Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 63
. MORGUNBLAÐIÐ PRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 63 FRETTIR Vilja bæta kjör leik- skóla- kennara FRAMKVÆMDASTJÓRN Kven- réttindafélags íslands hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Kvenréttindafélag íslands lýsir yfir áhyggjum af því ástandi sem nú ríkir á leikskólum landsins. Leikskólar sinna mikilvægu upp- eldis- og menntunarhlutverki fyrir yngstu börnin og því er brýnt að huga vel að þessu skólastigi. Launakjör leikskólakennara og annars starfsfólks á leikskólum eru hins vegar með þeim hætti að illa gengur að ráða fólk til starfa. Af þeim sökum hefur ekki verið hægt að standa við gefin loforð um leikskólapláss. I lögum og í aðalnámskrá er lögð áhersla á mikilvægi þess starfs sem fram fer á leikskólum og að börnin njóti leiðsagnar leik- skólakennara, enda leikskólinn skilgreindur sem fyrsta skólastig- ið. Það ætti því að vera sveitar- félögum kappsmál að fá fagaðila til starfa. Hins vegar er ljóst að með- an launakjör starfsfólks leikskóla eru með þeim hætti að ekki tekst að manna allar stóður er lögum um leikskóla og þeim markmiðum sem sett eru í aðalnámskrá þeirra, ekki framfylgt. Framkvæmdastjórn skorar á hlutaðeigandi yfirvöld að bæta kjör leikskólakennara og annars starfsfólks á leikskólum." Kynning á sjálf- boðaliðastarfi Rauða krossins KYNNING verður haldin þriðju- daginn 3. október kl. 20 í Sjálf- boðamiðstöð Rauða krossins, Hverfisgötu 105 á verkefnum sem sjálfboðaliðar Rauða krossins inna af hendi. Megintilgangur kynningarinnar er að afla sjálfboðaliða á öllum aldri í 4-10 tíma á mánuði til þeirra fjölbreyttu verkefna sem unnin eru í þágu mannúðar, enda er sjálfboðastarf undirstaða Rauðakrosshreyfingarinnar hér á landi sem um heim allan, segir í fréttatilkynningu. Dæmi um verk- efni í höndum sjálfboðaliða eru: Heimsóknir til fanga og til las- burða fólks, sölubúðir, skyndi- hjálp, fataflokkun, handverk, síma- þjónusta, unglingastarf, átaksverkefni o.fl. Námskeið um betri samhæf- ingu í heil- brigðisþjónustu Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands heldur 6. október nám- skeiðið Samhæfð heilbrigðisþjón- usta fyrir stjórnendur í heilbrigðis- og félagskerfinu. Samhæfð heil- brigðisþjónusta er sú hugmynda- fræði sem stuðst hefur verið við til að mæta aukinni þröf fyrir meðferð og umönnun, samhliða niðurskurði í heilbrigðiskerfinu. Kennari á námskeiðinu er Ingvar Karlberg, prófessor í lýðheilbrigði við Nor- ræna heilbrigðisháskólann í Gauta- borg. Karlberg mun fjalla sérstaklega um reynslu Svía af umbótum í öldr- unarþjónustu og bera hana saman við þá sem veitt er hér á landi. Skipulagsbreytingar þær sem Svíar gerðu á öldrunarþjónustunni 1992 þykja hafa heppnast vel. Pær voru gerðar með samhæfða þjónustu að leiðarljósi og var sérstók áhersla lögð á notkun upplýsingatækni og svokallað sjúklingaflæði sem mið- ast við þarfir sjúklings hverju sinni, segir í fréttatilkynningu. Umsjón með námskeiðinu hefur Á myndinni má sjá dæmi um afrakstur átaksins Bflinn allan heim. Bílinn allan heim - enga varahluti á hálendinu „BILINN allan heim - enga vara- hluti á hálendinu" var yfirskrift á hreinsunarátaki sem Ferðamálaráð gekkst fyrir nú í haust. Atakið hófst við Húsafell og því lauk þremur vikum síðar við Mývatn en þá höfðu verið hreinsaðir um 1.400 km eða ailir helstu hálendisvegir landsins. I fréttatilkynningu frá Ferðamálaráði Islands segir m.a.: „f vetur og vor var si'ðan unnið í að fá samstarfsaðila en verkefni sem þetta er töluvert kostnaðarsamt. Þeir aðilar sem tóku þátt í verkefn- inu með Ferðamálaráði voru Eur- opcar eða Bflaleiga Akureyrar sem útvegaði kerru, Hekla hf. útvegaði Galloper jeppa, Olís sá um ohur og rekstrarvörur fyrir bflinn, VIS eft- irlét tryggingar og auglýsingastof- an Stíll sá um að merkja kerru og bfl. Farið var yfir um 1.400 km eða nánast alla vegi sem Vegagerðin merkir sem F-vegi. Þrír starfsmenn Ferðamálaráðs skiptu með sér að aka bflnum og sljórna verkinu og þá voru ráðnir tveir sveinar, Styrm- ir Hauksson og Þorgeir Finnsson, sem höfðu það verk með höndum að tína það sem fannst upp í kerruna. Með sanni má segja að þessi hreinsunarsveit hálendisins hafi fundið ótrúlegustu hluti á leið sinni. Mikið var um pústkerfi, jafnvel undan stærri bflum, þ.e. rútu eða flutningabfl. Einnig var mikið um dekk og dekkjadræsur, meira að segja dekk á felgu; Þá fundust raf- geymar, bflrúður, gormar og demp- arar. Sem sagt allir helstu vara- hlutir sem fylgja bflum. Þegar upp var staðið voru þetta m'u kerrur eða um 15 rúmmetrar af varahlutum." Guðjón Magnússon, rektor Nor- ræna heilbrigðisháskólans í Gauta- borg. Kennt verður á ensku. Námskeið um ást og aga í uppeldi NÁMSKEIÐIÐ Ást og agi í upp- eldi hefst laugardaginn 7. október nk. kl. 10-16 í Foreldrahúsinu í Vonarstræti 4 b. Léttur hádegis- verður er innifalinn. Námskeiðið er fyrir foreldra með börn á öllum aldri. Fjallað verður um mikilvægi þess að foreldrar líti á sig sem fyrirmyndir, líti á aðhald og aga sem sjálfsagðan hlut, þekki muninn á ákveðni og óákveðni og öðlist leikni í að gefa af sér og hvetja, segir í fréttatilkynningu. Umsjónarmaður er Sæmundur Hafsteinsson sálfræðingur. Skráning og allar nánari upp- lýsingar fást í Foreldrahúsinu, hjá Vímulausri æsku og Foreldrahópn- um. Lýst eftir vitnum LÖGREGLAN í Reykjavík auglýsir eftir vitnum að árekstri sem varð föstudaginn 29. september sl. kl. 11.07 á gatnamótum Bústaðavegar og afreinar frá Kringlumýrarbraut við eystri enda Bústaðabrúar. Um- ferðarljós eru á gatnamótunum og greinir ökumenn á um stöðu umferð- arljósanna er áreksturinn varð. I umræddu tilviki var brúnni Honda Civic-bifreið, RR-088, ekið austur Bústaðaveg og bifreiðinni XP-358, sem er Dodge Dakota-pall- bifreið, ekið eftir afrein af Kringlu- mýrarbraut í norður að Bústaðavegi. Engin vitni gáfu sig fram á staðn- um en ef einhver hefur orðið vitni að árekstrinum er viðkomandi beðinn að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. ¦ DREGIÐ var sunnudaginn 24. september í listaverkahappdrætti Kórs Flensborgarskólans. Vinn- ingar komu á eftirtalda miða: Nr. 69, 517, 1045, 1306, 47, 838, 808, 945, 1400, 1168, 72, 1724, 270, 1741, 675, 567, 1263. Vinninga má vitja í síma 565-0400 eða á skrif- stofu Flensborgarskólans. (Birt án ábyrgðar) Aðalfundur Samkóps AÐALFUNDUR SAMKÓPS, Sam- taka foreldrafélaga og foreldraráða í grunnskólum Kópavogs, verður haldinn þriðjudaginn 3. október nk. í Lindaskóla í Kópavogi kl. 20. Á fundinum verða venjuleg aðal- fundarstörf. Að þeim loknum mun Gunnsteinn Sigurðsson, skólastjóri Lindaskóla, fjalla um skólastarf og fara síðan með foreldrum í skoðun- arferð um skólann, segir í fréttatil- kynningu. Veitingar eru í umsjón Foreldrafélags Lindaskóla. Allir foreldrar barna velkomnir. Ráðstefna um áhrif fíkniefnaneyslu RAÐSTEFNA um áhrif fíkniefna- neyslu á líf og heilsu manna og um aðgerðir stjórnvalda til að hindra aðgengi að fíkniefnum verður hald- in á Grand Hóteli í Reykjavík dag- ana 5. og 6. október. Ráðstefnunni er ætlað að höfða til sem flestra er málið varðar, til fagmanna, for- eldra en ekki síst til ungs fólk. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er kunnur bandarískur vísindamaður, dr. Bertha Madras, sem fjalla mun um áhrif fíkniefnaneyslu á starf- semi heilans. Dr. Bertha Madras er prófessor við Harvard-háskól- ann og hefur um árabil stundað rannsóknir á áhrifum fíkniefna, svo sem hass, amfetamíns og „ecstasy" á heilastarfsemina. Auk hennar munu fjölmargir innlendir fræði- menn fjalla um málið frá ýmsum hliðum. Umfjöllun verður um fé- lags-, heilsufars- og efnahagslegar afleiðingar og áhrif á fjölskyldu. Meðal fyrirlesara eru dr. Krist- inn Tómasson, Jóhann Loftsson sálfræðingur, dr. Þórólfur Þór- lindsson og Þórður Ólafsson heilsugæslulæknir. Síðari daginn verður m.a. fjallað um starf og að- gerðir tollgæslunnar og efnahags- brotadeildar lögreglunnar, auk þess sem Axel Hall frá Hagfræð- istofnun HÍ mun fjalla um kostnað samfélagsins vegna fíkni- efnaneyslu. Fulltrúar framhalds- skólanema og verkefnisins Evrðpskir unglingar án vímuefna eða PATH munu kynna sjónarmið sín. Ráðstefnan er öllum opin og hefst skráning kl. 8.30 á Grand Hóteli fimmtudaginn 5. október og lýkur kl. 12 föstudaginn 6. október. Ráðstefnugjald er 2.000 kr., en frítt er fyrir alla yngri en tvítugt. Ráðstefnugögn og kaffi er innifa- lið. Tilkynna ber þátttöku fyrir 28". september til áfengis- og vímuv- arnaráðs. Upplýsingar má finna á www.islandaneiturlyfja.is MATHYS <3 Stððvið lekann með pensli ... 09 Fillcoat Vatnsvörn ARVIK ÁRMÚLA1 • SÍMl 568 7222 • FAX 568 7295 rfmllfm ,.v;, ¦¦- Viltu öðlast meiri víðsýni? Langar þig til að kynnast annarri menningu? Viitu kanna ókunn lönd? Ertu á aldrinum 15-18 ára? Viltu öðruvísi menntun? Meiri víðsýni? Meira sjálfstraust? Erum að taka á móti umsóknum: • Um ársdvöl í Argentínu, Japan og Paragvæ og hálfs árs dvöl í Bandaríkjunum, Brasilíu og ítatíu með brottför í janúar—mars 2001. • Til fjölmargra landa með brottför júní-september2001. AFSáíslandi Ingólfsstræti 3 | 2. hæð | sími 552 5450 | www.afs.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.