Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 230. TBL. 88. ARG. LAUGARDAGUR 7. OKTOBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Dómstdll í Júgóslavíu úrskurðar að stjórnarandstaðan hafí sigrað í forsetakosningunum Milosevic og herinn viður- kenna sigur Kostunica Belgrad. Reuters, AFP, AP. SLOBODAN Milosevic viðurkenndi ósigur sinn í forsetakosningunum í Júgóslavíu og óskaði andstæðingi sínum, Vojislav Kostunica, tii ham- ingju með sigurinn í sjónvarpsávarpi í gasrkvöld. Forseti júgóslavneska herráðsins óskaði Kostunica einnig til hamingju með sigurinn og sagði að herinn myndi virða ákvörðun stjórn- lagadómstóls Júgóslavíu sem úr- skurðaði fyrr um daginn að Kostun- ica hefði verið kjörinn forseti sambandsríkisins. „Ég óska Vojislav Kostunica til hamingju og þjóð minni velfarnaðar á næsta kjörtímabili," sagði Milosevic í stuttu ávarpi í júgóslavneska ríkis- sjónvarpinu Yu-Info. „Ég var að fá opinberar upplýsingar um að Voji- slav Kostunica hefði sigrað í kosning- unum. Þessi ákvörðun var tekin af stofnun, sem hafði heimild til þess samkvæmt stjórnarskránni, og ég tel að hana beri að virða." Fyrr um daginn hafði stjórnlaga- dómstóllinn kúvent í deilunni um kosningarnar og úrskurðað að Kost- unica hefði náð kjöri. Daginn áður hafði dómstóllinn ógilt niðurstöður kosninganna „að hluta" og sagt að kjósa þyrfti að nýju áður en kjörtíma- bili Milosevic lyki í júní á næsta ári. ígor Ivanov, utanrikisráðherra Rússlands, ræðir við Milosevic. Milosevic sagði að flokkur sinn, Sósíalistaflokkurinn, myndi veita Kostunica harða andstöðu en bætti við að hann vildi sjálfur hvíla sig á stjórnmálunum um skeið. „Sjálfur er ég feginn að losna við þá miklu ábyrgð sem hefur hvílt á mér í rúman áratug og ætla að hvíla mig dálítið, eyða meiri tíma með fjölskyldunni, einkum barnabarni mínu og halda síðan áfram að efla flokkinn minn og stuðla að framförum í landinu." Kostunica ræddi við Milosevic í tæpa klukkustund í gær eftir að hafa átt fund með Nebojsa Pavkovic, for- seta júgóslavneska herráðsins. Kost- unica sagði eftir fundinn að engin ástæða væri til að óttast að herinn reyndi að koma Milosevic aftur til valda. Forseti herráðsins staðfesti þetta í stuttri yfirlýsingu í gærkvöld og sagði að herinn hefði ekM viijað skipta sér af deilunni um kosningarn- ar og hygðist „virða vilja þjóðarinnar og úrskurð stjórnlagadómstólsins". Lofar að beita ekki valdi ígor ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, ræddi við Milosevic í Belgrad í gær og sagði að hann hefði lofað að beita ekki valdi tíl að halda forsetaembættinu en vildi gegna póli- tísku hlutverki í Júgóslavíu sem leið- togi Sósíalistaflokksins, stærsta flokks Serbíu. „I viðræðunum lagði Milosevic áherslu á að hann hygðist reyna að leysa deiluna með friðsamlegum og löglegum hætti, að forðast að beita valdi," sagði ívanov. Júgóslavnesk sjónvarpsstöð sýndi í gær myndir af Milosevic á fundinum með ívanov. Milosevic var með dökka bauga undir augum en bar sig vel. Sjónvarpsstöðin sagði að Milosevic hefði kennt mótmælendum um kreppuna í stjórnmálum landsins á fundinum með ívanov. „Hann sagði að ofbeldi og óeirðir hefðu stefnt starfsemi ríkisins í hættu, veikt rfkis- valdið, og slflct þjónaði aðeins hags- munum óvinanna." Nýjar ákærur á hendur Milosevic boðaðar Talsmaður Bandarfkjaforseta sagði að bandaríska stjórnin væri andvíg því að Milosevic tæki þátt í stjórnmálum Serbíu. Hann bætti við að stjórnin myndi ekki heldur styðja þá hugmynd að Milosevic fengi hæli í öðru landi. Stríðsglæpadómstóllinn í Haag hefur ákært Milosevic fyrir stríðs- glæpi í Kosovo og Carla del Ponte, yf- irsaksóknari dómstólsins, kvaðst í gær vera að undirbúa nýjar ákærur á hendur honum vegna stríðsglæpa í Bosníu og Króatíu. Hún kvaðst vilja að Kostunica framseldi Milosevic til að hægt yrði að sækja hann til saka en Kostunica sagði í fyrrakvöld að hann myndi ekM vérða við slíkri beiðni. ¦ Viðbrögdin/6 ¦ Refsiaðgerðum/28 ¦ „Brúðuleikhússtjórinn/42 ESB boðar afnám refsi- aðgerða Belgrad. Reutcrs, AFP. VOJISLAV Kostunica bjó sig í gær undir að taka formlega við völdunum í Júgóslavíu og Evrópusambandið boðaði að refsiaðgerðum gegn sam- bandsríkinu yrði aflétt að hluta á mánudag. Kostunica tilkynnti í gærmorgun að hann hefði stofnað sérstakt bráða- birgðaráð sem ætti að stjórna Júgó- slavíu og tryggja að hægt yrði að halda uppi lögum og reglu eftir upp- reisnina gegn Milosevic. Stjórnar- andstaðan kvaðst búast við því að Kostunica myndi sverja forsetaeiðinn á þingi Júgóslavíu í dag. ígor Ivanov, utanrfkisráðherra Rússlands, ræddi við Kostunica í Belgrad og óskaði honum til ham- ingju með sigurinn í forsetakosning- unum 24. september fyrir hönd Vlad- ímírs Pútíns Rússlandsforseta. Áður höfðu rússnesk stjórnvöld neitað að taka afstöðu í deilunni um niðurstöðu kosninganna og viðurkenna sigur stjórnarandstöðuleiðtogans. Kostun- ica tók síðbúnum stuðningi Rússa fá- lega. Kostunica fékk blessun patríarka serbnesku rétttrúnaðarkirkjunnar við hátíðlega athöfn í gærkvöld. Þing Serbíu hyggst viðurkenna sigur Kostunica Dragan Tomic, forseti serbneska þingsins, þar sem samsteypustjórn Milosevic hefur haft meirihluta, sagði í gær að þingið myndi koma saman á mánudaginn kemur til að viðurkenna sigur Kostunica. Þingforsetinn hefur verið á meðal dyggustu stuðnings- manna Milosevic. Sósíalíski þjóðarflokkurinn í Svart- fjallalandi, sem er í oddaaðstöðu á júgóslavneska þinginu og hefur stutt stjórn Milosevic, lýsti því einnig yfir í gær að hann viðurkenndi sigur Kost- unica í forsetakosningunum. Flokk- urinn sagði hins vegar ekkert um hvort hann vildi mynda stjórn með stuðningsmönnum nýja forsetans. Einn af leiðtogum stjórnarand- stöðunnar sagði að þing Júgóslavíu yrði líklega kallað saman í dag til að staðfesta kjör Kostunica. Þingið gat Andstæðingar Slobodans Milosevic fagna í Belgrad eftir að hann viðurkenndi ósigur sinn. ekki komið saman í gær þar sem þingmenn frá Svartfjallalandi voru ekki komnir til Belgrad. Javier Solana, æðsti embættis- maður ESB í utanrflris- og öryggis- málum, sagði að byrjað yrði að aflétta refsiaðgerðum gegn Júgóslavíu á fundi utanrfkisráðherra ESB í Lúx- emborg á mánudaginn. Búist er við að ráðherrarnir samþykki þá að af- nema bann við olíusölu og flugferðum til Júgóslavíu en fjárhagslegum refsi- aðgerðum og banni við vegabréfsárit- unum verði aflétt síðar. MORGUNBLAOIÖ 7. OKTÓBER 2000 690900»090000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.