Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ _________UMRÆÐAN Til hvers var þá barist? ÞEIM aðilum sem voga sér að vilja af- henda fiskimið okkar á silfurfati til þjóða ESB er annað hvort ekki sjálfrátt, eða þeir svo skammsýnir í hugsun um hverju þjóðin eigi að hfa á að þeir hugsa aðeins um daginn í dag. Sj ávarútvegsráðheri-a Arni M. Mathiesen sagði í tímamótaræðu í Lúxemborg hinn 15. september að enginn aðili innan ESB hefði nokkurn tímann orðað það að lönd ESB myndu breyta sjávar- útvegsstefnu sinni í fiskveiðimálum þótt íslendingar gengju í ESB. Stefnan hjá þessum ríkjum hefur alltaf verið ljós. En þeim sem fylgj- ast með fréttum hér heima ætti ekki að koma þetta á óvart, og þess vagna er þeirra hlutur verri. Tekjur af iðn- aði, ferðamönnum, tæknibúnaði alls- konar eflist kannski einhvern tím- ann svo að gjaldeyrir fengist fyrir brýnustu nauðsynjum, en það hillir ekki undir það á okkar tímum, að við gætum misst allan fiskinn á einu bretti. Og allra síst ef ekki má hrófla við læk né þúfu til virkjana, eða ann- arra framfaraspora fyrir allskonar sjálfskipuðum umhverfissinnum sem virðast halda að gjaldeyrir vaxi á túnum,og melum.og allskonar for- arvilpum á hálendinu og til fjalla. Öllum sem vilja vita er það ljóst að sama dag og ísland gengi í ESB kæmu hingað skip frá öllum löndum bandalagsins og þurrkuðu upp miðin á fáum mánuðum. Þeir sem styðja aðild að ESB bera fyrir sig allskonar villandi skoðanakannanir um 70% fylgi þjóðarinnar við aðild að ESB. Hvernig skyldi sú skoðanakönnun líta út ef spurt yrði: vilt þú fórna landhelginni fyrir aðild að bandalag- inu? Eg er hræddur um að sú skoð- anakönnun yrði aðeins öðruvísi út- lits. Þjóðin var einhuga um það að við fengjum okkar landhelgi út í 200 mílur, aldrei hafði þjóðin staðið þétt- ara um nokkurt mál síðan 1941 um sambandsslitin við Dani. Sjómenn okkar á varðskipunum lögðu hvað eftir annað líf sitt og limi til verndar landhelginnar, þetta kostaði þá blóð svita og tár, og suma lífið. Þessu vilja nú misvitrir stjórnmálamenn fórna sjálfum sér til framdráttar, stjórnmálamenn sem margir hverjir voru varla fæddir á árum þorska- stríðanna. Maður trúir varla að til séu menn sem vilja hafa það á sam- viskunni að gera baráttu landhelgis- hetjanna að engu. Baráttan var svo hörð að bresk herskip sigldu trekk í trekk á varð- skipin okkar. Þjóðin beið eftir hverjum fréttum um hvort slys hefðu orðið. Dögum, vikum, mánuðum og árum saman voru varð- skipsmenn í sífelldri lífshættu. Þá er ég að- eins að tala um tímann frá 1952 er landhelgin var færð út, 15. maí 1952, og miðað var við fjórar mílur út frá ystu grunnlínupunktum, flóum og fjörðum lok- að, en stríðið um fiski- miðin hafði staðið með hléum síðan fyrir alda- mótin 1900. Það var ekki fyrr en Island hafði slitið stjórnmálasambandi við Bret- land og þjóðin hótaði að ganga úr Atlantshafsbandalaginu sem Bretar ESB ísland, segir Karl Ormsson, mun alla tíð eiga allt sitt undir því að fískur veiðist á Islandsmiðum. gáfu eftir og samið var um 200 mílna landhelgi. ísland var brautryðjandi um 200 mílna útfærslu landhelgi sem allar þjóðir virða í dag. Ef ekki hefði verið samið um út- færslu landhelginnar væru öll fiski- mið löngu þurrausin um allan heim. Eftir útfærslu landhelginnar gat þjóðin loks farið í alvöru að byggja upp sín fiskimið, þótt margir gagn- íýni aðferðina til þess, nú líta aðrar þjóðir okkur öfundaraugum og hugsa sér að velja sama kerfi og Is- land. Þetta kemur fram núna síðast á ársfundi fiskveiðinefndar Norð- vestur-Atlantshafsins, NAFO, sem haldinn var í Boston í Bandaríkjun- um nú í vikunni. Kanadamenn hafa slæma reynslu af rányrkju á Nýfundnalandsmiðum þar sem nær allur fiskur hefur verið veiddur upp á þeirra fyrrum gjöfulu miðum. Engin þjóð veraldar hefur haft eins mikið fyrir því að vernda sín fiski- mið og íslendingar og engin þjóð veraldar hefur þurft að lifa eins um aldir á sínum fiskimiðum. Það eru virkilega til raddir hér sem tala fjálglega um að afhenda ESB-löndunum þessa auðlind á silf- urfati, sem hlýtur að vera þar sem ESB svarar því afdráttarlaust að þeir muni aldrei breyta sinni fisk- veiðistefnu. Og allir vita sem vilja Karl Ormsson vita að þessar þjóðir hlíta engum reglum, eira engu, þeim er nákvæm- lega sama þótt öll fiskimið þuiTaus- ist fyrir stundargróða. Island, þetta litla eyland norður í dumbshafi, mun alla tíð eiga allt sitt undir því að fisk- ur veiðist á íslandsmiðum og þetta verður alltaf okkar stærsta gjald- eyrisforðabúr meðan við sjálf förum skynsömum höndum um auðlindina. Vonandi kemur aldrei sú tíð að mis- vitrir stjórnmálamenn komi af stað múgsefjun um að kosið verði um skipti okkar á fiskimiðunum og inn- göngu í ESB. Þetta segi ég ekki af því að ég trúi ekki kjósendum til að taka rétta ákvörðun, heldur því að stór hluti landsmanna var ekki fæddur þegar þorskastríðin um landhelgina stóðu. Og hitt, að hluti þjóðarinnar virðist alls ekki vita hvaðan við fáum gjaldeyri til að lifa á. Að sjálfsögðu eru aðrar greinar atvinnulífsins sem skapa gjaldeyri en engin sem kemst nálægt sjávar- útveginum. í byrjun þessara skrifa minntist ég á ræðu er Ámi M. Mathiesen sjávarútvegsráðheiTa hélt í Lúxem- borg hinn 15. þessa mánaðar, ein- mitt með ráðamönnum iðnaðar og verslunar, þar hélt ráðherra tíma- mótahvatningarræðu sem allt of sjaldan heyrist frá ráðherrum um samstarf okkar utan ESB. Þjóðin vill lifa flott, búa vel, eignast góða nýa bíla, geta veitt sér sem flest, sem sjálfsagt er, en við verðum líka að vita að sjómenn og duglegir út- flytjendur skaffa okkur þennan dýra gjaldeyri sem til skamms tíma var annaðhvort skammtaður eða ekki til. Að lokum: Ég skora á þá sem ef- ast um að hart hafi verið barist um fiskveiðilandhelgina að lesa bók eftir fyrrverandi sendiherra Breta hér, Sir Andrew Gilchrist, Þorskastríð og hvernig á að tapa þeim. Höfundur er deildarfulltrúi. FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 49; KRINGLUNNI 8-12, SÍMI 553 3600 5.-8. OKTÓBER Hausrið er komið! Nýjar haustvörur eru nú í öllum verslunum Kringlunnar. Komdu og skoöaðu, gæddu þér á girnilegum réttum og gerðu góö kaup á nýjum vörum á Kringlukasti. KRINGLUKAST HEFST í DAG. Opió til kl. 21:00 í kvoid. Komdu í Kringluna og njóttu haustsins í hlýlegu umhverfi. Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur ¥ ‘f' NÝJAR VÖRUR m e ð sérslökiim alslælll 20%-50% Grjóthálsi 1 Sími 575 1230/00 Upplýsingar í síma 588 7788
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.