Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Serbar á Islandi fagna því að Slobodan Milosevic er farinn frá völdum í Júgóslavíu Viðbrögðin einkennast af létti og gleði „ÞAÐ eru allir mjög hamingjusamir,“ voru fyrstu orð Irenu Guð- rúnar Kojic, kennara og ljósmyndara, þegar blaðamaður innti eftir viðbrögðum hennar við byltingu fólksins í Júgó- slavíu. Sagði hún að binda mætti vonir við Vojislav Kostunica, sem í gær sór embættiseið forseta,þótt þar með væri óvissuástandinu í landinu ekki lokið. „Kostunica er eini maðurinn sem hefur óflekkað mannorð,“ sagði hún. „Honum var sagt upp í há- skólanum á sínum tíma, boðin staða aftur stuttu seinna, en þáði hana ekki af prinsippástæðum. Hann er eini stjórnarandstöðuleiðtoginn sem ekki hefur verið í neinu samráði við Slobodan Milosevic. Það er annað með Vuk Draskovic, Zoran Djindjic og félaga, sem allir hafa einhvem tímann átt einhver samskipti við hann.“ Fdlki var nóg boðið Irena er frá Kragujevac, sem er eina 140 km fyrir sunnan Belgrað. Faðir Irenu var júgóslavneskur og móðir hennar íslensk og fór hún í sveit í Júgóslavíu á hverju sumri þótt hún byggi á íslandi. Hún var í Belgrað í sumar og sagði að þá hefði hún fundið að fólki hefði verið nóg boðið. „Fólk var gjörsamlega búið að fá nóg eftir að hafa lifað við það í tíu ár að vita ekki hvort það fengi að borða næsta dag, búa við að krakkar og böm geti ekki lifað eðlilegu lífi, skólaganga sé slitrótt, heilbrigðis- kerfið lamað og ekkert virki í samfé- laginu,“ sagði hún. „Fólk er dauðfeg- ið og sá fram á að það getur ekki verið í stríði við öll Vesturlönd, en gegn þeim beindist allur áróður stjómvalda eftir loftárásir NATO. Fólk sér að minnsta kosti núna að einhver von er til að það geti farið að lifa eðlilegu lífi, efnahagsástandið lagist og það geti farið að vinna.“ Hún kvaðst telja að einnig hefði skipt máli að maður á borð við Kost- unica kom fram. Reyndar hafi hann dregið að gefa kost á sér, en í öllum skoðanakönnunum hafi hann notið mests fylgis. „Það er sagt að hann sé þjóðemis- sinni, en öll heilbrigð ættjarðarást er í lagi,“ sagði hún. „Þegar hún er komin yfir markið er hún hins vegar orð- in hættuleg. Hann er ekki í þeirri deild að vera með yfirgang.“ Irena kvaðst ekki búast við að Kosovo- Albanar væru ánægð- ir með atburðina í Belgrað síðustu tvo daga, en í Kosovo ríkti ringulreið og myndi gera næstu ár. Hún sagði að nú myndi í það minnsta Vestur- lönd og Serbía fara að ræða málefni Kosovo og það væri meira en þegar Milosevic var við völd. Fann að lögreglan og herinn myndu ekki fylgja Milosevic Irena sagði að það hefði ekki kom- ið sér á óvart að Milosevic hefði farið frá án þess að beita valdi. „Það var alltaf talað um það að því fleiri sem fæm út á götu því ólíklegra yrði að hann réðist á fólkið,“ sagði hún. „Maður hefur einnig fundið að lögreglan og herinn myndu ekki fylgja honum. I hemum era náttúr- lega drengir, sem færa ekki að skjóta á bræður sína og systur og foreldra á götum úti. í gamla daga gegndi Serbi herskyldu í Slóveníu í stað þess að vera á heimaslóðum, en nú hafa þeir bara Serbíu þannig að ekki er hægt að beita því bragði." Hún sagði að þetta væra gleðitíð- indi fyrir þá, sem staðið hefðu gegn Milosevic og kallaðir hefðu verið svikahrappar og málaliðar NATO síðustu mánuði. Hins vegar væri ljóst að fólk væri í sáram eftir valda- tíma Milosevic. „Margir eru orðnir langþreyttir á ástandinu og bíða eftir að komast í eðlilegt ástand,“ sagði hún. „Fyrst átti fólk sparifé og gat notað það, en nú er mest farið. 200 þúsund menntamenn hafa yfirgefið Serbíu, en ég ætla að vona að þeir snúi aftur heim og byggi landið upp. En efna- hagskerfið var í rúst, ekkert selt í búðum, bankakerfið óvirkt og komið á vöraskiptahagkerfi sem ekki gat gengið.“ Irena ræddi við fólk í Belgrað í gærmorgun og sagði að þar væru all- ir yfir sig hamingjusamir: „Allir tala um það sama: kannski fáum við að Irena G. Kojic Caesars á íslandi er 1 árs! tilefni bjóðum við pizzur á hlægilegu verði dagana 6. - 13. október. GæðHGæði! I pizzunum ofckar er sérvaiiö hriefni frá vfcJurfccnndum fyrirtaekjum. EEðn SB3t<í> Fákafenl n, 108 Reykjavfk Dalshrauni 13,220 Hafnarflrðl • Nesti, Artúnshðfða Tvær litlar pizzur með 3 áleggstegundum. Aðeins 999 kr. Stór pizza með 3 áleggstegundum. Aðeins 750 kr. / Reuters Stjórnarandstæðingar selja upp fána fyrir utan þingið í Belgrað aðfaranótt gærdagsins. komast inn í veröldina og fara að verða eðlilegt land inni í Evrópu á 21. öldinni. Að við séum ekki í stríði við öll Vesturlönd." Hæstánægður með þessa atburði „Ég er hæstánægður með þessa atburði," sagði Markús Marko- vic,bátasmiður frá Valjevo, sem er 60 km frá Belgrað. Hann hefur búið á Islandi í 25 ár starfað við bátasmíði mestallan þann tíma. Markús sagði að hann hefði verið á móti Milosevic, en ekki vegna and- stöðu vesturveldanna við hann, held- ur vegna þess sem hann hefði gert þjóð sinni. „Hann verður að svara til saka gagnvart þjóð sinni og verður að vera dæmdur í Belgrað, ekki annars staðar,“ sagði hann. „Það á alls ekki að hleypa honum úr landi. Hann er sekur gagnvart þjóð sinni, ekld öðr- um.“ Markús sagði að hann hefði fylgst svo lengi úr fjarska með atburðum á sínum heimaslóðum að fyrir sér væri ósköp venjulegt að fylgjast með framvindu mála héðan. „Ástandið hefur hins vegar verið hryllingur og það er töluverður léttir fyrir mig að sjá þessa atburði sem nú era að gerast,“ sagði hann. „Kostun- ica er hófsamur maður þótt hann sé yfirlýstur þjóðemissinni. Hann hef- ur ekki fengist til þess hingað til að taka meiri þátt í stjórnmálum. En loksins fékkst rétti maðurinn til þess og ég hef mikla trú á þessum manni og þessari stjórnarandstöðu, sem nú starfar saman, og vonast til að hún fari ekki að rífast aftur eins og hefur gerst.“ Markús kvaðst andvígur stefnu Vesturlanda gagnvart gömlu Júgó- slavíu. Júgóslavía sundraðist með hjálp vesturveldanna „Ég er Júgóslavi og er það enn,“ sagði hann. „Mér þykir vænt um alla gömlu Júgóslavíu, ekki bara það, sem er í dag. Ég hef farið þvers og kruss um Júgóslavíu, aldrei orðið fyrir aðkasti og alls staðar liðið vel. Júgóslavía sundraðist með hjálp vesturveldanna, sem kyntu undir þessu stríði og allri þessari vitleysu. Ef við tölum um að öll Evrópa er að sameinast og heimurinn er að sam- einast er óafsakanlegt að splundra einu landi í sex ríki, sem samsvarar að splundi'a íslandi í þrjú ríki. Þetta gerðu vesturveldin. Heimamenn gerðu þetta ekki si svona. Rekinn var áróður á þessu svæði sem tekur mið af seinni heimsstyrjöldinni, en sárin eftir hana era ekki gróin enn eftur 50 ár. Vesturveldin og aðallega Bandaríkin eiga stóran þátt í þessari skiptingu Júgóslavíu í sex hluta.“ Markús sagði að við tækju erfiðir tímar en var þó bjartsýnn: „Landið er nú í núlli og það verður að byggja upp. En við Serbar höfum lent í mörg- um stríðum, sem í flestum tilvikum var ekki fyrir vilja okkar, og erum orðnir vanir að þurfa að byggja upp aftur og aftur og aftur. Það mun taka tíma, en ég reikna fastlega með því að eftir 4-5 ár sjáist einhver breyt- ing.“ Fjölbrautaskólinn í Breiðholti fagnar 25 ára afmæli sínu Morgunblaðið/Jón Svavarsson Netnendur skólans voru með skemmtidagskrá og uppákomur af ýmsu tagi við göngugötuna í Mjódd í gær. Nemendur af snyrtibraut sýndu listförðun ásamt því sem þeir buðu vegfarendum upp á snyrtingu. FJÖLBRAUTASKÓLINN í Breið- holti er 25 ára í ár og af því tilefni stendur yfir afmælishátíð sem nem- endur, fyrrverandi nemendur, starfsmenn og velunnarar skólans hafa veg og vanda af. Hátíðahöldin hófust á miðviku- dag með móttöku 1 hátíðarsal skól- ans þar sem Kristín Arnalds skóla- meistari flutti ávarp, nemendur léku á píanó og skólakór FB söng. Sama dag voru tvær sýningar á vegum skólans opnaðar, sögusýn- ing í miðrými skólans og mynd- listarsýning í Gerðubergi með verkum eftir 28 fyrrverandi nem- endur skólans, sem nú eru starfandi myndlistarmenn. Á fimmtudags- kvöld hélt nemendaráð skemmti- kvöld í Undirheimum og í gær hófst dagskráin með íþróttahátíð. Eftir hádegi í gær var fjölbreytt skemmtidagskrá í göngugötunni í Mjódd þar sem bæði nemendur og kennarar skemmtu vegfarendum. Leikfélagið Aristófanes setti upp götuleikhús, skólakórinn söng, hþ'ómsveit kennara spilaði, auk þess sem listnemar voru að störfum og nemendur af snyrtibraut sýndu listförðun, ásamt því sem þeir buðu vegfarendum upp á snyrtingu og veittu þeim ráðgjöf. í gærkvöldi var svo haldið menningarkvöld í Gerðubergi þar sem fyrrverandi nemendur komu fram. í dag verður opið hús í skólanum milli klukkan 13 og 16. Þar verður starfsemi hinna ýmsu deilda kynnt, haldin verður tískusýning auk þess sem skólakórinn syngur. Einnig mun hljómsveit kennara og hljóm- sveitin Útrás leika tónlist, ásamt því sem opnuð verður sýning á lokaverkefnum nemenda sem út- skrifuðust af myndlistarbraut síð- astliðið vor. Auk hátíðarhaldanna, sem lýkur í kvöld með viðhafnar- dansleik í íþróttahúsi skólans, hef- ur verið gefið út afmælisrit um skólann þar sem sögu hans eru gerð skil. Auk þess má í blaðinu finna viðtöl við fyrrverandi og nú- verandi nemendur og kennara, ljós- myndir úr skólalífinu og fleira. Þá kemur einnig út geisladiskur þar sem núverandi og fyrrverandi nem- endur og kennarar flylja frumsam- in lög. Markmið skólans frá upphafi að auka vægi verknáms Kristín Arnalds skólameistari segir að þegar skólinn var stofnað- ur árið 1975 hafi 221 nemandi hafið nám við hann. „Við byijuðum með fjögur námssvið. Menntaskólasvið, með tungumála-, náttúrufræði- og eðlis- fræðibraut, iðnfræðslusvið, með málmiðnaðar- og tréiðnaðarbraut, viðskiptasvið, með skrifstofu- og sijórnunarbraut og einka- ritarabraut og samfélags- og upp- eldissvið, með heilsugæslu, hús- stjórnar-, handmennta- og snyrti- og heilbrigðisbraut. Allar þessar brautir byijuðu þama strax, en markmið skólans frá upphafi var að auka vægi verknáms og gera því jafnhátt undir höfði og bóknámi, segir Kristín. FB er nú fjölmennasti framhaldsskóli landsins, en nem- endur í dagskóla eru um 1.300 og nemendur í kvöldskóla eru um 870, auk þess sem 114 kennarar eru við skólann. Kristín segir að skólastarfíð hafi smám saman vaxið og dafnað á þessum árum, en það só enn í stöð- ugri þróun. Hún segir að ein af áhugaverðari nýjungunum í náms- framboði skólans sé upplýsinga- og tæknibraut sem sé tilraunaverkefni sem skélanum var falið af mennta- málayfirvöldum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.