Morgunblaðið - 03.10.2000, Síða 63

Morgunblaðið - 03.10.2000, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 63 Vilja bæta kjör leik- skóla- kennara FRAMKVÆMDASTJÓRN Kven- réttindafélags íslands hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Kvenréttindafélag íslands lýsir yfir áhyggjum af því ástandi sem nú ríkir á leikskólum landsins. Leikskólar sinna mikilvægu upp- eldis- og menntunarhlutverki fyrir yngstu börnin og því er brýnt að huga vel að þessu skólastigi. Launakjör leikskólakennara og annars starfsfólks á leikskólum eru hins vegar með þeim hætti að illa gengur að ráða fólk til starfa. Af þeim sökum hefur ekki verið hægt að standa við gefin loforð um leikskólapláss. I lögum og í aðalnámskrá er lögð áhersla á mikilvægi þess starfs sem fram fer á leikskólum og að börnin njóti leiðsagnar leik- skólakennara, enda leikskólinn skilgreindur sem fyrsta skólastig- ið. Það ætti því að vera sveitar- félögum kappsmál að fá fagaðila til starfa. Hins vegar er ljóst að með- an launakjör starfsfólks leikskóla eru með þeim hætti að ekki tekst að manna aliar stöður er lögum um leikskóla og þeim markmiðum sem sett eru í aðalnámskrá þeirra, ekki framfylgt. Framkvæmdastjórn skorar á hlutaðeigandi yfirvöld að bæta kjör leikskólakennara og annars starfsfólks á leikskólum." Kynning á sjálf- boðaliðastarfi Rauða krossins KYNNING verður haldin þriðju- daginn 3. október kl. 20 í Sjálf- boðamiðstöð Rauða krossins, Hverfisgötu 105 á verkefnum sem sjálfboðaliðar Rauða krossins inna af hendi. Megintilgangur kynningarinnar er að afla sjálfboðaliða á öllum aldri í 4-10 tíma á mánuði til þeirra fjölbreyttu verkefna sem unnin eru í þágu mannúðar, enda er sjálfboðastarf undirstaða Rauðakrosshreyfíngarinnar hér á landi sem um heim allan, segir í fréttatilkynningu. Dæmi um verk- efni í höndum sjálfboðaliða eru: Heimsóknir til fanga og til las- burða fólks, sölubúðir, skyndi- hjálp, fataflokkun, handverk, síma- þjónusta, unglingastarf, átaksverkefni o.fl. Námskeið um betri samhæf- ingu í heil- brigðisþj ónustu Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands heldur 6. október nám- skeiðið Samhæfð heilbrigðisþjón- usta fyrir stjórnendur í heilbrigðis- og félagskerfinu. Samhæfð heil- brigðisþjónusta er sú hugmynda- fræði sem stuðst hefur verið við til að mæta aukinni þröf fyrir meðferð og umönnun, samhliða niðurskurði í heilbrigðiskerfinu. Kennari á námskeiðinu er Ingvar Karlberg, prófessor í lýðheilbrigði við Nor- ræna heilbrigðisháskólann í Gauta- borg. Karlberg mun fjalla sérstaklega um reynslu Svía af umbótum í öldr- unarþjónustu og bera hana saman við þá sem veitt er hér á landi. Skipulagsbreytingar þær sem Svíar gerðu á öldi'unarþjónustunni 1992 þykja hafa heppnast vel. Þær voru gerðar með samhæfða þjónustu að leiðarljósi og vai- sérstök áhersla lögð á notkun upplýsingatækni og svokallað sjúklingaflæði sem mið- ast við þarfir sjúklings hverju sinni, segir í fréttatilkynningu. Umsjón með námskeiðinu hefur Á myndinni má sjá dæmi um afrakstur átaksins Bilinn allan hciin. Bílinn allan heim - enga varahluti á hálendinu „BILINN allan heim - enga vara- hluti á hálendinu" var yfirskrift á hreinsunarátaki sem Ferðamálaráð gekkst fyrir nú í haust. Átakið hófst við Húsafell og því lauk þremur vikum síðar við Mývatn cn þá höfðu verið hreinsaðir um 1.400 km eða allir helstu hálendisvegir landsins. I fréttatilkynningu frá Ferðamálaráði íslands segir m.a.: „I vetur og vor var síðan unnið í að fá samstarfsaðila en verkefni sem þetta er töluvert kostnaðarsamt. Þeir aðilar sem tdku þátt í verkefn- inu með Ferðamálaráði voru Eur- opcar eða Bflaleiga Akureyrar sem útvegaði kerru, Hekla hf. útvegaði Galloper jeppa, Olís sá um olíur og rekstrarvörur fyrir bflinn, VIS eft- irlét tryggingar og auglýsingastof- an Stfll sá um að merkja kerru og bfl. Guðjón Magnússon, rektor Nor- ræna heilbrigðisháskólans í Gauta- borg. Kennt verður á ensku. Námskeið um ást og aga í uppeldi NÁMSKEIÐIÐ Ást og agi í upp- eldi hefst laugardaginn 7. október nk. kl. 10-16 í Foreldrahúsinu í Vonarstræti 4 b. Léttur hádegis- verður er innifalinn. Námskeiðið er fyrir foreldra með börn á öllum aldri. Fjallað verður um mikilvægi þess að foreldrar líti á sig sem fyrirmyndir, líti á aðhald og aga sem sjálfsagðan hlut, þekki muninn á ákveðni og óákveðni og öðlist leikni í að gefa af sér og hvetja, segir í fréttatilkynningu. Umsjónarmaður er Sæmundur Hafsteinsson sálfræðingur. Skráning og allar nánari upp- lýsingar fást í Foreldrahúsinu, hjá Vímulausri æsku og Foreldrahópn- um. Lýst eftir vitnum LÖGREGLAN í Reykjavík auglýsir eftir vitnum að árekstri sem varð föstudaginn 29. september sl. kl. 11.07 á gatnamótum Bústaðavegar og afreinar frá Kringlumýrarbraut við eystri enda Bústaðabrúar. Um- ferðarljós eru á gatnamótunum og gi’einir ökumenn á um stöðu umferð- arljósanna er áreksturinn varð. I umræddu tilviki var brúnni Honda Civic-bifreið, RR-088, ekið austur Bústaðaveg og bifreiðinni XP-358, sem er Dodge Dakota-pall- bifreið, ekið eftir afrein af Kringlu- mýrarbraut í norður að Bústaðavegi. Engin vitni gáfu sig fram á staðn- um en ef einhver hefur orðið vitni að árekstrinum er viðkomandi beðinn að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. ■ DREGIÐ var sunnudaginn 24. september í listaverkahappdrætti Kórs Flensborgarskdlans. Vinn- ingar komu á eftirtalda miða: Nr. 69, 517, 1045, 1306, 47, 838, 808, 945, 1400, 1168, 72, 1724, 270, 1741, 675, 567, 1263. Vinninga má vitja í síma 565-0400 eða á skrif- stofu Flensborgarskólans. (Birt án ábyrgðar) Ráðstefna um áhrif fíkniefnaneyslu Farið var yfir um 1.400 km eða nánast alla vegi sem Vegagerðin merkir sem F-vegi. Þrír starfsmenn Ferðamálaráðs skiptu með sér að aka bflnum og sljdrna verkinu og þá voru ráðnir tveir sveinar, Styrm- ir Hauksson og Þorgeir Finnsson, sem höfðu það verk með höndum að tína það sem fannst upp í kerruna. Með sanni má segja að þessi hreinsunarsveit hálendisins hafi fundið dtrúlegustu hluti á leið sinni. Mikið var um pústkerfi, jafnvel undan stærri bflum, þ.e. rútu eða flutningabfl. Einnig var mikið um dekk og dekkjadræsur, meira að segja dekk á felgu. Þá fundust raf- geymar, bflrúður, gormar og demp- arar. Sem sagt allir helstu vara- hlutir sem fylgja bflum. Þegar upp var staðið voru þetta níu kerrur eða um 15 rúmmetrar af varahlutum." Aðalfundur Samkóps AÐALFUNDUR SAMKÓPS, Sam- taka foreldrafélaga og foreldraráða í grunnskólum Kópavogs, verður haldinn þriðjudaginn 3. október nk. í Lindaskóla í Kópavogi kl. 20. Á fundinum verða venjuleg aðal- fundarstörf. Að þeim loknum mun Gunnsteinn Sigurðsson, skólastjóri Lindaskóla, fjalla um skólastarf og fara síðan með foreldrum í skoðun- arferð um skólann, segir í fréttatil- kynningu. Veitingar eru i umsjón Foreldrafélags Lindaskóla. Allir foreldrar barna velkomnir. RÁÐSTEFNA um áhrif fíkniefna- neyslu á líf og heilsu manna og um aðgerðir stjórnvalda til að hindra aðgengi að fíkniefnum verður hald- in á Grand Hóteli í Reykjavík dag- ana 5. og 6. október. Ráðstefnunni er ætlað að höfða til sem flestra er málið varðar, til fagmanna, for- eldra en ekki síst til ungs fólk. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er kunnur bandarískur vísindamaður, dr. Bertha Madras, sem fjalla mun um áhrif fíkniefnaneyslu á starf- semi heilans. Dr. Bertha Madras er prófessor við Harvard-háskól- ann og hefur um árabil stundað rannsóknir á áhrifum fíkniefna, svo sem hass, amfetamíns og „ecstasy“ á heilastarfsemina. Auk hennar munu fjölmargir innlendir fræði- menn fjalla um málið frá ýmsum hliðum. Umfjöllun verður um fé- lags-, heilsufars- og efnahagslegar afleiðingar og áhrif á fjölskyldu. Meðal fyrirlesara eru dr. Krist- inn Tómasson, Jóhann Loftsson sálfræðingur, dr. Þórólfur Þór- lindsson og Þórður Ólafsson heilsugæslulæknir. Síðari daginn verður m.a. fjallað um starf og að- gerðir tollgæslunnar og efnahags- brotadeildar lögreglunnar, auk þess sem Axel Hall frá Hagfræð- istofnun HI mun fjalla um kostnað samfélagsins vegna fíkni- efnaneyslu. Fulltrúar framhalds- skólanema og verkefnisins Evröpskir unglingar án vímuefna eða PATH munu kynna sjónarmið sín. Ráðstefnan er öllum opin og hefst skráning kl. 8.30 á Grand Hóteli fimmtudaginn 5. október og lýkur kl. 12 föstudaginn 6. október. Ráðstefnugjald er 2.000 kr., en frítt er fyrir alla yngri en tvítugt. Ráðstefnugögn og kaffi er innifa- lið. Tilkynna ber þátttöku fyrir 28. september til áfengis- og vímuv- arnaráðs. Upplýsingar má finna á www.islandaneiturlyfj a.is J A1 'W rs <3 Vatnsvörn Stöðvið lekann með pensli ÁRVÍK ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 Viltu öðlast meiri víðsýni? Langar þig til að kynnast annarri menningu? Viltu kanna ókunn iönd? Ertu á aldrinum 15-18 ára? Viltu öðruvísi menntun? Meiri víðsýni? Meira sjálfstraust? Erum að taka á móti umsóknum: • Um ársdvöl í Argentínu, Japan og Paragvæ og hálfs árs dvöl I Bandaríkjunum, Brasilíu og Ítalíu með brottför í janúar— mars 2001. • Til fjölmargra landa með brottför júní—september 2001. AFS á islandl Ingólfsstræti 3 | 2. hæð | sími 552 5450 | www.afs.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.