Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 MORGUNBLÁÐIÐ - MINNINGAR + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, HJÖRDÍS ÞORBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR f rá Bæ í Lóni, Austur-Skaftafellssýslu, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 5. október kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Hjartavernd. Guðný Sigurbjörnsdóttir, Ingþór Arnórsson, Eiríkur Sigurbjörnsson, Krístín Kui Rim, Gunnar Egill Sverrisson, Bjarndís Jónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hinnar látnu. + Ástkær móðir okkar, tengdamóði, amma og langamma, JÓNÍNA ANTONSDÓTTIR, Ægisstíg 4, Sauðárkróki, lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks að kvöldi fimmtudagsins 28. september. Jarðarförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 7. október kl. 14.00. Birna Árnadóttir, Bjarni Birgir Þorstoinsson, Sigríður Árnadóttir, Örn Arason, Rögnvaldur Árnason, Ingibjörg Sigurðardóttir, bamabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegs sambýlismanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GEORGS MARTEINSSONAR, Sólheimum, Borgafirði eystri. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Hrólfsdóttir, Árndís Georgsdóttir, Marta Georgsdóttir og fjölskyldur þeirra. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu ok- kur samúð og hlýhug við andlát og útför ást- kærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR ÞÓREYJAR EINARSDÓTTUR frá Hvalsá, Dalbraut 20, Reykjavík. Ágúst Benediktsson, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Benedikt Ágústsson, Jóna Guðlaugsdóttir, Ingi Ágústsson, Svala Marelsdóttir, Óskar Ágústsson, Margrét Sigurðardóttir, Svavar Agústsson, Sumarrós Jónsdóttir, Gísli Ágústsson, Hrafnhildur Björgvinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug við and- lát og útför móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, VILBORGAR JÓHANNSDÓTTUR, Sólvangsvegi 3, áður Sléttahrauni 23, Hafnarfirði. Gunnar V. Andrésson, Þorbjöm J. Sveinsson, Guðrún Sveinsdóttir, Særún Sveinsdóttir, Borgþór Sveinsson, Anna Ágústsdóttir, Bergdís Sveinsdóttir, Friðrik Harðarson, Ásdís Garðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. VILHJALMUR BOGI HARÐARSON + Vilhjálmur Bogi Harðarson fædd- ist i Reykjavík 26. janúar 1970. Hann lést 25. september síðastliðinn. Vil- hjálmur Bogi var sonur Jóhönnu Vil- hjálmsdóttur, f. 20.11. 1944, ogHarð- ar Þorvaldssónar, f. 12.11. 1942. Þauslitu samvistir. Stjúpfaðir hans , var Örn Guð- marsson, f. 2.4. 1943, og stjúpmóðir Ingi- björg Þ. Hallgríms- son, f. 8.12.1952. Systkin hans eru Hrönn, f. 28.1. 1965, hennar mað- ur er Magnús R. Guðmundsson, f. 19.3. 1961, og eru dætur þeirra: Hanna Kristín, f. 16.1. 1987, og Arna Margrét, f. 27.2.1993. Bræð- ur Vilhjálms sammæðra voru Höskuldur Örn, f. 4.4.1980, og Gunnar Ingi, f. 13.12. 1981. Systkin samfeðra voru Hörn, f. 30.7. 1979, og Þorgeir Orri, f. 3.5. 1988. Einnig átti Vilhjálm- ur fjögur stjúpsystk- in. Með fyrrverandi sambýliskonu sinni Hörpu Sveinsdóttur, f. 17.12. 1972, átti hann soninn Gabríel Svein, f. 25.11. 1998. Sambýliskona hans var Svanhildur Valdimarsdóttir, f. 28.1.1972, og á hún eina dóttur, Kristjönu Björgu, f. 11.1.1995. Vilhjálmur Bogi vann við ýmis störf, m.a. sjómennsku, verksrjdrn og lagerstörf. Vilhjálmur verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Mig langar að kveðja Villa með nokkrum orðum. Ég kynntist Villa ung, en mæður okkar hafa verið vin- konur lengi. Eg man eftir Villa sem ungum dreng, þegar lífið brosti við honum og hann naut athyglinnar sem prakkarastrikin veittu honum. Ég þekkti Villa sem ungan mann, en þá kom hann og leigði hjá mér her- bergi í Kópavoginum. Hann var skemmtilegur og þægilegur í sam- búð. Ég kynntist Villa aftur sem föð- ur. Hann var orðinn ábyrgðarfullur og stoltur faðir. En núna er lífs- göngu þinni lokið og þú ætlar að tak- ast á við hið óþekkta. Elsku Villi, ég er svo þakklát fyrir allar stundirnar sem við áttum sam- Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar erjörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Og til eru ýmsir, sem ferðalag þetta þrá, en þó eru aðrir sem ferðalaginu kvíða. Og sumum liggur reiðinnar ósköp á, en aðrir setjastvið hótelgluggann og bíða. En það er margt um manninn á svona stað, og meðal gestanna er sífelldur þys og læti. Allt lendir í stöðugri keppni um að koma sér að og krækja sér í nógu þægileg sæti. En þó eru sumir, sem láta sér lynda það að lifa úti í horni, óáreittir og spakir, því það er svo misjafnt, sem mennirnir leita að og misjafn tilgangurinn, sem fyrir þeim vakir. En mörgum finnst hún dýr þessi hóteldvöl þó deilt sé um, hvort hótelið sjálft muni græða. En við sem ferðumst, eigum ei annars völ. Það er ekki um fleiri gististaði að ræða. Að vísu eru flestir velkomnir þangað inn, og viðbúnaður, er gestir koma í bæinn, og margir í allsnægtum una þar fyrst um sinn. En áhyggjan vex, er menn nálgast burtferð- ardaginn. Þá streymir sú hugsun um oss sem ískaldur foss, að allt verði loks upp í dvölina tekið frá oss, er dauðinn, sá mikli rukkari, réttir oss reikninginn yfir það sem var skrifað hjá oss. Þá verður oss ljóst, að framar ei frestur gefst né færi á að ráðstafa nokkru bétur. Því alls, sem lífið lánaði, dauðinn krefst, í líku hlutfalli og Metúsalem og Pétur. Ég votta foreldrum Villa og fjöl- skyldum þeirra mína dýpstu samúð í sorg þeirra. Katrín Lillý. „Komið til mín, allir þér sem erf- iði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld." Matt. 11:28. í dag kveðjum við góðan vin okk- ar til margra ára. Saman áttum við aragrúa góðra sem erfiðra stunda. Það var alltaf hægt að stóla á þig í smádjamm og skemmtilegri og líf- legri félaga er erfitt að hugsa sér í sumarbústaðaferðir, útilegur eða bara að horfa á boxið. Sérstaklega varst þú í essinu þínu þegar umræð- urnar snerust um mótorhjól, veiði- ferðir og öll hin áhugamálin þín sem þú varst svo fróður um. Þú varst alltaf mikið fyrir börn og áttir auðvelt með að ná til þeirra enda var mjög stutt í barnið í þér. Kemur þá ósjálfrátt upp í hugann aldamótakvöldið sem við áttum með þér og Svanhildi. Þar varst þú miklu æstari en börnin í að skjóta upp rak- ettum og sprengja kínverja. A end- anum var erfiðara að draga þig inn en þau. Það voru mikil gleðitíðindi þegar þú hringdir og sagðist vera orðinn pabbi. A köflum voru tröllasögurnar þínar af Gabríel Sveini reyndar orðnar hálfþreytandi en stoltari fað- ir er vandfundinn. Gabríel Sveinn var þó ekki eina barnið þitt, því þeg- ar þið Svanhildur byrjuðuð að búa saman tókst þú Kristjönu Björgu, dóttur hennar, strax sem þinni eigin og varð hún mjög hænd að þér. En þú reyndist ekki bara börnum vel því þú varst alltaf tilbúinn að fórna tíma og orku í vini þína, hvort sem vantaði hraustan burðarmann eða öxl til að gráta á. Elsku Villi, með þér hverfur mik- ið úr lífi okkar og þín er sárt saknað en það voru forréttindi að þekkja þig og eiga sem vin. Svavar og Hafdi's. Þegar ég minnist Vilhjálms Boga eða Villa eins og við kölluðum hann alltaf er margt sem kemur upp í hugann en það sem stendur þó upp úr er áhugi hans á veiði. Frá því að ég sá hann fyrst, þá tíu ára, hefur áhugi hans á veiði tekið hug hans all- an. Þegar hann var að veiða við læk- inn uppi í sumarbústað tjaldaði hann við besta hylinn við lækinn til að geta vitjað um færið um nóttina. Þó var skemmtilegasta reynslan okkar saman er ég og vinur minn vorum við veiðar og það fréttist í bæinn að við værum að veiða vel. Þá hringdi Villi í okkur og spurði hvort hann mætti koma í heimsókn til okkar eft- ir vinnu. Þegar hann kom vorum við búnir að landa sex löxum af öllum stærðum og gerðum og vorum að færa okkur á góðan stað í ánni. Villi var snöggur að setja saman stöng- ina og koma sér út í til að veiða og eftir smástund beit sá stóri á. Eftir rosalegan hamagang og læti tókst okkur að ná fiskinum á land og var það þá enginn smáfiskur sem kom; 18 punda hængur. Stríðsöskrinu og dansinum sem fylgdu í kjölfarið verður varla lýst en ánæjan sem skein úr andliti hans þegar hann hafði náð þessum stóra er sú minn- ing sem ég ætla að geyma með mér. Ég votta öllum sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls Villa dýpstu samúð mína, og bið guð að hjálpa þeim. Þinn vinur, Magnús. GUNNAR GUNNARSSON + Gunnar Gunn- arsson fæddist í Syðra-Vallholti, Vallhólmi í Skaga- firði 28. mars 1926. Hann lést föstudag- inn 22. september síðastliðinn. Útför Gunnars fór fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 30. september. Þegar staðið er á tímamótum sem þess- um þýtur margt í gegn um hugann. Maður stekkur í huganum aftur um mörg ár og er að trítla upp brekk- una hjá Syðra-Vallholti í einhverj- um erindagjörðum, oft til að sækja rolluskjátu sem hefur þótt grasið grænna hinum megin, eða þá að maður hefur verið búinn að lesa allar bækurnar sem til voru heima. Þá var upplagt að fá að kíkja í hill- urnar hjá Gunna því að í augum barnsins eru þær ótæmandi. Og alltaf er jafn gaman að koma þangað. Gunni stendur á tröppunum og fagnar manni eins og maður væri sjálfur hreppstjórinn. Maður er drifinn inn í eldhús og þar er sko raðað í mann ýmsu góðgæti. Svo er spjallað um alla heima og geima og þau kunna svo sannar- lega að láta manni líða eins og maður sé bara þó nokkuð merkileg persóna Gunni og Stebba. Og svona var þetta alla tíð. Hversu oft erum við búnar að mæta Gunna hérna á veg- inum á ýmsum árgerðum af Skoda og alltaf lyftist hann í sætinu við að sjá mann. Eða mæta honum í búð- inni og heyra alltaf þessa sömu setningu „Mikið er nú gaman að sjá þig". Svo tengdumst við ennþá meira í gegnum lögin þín og það var mikill heiður fyrir stelpuna úr hinu Holtinu að fá að syngja ein- söng í einu þeirra enda voru þau eins og þú, hugljúf en þó tilfinn- ingamikil. Það verður visst tómarún inni í manni þegar maður hugsar til framtíðar, því að Gunni var einn af þessum föstu punktum sem hefur hreinlega alltaf verið þarna. En minningarnar lifa innra með okkur og við getum bara þakkað að hafa fengið að alast upp í svona góðu ná- grenni sem kenndi okkur svo margt. Elsku Ninna og fjölskylda og aðrir aðstandendur, við sendum ykkur okkar bestu samúðarkveðj- ur. Undir dalanna sól við minn einfalda óð hef ég unað við kyrrláta fór. Undir dalanna sól hef ég lifað mín ljóð ég hef leitað og fundið mín svör. Undir dalanna sól heféggæfunagist stundum grátið en oftast í fögnuði kysst ¦ undir dalanna sól á ég bú mitt og ból og minn bikar, minn arinn minn svefnstað og skjól. Haddý og Harpa frá Ytra-Vallholti. ¦waaaMWMHMa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.