Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Þýska unglingabókin Crazy stefnir 1 metsölu um alla Evrópu Brjálæðið breiðist út Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. HANN talar hægt og veltir hverju orði fyrir sér. Talar um mikilvægi þess að vera fullkomlega einlægur, fela ekkert, hversu óþægilegt sem það sé. Þjóðverjinn Benjamin Lebert virðist ekkert frábrugðinn öðrum átján ára unglingum með bólur og aflitað hár nema ef vera skyldi fyrir það að hann er stjarna í heimalandi sínu og verður það líklega innan skamms um alla Evrópu. Lebert er höfundur bók- arinnar Crazy (Brjálaður) sem kom út í Þýskalandi í febrúar 1999 en hún kemur út á dönsku í þess- ari viku. 26 lönd til viðbótar hafa keypt útgáfuréttinn. Crazy minnir á venjulega ungl- ingabók en hún er þó sérstök um margt. Einkum og sér í lagi þá staðreynd að um eins konar sjálfsævisögu er að ræða og að höf- undurinn er spastískur. Hún segir frá Benjamin sem er sendur á heimavistarskóla af því að honum hefur gengið afleitlega í námi og foreldrarnir teija að vistin muni auka sjálfstæði hans og þroska. Foreldrarnir eru við það að skilja, stóra systir hans er lesbísk og sjálfur er hann nær lamaður vinstra megin. I skólanum kynnist hann ástinni, kynlífinu og vinum sem eiga einnig undir högg að sækja. Lífið er enginn leikur, og þó. Kvikmynd gerð Þegar bókin kom út í Þýskalandi voru prentuð 30.000 eintök sem seldust upp á þremur dögum. Hún hefur nú selst í um 300.000 eintök- um í Þýskalandi einu og gerð hefur verið kvikmynd eftir bókinni sem hlaut metaðsókn, auk þess sem henni var líkt við myndir á borð við „Rumble Fish“ eft- ir Francis Ford Coppola. Talað í stað þess að skrifa Lebert hefur skrifað greinar fyrir unglinga- blað Suddeutsche Zeit- ung frá árinu 1993 er blaðið hvatti unglinga til að senda dagbókar- brot. Framlag Leberts sem er son- ur blaðamanns vakti athygli bóka- forlagsins Kiepenheuer & Witsch sem bað hann um að skrifa bók um líf sitt. í Crazy kvað við nýjan tón, gagnrýnendur töluðu um kynslóða- skipti. Setningarnar eru stuttar og hnitmiðaðar, ólíkt því sem tíðkast í þýsku ritmáli, höfundurinn aðeins 16 ára og fjallar um fötlun sína af hispursleysi. Kallar sjálfan sig kryppling og dregur ekkert undan. Eins og nærri má geta hefur Benjamin Leberts ekki gefist mik- ill tími til skrifta frá því að bókin kom út. I viðtölum við blaðamenn í Kaupmannahöfn kvartar hann yfir því að líf sitt snúist nú nær ein- göngu um að tala um bókina í stað þess að skrifa. Hin sífelldu ferða- lög séu einmanaleg og jafnvel þótt hann taki þau fram yfir það að svitna yfir stærðfræðinni megi öllu ofgera og að hann verði bara dapur af allri þessari einveru. ,A-ð tala um sjálfan sig í tvö ár er of mikið. Ég er bara 18 ára og ég vil fá að vera ég sjálfur. Þetta verður allt ein- hvern veginn of þungt stundum,“ segir hann og bætir því við að með réttu ætti hann að vera að lifa lífinu, safna reynslu til að skrifa um. „Ég er sí- fellt að hitta fólk sem segir mér hvað það sé erfitt að skrifa bók númer tvö,“ segir hann og kveðst eiginlega búinn að fá nóg af öllu umstanginu. Verstu mistökin Lebert kveðst sjá óskaplega eft- ir því að hafa léð söguhetjunni nafn sitt. Það hafi verið sín verstu mistök, því jafnvel þótt Benjamín bókarinnar eigi ýmislegt sameigin- legt með sér sé bókin skáldskapur, ekki ævisaga, og á hana beri að líta sem slíka. Lesendur líti hins vegar svo á að Benjamin og Benni bókar- innar séu einn og sami maðurinn. Lebert segist hafa viljað lýsa því hvemig það er að vera fatlaður í heimi þar sem fullkomnunin er dýrkuð gegndarlaust, nokkuð sem hafi reynst sér ákaflega erfitt að sætta sig við. „Ég skrifaði um drauminn um frelsið í heimi tak- markananna. Það að vera öðruvísi á jákvæðan hátt. Crazy er spenn- andi, ekki venjuleg. Töff. Utan- garðs.“ Benjamin Lebert Kastljósinu beint að íslenskri g’límu GJORNINGURINN Glímuflutn- ingur, sem er hugmynd Önnu Jóa, verður fluttur fyrir framan aðal- byggingu Háskólans kl. 22 föstu- daginn 6. október í tengslum við IETM-ráðstefnuna sem haldin er í Reykjavík dagana 5.-8. október. Grunnhugmyndin er sú, að kastljósinu sé beint að hinni ís- lensku glímu, að fólki gefist kost- ur á að horfa á hana sem form jafnframt því að íhuga menning- arlegt gildi hennar. Fjögur glímu- pör stunda glímu fyrir framan að- albyggingu Háskóla íslands, sem hannaður var með hliðsjón af ís- lenskri hamraborg. Hvert par glímir fyrir aftan ljóskastara þá, sem notaðir eru til að lýsa upp Há- skólabygginguna, og myndast þannig skuggi af hverju glímupari fyrir sig á framhhð byggingarinn- ar. Glíma sem listform Úr verður hreyfihst sem sést víða að. Þeir sem standa nálægt geta fylgst með hreyfingum glím- ukappanna en þeir sem fjær standa sjá skuggamynd. Skugga- myndin felur í sér ýmsar tilvísan- ir: Skuggi hðins tíma? Skuggaleg (óræð/dularfull/ófyrirsjáanleg) hreyfing? Álfar eða (nátt)tröll? Ómur náttúruaflanna? Óhlut- bundin hreyfing? Dans? Glíma hefur verið stunduð frá upphafi meðal íslensku þjóðarinn- ar og tengist menningarafi henn- ar órjúfanlegum böndum. Islend- ingar eru þjóð í harðbýlu landi sem gerði sér snemma grein fyrir því að ghman er órjúfanlegur hluti lífsins, í henni felst listin að lifa. Glímt er við náttúruöfhn, veður- ofsann, sjálfan sig eða aðra. Líta má táknrænt á hana sem glímu fortíðar við nútíð; andlega glímu sem á sér stað í forgrunni Háskól- ans, tákn menntunar og framfara. I sinni tæi-ustu mynd er hún hreyfilist og með þessum „glímu- ílutningi" gefst fólki kostur á að nema glímuna sem slíka og upp- lifa hana jafnvel á alveg nýjan hátt. Glímuflutninginn mætti einnig hugsa sér sem þöglan óð til horf- inna kynslóða sem hver atti kappi við sinn andstæðinginn og jafn- framt gæfist áhorfendum kostur á að hugleiða eigin tilveruglímu. Lengd u.þ.b. 15-20 mín. Gert er ráð fyrir því að parið lengst til vinstri hefji glímuna meðan hin pörin standa hreyfing- arlaus í byrjunarstöðu. Um leið og andstæðingur hefur verið felldur tekur næsta par til við glímuna og svo koll af kolh. Þegar öll hafa tek- ið eina syrpu taka pörin aðra syrpu samtímis og henni lýkur með því að síðasti andstæðingur- inn hefur verið felldur. Ath! Tilboð þetta stendur meðan birgðir endast! Þið kaupið 3 stk. •g verðið kemur á óyart, tilboð sem HL enginn fær faaðist, aðeins Sloggi Maxi Stærðir 40-50, 95% bómull, 5% lycra. Útsölustaðir Vcrslunln Esar, Húsavik Vcrslunin Selið, Mývatni Vcrsiunin Lackurinn, Neskaupstað Samkaup Hafnarfirði Samkaup Kefiavík Samkaup fsafirði Kaupfélag Vopnfirðinga Kaupfélag Skagfirðinga Kaupfélag Steingrímsfjarðar Úrval, Hrfsalundi, Akureyri Frfhöfnin Leifsstöð Kaupfélag A-Húnvetninga, Blönduósi Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga Verslunin Perla, Akranesi Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum Kaupfélag Héraðsbúa, Fáskrúðsfirði Lífstykkjabúðin, Laugavegi Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi KÁ verslanir: Selfossi Hellu Hvolsvelli | Höfn Hornafirði Nýkaup Seltjarnarnesi Nýkaup Garðabæ Bónus Holtagörðum Bónus Skútuvogi Bónus Seltjarnarnesi Bónus Grafarvogi Bónus Tindaseli Bónus Faxafeni Bónus fsafirði Bónus Hafnarfirði Bónus Iðufelli Bónus Smiðjuvegi Bónus Eddufelli | Bónus Laugavegi Hagkaup Kringlunni Hagkaup Skeifunni Nettó, Mjóddinni, Reykjavík Versl. Dalakjör, Búðardal Versl. Melabúðin, Hagamel, Reykjavík Versl. Hlíðarkaup, Sauðárkróki Versl. fsold, Sauðárkróki Versl. Plús markaður, Hátúnl 10b, Reykjavík Versl. Eskikjör, Eskifirði Versl. Fatabúðin, Silfurtorgi, fsafirði | Versl. Grund, Flúðum Hagræði Lyf og Heilsa, HveragerðiVersl. Mettubúð, Bíldudal Versl. Skagaver, Akranesi Apótekið Siglufirði Versl. Pín Verslun, Seljabraut, Reykjavík Versl. Grundaval, Akranesi Versl. Búrfell, Húsavík Versl. Fjarðarkaup, Hafnarfirði Versl. Nóatún, Keflavík Versl. Nóatún, Furugrund 3, Kópavogi flHi Versl. Nóatún, Háaleitisbraut 68—70, Austurveri, Rvk. Versl. Nóatún, Hringbr. 119, Rvk. Versl. Nóatún, Hamraborg 14, Kópavogi Versl. Nóatún, Nóatúni 17, Rvk. Versl. Nóatún, Þverholtl 6, Mosfellsbæ Versl. Nóatún, Rofabæ 39, Rvk. Versl. Nóatún, Kleifarseli 18, Rvk. Versl. Nóatún, Hólmgarði, Rvk. Versl. 66, Vestmannaeyjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.