. Um 1930 var hún við nám og kennslu í tvo vetur á Kvemiaskóianum á Blönduósi. Sigurveig vann ýmis verslunar- og skrifstofu- störf, meðal annars lengi hjá Heild- verslun Axels Kristíánssonar. Lengst var hún þó skrifstofu- stjóri hjá Jóni bróður síiiiim sem rak Skrifstofu .1 óns Guðmundsson- ar._ Útför Sigurveigar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. og fluttí út á Dvalarheimilið í Skjald- arvík eins og sú sem valdið hefur. Þangað komna sá ég þessa vinkonu mína stærsta. Hún hafði vart komið sér fyrir, er hún kallaði á sinn fund þá ættingja sína er hún náði tíl - og fór að skipta búi! Andlegt atgervi hennar var í engu bilað - og því komu þeir engum vörnum við sem fyrir urðu. Svava Ásta, bróðurdóttir hennar og helstí stuðningmaður síðustu árin, var skikkuð prókúristí og send með hvern hópinn á fætur öðrum upp í Lönguhlíð til að fylgjast með að eng- inn kæmist tómhentur á braut! Mér er tjáð, að allur annar viðbúnaður hennar við fráhvarfi af þessum heimi sé frágenginn með jafn afgerandi hættí. Svona konur gleymast seint. Hún hélt reisn sinni til hins síðasta, hafði stundað fimleika ung stúlka og gekk alltaf teinrétt; bognaði aldrei. Utivist í ferðum um landið í góðum hóp höfðu verið henni yndi ungri; ís- lensk náttúrufegurð hlutí af henni sjálfri síðan - og því var það henni nokkur umbun lífshlaupsins að öldr- unarheimilið fluttist úr Skjaldarvík í Kjarnaskóg fyrir fáum árum. Þar fékk hún herbergi með útsýni út í skóginn og yfir hann upp á Súlur - og hún var alsæl. Hjartaköstin gerðu henni síðustu árin vissulega erfið, en ekki urðum við hér syðra vör við að hún yrði kvartgjörn; hún hafði reglu- lega símsamband og fylgdist með sín- um tíl hins síðasta. Helst heyrðist manni hún sýta að geta ekki fylgst með sínu íþróttafólki í KA á velli og í sjónvarpi, því slíkt æsti hana um of- og er ekM hjartasjúkum hollt. Við hjónin heimsóttum hana í Kjarnaskóg í júh' sl. Þá var orðið nokkuð af henni dregið og augljóst hvert stefndi, en hún bar sig vel og var hress; ræddi um heima og geima og lét sig hvergi í frásögn; flutti okkur reyndar Uóð, sem rifjaðist henni í tíl- efni augnabliksins. Þannig sáum við hana seinast - og þannig munum við minnast hennar. Tóinas Agnar Tómasson. Veiga frænka er dáin, komin hátt á 92. aldursár. Hún var þá farin að kröftum, en áður geislaði af henni lífs- kraftur og athafnaþrá. Þegar ég var innritaður í Knattspyrnufélag Akur- eyrar, fimm ára gamall, þá var það Veiga, sem gekkst fyrir því. Hún fór með mig í búðina tíl Kalla Ben. þar sem ég var innritaður í félagið. Veiga var alla tíð sönn KA-kona og lék fyrir félagið í handknattleik og tennis á meðan völlurinn á Eyrinni var notaður og í hnití í f þróttahúsi Akureyrar. Hún stundaði sund mikið alla tíð og fimleika. Hún var í flokM, sem sýndi við góðan orðstír á Þing- völlum 1930, undir stjórn okkar ágæta kennara, Hermanns Stefáns- sonar. Skógrækt var hennar yndi og ánægja. Hún gróðursetti mikið í Vaðlareit og þar sem nú er kallað Kjarnaskógur. Reyndar nefndum við systkinin aldrei Vaðlareit, heldur Veigureit eftir frænku. Hún var mik- ill aðdáandi hefðbundinnar Ijóðagerð- ar og gat flutt heila bálka Ijóða og kvæða utan að og Mtíð þýddi að kveð- ast á við hana, hún var fljót að kveða mann í kútinn. Hún var miMl bridskona og kunni margs konar klæki eins og t.d. 11- regluna, sem varð okkur félögunum skeinuhætt. Við töpuðum stórt kvöld- ið sem við skoruðum hana og mótspil- ara hennar á hólm. Hestamennska var Veigu einkar hugleikin eins og mörgum í móðurætt Veigu. Hún var hafsjór af fróðleik um viðskiptí manna og hesta í Keldu- hverfi, en þær skemmtilegu sögur er of langt að rekja hér. Frásagnargáfa Veigu var einstök eins og hjá fleira fólki, sem ólst upp án útvarps og sjón- varps og varð að geta lýst hlutunum á myndrænan hátt. Veiga var alla tíð ógift og barnlaus, en svo voru tengsl hennar góð við yngri kynslóðirnar, að mörg þeirra yngstu kölluðu hana ömmu. Þín er sárt saknað og skarð þitt verður ekM fyllt í huga okkar frænd- systkina. Vertu sæl, elsku frænka, og hvfl þú ífriði. Haukur og Guðrún. Söknuðurinn sker í hjartað mitt, sártþaðeraðkveðjast Ég mun ávallt minnast þín, elsku bezta amma mín. Valgerður Helga. í dag er tíl grafar borin Sigurveig Guðmundsdóttir. Veigu hef ég þekkt frá því ég man eftir mér, enda var hún einn af bestu og traustustu vinum móður minnar og móðursystra. Hún var ein af ,/jöIskyldunni", en sú ein- ing var allstór og fremur óháð blóð- böndum. Með henni kveður ein af þeim kjarnakonum sem settu svip á bæjarlffið á Akureyri á liðinni öld, fyrst sem dugmiklir frumherjar í flprótta- og félagslífi og síðar svip- miklir og menningarlegir borgarar. Veiga var meðal fyrstu stúlknanna, sem gengu í Knattspyrnufélag Akur- eyrar 1929, og var í flokki fimleika- kvenna, sem bar hróður féiagsins til Reykjavíkur sama ár. Hún lék árum saman í handknattleiksliði KA og var einnig góður hnit- og tennisleikari. Verður mér oft hugsað tíl þess hvern- ig frumherjar iþróttahreyfingarinnar byggðu upp flpróttaaðstöðu á Akur- eyri við lítil efni og erfiðar aðstæður, þar á meðal tennisvöll á Eyrinni, þar sem kempur eins og Sigurveig Guð- mundsdóttír og Haraldur Sigurgeirs- son iðkuðu þennan enska yfirstéttar- leik með glæsibrag. Veiga bjó lengstum í Bjarmastíg og deildi hún heimili með Fanneyju Jónsdóttur sem lést fyrir fimm árum. Fanney sá um heimilið en Veiga vann útí. Þar á heimilinu var mikill rausn- arskapur og húsráðendur örlátir, fróðir og skemmtilegir, en þó með ær- ið ólflcum hættí. Veiga var mjög hrein og bein, skýr í hugsun, sagði skoðun sína með öllu umbúðalaust og hafði mikla frásagnar- og Mmnigáfu. Fann- ey fór krókaleiðir að hlutunum, baðst forláts á sjálfri sér og eigin fáfræði, afsakaði veitíngarnar, og virtíst alls ekki skflja að menn nenntu að yrða á hana. En hún hlustaði grannt, kunni skil á flestu og kom með greindarleg- ar og á stundum meinlegar athuga- semdir. Þótt þusið í Fanneyju reyndi á stundum á Veigu voru þessar greindu og litríku konur tendgar traustum vináttuböndum. Mér fannst spennandi að heimsækja þessar svip- miklu konur, skynjaði þær sem hluta af sögu landsins. Veiga var vörpuleg kona, valkyrja sem mér fannst hæfa spjót og skjöldur, Fanney völva, tor- ráðin og spök, sem vissi örlög manna. Veiga var vel menntuð, var gagn- fræðingur frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri, en naut ekki síður þess menningarbrags, sem augljóslega einkenndi æskustöðvarnar í Keldu- hverfi. Veiga las kynstrin öll af bók- um. Hún var sérlega vel lesin í íslend- ingasögunum, og áttí sér sínar hetjur. Þær voru Skarphéðinn Njálsson, stórgert og ógæfusamt karlmenni sem örugglega höfðaði til drengskap- ar og kjarks Veigu, og Gunnar á Hh'ð- arenda, sem greinilega höfðaði til konunnar, en slíkir garpar eru vand- fundnir nú á dögum. Hún lék sér að því að vitna í þessi fornu fræði, kunni ógrynni skemmtilegra sagna frá æskustöðvunum og hafsjó kvæða og þula. Hún var jafnframt ágætur bridsspilari og kappsöm í meira lagi. Með Sigurveigu Guðmundsdóttur er genginn mikil sómakona og tryggða- tröll. Vináttu hennar og drengskap mátum við mikils og minnumst henn- ar með þaWdæti, hlýhug og virðingu. Tómas I. Olrich. Mín ástkæra stórfrænka, Veiga, Sigurveig Guðmundsdóttir, og fóður- systír, er nýgengin yfir móðuna mfldu, á 92. aldursári, á vit Guðs og góðra manna, foreldra og bræðra: Arna Guðmundssonar læknis og Jóns Guð- mundssonar kaupmanns og mág- kvenna sinna: Ingibjargar Guð- mundsdóttur og Sigurlínu Gísla- dóttur, Línu, og allra sinna ágætu frænkna og frænda, eins og systr- anna: Sesselíu, Ingibjargar og Ólafar Eldjárn að ógleymdum hinum mörgu hér ónefhdu, bæði frændum og vinum. En við sem eftir lifum söknum sárt manngæsku, ástríkis, gestrisni, frá- bærs félagsþroska og fjölbreyttra hæfileika, sem hún hefur eflaust erft og borið með sér úr víðfeðmum frænd- og vinagarði í Kelduhverfi. Þessa kosti bar hún gæfu til að auka og ávaxta eftir að hún fluttist til Ak- ureyrar á árinu 1921, sem næst 12 ára gömul. KA, Knattspyrnufélag Akureyrar, sem stofnað var 8. janúar 1928, fékk að njóta íþrótta- og félagshæfileika hennar í áratugi, bæði sem leik- manns, hvatamanns í áhorfendahópi og í stjórn félagsins í gjalkerastörfum 1935. Veiga var í fimleikaflokki KA, með- al annars á Alþingishátíðinni 1930, undir stjórn hins frábæra þjálfara og ævivinar Hermanns Stefánssonar. I annarri hjartfólginni íþróttagrein var hún svo snjöll að á árunum 1932- 1945 reyndist hún ein allra besta tenniskona KA. Á árunum í kringum Alþingishátíð- arárið 1930 iðkaði hún hjólreiðar af mikflli ánægju, þó að hjólreiðagöturn- ar og slóðarnir væru torfærir yfir- ferðar, eins og þegar hún fór hjólandi milli Akureyrar og Blönduóss, á með- an hún stundaði nám við Kvennaskól- ann á Blönduósi. Þetta hefur senni- lega verið sá neisti, sem ásamt fimleikasýningarferðum í ,3oddý"- bifreiðum tendraði hjá henni milrið áhugabál fyrir ferðalögum og fjall- göngum víða um land, oftast með Ferðafélagi Akureyrar og vildarvin- um sínum Þórhildi, Dódó, Stein- grímsdóttur og Jóni Sigurgeirssyni, bræðrum hans og mörgum fleiri, að ógleymdri Guðrúnu Ragúels Sveins- dóttur. Þessa íþróttagrein ræktaði Veiga alveg fram á þennan áratug, sem er á enda á næstu áramótum. Veiga frænka var í handknattleiks- liði KA á annan áratug, enda reyndist hún höfuðmáttarstólpi og skörungur liðsins, vegna afburða skotfimi, mark- Mttni og sprengiMafts, fyUilega eins miklum og það sem sást hjá pólsku gullverðlaunakonunni í kringlukast- inu á Ólympíuleikunum þessa dagana í Sydney. En við þessi afrek naut hún dyggrar aðstoðar og fóðrunar fræk- inna meðspilara á borð við snilling- ana, Steingrímssysturnar, einkum Binnu og Möggu og fleiri þeirra, ásamt öðrum snjöllum eins og Dúddu og Jónu og mörgum öðrum slyngum og snöggum, sem allar kepptust við að koma knettinum sem fyrst til Veigu. Mig grunar að í þessari íþrótt hafi Veiga notíð sín best. Lfldegt er að annar Þingeyingur, Hulda Péturs- dóttir, sem lék þá með Þór gætí stað- fest það. Bridsspila-íþróttína iðkaði hún kunnáttusamlega og í rflcum mæli. Hún var einnig fim á hestbaM. Þrátt fyrir óhemjuannríM á sMif- stofunni, fyrst hjá Axel Kristjánssyni og eftír hans dag hjá Jóni Kr. bróður sínum, helgaði Veiga skógrækt á veg- um Skógræktarfélags Eyfirðinga (fjarska)langan vinnudag. Fyrir hönd okkar og allra frænda, vina og vandamanna kveðjum við þig, elsku Veiga mín, og biðjum þig að heilsa öllum og vera Guði falin. Sóiveig Ágústa Runólfs- ddttir, Guðmundur Örn Árnason og fjölskylda. Veiga frænka er dáin. Mig langar til að kveðja þig elsku Veiga með nokkrum orðum. Veiga var afasystir mín en hún bjó fyrir norðan en við fyrir sunnan. Veiga var samt einhvern veginn hlutí af æsku okkar systMnanna og upp- vextí. Það var alltaf farið norður til Akureyrar að minnsta kosti einu sinni á ári og Veiga og Jón bróðir hennar heimsótt á skrifstofuna í Glerárgötu. Þá var farið í mat um kvöldið tíl Veigu og Fanneyjar. Það voru engar smátrakteringar sem við fengum og alltaf „sull" með að drekka fyrir okk- ur Makkana, þ.e.a.s. gos. Þá var gjarnan sMoppið í styttri ferðir um Norðurlandið, s.s. til Dalvíkur, Ólafs- fjarðar eða eitthvað annað. Veiga kom oftast með í þessar ferðir og stundum Fanney líka. Veiga kunni óteljandi sögur og Ijóðabálka sem hún þuldi fyrir okkur börnin á leiðinni í bílnum og stytti okkur stundir og svo seinna fyrir börnin okkar. Þessar sögur og Ijóð voru mér mjög hugleikin og ytja enn í minningunni. Veiga var miMl kjarnakona og ein- hvern veginn passaði ekM að tala um hana sem gamla konu þó svo að hún væri orðin rúmlega níræð þegar hún lést. Veiga var miMl áhugamanneskja um allar íþróttir, m.a. fór hún daglega í sund til fjðlda ára og á sumrin fór hún gjarnan í hálendisferðir með Ferðafélaginu. EkM má heldur gleyma þeim miMa áhuga sem hún hafði á knattspyrnu og KA var henn- ar lið eins og allir vita sem til hennar þekktu. Hún sótti hvern einasta leik þar til nú allra seinustu árin. Hún var hætt að treysta sér því hún fékk verk fyrir hjartað af spennunni. Veiga var afskaplega ættrækin og þurftí að fá fréttir af öllum þegar hún var heimsótt og minnið var óbrigðult allttilloka. Það var alltaf gott að heimsækja hana Veigu, hún gaf miMð og þú fórst ávallt ríkari heim. Að lokum, elsku Veiga þakka þér fyrir allt, hvfl þú í friði. Aðalheiður Guðmundsdóttir. Þegar ég hugsa aftur til Akureyr- ar, þess fallega bæjar, tengist það dvöl okkar hjá Veigu. í mínum huga tengist Akureyri alltaf Veigu, og nú mun mér ekM finnast bærinn hinn sami. Veiga var alltaf ákveðin, hress og skemmtileg. Hún var mjög miMð fyrir útívist og ferðaðist miMð um landið. Ég heimsótti hana bæði með mömmu og pabba, mömmu og Öllu, og svo ein. Hún ferðaðist með okkur um Norðurland þegar við heimsótt- um hana og ég var alltaf svo hræði- lega bflveik í þessum bíltúrum, og ég man að hún gekk með mér á undan bflnum og mammaog pabbi keyrðu löturhægt á eftir. I þessum ferðum gerði hún allt til að láta mér líða betur og ég held bara að hún hafi kennt mér flestalla íslensku söngvana sem ég kann, því við sungum saman allan tímann. Ég dvaldist hka hjá henni í nokMar vikur þegar ég var átta ára og þá kenndi hún mér útsaum og margt fleira. Það er alveg ótrúlegt hvað hún veitti manni miMa athygli og var ótrúlega natin við Makka. Það var alltaf gaman að heimsækja hana og eru minnihgarnar dýrmætar. Hvað er betra en að vera í okkar yndisfögru náttúru í góðum félagsskap? Hún sagði að hún ætti eftir að skoða svo margt fallegt á íslandi, og hefði ekk- ert að gera með að ferðast erlendis á meðan. Fyrir mér hefur hún verið miMu meira en afasystir, og hef ég alltaf verið ótrúlega stolt af að bera nafn hennar og litið upp til hennar. KannsM af því að ég hef enga minn- ingu af öfum mínum og átti aðeins eina ömmu. En mest því hún var þannig manneskja sem maður getur ekM annað en litið upp til. Hún kenndi mér svo ótrúlega margt og gerði margt fyrir mig, jafnvel meira en hún gerði sér grein fyrir, því í raun er það athygli, samvera og sönn gildi sem maður metur mest þegar allt kemur til alls. Eg veit að englarnir hafa teMð vel á móti henni, því við sjá- um eftir fólM eins og henni héðan. Guð blessi hana. Sigurveig Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.