Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ * Ibúar Austurlands gætu orðið 9-10 þúsund árið 2010 verði af Kárahnjúkavirkjun og byggingu álvers í Reyðarfírði Þörf fyrir vinnuafl að jafnaði 0,9% fólks á vinnumarkaði Skýrsla fimm manna starfshóps um áhrif virkjnnar og álvers á íslenskt efnahagslíf leiðir í ljós hve stórt verkefni Kárahnjúka- virkjun og bygging álvers á Reyðarfírði er á íslenskan mælikvarða. Björn Ingi Hrafns- son greinir frá helstu niðurstöðum skýrsl- unnar og ræðir við fulltrúa málsaðila. Morgunblaðið/RAX Þórður Friðjdnsson, formaður samninganefndar íslenskra sijdrnvalda í stdriðjumálum, og Egil Myklebust, aðalforstjóri Norsk Hydro, ganga af fundi ráðherra ríkisstjórnarinnar í Sljórnarráðinu á fimmtudag. AÐ frumkvæði Valgerðar Sverris- dóttur, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, var starfshópurinn skipaður í júní sl. og honum falið að vinna skýrslu um áhrif Noral-verkefnis- ins (Kárahnjúkavirkjunar og álvers í Reyðarfirði) á íslenskt efnahagslíf og samfélagsgerð. í hópnum sátu þeir Páll Harðarson og Magnús Harðarson frá Þjóðhagsstofnun, Björn Rúnar Guðmundsson frá fjármálaráðuneyti, Björn Gunnar Olafsson úr Seðlabanka íslands og Sigfús Jónsson, Nýsi hf. Við skipun starfshópsins var því lýst yfir að honum væri ætlað að ljúka verki sínu fyrir fund íslenskra ráðherra og forstjóra Norsk Hydro í október 2000. Eðli málsins sam- kvæmt var efni skýrslunnar því gert kunnugt á fundum hæstráð- enda Hydro með íslenskum aðilum sl. fimmtudag. „Afar mikilvæg skýrsla“ Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar og formaður samninganefndar íslenskra stjórn- valda í stóriðjumálum, lýsti ánægju sinni með skýrsluna við Morgun- blaðið. Hann sagðist telja að um væri að ræða faglega úttekt á mik- ilvægum málaflokkum. í sama streng tók Valgerður Sverrisdóttir. „Þetta er mjög vel unnin skýrsla og afar mikilvæg. Hún sýnir að verkefnið sem slíkt mun hafa fremur neikvæð áhrif á efnahag landsins þegar til skemmri tíma er litið, með auknum við- skiptahalla og hækkandi verðbólgu. Þegar fram í sækir mun dæmið hins vegar snúast við og verða í raun mjög hagstætt. Þá mun lands- framleiðsla aukast og einnig þjóð- artekjur, en hvort tveggja er vitan- lega afar mikilsvert þar sem við glímum sífellt við þenna mikla við- skiptahalla," sagði hún. Valgerður benti á að rauði þráð- urinn væri sá að um fjárhagslega áhugavert verkefni væri að ræða. Kæmi hins vegar í ljós að aðrir þættir kunni að hamla fyrir því að af verkefninu geti orðið, sé réttast að líta á úrslausn þeirra sem brýnt verkefni til að vinna úr. Norðmennirnir jákvæðir Bæði Egil Myklebust, aðalfor- stjóri Norsk Hydro, og Eyvind Reiten, forstjóri áldeildar fyrirtæk- isins, voru jákvæðir í garð skýrsl- unnar þegar Morgunblaðið leitaði viðbragða þeirra. Myklebust sagð- ist einnig afar ánægður með Islandsheimsókn þeirra að öðru leyti, en eins og fram kom í Morg- unblaðinu í gær kömu þeir Myk- lebust og Reiten við þriðja mann, Jostein Flo, yfirmann íslandsverk- efna Norsk Hydro, hingað til lands í einkaflugvél Hydro á fimmtudags- morgun og eyddu síðan deginum öllum í stíf fundarhöld með íslensk- um aðilum vegna Noral-verkefnis- ins, þar á meðal fjórum ráðherrum ríkisstjórnarinnar í Stjórnarráðinu. A fundi í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu síðdegis á fimmtudag gaf Myklebust-viðræðunum þá einkunn að þær hafi verið „upp- byggilegar og jákvæðar". Sagði hann að sér hefði þótt mikilsvert að kynnast betur sjónarmiðum Islend- inga og nota jafnframt tækifærið og skýra afstöðu Norsk Hydro. „Þetta er vissulega mjög stórt verkefni og heilmikil vinna er fram- undan. Það er hins vegar ánægju- legt að sjá hversu vel þetta hefur farið af stað. Það gefur sannarlega góð fyrirheit," sagði Myklebust og bætti við að á fundunum fyrr um daginn hefðu engar ákvarðanir ver- ið teknar, enda hefði það aldrei staðið tU. Endanleg ákvörðun muni ekki liggja fyrir fyrr en í byrjun árs, 2002. Fullvissa fslendinga um einlægni sina Eyvind Reiten, lýsti á dögunum yfir vissum efasemdum um samfé- lagsleg áhrif Noral-verkefnisins, í viðtali við norska viðskiptadagblað- ið Dagens Næringsliv. Sagðist hann þar m.a. efast um að á Aust- urlandi yrði nægilegur fjöldi hæfra manna til að vinna í álverinu. „Við verðum að treysta á að fólk flytjist á staðinn þegar hann bygg- ist upp. Einnig þurfum við að vera sjálfum okkur nægir með þjónustu eins og rekstur þvottahúss og mötuneytis," sagði hann þar. Við Morgunblaðið sagði Reiten hins vegar á fimmtudag, að gott hafi verið að kynnast sjónarmiðum fslendinga í þessum efnum. Afram sé unnið að málum í samræmi við yfirlýsingar. „Við viljum fullvissa íslendinga um einlægni okkar í þessum mál- um. Áhugi okkar er sá sami og hann hefur verið frá upphafi. Fund- irnir hér á landi voru einkar ánægjulegir; menn skipust á skoð- unum og í ljós kemur að áherslu- atriðin eru flest þau sömu. Það er mjög uppörvandi,“ sagði Reiten. Aðspurður hvort verið gæti að Norsk Hydro hefði meiri áhyggjur af samfélagsaðstæðum á Austur- landi en íslensk stjórnvöld og fjár- festar, sagði Reiten að svo kynni vel að vera. „Þegar öllu er á botninn hvolft er það hins vegar ekki aðalatriðið. Ekkert hefur rekið á fjörur okkar sem ætti eitt og sér að hamla þess- um áformum, en við þurfum ein- faldlega miklu meiri tíma til að meta þessi mál í samhengi.“ Reiten lagði áherslu á að mikil- vægur liður í undirbúningi málsins væri mat á umhverfisáhrifum fyrir- hugaðra framkvæmda. Ljóst væri að upplýsingar um umhverfisáhrif yrðu lögð til gnmdvallar við ák- varðanatöku árið 2002. „Umhverfísmál eru mjög ofar- lega í huga þessa fyrirtækis og við leggjum mikla áherslu á að ganga vel um umhverfið. í starfsemi sem þessari skipta umhverfismálin vit- anlega miklu máli og við verðum að hafa vissu fyrir fjölmörgum þátt- um, til þess að framkvæmdir sam- ræmist stefnu okkar og ímynd. Enn höfum við enga ástæðu til að halda að svo verði ekki, en mikil- vægt er að rannsaka málin á hlut- lægan og faglegan hátt.“ I skýrslu sinni bendir starfshóp- urinn m.a. á nokkra þætti sem varða þjóðhagsleg áhrif á árunum 2002-2009, í ljósi þess hve verkefn- ið sé í heild sinni stórt á íslenskan mælikvarða. Þannig er gert ráð fyrir að þörf fyrir vinnuafl vegna framkvæmda við virkjun og álver, sem og við framleiðslu áls í Reyðarfirði, muni nema að jafnaði 0,9% fólks á vinn- umarkaði hér á landi, en sýnu mest þó árið 2005, eða allt að 1,5% alls vinnuafls í landinu. Það þýðir um 2.300 ársverk. Fjárfestingar á byggingartíma yrðu að jafnaði 15-20% meiri en ef ekki kæmi til verkefnisins og allt að 40% þegar umsvifin ná hámarki sínu eystra. Áætlað er að samanlagðar fjár- festingar Landsvirkjunar og Reyð- aráls verði allt að 30 milljarðar kr. á ári á tímabilinu 2003-2008, þar af 40% af innlendum uppruna. Gerir starfshópurinn ráð fyrir að halli á viðskiptum við útlönd aukist um allt að 2,5% á framkvæmdatíman- um, skuldir þjóðarbúsins yrðu 10- 12% meiri í lok tímabilsins, en ef ekki yrði af framkvæmdum, og eft- irspurn á framkvæmdatíma gæti aukið verðbólgu um 1,5-2%. Telur starfshópurinn koma til álita beinar mótvægisaðgerðir í rík- isfjármálum gegn þensluáhrifun- um. Eykur varanlega þjóðar- og landsframleiðslu Til lengri tíma litið er á hinn bóg- inn talið ljóst að útflutningur ál- versins dragi úr viðskiptahalla og auki þjóðartekjur. Þannig myndi þjóðarframleiðsla vera að jafnaði 2% meiri og landsframleiðsla um 2,5% meiri en að óbreyttu á fyrr- greindu sjö ára tímabili. Aukin um- svif í atvinnulífinu gætu stuðlað að því að auka rekstrarafgang ríkis- sjóðs ríflega, eða sem svarar allt að hálfu prósenti af landsframleiðslu. Varanlega er síðan gert ráð fyrir að Noral-verkefnið auki þjóðafram- leiðslu um 0,4-1,3% og landsfram- leiðslu um 0,8-1,5%. I skýrslunni kemur einnig fram það álit starfshópsins að álver á Reyðarfirði geti haft margvísleg já- kvæð áhrif á samfélagið á Mið- Austurlandi. Álverið styrki lands- hlutann í efnahagslegu tilliti og stuðli aukinheldur að meiri fjöl- breytni í atvinnulífi. Krafist verði þannig fagþekkingar í flest ný störf sem tengist áliðnaðinum, þar af há- skólamenntunar í 10-15% starf- anna. Um 1.000 ný störf Alls myndu um eitt þúsund ný störf verða til á svæðinu í álverinu og í tengslum við starfsemi þess. Vegna svo mikils fjölda nýrra starfa er gert ráð fyrir nokkurri fólksfjölgun, að íbúum Mið-Austur- lands fjölgi um allt að 2.000-2.500 manns og íbúar gætu því orðið á bilinu níu til tíu þúsund á svæðinu öllu eftir tíu ár, eða 2010. Til samanburðar gefur starfs- hópurinn sér að milli sjö og átta þúsund myndu byggja sama svæði án álvers eða annarrar uppbygg- ingar á atvinnustarfsemi. Starfshópurinn telur að mörg og stór verkefni blasi við sveitar- stjórnum vegna röskunar sem óhjá- kvæmilega fylgi framkvæmdum af þessum toga. Aukin samkeppni um vinnuafl komi fyrst og fremst við starfsgreinar þar sem laun séu lág og vinna einhæf eða stopul. Starfshópurinn fjallar sérstak- lega um ýmsar nauðsynlegar ráð- stafanir ef ákveðið verði að ráðast í framkvæmdir við virkjun og álver á Austurlandi. Þær varði íslensk stjórnvöld, sveitarstjórnir á Aust- urlandi og Reyðarál. Mæta verði nýjum kröfum um menntun Þannig er mælt með því að menntamálaráðuneytið og Reyðar- ál aðstoði Verkmenntaskólann í Neskaupstað og Menntaskólann á Egilsstöðum við að mæta nýjum kröfum um menntun þar eystra vegna starfa í álverinu og í tengsl- um við það. Fræðslunet Austur- lands er einnig nefnt í þessu sam- bandi. Lagt er til að aðstandendur verkefnisins ræði við Heilbrigðis- stofnun Austurlands um nauðsyn- lega heilbrigðis- og neyðarþjónustu sem þarf að vera til staðar þegar/ef framkvæmdir hefjast og álver tek- ur til starfa eystra. Bent er á að verkefnið kalli á tilteknar sam- göngubætur á Austurlandi. Jarð- göng séu fyrirhuguð á milli Reyð- arfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og nauðsynlegt sé líka að lagfæra veg- inn á milli Stöðvarfjarðar og Breið- dalsvfkur. Þá þurfi að endurbæta veginn á milli Eskifjarðar og Reyð- arfjaröar og leggja veg fram hjá þorpinu við Reyðarfjörð til að ekki þurfi að aka þar i gegn. Nefnt er að þörf sé á að minnsta kosti 500 nýjum íbúðarhúsum á svæðinu á árunum 2003-2010 auk verksmiðjubygginga og tilheyrandi skrifstofuhúsnæðis. Bent er á að Fjarðabyggð þurfi að undirbúa nýtt skipulag sem taki til álversins og allrar tengdrar starfsemi, sem og nýrrar íbúðarbyggðar og iðnað- arsvæða. Margt fleira er nefnt, m.a. að sveitarstjórnir búi sig undir að mæta íbúafjölgun með tilheyrandi kröfum um skóla, dagvistir barna og ýmsa félagslega þjónustu. Iðnaðar- ráðuneytið tryggir að farið verði að reglum VALGERÐUR Sverrisdóttir, við- skipta- og iðnaðarráðherra, segir að iðnaðarráðuneytið muni fylgjast með framgangi hugmynda um að Spari- sjóður Bolungarvíkur taki yfir fjár- málaumsýslu Byggðastofnunar og tryggja að það verði farið að reglum í þessum efnum. Fram hefur komið að samkvæmt reglugerð um innkaup ríkisins frá árinu 1996 og Handbók um opinber innkaup frá því fyrra er skylt að bjóða út kaup á þjónustu og vörum sem eru umfram þrjár milljónir króna og framkvæmdir sem eru um- fram fimm milljónir króna. Valgerður sagðist ekki vita betur en það sem gerst hefði hingað til í þessum efnum væru þreifíngar og athugun á því hvort Sparisjóðurinn í Bolungarvík myndi ráða við þetta verkefni, en það hafi ekki farið fram neinar samningaviðræður í sjálfu sér um það að sjóðurinn taki verkefnið að sér. „Miðað við þessar reglur sem eru í gildi og fjármálaráðuneytið hefur tjáð sig um finnst mér það vera hlut- verk þessa ráðuneytis að fylgjast með þessu máli og reyna að koma því þannig fyrir að það verði farið að reglum, ef á það reynir sem er í rauninni ekki komið í ljós ennþá,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir. Víða pottur brotinn Hún sagðist telja miklu meiri líkur en minni á að ekki þyrfti að koma til afskipta ráðuneytisins af málinu, þar sem hún teldi að ekki stæði annað til en að farið yrði að þeim reglum sem væru í gildi í þjóðfélaginu. Hins veg- ar væri hún smeyk um að það væri víða pottur brotinn hvað varðaði þessar reglur og það væri ekki sama hvort það væri Jón eða séra Jón sem ætti í hlut í þeim efnum. Til dæmis hefði í sumar komið út skýrsla Ríkis- endurskoðunar um ráðgjafarþjón- ustu og þar kæmi fram að ekki virtist alveg nógu vel farið eftir reglunum hvað hana varðaði. ---------------- Atlanta-vél innréttuð fyrir ltíxus- flug UM þessar mundir er verið að endurinnrétta eina af Boeing 747 vélum Flugfélagsins Atlanta hf. með lúxusinnréttingu sem bjóða mun upp á fyrsta farrýmis þjón- ustu fyrir alla farþega. Vegna stöðvunar á flugi Con- corde flugvéla British Aii’ways og Air France hefur skapast tómarúm á leiguflugsmarkaði fyrir dýrari flug sem Concorde vélar sinntu á veturna. Flugfélagið Atlanta ákvað að breyta einni af sínum Boeing 747 vélum og setja í hana lúxus- innréttingu til að sinna þessu flugi. Mun Boeing 747 vélin rúma 84 farþega alls á fyrsta farrými ásamt almennum sætum fyrir starfsfólk og verður öllum farþegum boðið upp á fyrsta farrýmis þjónustu. Meðal annars mun hverjum og ein- um farþega standa til boða DVD myndbandsspilari til eigin afnota meðan á flugi stendur. Fyrsta ferðin mun verða 14. október - 7. nóvember og er um að ræða hnattferð fyrir bandarísku ferðaþjónustuna Abercrombie & Kent sem sérhæfir sig í lúxusferð- um. Mun ferðin byrja og enda í New York með viðkomu í Honol- ulu, Shanghai, Chiang Mai, Delhi, Dubai, Pisa, Tunis og Lissabon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.