Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sig. Aðalsteins Réttað í Aðal- bólsrétt Vaðbrekku, Norður-Héraði - Olga Eir Þórarinsdóttir var liðtæk við sundurdráttinn í Aðalbólsrétt á dögunum. Það er alltaf spennandi í réttun- um og ekki spillir fyrir að geta gert gagn. Þótt Olga sé ekki há í loftinu bættu þrautseigjan og þolinmæðin það upp og hún dró lömbin stór og smá í rétta dilka. Fjölbrautaskóli Suðurlands er einn þriggja þrdunarskóla Fyrstu fímmtíu fartölvurnar afhentar nemendum Selfossi - Fyrstu 50 fartölvurnar voru afhentar nemendum Fjöl- brautaskóla Suðurlands þriðjudag- inn 3. október. Skólinn er einn þriggja þróunarskóla í notkun upplýsingatækni sem gera í vetur tilraun með notkun fartölva í skólastarfi. Um 90 nemendur hafa ákveðið að kaupa eða leigja sér tölvur sam- kvæmt samningi sem skólinn gerði við Nýherja og Tölvu- og rafeinda- þjónustu Suðurlands á Selfossi. Skólinn hefur þegar fengið 15 far- tölvur fyrir kennara skólans. Tölvur á afsláttarverði í kjölfar verðkönnunar mennta- málaráðuneytisins meðal tölvufyr- irtækja sem eiga aðild að ramma- samningi Ríkiskaupa, hófust viðræður milli skólans og Nýherja/ TRS um samstarf á þessu sviði og samstarfssamningur var undirrit- aður áður en afhending tölvanna hófst. Meginefni samningsins er milliganga fyrirtækjanna um að útvega tvær tegundir IBM Think- pad-fartölva á sérstöku afsláttar- verði frá IBM í Danmörku, fyrir nemendur og kennara. I þráðlausu sambandi Nemendum er gefmn kostur á að staðgreiða tölvurnar eða leigja þær í 24 eða 36 mánuði með kaup- rétti í lok leigutímans. Fartölvan Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Gunnar B. Þorsteinsson hjá TRS á Selfossi afhendir eina fartölvuna. Guðrún Álfheiður Thorarensen, Sævar Öfjörð Magnússon og Heiðrún Jó- hanna Heiðarsdóttir með íyrstu þijár fartölvumar sem afhentar vom. er í þráðlausu sambandi við tölvu- net skólans og Netið hvar sem er í kennsluhúsnæði skólans. Einn lið- ur í samningi Nýherja/TRS við skólann er að fyrirtækin gefa skól- anum búnað og vinnu sem nemur 3,5 milljónum króna og er þar um að ræða nauðsynlegan tengibúnað fyrir hið þráðlausa samband tölv- anna við tölvunet skólans. Fá sömu kjör og stærstu fyrirtækin Nýherji/TRS veita skólanum sömu leigukjör og tryggingar sem stærstu fyrirtækjum er boðið. „Við viljum gera heildarmyndina eins þægilega og hægt er fyrir skólann. Það er hér um fjögurra ára samn- ing að ræða við að innleiða nýjustu tækni í skólastarfið og við munum leggja vinnu í það, tölvan er bara fyrsta skrefið í því efni,“ sagði Björn Gunnar Birgisson sölustjóri hjá Nýherja. Kennsluhættir í þremur náms- áföngum skólans taka sérstaklega mið af notkun fartölva í námi og kennslu. Þeir nemendur sem ekki fá sér fartölvu hafa eins og áður fullan aðgang að hefðbundnu tölvukerfi skólans. í tilkynningu frá skólanum kemur fram að skól- inn bindur miklar vonir við að tölv- urnar efli nám og kennslu í skólan- um og búi nemendur undir það sem bíður þeirra, hvort sem er í framhaldsnámi eða starfi. Morgunblaðið/Sig. Aðalsteins Vinnuvélarnar sem vinna við gangnagerðina við Innri-Kárahnjúk hanga utaní snarbröttum gilbökkunum en fá þó smá hjalla til að tylla sér á svo þær hrapi ekki í Jökulsána fram af hengifluginu. Framkvæmdir við Kárahnjúka Uppgripsverslun við Borgarfj ar ðarbrilna Morgunblaðið/Ingimundur Fyrrverandi starfsmenn Olís í Borgarnesi (f.v.), Sigurður Óli Ólason, Kjartan Magnússon, Baldur Jónsson, Þorsteinn Bjarnason og Jón J. Haraldsson, voru ánægðir með nýjustu þjónustu fyrirtækisins. Tómas Möller opnar Uppgripsverslun Olís í Borgarnesi. Vaðbrekku, Norður-Héraði - Verk- takafyrirtækið ístak er að vinna að gerð rannsóknarganga við Kára- hnjúka. Að sögn Hermanns Sigurðssonar, verkfræðings hjá ístaki, eru þeir að vinna smáverkefni fyrir Landsvirkj- un, sem er að bora 50 metra tilrauna- göng á stíflustæðinu við Innri-Kára- hnjúk. Göngin eru þáttur í for- Vestmannaeyjum - Væntanleg er á markaðinn ný barnabók eftir Pál Guðmundsson, knattspyrnumann úr ÍBV. Páll sem hóf að leika með Eyja- mönnum sl. vor hefur notað sumar- ið í Eyjum til að skrifa aðra barna- og unglingabók sína sem heitir Fjör í Eyjum og eins og titill bók- arinnar segir til um gerist sagan í Vestmannaeyjum meðan unglinga og barna. Bókin er full af lífi og rannsóknum fyrir hugsanlega virkjun við Innri-Kárahnjúk. Verkið gengur vel og göngin verða tilbúin fyrir miðjan október. Nú er unnið að tilraunaþéttingu í göngun- um, að sögn Hermanns, sem gengur mjög vel, en tilgangurinn með gangagerðinni er að kanna berg- grunninn á hugsanlegu stíflustæði við Innri-Kárahnjúk. fjöri og verður til sölu í verslunum í Vestmannaeyj- um til að byrja með og tekur síð- an þátt í hinu þekkta jólabóka- flóði. Páll gefur bókina út í sam- vinnu við knatt- spyrnudeild ÍBV og mun ÍBV sjá um sölu bókarinnar í Eyjum. Borgarnesi - Olís hélt upp á merk- an áfanga 15. september þegar Uppgripsverslun fyrirtækisins var opnuð með viðhöfn við Brúartorg í Borgarnesi. Þá var nákvæmlega fimm ár frá því að fyrsta Upp- gripsverslunin leit dagsins ljós á Langatanga í Mosfellsbæ. Síðan þá hafa Uppgripsverslanir Olís verið opnaðar að meðaltali á þriggja mánaða fresti. Verslunin í Borgar- nesi er sú tuttugasta í röðinni og sú níunda utan höfuðborgarsvæðisins. Að sögn forráðamanna Olís eru Uppgripsverslanir fyrirtækisins ein stærsta verslunarkeðja lands- ins með um 160 starfsmenn. Lögð er áhersla á þrjú lykilatriði í rekstri Uppgripsverslana Olís; hreinlæti, fagmennsku og gæði. Eldri starfsmenn Olís í Borgar- nesi voru viðstaddir athöfnina. Var þeim færð gjafavara í tilefni dags- ins. Voru rifjuð upp skemmtileg at- vik frá fyrri tímum og skoðaðar gamlar dagbækur frá rekstrinum í Borgarnesi. Ein alhliða þjónustumiðstöð Alhliða þjónustustöð markaðs- svæðis Olís í Borgarnesi einkennd- ist áður af þremur smærri þjón- ustustöðvum; Hvítárvallaskála, Hreðavatnsskála og Brákarey. Við endurskipulagningu var ákveðið að stofna eina alhliða þjónustumiðstöð við Brúartorgið en leggja hina þrjá staðina niður. Brúartorgið er rétt við Borgarnesbrúna þegar komið er yfir hana úr suðurátt. Olís hefur rekið þjónustumiðstöð í Borgarnesi frá árinu 1945, eða í 55 ár. Uppgripsverslunin í Borgarnesi verður eina verslun Olís í landinu sem býður upp á þrenns konar þjónustu á sama staðnum. Auk allrar almennrar þjónustu getur viðskiptavinurinn fengið hagstætt eldsneyti á bifreið sína á ÓB-verði með því að afgreiða sig sjálfur. Uppgripsverslanir Olís eru nú tuttugu talsins. Ellefu þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu en hinar eru á Akranesi, í Borgarnesi, á Dalvík, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Hellu og í Reykja- nesbæ. Knattspyrnumaður skrifar ung’lingabók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.