Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Davíð Oddsson tók glaður í bragði við tillögum auðlindanefndar: Stóratburður í íslenskri samtímasögu greiðir vonandi fyrir víðtækari sátt, segir Jóhannes Nordal u MP Áfram verður boðið upp á gömlu góðu réttu græjurnar. Tvær orðabækur í einni í fyrsta sinn á íslandi er komin út ensk-íslensk/íslensk-ensk veltioröabók. Bókin er tvískipt í kilju og er henni velt vi& til að sko&a hvorn hluta fyrir sig þannig a& hún er afar handhæg í notkun. Hún er einnig me& hra&virku uppflettikerfi og inniheldur 72.000 uppflettior& þannig a& au&velt er a& finna þa& sem leita& er a&. Kynningarverð: 5800 kr. O ORÐABÓKAÚTGÁFAN Fasteignir á Netinu ^mbl.is /KLLTAf= 6/777/M£7 NÝTJ Eitur- lvf mesti heilbrigð- isvandinn DOKTOR Bertha K. Madras, pró- fessor við Harvard háskóla, hélt fyrirlestur um áhrif fíkniefna á heilastarfsemina, hverjir ánetjast fíkninni og líffræðilegar breytingar sem fíkniefni valda á heilanum á ráðstefnu um fíkniefnaneyslu og áhrif hennar á líf og heilsu manna á ráðstefnu sem haldin var í vik- unni. í máli dr. Madras kom fram að niðurstöður vísindarannsókna geta haft og hafa áhrif á stefnumótun yfirvalda í málum tengdum lyfja- misnotkun. Eiturlyfjanotkun er að sögn dr. Madras eitt dýrasta heilbrigðis- vandamál Bandaríkjanna og er meira en 150 milljörðum dala veitt árlega í læknakostnað tengdan eit- urlyfjanotkun og -fíkn. Svipuð samskiptaboðum í heila Efnauppbyggingu flestra eitur- lyfja svipar til samskiptaboða heil- ans. Vegna hárfíns munar á upp- byggingu náttúrulegra boðskipta heilans og þeirra sem lyfin fram- leiða, getur heilinn ekki unnið úr lyfjaboðunum á sama hátt og þeim náttúrulegu. Því lagar heilinn sig að, og bætir upp fyrir afbrigðileg merki sem lyfin hafa stofnað til. Þar með hefst ferill fíknarinnar og um leið fráhvarfseinkenna. Heilinn aðlagar sig t.d. morfíni á einum degi og geta sjúklingar sem fengið hafa morfín til að stilla verki átt von á að finna fyrir fráhvarfsein- kennum. Ekki hægt að sjá hverjir ánetjast Madras sagði einnig að ekki væri hægt að sjá fyrir hverjir yrðu háðir eiturlyfjum en tölfræðiniðurstöður segðu að 31,9% þeirra sem reyktu yrðu háðir nikótíni, 15% háðir áfengi, 15% notenda kannabisefna verða fíklar, 23% heróínneytenda og 17% kókaínneytenda. Málef naþing SUS Evrópumálin og álit auð- lindanefndar Sigurður Kári Kristjánsson GÆR hófst á Akureyri málefnaþing Sam- bands ungra sjálf- stæðismanna og verður því fram haldið í dag og á morgun. Þingið er haldið í húsakynnum Verkmennta- skólans á Akureyri. Sigurð- ur Kári Kristjánsson for- maður SUS var spurður hvert meginefni þingsins væri? „Yfirskrift þingsins er Frelsi einstaklingsins - frelsi þjóðar. Helstu við- fangseftú þingsins tengjast þeirri yftrskrift.11 - Hvaðíi mál eruð þið að ræða? „Það eru nokkur mál sem ber hæst á þinginu. í dag ræðum við afstöðu SUS til Evrópusambands- ins. Niðurstöður álitsgerð- ar auðlindanefndar og einnig verð- ur haldið áfrarn að ræða mál sem tekin voru fyrir í gær, eins og sjáv- arútvegs-, landbúnaðar- og efna- hagsmál.“ -Hefur SUS mótað skýra af- stöðu íþessum málaflokkum? „Málin eru að skýrast en endan- leg afgreiðsla um afstöðu ungra sjálfstæðismanna fer fram á morg- un, sunnudag.“ - Hver er afstaða ykkar til Evrópusamstarfsins? ,Á þinginu liggja íyrir drög að ályktun um stöðu íslands í Evrópusamstarfsinu þar sem ung- ir sjálfstæðismenn hafna alfarið aðild íslands að Evrópusamband- inu.“ -Hversvegna? ,Ástæðumar eru meðal annars sjávarútvegsstefna ESB sem ungir sjálfstæðismenn eru algjörlega and- vígir og telja að girði ein og sér fyrir aðild Islendinga að ESB. Síðan eru fleiri atriði, eins og landbúnaðar- stefna sambandsins, sem okkur er í nöp við. Ungir sjálfstæðismenn vilja markaðsvæða landbúnaðarkerfið á íslandi en með inngöngu íslands í ESB yrði slík markaðsvæðing úti- lokuð heldur myndi eitt ríkis- styrlqakerfi taka við af öðru.“ - Nú eru styrkjakerG af þessu tagi við lýði í mörgum nágranna- löndum og þykir gefast þannig að því ervið haldið? „Það gefst nú ekki betur en svo að evrópskur landbúnaður er afar óhagkvæmur og kjör evrópskra bænda bágborin þrátt fyrir alla ríkisstyrkina sem eru ábyggilega afleiðingar miðstýrðrar landbún- aðarstefnu sem þrífst á ríkisstyrkj- um. Bændur eru enda sífellt að mótmæla kjörum sínum með verk- föllum." - Hvernig viljið þið markaðs- væða landbúnaðarkerBð? „Frjáls viðskipti eru sú leið sem bjargað getur landbúnaði út úr þeim ógöngum sem greinin er í í dag. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að fella niður tolla og leyfa fijálsan innilutning af landbúnað- arafurðum og afrná all- ar viðskiptahindranir í greininni." - Hvað segið þið um sjávarútveginrí! „Ungir sjálfstæðis- menn gagnrýna niðurstöður auð- lindanefndar og hvetja ríkisstjóm- ina og Alþingi að fara ekki að tillögum nefndarinnar.“ -Hvað viljið þið gera ? „Við viljum sjá sjávarútveg rek- inn á grundvelli séreignaréttar og viðskiptafrelsis. Við viljum tryggja kvótakerfið í sessi en auka frelsið með þeim hætti að heimila alger- lega ftjálst framsal aflaheimilda, ► Sigurður Kári Kristjánsson fæddist í Reykjavík 9. maí 1973. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Islands 1993 og embættisprófi frá lagadeild Há- skóla Islands 1998. Hann aflaði sér málflutningsréttinda fyrir dómstólunum skömmu síðar. Hann hefur starfað á lögmanns- stofunni Lex ehf. frá útskrift. Hann er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. afnema núverandi takmarkanir á eignarhaldi einstakra tegunda og leyfa eriendar fjárfestingar í sjáv- ai’útveginum." - Hvað með heilbrigðis- og menntakerfp. „Ungir sjálfstæðismenn vilja sjá aukna einkaframkvæmd bæði í mennta- og heilbrigðiskerfinu. Það er sérstaklega brýnt í heilbrigðis- kerfinu að fá einkaaðilum rekstur heilbrigðisstofnana í hendur." -Hverjar eru tillögur SUS í efnahagsmálum ? „Ungir sjálfstæðismenn mæla fyrir samdrætti í rekstri hins opin- bera og leggja áherslu á að skuldir Islands verði greiddar upp hið íyrsta. Jafnframt leggur samband- ið til að tekjuskattur á einstakling- um, fyrirtækjum og fjármunum verði felldur. Islendingar eiga að kappkosta að skapa hér hagstætt rekstrarumhverfi fyrir íyrirtæki og einstaklinga þannig að ísland verði í framtíðinni fjármálamiðstöð og skattaparadís.“ -Hafíð þið sérstakar tillögur hvað snertir menntamál? „Ungir sjálfstæðismenn telja að hið opinbera eigi ekki að standa í rekstri fjölmiðils, það gildir þá einu hvort um er að ræða útvarp, sjónv- arp eða blaðaútgáfu. Þess vegna eru ungir sjálfstæðismenn þeirrar skoðunar að einkavæða eigi Sjón- varpið, Rás 1 og Rás 2 hið fýrsta." - Eru svona málefnaþing haldin oft? „Málefnaþing SUS eru haldin annað hvert ár og þá koma ungir sjálfstæðismenn alls staðar að á landinu til þess að móta stefiiu sam- bandsins til framtíðar og tekin er afstaða til þeirra mála sem ríkisstjói'nin og Sjálfstæðisflokkurinn hefúr á stefhuskránni á hverjum tíma. Nú eru það sem sagt Evrópumálin, auð- lindamálin og nýframlögð fjárlög sem hæst ber. En að sjálfsögðu eru engin mál Sambandi ungra sjálf- stæðismanna óviðkomandi. Má- lefhaþing er sá vettvangur sem ung- ir sjálfstæðismenn leitast við að hafa áhrif á stefnu Sjálfstæðisflokksins í lands- og sveitarstjómai-málum.“ Við viijum trvggia kvóta- kerfið í sessi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.