Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 74
>74 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Myndlistarmenn daðra við leikhús Myndlistarmennimir Egill, Ásdís og Ingibjörg eins og þau eru í dag. Astmadagur í Lyf & heilsu, Kringlunni í dag ver&ur astma- og ofnæmisdagur í Lyf & heilsu, Kringlunni 1 .hæö. Fræðsla verður um asfma og ofnæmi. Einnig kennsla í notkun allra helstu astmalyfja frá kl. 15-18. Nýttu þér tækifærið til að fræðast um astma og ofnæmi og notkun astmalyfja. Hjúkrunarfræðingur veitir fría ráðgjöf. Ekkert er fullkomið Vuf sheilsa GlaxoWellcome Þverholti 14 • 105 Reykjavik • Sími 561 6930 www.glaxowellcome.is * A evrópska listaþinginu IETM verða þrír mynd- listarmenn með uppákomur sem mikil dulúð ríkir yfír. Unnar Jónasson hitti listamennina og reyndi að veiða eitthvað upp úr þeim. í DAG verður evrópska listaþingið IETM sett en það er leiklistarþing sjálfstæðu leikhúsanna í Evrópu. Fram á sunnudag verða ótal at- burðir á dagskrá þingsins ásamt málþingi og fyrirlestrum um sjálf- stæðu leikhúsin og hlutverk þeirra. A dagskrá hátíðarinnar er m.a. að finna uppákomur sem myndlistar- mennirnir Ingibjörg Magnadóttir, Egill Sæbjörnsson og Asdís Gunn- arsdóttir verða með undir hatti leikhóps sem kallar sig „No name, Bullshit Theater" (sem er hugar- fóstur Sigrúnar Sólar leikkonu). Þau vilja þó ekki segja of mikið frá því sem þau ætla að gera. ÖU saman í leikhúsheitapottinum Hiifiðþið unnið mikiðsaman? Ingibjörg: „Við höfum öll unnið eitthvað saman áður en það er alveg rökrétt að við þrjú séum kominn í þetta samstarf núna. Eg trúi á „second level“ sem virkar þannig að maður er alltaf á réttum stað á rétt- um tíma og að maður hitti það fólk sem maður á að hitta. Við öll höfum verið að daðra að einhverju leyti við leikhúsið í okkar myndlist." Egill: ,Að minnsta kosti við aðrar listgreinar en myndlist. Imma við kvikmyndun, Asdís við leikhúsið og ég við tónlist.“ Ingibjörg: „Núna erum við byrj- uð að vinna saman aftur og ég held að við séum að taka stærri áhættu en áður.“ Hvernig atriði verðið þið eiginlega með? Egill: „Það er leyndarmál." Ásdís: „Það verður að liggja í loftinu.“ Egill: „Það má ekki segja hvað við munum gera.“ Ingibjörg: „Hið óvænta er hluti af því sem við gerum, því má ekki gefa of mikið upp.“ Ásdís: „Við vitum að einhverju leyti hvað við ætlum að gera, vitum kannski meira heldur en við segj- um. Samt er ákveðið svigrúm sem þarf að vera til staðar fyrir hið óvænta hjá okkur sjálfum." Ingibjörg: „Smá rými fyrir „Second level“.“ Hvað er eiginlega þetta „Second level“? Ingibjörg: „Það er eiginlega and- stæða alls sem er sjáanlegt, til dæmis allt það sem liggur á milli mín og Ásdísar. Samt ekki svona nýaldarspeki heldur eitthvert svona svæði sem hefur líf en er ósýnilegt." Egill: „í staðinn fyrir að horfa á alla þá hluti sem maður gerir, horfir maður á það sem er á milli þeirra, samhengið." Hvenær og hvar getur fólk séð þetta sem ekki má segja frá? Ingibjörg: „Við munum flakka á milli ReykjavíkurAkademíunnar, Norræna hússins, Listaháskólans og Hins hússins á föstudag og laug- ardag milli 15:00 og 18:00.“ Egill: „Við ætlum að setja okkar innlegg inn í umræðuna á þessum stöðum. Meira getum við ekki sagt um það!“ Hvemig skilgreinið þið ykkur? Er þetta leikhús, uppákoma eða eitthvað annað? Egill: „Þetta er myndlist! Ekki uppákoma né leikhús." Ingibjörg: „Svona myndlist ger- um við þegar við erum orðin leið á því að fá ekki tjáningarglampa í augun eins og maður sér oft hjá tónlistarfólki. Það er mjög hollt að nota sem fæsta milliliði frá sjálfum sér og nota bara sjálfan sig.“ Ásdís: „Það er líka alltaf mikil- vægt að ögra sjálfum sér og taka áhættu. Það erum við að gera.“ Ingibjörg: „Skilaboð til lista- manna; maður þarf ekki að vita hvað maður er að gera því maður verður að vera á undan sjálfum sér með listina." Gefið þið ykkur meira frelsi af því þetta er einhvers konar leikhús? Egill: „Það skiptir mig engu máli hvort ég er á listasafni, í sundlaug eða í leikhúsi. Maður mætir alltaf sömu andstöðunni. Við erum algjör- ir uppreisnarseggir. Núna erum við kannski að dýfa okkur aðeins í leik- húsheitapottinn svo hoppum við aft- ur út í myndlistarlaugina.“ Myndlist til að komast yfir dttann Ingibjörg: „Mér finnst myndlist líka vera allt. Hún getur verið hvar sem er!“ Egill: „Það sem mér finnst per- sónulega áhugavert er að fleygja mér svolítið ómeðvitað út af brún- inni og treysta á forvinnu undir- meðvitundarinnar sem sér allt í stærra samhengi en maður sjálfur. Það að vita ekki alltaf hvort það sem maður er að gera er gott eða slæmt. Mér finnst mjög áhugavert ef myndlistin mín getur spannað allt frá því að vera ofboðslega léleg yfir í það að vera mjög góð. Ef hún er allt frá því að vera glaðleg yfir í sorgleg, vitræn yfir í óvitræn." Góð og slæm á sama tíma? Egill: „Nei, meira yfir ákveðið tímabil. Lífið er heild og felur í sér hnignun og hæðir. Góð heild felur í sér margbreytileika. Maður gerir mörg mismunandi verk en ekkert þeirra er fullkomið. Þá skiptir ekki máli hvort það sem þú gerir heitir myndlist eða tónlist. Heldur er að- alatriðið það sem liggur ósýnilegt á milli þeirra. Tengingin. Sem er eitt- hvert sambland af kjarna og þræði sem byrjar þegar maður fæðist og endar þegar maður deyr. En er samt ekki fullgerð heldur hluti af enn þá stærra samhengi sem er þá samfélagið." Ingibjörg: „Einmitt það að vera ekki búin að fullkomna sjálfan sig, halda að maður sé kominn á ein- hvern endastað, að maður sé búinn að finna sig. Það gerist aldrei því ekkert er fullkomið. Þau verk sem maður gerir eru maður sjálfur og maður á aldrei eftir að vera full- kominn." Egill: „Maður þarf alltaf að end- urskoða afstöðu sína. Sem dæmi að maður sem er „heilsufrík" og stefn- ir á það að verða heilbrigður og hef- ur einhverja hugmynd um það hvað heilbrigði er, kemst aldrei á þann stað þar sem hann getur sagt, „ég er fullkomlega heilbrigður". Hann er alltaf að endurskoða hlutina. Þetta er eins og að reyna að komast að regnboganum. Þannig þarf mað- ur stöðugt að endurnýja afstöðu sína gagnvart listinni." Ingibjörg: „Aðalatriðið er að komast yfir óttann og sjálfan sig.“ Egill: „Það sem okkur finnst skipta máli er að eitt verk sem er hlutbundið og felur í sér hugmyndir er ekki fullklárað verk. Til dæmis þegar maður sér þrjú mismunandi verk eftir ólíka listamenn hlið við hlið. Þá skynjar maður eitthvað sem er blanda af þessu þrennu. Þar kemur andinn inn í málið. Það er andlegt í dag!“ Ingibjörg: „Þetta er ekkert svona „nýaldardæmi" eða eitthvað yfir- skilvitlegt heldur veruleikinn." Egill: „Veruleikinn eins og hann er.“ Ásdís: „Þetta er svona „há-veru- leiki“.“ Egill: „Þetta eru okkar forsendur fyrir myndlistinni í dag.“ Ingibjörg: „Já, í dag. Bara í dag.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.