Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 25 Skelfískur í gjaldþrotaskipti MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá stjóm Skelfisks hf.: „Héraðsdómur Vestfjarða tók í dag (þ.e. föstudag) fyrirtækið Skelfisk h.f. til gjaldþrota- skipta. Á undanfömum mánuðum hefur verið unnið þrotlaust að því að leita lausna á þeim erfiðleikum fé- lagsins sem upp komu vegna afla- brests á kúfiskmiðum á Vestfjörðum á sl. ári, sem tók algjörlega fyrir allar tekjur þess. Voru allir möguleikar til lausnar á vandanum kannaðir til hlít- ar. Tilraunir til frjálsrar sölu eigna félagsins bám ekki árangur. Gerðar vom tilraunir til nauðasamninga og samrana við önnur félög, en því mið- ur fóra þær út um þúfur. Reynt var að fá nýja hluthafa, innlenda og er- lenda, án árangurs. Ljóst var því nú á haustmánuðum að lengra yrði ekki komist, allt hlutafé félagsins var þrotið og því var gjaldþrot óumflýj- anlegt. Stjóm Skelfisks h.f. harmar þessa niðurstöðu og það fjárhagstjón sem almennir kröfuhafar verða fyrir. Þær kröfur nema tæplega 50 milljónum króna. Öll laun fram að rekstrar- stöðvun iyrirtækisins era að fullu greidd. Hins vegar tókst ekki að fullu að greiða öll laun á uppsagnarfresti eftir að rekstri var hætt. Opinber gjöld og vörsluskattar era að fullu greidd. Höfuðstól lífeyrisiðgjalda hefur verið skilað að fullu, en ekki tókst að Ijúka uppgjöri á dráttarvöxt- um vegna þeirra. Eigendur stærstu veðkrafna hafa nú þegar að hluta og munu að öllu leyti leysa til sín veð- settar eignir félagsins.“ í samtali við Morgunblaðið sagði Snorri Pétursson, stjómarformaður Skelfisks, að aflinn í fyrrasumar hefði verið mjög lélegur. Veiðamar hafi takmarkast við tiltölulega afmörkuð svæði og þó menn viti engan veginn með vissu hvað valdið hafi aflabrest- inum þá hafi það hvarflað að mönnum að stofninn á þessum svæðum hafi ekki verið eins sterkur og menn höfðu áður talið. Meiri rannsóknir þyrfti þó að framkvæma áður hægt væri að slá nokkra föstu um þetta. Laxeldisleyfi boðin upp Ósló. Morgunblaðið. EF frumvarp norska sjávarút- vegsráðherrans um uppboð á lax- eldisleyfum verður samþykkt á norska þinginu, er það í fyrsta skipti sem nýting auðlinda verður seld með uppboðsfyrirkomulagi í Noregi, að því er fram kemur í Aftenposten. Markaðsverðmæti hvers lax- eldisleyfis, þ.e. leyfis til nýtingar laxastofna til eldis á ákveðnu svæði, er um 30 milljónir norskra króna, að sögn Trond Bjorndal, prófessors við Viðskiptaháskól- ann í Bergen. Upphæðin samsvar- ar um 270 milljónum íslenskra króna en ef framvarpið nær fram að ganga verða 50 ný leyfi slegin hæstbjóðanda á næsta ári. Að mati Bjorndals er rétt að fara uppboðsleiðina í þessu máli. Leyfunum hefúr hingað til ver- ið úthlutað án endurgjalds og hafa forsvarsmenn eldisfyrirtækja lýst andstöðu við fyrirhugað fram- varp. Fjárfesting- arfélag að hálfu í eigu ríkisins Ósló. Morgunblaðið. FLJÓTLEGA verður lagt fram frumvarp á norska þinginu þar sem gert er ráð fyrir að stofnað verði fjárfestingarfélag með aðild ríkisins og einkafyrirtækja. Hlutafé fyrir- tækisins er áætlað 5 milljarðar norskra króna til að byrja með, um 45 milljarðar íslenskra króna, og gert er ráð fyrir að einkafyrirtæki muni leggja fram 51% hlutafjár en norska ríkið afganginn. Aftenposten greinir frá því að framvarpið sé nú lagt fram endur- skoðað en það var fellt þegar Grete Knudsen viðskiptaráðherra lagði það fram í tíð ríkisstjórnar Thor- bjorns Jagland. Tilgangur fjárfest- ingarfélagsins er samkvæmt frum- varpinu að einkageirinn og hið opinbera hjálpist að við að þróa at- vinnulífið og koma á fót ný- sköpunarverkefnum. Félagið skal fjárfesta í stóram og litlum fyrir- tækjum. Samtök atvinnulíf sins andvíg tillögunni Samtök atvinnulifsins í- Noregi (NHO) era andvíg tillögunni og segja að ríkið eigi ekki að koma að félagi sem þessu. Fjármagnsflæði skuli vera háð markaðslögmálunum en ekki miðstýrt. Auk þess segir Tor Steig, aðalhagfræðingur NHO, að fimm milljarðar sé of lág upphæð. ------♦-♦-4------- LSE verst enntil- boði OM Ósló. Morgunblaðið. STJÓRN Kauphallarinnar í London (LSE) verst enn óvinveittu tilboði OM Gruppen frá Svíþjóð og í annarri varnaryfirlýsingu sem LSE sendi frá sér er fjárhagsleg afkoma OM gagnrýnd og efast um réttmæti þess að sænska ríkið sé hluthafi í OM, en það á 9,5% hlutafjár. LSE bendir á að viðskiptakerfi OM og öll sú tækniþekking sem OM hyggst færa sameinuðu fyrirtæki sé ekki eins góð og OM vill vera láta. Til dæmis hafi kerfi OM átján sinnum bilað eða seinkað síðan í apríl á síð- asta ári í samanburði við eina bilun hjá LSE. I yfirlýsingu frá OM er ítrekuð sú skoðun fyrirtækisins að stjórn LSE skorti framsýni og stefnumótun. Þar segir einnig að tölur um afkomu OM séu slitnar úr samhengi. OM hefur framlengt tilboð sitt í LSE til 23. október nk. Fleiri tilboð hafa ekki borist í LSE þvert á það sem búist hefur verið við. Á fréttavef Financial Times kemur fram að Kauphöllin í New York (NYSE) áformar ekki að leggja fram tilboð í LSE en leitt hefur verið get- um að því að tilboð berist frá Nasdaq kauphöllinni í Bandaríkjunum. r ii* ; t r |tí Í ' §5 R - m mt í S í Pr íi. < íl it í i 1 ■ hhÍhh : !l p* VWMb|Í 3 ttt 1! Th mi - -r utumW* |f "TÉ ■+" Það er auðvefdara að safna uppíýsingum en að afía þekkingar Á hverjum degi tekur þú mikilvægar ákvarðanir sem varða afkomu fyrirtækis þlns. Rétt ákvörðun er byggð á þekkingu og þekking er byggð á áreiðanlegum upplýsingum. EJS hannar upplýsingakerfi fyrirtækisins þannig að gamlar og nýjar upplýsingar verða jafnóðum að nothæfn þekkingu. Þannig getur þú safnað þekkingu ffemur en eintómum upplýsingum. EJS vinnur samkvæmt ISO 9001 vottuðu gæðakerfi + EJS hf. + 563 3000 + www.ejs.is + Grensásvegi 10 + 108 Reykjavfk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.