Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 4
1 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Hagdeild ASI gagnrýn- ir fjárlagafrumvarpið Varað við breytingum á vaxta- bótakerfinu HAGDEILD Alþýðusambands ís- lands, ASÍ, gagnrýnir fjárlagafrum- varp ársins 2001 í umsögn um frum- varpið og telur það boða lítil tíðindi. Hagdeild ASÍ varar sérstaklega við að gerðar verði breytingar á bama- bótakerfmu vegna umfjöllunar í frumvarpinu um að slíkt verði kann- að og tekið er fram vegna umfjöllun- ar í frumvarpinu um breytingar á barnabótakerfinu að allar breyting- ar á eignaskerðingarmörkum barna- bótanna séu utan þess ramma sem ríkisstjórnin hafi lofað varðandi hækkun barnabótanna í tengslum við gerð kjarasamninga sl. vor. Afgangur á ríkissjóði minna hlutfall af tekjum en í ár Hagdeildin heldur því fram í um- sögn sinni að fjárlagafrumvarpið boði lítil tíðindi. Þegar búið sé að draga frá hagnað af sölu ríkiseigna sé Ijóst að tekjuafgangur ríkissjóðs sem hlutfall af tekjum sé heldur minni en í ár. Eiginlegur tekjuaf- gangur verði einungis 23 milljarðar eða um 9,6% af tekjum, en var 9,8%. Hagdeild ASI minnir á að verka- lýðshreyfmgin hafi við samnings- gerðina sl. vor lagt þunga áherslu á leiðréttingu til handa fjölskyldum með breytingum á barnabótakerf- inu. „Ríkisstjórn gaf út yfirlýsingu þar sem lofað var 1.500 milljónum til að hækka skerðingarmörk barna- bóta og draga út tekjutengingum þeirra enda voru sífellt færri sem fengu bætur. Á næsta ári er gert ráð fyrir að auka framlag til bamabóta um 600 milljónir. Alþýðusamband Islands hefur ekki séð hve stór hluti þeirra 1.500 milljóna sem ríkis- stjórnin lofaði fer til að hækka tekju- skerðingarmörkin og hve stór hluti fer til að draga úr tekjutengingunni. í fjárlagafrumvarpinu er einnig rætt um að afnema eignatengingu barnabótanna. Alþýðusamband Is- lands hefur ekki séð útfærslur á þeirri hugmynd eða fengið upplýs- ingar um hve stór hluti af auknu framlagi til bamabóta á næsta ári fer í að afnema eignatengingu eða hver áhrifin yrðu þá á hina ýmsu tekju- hópa. ASÍ ítrekar hins vegar að sam- bandinu var lofað 1.500 milljónum til þess að hækka tekjuskerðingarmörk barnabóta og draga úr tekjutenging- um þeirra. Allar breytingar á eigna- skerðingarmörkum eru utan þess ramma,“ segir í umsögninni. Ekkert minnst á fjölþrepa skattkerfi Minnt er á að í yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar hafi verið boðað að hafin verði vinna við að skoða nýtt fjölþrepa tekjuskattskerfi og er átal- ið að ekkert sé minnst á þessa vinnu í framkomnu fjárlagafrumvarpi. „Þá vill ASÍ minna á að sambandið var ósátt við yfirlýsingu og útfærslu ríkisstjórnarinnar í sambandi við hækkun lífeyris til elli- og örorkulíf- eyrisþega sl. vor. ASÍ hefði talið rétt að bætur þeirra sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum hækkuðu sérstaklega eins og lægstu laun gerðu í kjarasamningunum," segir í umsögn hagdeildar ASI. Framhaldsskólakennarar hafa vísað kjaradeilu sinni til ríkissáttasemjara Atkvæði greidd um verkfall fyrir mánaðamot ELNA Katrín Jónsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, seg- ir að framhaldsskólakennarar komi til með að taka afstöðu til tillögu um verkfall í framhaldsskólunum í þess- um mánuði ef ekki verði komið á móts við kröfur kennara. Hún segir hins vegar vel hægt að ljúka samn- ingum fyrir mánaðamót þegar gild- andi kjai'asamningur rennur út, ef vilji sé fyrir hendi. Framhaldsskólakennarar hafa vís- að kjaradeilu sinni við ríkið til ríkis- sáttasemjara og í gær var fyrsti fundur haldinn undir hans stjóm, en deiluaðilar hafa átt fjölmarga fundi á síðustu vikum og mánuðum. Elna Katrín sagði að enn sem komið væri hefði samninganefnd ríkisins ekki lagt fram neitt tilboð í viðræðunum. „Stærsti vandinn í þessum viðræðum er að ríkið hefur ekki verið tilbúið til að láta skína í neitt fé til að láta í þessa samninga." Elna Katrín sagði að forystumenn kennai-a hefðu átt fundi með kennur- um í næstum öllum framhaldsskólum landsins og kennarar væru mjög undrandi á því að engin viðbrögð skuli enn hafa komið frá stjómvöld- um við kröfum þeirra. Kennarar hefðu átt í viðræðum við ríkið í heilt ár. Elna Katrín sagði að á samninga- fundinum í gær hefði aðallega verið rætt um ýmis atriði sem tengjast launakerfi kennara. Að undanförnu hefði talsvert verið rætt um hugsan- legar breytingar á launatöflu og mati á störfum til launa. Dagvinnulaun hafa ekki fylgt dagvinnulaunum annarra Kennarar hafa í viðræðunum lagt fram tölur frá kjararannsóknamefnd opinberra starfsmanna um laun kennara sem þeir segja sýna glögg- lega að dagvinnulaun framhalds- skólakennara hafi dregist aftur úr dagvinnulaunum annarra háskóla- stétta. Talsmenn samninganefndar ríkisins hafa bent á að sumar aðrar stéttir háskólamanna hafi gert breyt- ingar á launakerfi sínu með því að setja inn í dagvinnutaxta ýmsar fastar greiðslur. Elna Katrín sagði að framhaldsskólakennarar gætu ekki farið þessa leið vegna þess að óunnin yfirvinna væri ekki til í framhalds- skólunum. „Við höfum farið yfir þessa umræðu í kjaraviðræðunum, en yfirferð á samsetningu vinnutíma kennara gefur ekki tilefni til neinnar bjartsýni um að það sé hægt að fóðra mikið af grunnlaunahækkuninni með neinu öðru en hreinum hækkunum. Við emm ekki til viðræðu um að hrófla við lífaldurs- og starfsaldurs- tengdri lækkun á kennsluskyldu í þeim tilgangi að hækka dagvinnu- launin. Þetta eru atriði sem ekki em til sölu og raunar hefur ekki verið mikið eftir því leitað af hálfu viðsemj- enda okkar.“ Næsti fundur hjá ríkissáttasemj- ara verður á morgun og sagðist Elna Katrín gera sér vonir um að þá yrði m.a. farið að ræða um aðalnámskrá og endurmenntun kennara. „Fram- haldsskólinn er í dálítið sérstakri stöðu að því leyti að það er verið að umbylta námsbrautum og innra skipulagi innan brauta. I raun er ver1- ið að endurhanna námsframboð framhaldsskólans með þeim hætti að af því leiðir mikil vinna sem að hluta til er tímabundin,“ sagði Elna Katrín og bætti við að það værí eðlileg krafa kennara að tekið væri tillit til þessa í kjarasamningunum. Ágætlega miðar að mati ríkisins Guðmundur H. Guðmundsson, varaformaður samninganefndai- rík- isins, sagði að engin kaflaskil hefðu orðið í viðræðunum við það að kjara- deilunni hefði verið vísað til sátta- semjara. Það hefðu verið mjög tíðir fundir í deilunni að undanfömu og það væri sitt mat að ágætlega hefði miðað að undanförnu. Guðmundur sagði að samningai’ við kennara væru sérstakii' að því leyti að þeir hefðu ekki farið inn í nýtt launakerfi líkt og flestar stéttir háskólamanna sömdu um í kjara- samningunum 1997. Staðan núna væri því sú að dagvinnulaun fram- haldsskólakennara hefðu ekki fylgt dagvinnulaunum annarra háskóla- menntaðara stétta. Viðfangsefni kjaraviðræðnanna væri því það að breyta samsetningu launanna þannig að dagvinnan hækkaði. Guðmundur sagðist ekki telja að kjarasamningur framhaldsskóla- kennara geti orðið fyrirmynd að kjarasamningum annarra hópa. I viðræðunum væri verið að reyna að ljúka þehri vinnu sem flestir aðrir kláraðu 1997. Kjarasamningar flestra félaga op- inberra starfsmanna renna út um næstu mánaðamót. Það á þó ekki við um kjarasamninga grunnskólakenn- ara og leikskólakennara, en þeir renna út um áramót. Framhalds- skólakennarar eru eina starfsstétt opinberra starfsmanna sem hefur vísað máli til sáttasemjara, en það er forsenda þess að félag geti farið í at- kvæðagreiðslu um verkfall. Morgunblaðið/Ami Sæberg Styrktu börn á Indlandi NEMENDUR Laugarnesskóla héldu dótamarkaði í safnaðar- heimili Laugarneskirkju í gær. Ágófii af því sem seldist á markaðn- um rennur til Hjálparstarfs kirkjunnar og fer í að hjálpa börn- um á Indlandi úr þrælaánauð. Kennarar Laugarnesskóla voru með starfsdag í gær og af því tilefni var nemendum 2. til 7. bekkjar boð- ið að halda markað í safnaðar- heimilinu. Fjölmörg börn þáðu boð- ið, tóku til í dótakössunum og geymslunum heima og afgreiddu viðskiptavini með bros á vör. Landssamband eldri borgara segir tryggingar hafa skerst 1991 til 1999 Greiðslur lækkuðu úr 51,7% í 43,8% af dagvinnulaunum LANDSSAMBAND eldri borgara heldur því fram að grunnlífeyrir al- mannatrygginga og tekjutrygging þurfi að hækka um 18% til að ná sama hlutfalli af almennum verka- mannalaunum á höfuðborgarsvæð- inu eins og það var árið 1991. Benedikt Davíðsson, formaður landssambandsins, segir að þessir úti-eikningar byggist á tölum Þjóð- hagsstofnunar, kjararannsóknar- nefndar og Hagstofunnar. Útreikningarnir eru byggðir á því að sögn Benedikts, að lífeyririnn er borinn saman við meðaldagvinnu- laun verkamanna á höfuðborgar- svæðinu á þessu tímabili. Samkvæmt gögnum kjararann- sóknaraefndar voru dagvinnulaun verkamanna 68.284 kr. árið 1991 en árið 1999 voru þau komin í 106.493 kr., segir hann. Árið 1991 var grann- lífeyrir 11.943 kr. á mánuði eða 17,5% af dagvinnulaununum og tekjutryggingin var 23.349 kr. Samanlagður grannlífeyrir og tekjutrygging voru því 35.292 kr. eða 51,7% af dagvinnulaunum verka- manna árið 1991. Árið 1999 var grannlífeyririnn kominn í 16.554 kr. að meðaltali á mánuði eða 15,5% af 106.493 kr. dagvinnulaunum verka- manna. Tekjutryggingin var 30.142 kr. árið 1999. Samtals nam grannlíf- eyrir og tekjutrygging því 46.696 kr. árið 1999 eða 43,8% af dagvinnulaun- um verkamanna á höfuðborgarsvæð- inu skv. útreikningum Landssam- bands eldri borgara. Bestu ár lífsþíns... www.namsmannalinan.is Geisladiskataska / Skipulagsmappa / Penni Námsmannalínudebetkort / Bílprófsstyrkir Námsmannalínureikningur/ Netklúbbur Framfærslulán / Lægri yfirdráttarvextir Námsstyrkir / Námslokalán / Tölvukaupalán ISIC afstáttarkort / Heimilisbankinn ®BÚNAÐARBANKINN Traustur banki námsmannalínan „Tryggingarnar, grunnlífeyrir og tekjutrygging, hafa þannig lækkað sem hiutfall af dagvinnulaunum verkamanna úr 51,7% árið 1991 nið- ur í 43,8% árið 1999. Þetta eru þær samanburðartölur sem við höfum alltaf verið með, alveg gagnstætt því sem forsætisráðherra heldur fram, að við séum að bera okkur saman við hækkun lægstu kauptaxta verka- lýðsfélaganna. Það eram við alls ekki að gera heldur beram við okkur sam- an við meðaldagvinnulaun verka- manna á höfuðborgarsvæðinu sam- kvæmt mælingu kjararannsóknar- nefndar. Það er mjög mikill munur þarna á,“ segir Benedikt. Hann er einnig ósammála þeim ummælum forsætisráðherra og fjármálaráð- herra að gert væri ráð fyrir 3% hækkun launa á næsta ári í fjárlag- aframvarpinu en 4% hækkun trygg- ingagreiðslna. Hið rétta væri að það væru aðeins hæstu laun sem ættu að hækka um 3%. „Það er hins vegar gert er ráð fyrir í því í útreikningum ASÍ og Vinnuveitendasambandsins að vegin meðallaun hækki um 4%. Þarna nota menn því röng viðmið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.