Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 61, + Oddný Bjarna- dóttir fæddist á Fáskrúðsfirði 23. apríl 1914. Hún lést 29. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Stefanía Markúsdóttir, f. 19.8. 1876, d. 10.4.1975 og Bjarni. B. Austmann, f. 19.8 1876, d. 1.5. 1955. Systkini henn- ar voru; Þórður, f. 5.4. 1905, látinn; Guðrún Björg, f. 31.6. 1906, látin; Garðar eldri, dó ung- ur; Ágúst, f. 10.9. 1909, látinn; Andrea, f. 1.7. 1917, látin; Karl, f. 21.2. 1921, látinn; Andrés, f. 21.2. 1921; Hansína, f. 21.2. 1921; Garðar Björgvin, f. 28.5.1928, lát- inn. Nú er elsku amma Dúdda farin, nú hefur hún fundið friðinn og allar þjáningar hennar á enda. Það er alltaf erfitt að kveðja þá sem manni Oddný giftist 6.11. 1937 Jóhanni Bjarnasyni frá Vest- mannaeyjum, f. 16.10. 1913, látinn. Byggðu þau sér hús á Asavegi 8 og eign- uðust þar kjördóttur sína, Hönnu. M. Jó- hannsdóttur, f. 24.3. 1946. Hanna eignað- ist tvær dætur: 1) Rósa Mikaelsdóttir, f. 24.9. 1964, hún á þrjú börn, þau Jó- hann, Samönthu og Einar. 2) Bjarndís. H. Mikaelsdóttir, f. 24.5.1967, hún á tvö börn, þá Stefán og Tristan. Utför Oddnýjar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 16.30. þykir vænt um, en ég veit að nú líð- ur þér vel hjá honum Jóa þínum, nú eruð þið saman á ný. Við systkinin kölluðum Dúddu alltaf „ömmu Dúddu“, en hún var gift afabróður okkar, Jóhanni Bjarnasyni, sem lést snemma árið 1994, við kölluðum hana ömmu því hún var alltaf svo góð við okkur og tók alltaf svo vel á móti okkur, bæði á Asaveginum og á „elló“. Hún var alltaf svo þakklát þegar við komum í heimsókn enda vorum við eina fjölskyldan hennar hér í Eyjum, því dóttir hennar og fjöl- skylda öll bjó í Reykjavík. Ég minnist ömmu Dúddu sem góðrar, þrjóskrar, ákveðinnar konu sem elskaði lítil börn, sem hún sýndi t.d. í síðustu heimsóknunum þegar hún var mjög veik og ég kom með fimm mánaða dóttur mína og hún vildi endilega láta hana setjast hjá sér, lyfti fótunum upp og lét eins og það væri ekkert að sér og þær spjölluðu saman. Nú kveð ég þig, elsku amma Dúdda mín, og takk fyrir samver- una. Minning þín lifir í hjarta okk- ar. Megi góður Guð geyma þig og vernda um alla eilífð. Elsku Hanna Mallý, Rósa, Bjarndís og aðrir aðstandendur, megi Guð vera með ykkur og veita ykkur styrk á þessum erfiðu tím- um. Kveðja. Elva Björk Einarsdóttir. ODDNÝ BJARNADÓTTIR BÖÐVAR EGGERTSSON + Böðvar Eggerts- son fæddist á Hvammstanga 15. nóvember 1912. Hann lést á Land- spítala - háskóla- sjúkrahúsi í Fossvogi 19. september síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Ás- kirkju 2. október. Ekki hafði mig órað fyrir því að í seinasta skipti, sem ég sá afa minn var á gjörgæslu- deild Borgarspítalans. Afi var alltaf sem klettur, sem komst áfram í gegnum súrt og sætt °g því var það erfitt á þessari stundu fyrir mig að viðurkenna að e.t.v. væri hann að renna sitt lífsskeið á enda. En kallið kom skömmu eftir að ég var farinn aftur til New York og það er með miklum söknuði að ég kveð afa minn í hinsta sinn. Afi var vinur, sem hafði mikil áhrif á mig frá unga aldri og þegar ég óx úr grasi horfði hann á úr fjar- lægð og var alltaf tilbúinn að gefa mér góð ráð þegar á þurfti að halda. Mínar fyi-stu minningar tengdar afa hófust þegar foreldrar mínir voru oftar sem áður erlendis og kom það í minn hlut að dveljast á heimili afa og ömmu í þann tíma. Það, sem greyptist sem fastast í huga minn voru morgnarnir þegar afi vakti mig til þess að keyra mig í skólann. Þá beið mín heitt súkkulaði og ristað brauð, sem var eitt að því sem afi var snillingur í að gera, því að heita súkkulaðið, sem hann gerði er og verður það besta, sem hægt er að hugsa sér á köldum vetrarmorgnum á Islandi. Ég veit að öll barnabörnin eru mér sammála. Það, sem skipti öUu máli var ástin og alúðin, sem hann gaf okkur öllum. Hann lét sig t.d. miklu máli skipta að við gengj- um menntaveginn og veldum okkur nám, sem við sjálf vildum nema og hann hvatti okkur öll til dáða hvort sem um var að ræða menntun, •þróttir eða önnur áhugamál. Afi var mjög ábyrgur einstakling- ur, sem hann ávallt lét í ljós við þá, sem honum þótti vænt um og stóðu honum næst. Þessari ábyrgð fylgdi mikill kærleikur, sem við öll fundum frá honum. Alveg eins og elskulega amma okkar þá kenndi hann mér margt, sem e.t.v. er erfitt að læra í nútímaþjóðfélagi þar sem hraði oft á tíðum einkennir hegðun okkar og lífshætti. Enda hef ég alltaf talið að eitt það mikilvægasta, sem við kynn- umst á lífsleiðinni séu kynni okkar af eldra fólki, sem bjó í landi sem var mjög frábrugðið því þjóðfélagi, sem við nú búum í. Fólki, sem hafði önnur sjón- armið til lífsins og nálgaðist eril dagsins á annan hátt en nú tíðk- ast. Það var því margt, sem afi sagði mér í gegnum tíðina, sem alltaf á eftir að fylgja mér. Ein er sú minning, sem alltaf á eftir að verða mér sterk í minni. Það var sú ábyrgð og kærleikur, sem afi sýndi þegar amma veiktist og dvaldi síðustu ár sín á dvalarheimil- inu Skjóli. Afi stóð eins og klettur við hliðinni á henni og á hverjum einasta degi sat hann með henni og gaf henni styrk og stuðning allt til dauðadags. Ég fann að afi hafði misst mikið þegar amma lést og það var tómarúm, sem erfitt var fyrir hann að fylla. Það að afi sat hjá henni á hverjum einasta degi sýndi hvernig persónuleiki hann var og var lýsandi dæmi um skoðun afa um mikilvægi fjölskyldunnar og þann styrk, sem við getum gefið hvert öðru á stundum sem þessum. En nú er æviskeið þitt á enda en minning þín varir að eilífu. Yndis- legur sonur minn, Guðjón Kjartan, varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast þér og sýndir þú honum allt það, sem þú sýndir og gafst mér þegar ég var á hans aldri. Það er því með söknuði, sem við feðgar kveðj- um þig í hinsta sinn en ég mun segja syni mínum allar þær sögur, sem þú sagðir mér. Þannig verður þú ávallt hjá okkur og minningin um þig berst frá kynslóð til kynslóða um ókomna framtíð. Það, sem gleður okkur feðga, er að nú hvílir þú við hliðina á ömmu, sem þú elskaðir og dáðir. Ég veit að þú, amma, og Eggert eruð hlið við hlið horfandi á okkur öll, sem fylgja þér til grafar og ég veit að þið sendið okkur hlýja strauma, sem styrkja okkur í þeirri sorg, sem við nú upplifum. Vertu sæll að sinni, elskulegi afi Böðvar. Böðvar Eggert Guðjónsson. Það er erfitt að setjast niður og ætla að skrifa aðeins nokkrar línur í minningu um hann Böðvar afa. Annar eins öðlingur er vandfund- inn og að hafa verið þess aðnjótandi að eiga hann sem afa verður aldrei fullþakkað. Hann var bæði bóngóð- ur og greiðvikinn svo eftir var tekið. Minningabrot renna gegnum hug- ann. Afi og amma á selvó heyra nú for- tíðinni til en mikið var gott að koma þangað, sama hvernig stóð á og sama á hvaða tíma það var. Hver man ekki eftir jólaboðunum á selvó sem voru einn af hápunktunum á jól- unum eða sunnudagsmatarboðunum hér á árum áður? Var þá öllu tjaldað til og vel gert við alla. Svo voru ógleymanlegar sleðaferðirnar, þeg- ar afi dró sleðann upp og hljóp svo á eftir okkur niður, eftir sleðaferðirn- ar gaf hann okkur kók og prins, sem var ekki sjálfsagður hlutur þá. Við gistum oft hjá afa og ömmu, alltaf fór afi með okkur inn og las eða sagði okkur söjgur, fór svo með bæn- irnar á eftir. A morgnana þegar við vöknuðum var afi alltaf tilbúinn með heitt kakó sem hann lagaði sjálfur og ristað brauð. Hann kom oft á sunnudagsmorgnum og sótti okkur til að fara með okkur í sunnudags- bíltúr, farinn var rúnturinn niður á höfn og niður að tjörn til að gefa öndunum. Það voru ekki fáar leik- húsferðirnar sem hann fór með okk- ur. Sumarbústaðaferðirnar á sumr- in. Svona mætti lengi telja. Hvernig hann sinnti henni ömmu Steinu í veikindum hennar var aðdá- unarvert og þegar hún féll frá fyrir rúmlega þrem árum má segja að stór hluti af afa hafið farið með henni. Daglega vitjaði hann leiðis hennar og var það í einni slíkri ferð sem aðdragandi að kallinu kom. í dag verður hann lagður til hinstu hvflu við hliðina á ömmu Steinu. Blessuð sé minning þeirra beggja. Oss héðan klukkur kalla svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi því, sem eilíft er. (V. Briem.) Böðvar A. Eggertsson, Ingibjörg Eggertsdóttir. JtXlIXlIIIIIIlIIXjC H H H H H H H H H Erfisdrykkjur ■+- P E R L A N Sími 562 0200 íi IIIIIIIIIIIIIIlÍI HELGA SJOFN FORTESCUE + Helga Sjöfn Fortescue fædd- ist í Reykjavík 19. janúar 1984. Hún Iést á gjörgæsludeild Landspítalans 14. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grensás- kirkju 23. ágúst. Lífið gengur allt mjög hægt og hljótt fyrir sig hjá mér eftir að þú fórst en þá minn- ist ég sögunnar sem við sömdum einu sinni saman. Hún var um garðinn sem var fullur af blómum og trjám. Okkur fannst hann voðalega fallegur en seinna hljóp ofvöxtur í eitt tréð svo það skyggði á öll hin trén og blómin. Vöxtur trésins var svo mikill að ræt- ur þess tróðu sér út í allan jarðveg- inn og króna þess lá eins og ský yfir öllum hinum trjánum og blómunum. Stóra tréð óx með ógnarhraða og þurfti mikla næringu. Þegar sólin skein náði hún ekki til smáa gróðurs- ins af því að stóra tréð þurfti hana alla og þegar rigndi tóku rætur stóra trésins alla næringuna. Þegar fólkið sem átti garðinn uppgötvaði hvað var í gangi hélt það fund en þar komu fram ýmsar skoðanir. Hvað átti til bragðs að taka? Ein hugmyndin var sú að fella stóra tréð til þess að litlu trén og blómin gætu lifað. Önn- ur hugmyndin var sú að láta bara stóra tréð lifa en það þótti mörgum slæmt. Þín hugmynd fannst mér fegurst, hún var svona: Að taka stóra tréð og snyrta krónu þess þannig að _ tréð þyrfti ekki svona mikið pláss og rætur þess ekki heldur. Þá myndi sólin skína á litlu trén og blómin og rætur þeirra myndu einnig nærast vel. Þannig gætu allir reynt að vera vinir. Jarðarförin þín fór vel fram. í kirkjunni var mikið af góðu fólki sem söng og fyllti kirkjuna lífi. Sr. Ólafur Jóhannsson jarðsöng þig af mikilli einbeitingu. Allt þetta skipulögðu mamma þín, Nonni og Rúnar. Sigríð- ur María systir þín og Jón Ingi bróð- ir þinn báru blóm á undan þér og all- ir í kirkjunni voru vinir. Sniglarnir fóru á undan þér á hjólunum sinum upp í garð. Það er búið að blæða mik- ið úr augum allra þeirra sem kynnt- ust þér. Ég gleymi þér aldrei rósin mín, sjáumst síðar. Pabbi. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, HELGA BJÖRGVINSDÓTTIR, Brekastíg 7b, Vestmannaeyjum, sem lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja sunnu- daginn 1. október, verður jarðsungin frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn 7. október kl. 10.30. Oddur Júlíusson, Stefán P. Bjarnason, Ásiaug St. Kjartansdóttir, Guðjón Gunnsteinsson, Ágústa Kjartansdóttir, Svanur Gunnsteinsson, Ingunn Arnórsdóttir, barnabörn, systkini og aðrir aðstandendur. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON 1 ...... * lii frá Hólshjáleigu, 1« Mm Lagarfelli 21, J. Jpk . 'mM Fellabæ, verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju laugar- f’ daginn 7. október kl. 14.00. 1 BS Börn og fjölskyldur hins látna. Birting nfmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúfmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.