Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 62
Ji 62 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ^ Flýttu þér! Við erum að missa af skólabílnum! Efþúfinnurekki nestisboxið, notaðu þá eitthvað annað! BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Grátur úr hverri holu - en þingmenn þegja Frá Önnu Ringsted: ÞAÐ FYLLTI minn mæli, þegar ég heyrði nýlega í sjónvarpsfréttum að 50 lögreglumenn hefðu verið fengn- ir til að gæta kínverskra ráða- manna meðan á opinberri heimsókn þeirra stóð, hér á okkar annars frið- sæla Islandi. Eru ráðamenn okkar alveg veruleikafirrtir, eða fá þeir aldrei að fara út fyrir Alþingishúss- ins dyr? Þeir hika ekki við að um- kringja og vernda menn með blóði- drifinn bakgrunn, meðan grátur og angist fylla hverja holu á íslenskum vegum. Ég er eiginlega alveg mát! Lítið ykkur nær, ágætu ráðamenn, og gætið landa ykkar; okkar sem borga launin ykkar; okkar sem veitt hafa ykkur umboð til höndla nánast með líf okkar, limi og heilsu. Er virkilega enginn þingmaður sem áhuga hefur á umferðarmálum eða þor til að tjá sig um þessi mál? Hvað veldur áhugaleysinu? Ekki nógu spennandi? Engir feitir stólar eða örugg atkvæði? Spyr sá sem ekki veit. Það er ekki nóg að hafa einhvern tímann lagt fram tillögu varðandi umferðaröryggi, svona fyrir siðasakir. Það þarf líka að fylgja henni eftir og koma henni í framkvæmd. Það væri kannski til- valið að afgreiða hana á síðustu dögum þingsins því þá virðist allt renna í gegn á hraða ljóssins. Ég bara trúi því ekki fyrr en ég tek á að allir íslenskir stjórnmála- menn geti ekki sameinast í einn stóran öflugan flokk og barið í borð- ið og sagt: Nú er nóg komið af harmleikjum umferðarinnar, þetta viljum við ekki. Verum núna, þó ekki væri nema einu sinni, sammála um að stórefla umferðarlöggæslu á íslenskum vegum. Það kostar vissu- lega peninga en af þeim eigum við nóg þegar líf liggur við. Eg skora á ykkur, þingmenn góð- ir, að á komandi þingi verði það ykkar fyrsta verk að sjá til þess lög- gæsla á íslenskum vegum verði stórefld, má vera að þið gætuð kannski dustað rykið af gömlum loforðum, ef til eru. En sem betur fer sjást ljósir punktar í umferðar- menningu okkar íslendinga. Eg var á dögunum stödd við Verkmennta- skólann á Akureyri og þá sá ég, mér til mikillar gleði, að margir tugir ungra ökumanna notuðu bílbelti (fyrir utan einn) og ég tek ofan fyrir þeim, kannski voru þarna þing- menn framtíðarinnar innan um. Líklega er mun vænlegra til árang- urs að snúa sér beint til þeirra. ANNA RINGSTED, Eyjafjarðarsveit, þátttakandi í STANZ-hópnum. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höfuð- borgarsvæðinu Frá Gunnari Reyni Antonssyni: Velvilji þeirra sem búa á höfuð- borgarsvæðinu er alveg aðdáunar- verður, þegar Sjálfsbjörg á í hlut. Það sannaðist á fjáröflunardeg- inum 24. september sl. Sjaldan hef- ur árangur verið jafn góður og nú. Við í Sjálfsbjörg viljum þakka fyrir þær frábæru móttökur sem penna-sölufólk okkar fékk allstað- ar þar sem það kom. Sumir skólar gerðu þessa solu að verkefni í námi barnanna, eða lið í þeirra fjáröflunum vegna ýmissa verkefna sem þau standa að. Starfsfólki skóianna og börnunum þökkum við kærlega fyrir. Margir félagar okkar í Sjálfs- björg tóku einnig virkan þátt í söl- unni með góðum árangri, þökk sé þeim. Sjálfsbjörg stendur fyrir þrótt- miklu félagsstarfi fyrir sína félags- menn, sem útheimtir mikla vinnu og er nánast öll unnin í sjálfboða- vinmi. Það er samt þannig að fé- lagsstarfið kostar mikla peninga, það þarf húsnæði undir starfið, það þarf að auglýsa, kaffi, vinningar, þrif o.fl. Dæmigerð vika yfir vetrartímann lítur einhvern veginn svona út: Mánudagur: brids; þriðjudagur: bingó eða opið hús; miðvikudagur: félagsvist; fimmtu- dagur: skák. Félagsfundir, ferða- lög bæði innanlands og utan, árs- hátíð, veiðiferðir og útivist (Kriki við Elliðavatn) og fleira er einnig á dagskrá hjá okkur. Skrifstofan okkar er opin alla virka daga frá kl. 9 til 16 en á henni vinna tveir starfsmenn, sem hafa vart undan að sinna hinum ýmsu erindum sem þangað berast. Ekkert af þessu væri fram- kvæmanlegt ef við nytum ekki vel- vilja almennings, því mest allt okk- ar rekstrarfé fáum við frá almenningi. GUNNAR REYNIR ANTONSSON, formaður Sjálfsbjargar á höfuð- borgarsvæðinu. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu,efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.