Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Átök palestínskra motmælenda og ísraelskra hermanna undanfarna viku Landsþing breska Ihaldsflokksins Israelar beita ofurefli en Palestínumenn brögðum Börn og ungl- ingar oft í fram- línu mótmælenda Jerúsalem, Netzarem, Ramallah. AFP, AP. ÁTÖKIN í Mið-Áusturlöndum und- anfarna viku eru þau hörðustu í mörg ár, og ýmsir vilja jafnvel meina að harkan sé meiri en í uppreisn Palest- ínumanna, intifada, á árunum 1987- 1993. Israelar hafa legið undir ámæli fyrir að neyta aflsmunar gegn óvopn- uðum mótmælendum, en þeir saka Palestínumenn á hinn bóginn um að beita úthugsuðum brögðum. Átökin hóíúst á fimmtudag í síð- ustu viku, þegar Palestínumenn mót- mæltu þeiiTÍ ögrun sem þeir töldu felast í heimsókn ísraelska harðlínu- mannsins Ariels Sharons á Musteris- hæðina í Jerúsalem, þar sem er að finna helga staði bæði múslima, gyð- inga og kristinna manna. ísraelar reyndu að kveða mótmælin niður, nokkrir Palestínumenn biðu þá bana og varð það til þess að árásir voru gerðar á ísraelska hermenn víða á sjálfstjórnarsvæðunum á Vestur- bakkanum og Gaza-svæðinu. ísraelar vörðust og svöruðu sums staðar árásunum með skothríð, fleiin Palest- ínumenn féllu og mótmælin jukust enn frekar. Átökin stigmögnuðust þannig um helgina, og hafa þau nú kostað á sjöunda tug manna lífið. Mótmæli gegn ofurefli eða úthugsuð gildra? Palestínumenn saka ísraelska her- inn um að hafa skotið að óvopnuðum mótmælendum á unglingsaldri, sem hafi aðeins kastað grjóti að hermönn- um. „Þetta er ekki stríð. Við skjótum > ekki á þá, en þeir skjóta á okkar fólk og það lætur lífið,“ sagði Saeb Erek- i at, aðalsamningamaður Palestínu- * manna, við fréttamenn. Israelar fullyrða á hinn bóginn að 'í Palestínumenn hafi att unglingum í ; framlínuna, en haft vopnaða menn : inn á milli sem hafi skotið að ísraelska .. herliðinu. Þá hafi hermennirnir ekki - átt annars úrkosti en að svara með skothríð. Þannig ha!í Palestínumenn ' getað ráðist með fólskulegum hætti á Israela, en samt unnið sigur í áróð- ursstríðinu. ísraelsher hefur skýr fyrirmæli; ’ þegar lífi hermanna er ógnað hafa þeir fullan rétt til að beita öllum ráð- um til að verja sig. En undanfama daga hafa miklar umræður spunnist um hvar mörkin liggi. Að sögn eins af æðstu yílrmönnum ísraelska hersins, Giora Eiland, grípur herinn ekki til þungrar skothríðar nema þegai- mikil ógn steðjar að, en slík atvik hafi til dæmis komið upp við afskekktar her- í stöðvar sem gæta vega að landnema- byggðum gyðinga á svæðum Pal- estínumanna. „Við reynum að beita ekki skotvopnum nema í neyð, en fólk \ verður að skilja að þegar hundruð manna ráðast á litlar og fámennar Reuters fsraelskir hermenn miða byssum á palcstmska mótmælendur í borginni Hebron á Vesturbakkanum. Reuters Ungur palestínskur drengur miðar steinslöngvu að ísraelskum hermönnum í Betlehem á Vesturbakkanum í gær. herstöðvar, hafa hermennirnir engin önnur ráð tii að verja sig en að skjóta af byssum, og þegar það gerist deyja einhverjir,“ sagði Eiland. Lítið þarf til að allt fari í bál og brand Herstöðin við Netzarim á Gaza- svæðinu er dæmigerð fyrir það sem Eiland lýsir, en þar urðu einhver hörðustu átök vikunnar. Palestínskir íbúar á svæðinu hafa hom í síðu landnemabyggðarinnar og herstöðv- arinnar í Netzarim og líta á þær sem tákn um hernám og kúgun Israela. Þar hefur oft komið til mótmæla og óeirða og ísraelsku hermennirnii-, sem margir hverjir eru vart af tán- ingsaldri, eru sem strengdir upp á þráð. Það þarf því ekki mikið til að allt fari í bál og brand. Átökin hefjast gjaman með ögranum af hálfu Pal- estínumanna, sem hermennirnir svara með gúmmíkúlum og táragasi, en á skömmum tíma getur það þróast í hörð átök með skothríð á báða bóga. Slíkt ástand skapaðist á þriðjudag, eftir að mótmæl- andi á þaki vöruhúss nálægt herstöðinni varð fyrir loft- skeyti sem skotið var frá stöðinni. Vitni sögðu að mað- urinn hefði einungis verið að kasta steinum, en hermenn- imir fullyrtu að hann hefði beitt skotvopnum. Ofsareiði greip um sig meðal mótmæl- enda, sem brutust í gegnum varnarlínur palestínsku lög- reglunnar og hertu árásir á herstöðina enn frekar. ísra- elskar herþyrlur vora sendar á vettvang og sveimuðu ógn- andi yfir höfði mótmælenda og herinn viðurkenndi að loftskeyt- um hefði verið skotið úr þyrlunum. „Við höfum steina og þeir hafa þetta,“ sagði ungur Palestínumaður og vís- aði til herþyrlnanna. „Þeir beita okk- ur ofurefli, en þetta er okkar land, og ef ég dey verður það með sæmd.“ Palestínska lögregluliðið vanmáttugt Að minnsta kosti þrír Palestínu- menn biðu bana í Netzarim þennan dag og yfir 40 særðust. Palestínska lögregluliðið reyndist þama, eins og víðar, ófært um að kveða mótmæla- aðgerðir landa sinna niður, en á það hefur verið bent að palestínskir lög- reglumenn séu tregir til að beita mót- mælendur valdi, þar sem þeir óttist að landar þeirra muni álíta þá sam- verkamenn fsraela. Dauði tólf ára palestínsks drengs, sem var skotinn í örmum föður síns í Netzarim á laugardag, heíúr vakið reiði og hneykslun um allan heim. Feðgarnir lentu af tOviljun í skotlín- unni milli ísraelskra hermanna og Palestínumanna við herstöðina. ísra- elski herinn hefur harmað atvikið, og segir að um óviljaverk hafi verið að ræða, en sjónsvið hermannanna hafi verið þröngt, þar sem þeir miðuðu út um litlar rifur á vegg herstöðvarinn- ar, og því hafi skot óvart hæft feðg- ana. Annar tólf ára drengur var skotinn til bana í Netzarim í gær. Ung börn taka þátt í óeirðum Fréttamenn alþjóðlegra frétta- stofa, sem fylgst hafa með átökunum, segja að palestínskir unglingar og jafnvel börn séu oft í framlínu mót- mælendanna, og það þyki mikið manndómsmerki að ögra ísraelskum hermönnum. Ungmennin reyni oft að ganga lengra en félagamir til að öðl- ast virðingu þeirra, og litið sé á þá sem særast í átökum við Israela sem hetjur. Mahsouz Hamoud, móðir sex ára drengs i borginni Nablus á Vestur- bakkanum, segir að sonur hennar hafi beðið föður sinn að fara með sig á átakasvæði í borginni. „Hann var mjög stoltur og ánægður með að geta sagt vinum sínum frá mótmælunum,“ sagði Mahouz, og bætti við að sonur- inn hefði meira að segja sjálfur valið mynd af sér til að setja á veggspjald ef hann léti lífið. Fréttamenn segja að svo virðist sem foreldrar hvetji börn sín ein- dregið til að taka þátt í mótmælum og óeirðum. „Þó ég ætti tuttugu börn myndi ég senda þau öll út [að berj- ast], “ hafði AP-fréttastofan eftir fimmtugri konu í Nablus. „Ég myndi ekki sjá á eftir þeim. Við eram ekld hrædd við dauðann." Lofa að hindra frekari fullveldis- skerðingu Bournemoulh. Reuters. ANDSTÆÐINGAR aukins sam- runa ríkja Evrópusambandsins (ESB) í breska Ihaldsflokknum hétu því í gær að hindra að full- veldi þjóðríkjanna yrði skert frekar og sögðu að þau ættu að fá að velja hvaða lögum ESB þau kæmu í framkvæmd. Francis Maude, talsmaður flokksins í utanríkismálum, kynnti hugmyndir sínar um laus- tengt samband þjóðríkja og sveigjanlegan samruna innan ESB í ræðu sem hann flutti á landsfundi breskra íhaldsmanna í Bournemouth í gær. Hann lofaði því að fullveldi Bretlands yrði ekki skert frekar ef íhaldsmenn bæru sigurorð af Verkamanna- flokknum í næstu þingkosningum sem halda á innan 18 mánaða. „Við ætlum að setja lög um að frekara valdaafsal geti aðeins átt sér stað eftir þjóðaratkvæða- greiðslu,“ sagði Maude. Hann lofaði einnig að standa vörð um þau völd, sem Bretar myndu áskilja sér, og tryggja að lög ESB yrðu ekki þyngri á met- unum en vilji breska þingsins. Þjóðríkin fái að hafna ESB-Iögum Maude bætti við að íhaldsflokk- urinn myndi krefjast þess að Evr- ópusambandið heimilaði sveigj- anlegan samruna. „Fyrir utan sameiginlega markaðinn og kjarnasviðin eiga ríkin að hafa rétt til að samþykkja aðeins þau nýju ESB-lög sem fullnægja þörfum þeirra.“ William Hague, leiðtogi íhalds- flokksins, hefur hert andstöðuna við aukinn samruna og aðild að evrópska myntbandalaginu en ekki er einhugur um þá stefnú innan flokksins. Daginn áður hafði Kenn- eth Clarke, fyrrverandi fjármála- ráðherra, varað Hague við því að hörð afstaða hans gegn Evrópu- samrunanum gæti kostað flokkinn fjölda atkvæða og lýsti henni sem „gáleysislegu bulli“. Talsmenn íhaldsflokksins full- yrtu þó í gær að ræða Maudes væri til þess fallin að sameina íhaldsmenn í Evrópumálum og all- ar fylkingar flokksins gætu fallist á hugmyndir hans. Skoðanakannanir benda til þess að afstaða Hagues njóti meiri stuðnings meðal breskra kjós- enda en stefna Tonys Blairs for- sætisráðherra, sem er hlynntur því að Bretland taki upp evruna á næsta kjörtímabili ef það reynist þjóna efnahagslegum hagsmunum landsins. Breskur vísindamaður segir hættu á gífurlegu jarðs^riði á Kanaríeyjum í framtíðinni 40-50 m há flóðbylgja gæti París. AFP. náð ströndum Bandaríkjanna HÆTTA þykir á, að hluti af La Palma, helstu eldfjallaeyjunni á Kanaríeyjum, hrynji í sjó fram með þeim afleiðingum, að gífurleg flóð- bylgja gangi á landi á eyjunum í Karíbahafi og á Flórída. Kemur það fram í grein eftir breskan vís- indamann í vikuritinu New Seient- ist, sem kemur út á laugardag. I greininni segir Simon Day, sem starfar við rannsóknastöð í nátt- úruhamförum við University Coll- ege í London, að stór hluti af La Palma sé mjög óstöðugur. Komi til þess, að hann skríði fram í sjó, inuni það valda stórkostlegri flóð- bylgju en áður eru dæmi um. „Flóðbylgjan myndi fara á þotu- hraða og ganga á land við allt norð- anvert Atlantshaf," segir Day. Forsöguleg skriða á Hawaii-eyjum Sú kenning, að jarðskrið af þessu tagi, geti valdið mikilli flóðbylgju, hefur verið kunn í meira en 30 ár en hún á rætur í ummerkjum um slíkar hamfarir í ýmsum löndum í og við Kyrrahafið. Eru þau aftur rakin til gífurlegrar skriðu á Haw- aii-eyjum. Day, sem vann að rannsókninni í boði eldfjallamiðstöðvarinnar á Kanaríeyjum, var við mælingar á Cumbre Vieja, virku eldfjalli á suð- urhluta La Palma, í tvö ár. Er það niðurstaða hans, að vesturhlutinn, um 500 milljarðar tonna af bergi, sé smám sainan að losna frá eða eftir því sem eldvirknin færir meiri kviku upp á yfirborðið. Segir hann, að mikið gos í fjallinu gæti orðið til að koma skriðunni af stað. 20 km inn yfir landið Hjá svissnesku tæknistofnuninni hefur verið reiknað út, að skriðan gæti komið af stað flóðbylgju, sem væri 650 metra há í fyrstu en 40-50 metrar þegar hún kæmi upp að ströndum Karíbahafseyjanna, Flór- ída og annarra ríkja á austurströnd Bandaríkjanna. Gæti hún gengið allt að 20 km inn yfir landið. I New Scientist segir, að menn greini á um hvenær líklegt sé, að þessar hugsanlegu hamfarir geti orðið en eldfjallið hefur aðeins gos- ið sjö sinnum á sögulegum tíma. Gaus það síðast 1971 og þá alveg syðst á eyjunni, allfjarri hinum óstöðuga vesturhluta fjallsins. Bendir það til, að oft megi gjósa áð- ur en fjallið fer af stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.