Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 33 Y eröldin lif- andi komin Morgunblaðið/Halldór Kolbeins „Burt úr minni augsýn.“ Pdtur Einarsson og Hlín Diego Hjálmarsdóttir í hlutverkum sinum. LEIKLIST Leikfélag Reykjavfkni' LÉRKONUNGUR Höfundur: William Shakespeare. Þýðing: Steingrímur Thorsteins- son. Endurskoðun þýðingar: Hrafn- hildur Hagalín Guðmundsdóttir. Leikstjóri: Guðjón Pedersen. Leik- mynd: Gretar Reynisson. Búningar: Stefama Adolfsdóttir. Lýsing: Lárus Björnsson. Hljóð: Baldur Már Arngrímsson. Leikarar: Friðrik Friðriksson, Guðmundur Ólafsson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Hall- dór Gylfason, Iialldóra Geirharðs- dóttir, Hlín Diego Hjálmarsdóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Krislján Franklín Magnús, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Pétur Ein- arsson, Sigurður Karlsson og Valur Freyr Einarsson. Föstudagur 6. október. ÞAÐ er ekki annað hægt að segja en að þetta leikrit eigi erindi við nú- tímamenn. Einmitt í dag fréttist að einræðisherra sá sem stóð að baki mestu fjöldamorðum Evrópu um ára- tugaskeið hefði hrakist frá völdum og færi huldu höfði. Einræðisherra þessi og hinn goðsagnakenndi fornkonung- ur, sem leikritið fjallar um, eiga það sameiginlegt að eftir að hafa gefið eftir nokkuð af völdum sínum missa þeir þau öll, það lið sem þeir héldu eftir og töldu traust hverfur eins og dögg fyrir sólu og allt er glatað. Hjá Shakespeare gerist sagan á óákveðnum fomsögulegum tíma. Haft var eftir Guðjóni Pedersen leik- stjóra í blaðinu í gær að segja mætti „að sýningin sé tímasett í kringum heimsstyrjöldina síðari". Þó þessa sjái stað í hljóðhönnun virðist bún- ingahönnuður leita nokkuð aftar í tíma að fyrirmyndum og margt í sýn- ingunni vísar til fyrsta áratugar þess- arai’ aldar og áranna fram að lokum fyrri heimsstyijaldarinnar. Þetta á vel við það sem breski leikstjórinn Trevor Nunn sagði er hann setti leik- inn á svið og valdi sér árið 1914 sem útgangspunkt því eftir þetta ártal gæti hann ekki hugsað sér að krýnd- ur þjóðhöfðingi gæfi cinhverjum ríki sitt. Búningarnir mynda sannfærandi stílheild. Stefanía Adolfsdóttir er svo frjáls innan þessara marka til að sníða hverri persónu stakk eftir vexti, ýta undir sérkenni þeirra eða sam- ræma eftir því sem hennar hugsýn býðm-. Gervi og búningar Regan og Góneríl em dæmi um einstaklega vel heppnaðan leik að persónueinkenn- um, skapgerð og skyldleika, auk þess að vera glæsilegur klæðnaður. Þarna er á ferðinni heilsteypt og öguð sköp- un sem gefur verkinu öllu viðeigandi umbúnað í samleik við stórkarlalega heimsendahugsýn Gretars Reynis- sonar leikmyndahönnuðar og Lárus- ar Bjömssonar, sem hannar lýsing- una. Fyrirfólkið býr í þunglyndislegum turnbyggingum sem gætu jafnt verið frá steinöld og nasistatímanum. Utan dyra ríkir for, eðja og vatnssull í bland við kassa- fjalabrýr sem allt minnir á hörmung- ar skotgrafahemaðarins. Yfir grúfir þoka og myrkur og persónm-nar era gjarnan lýstar upp af leitarljósi of- sækjendanna. Þegar yfirgefnum valdastólum aðalsins er steypt mynd- ast hugrenningatengsl við önnur tímamót, borgarastríð og byltingu þar sem öll gömlu gildin víkja íyrir óöld og tómi vonleysisins. Guðjóni er mikið niðri fyiir. Þetta er á engan hátt hefðbundin Shake- speare-sýning heldur er myrkasta verk höfundarins tekið og sýnt fram á gildi þess fyrir nútímann. I þessu augnamiði velur Guðjón þýðingu Steingríms Thorsteinssonar sem hvorttveggja á vel við þann tíðaranda sem sýna skal og auk þess er þeim kostum búin að hún er tOtölulega auðskilin nútímaáhorfanda. Hrafn- hildur Hagalín Guðmundsdóttir hef- ur fært nítjándualdarprósann enn meira í átt að okkar tíma og skOningi og síðan er hafist handa við að stytta verkið í þrennum tOgangi: tO að skilja hismið frá kjarnanum, til að gefa færi á að auka inn atriðum sem renna stoðum undii' túlkun leikstjórans á leiknum og til þess að sundra þeim litlu tengslum sem í leiknum era við giftusamleg endalok og auka þannig á tilgangslaust grimmdaræðið. Mesta nýmælið hjá leikstjóranum er hlutur Kordelíu. I hlutverk hennar skipar hann dansara og í stað fárra orða tjáir hún sig í tilftnningaþrangn- um dansi. Kordelía verður tákn hins góða og sanna sem þaggað er niður í að lokum. Hlín Diego Hjálmarsdóttur túlkar persónuna auðveldlega í glæsi- legum dansi, en hennar þáttur í sýn- ingunni er ekki nógu afmarkaður og afgerandi tO að vega upp á móti eymdinni. Vonin um batnandi tíð verður hér of óraunveruleg og draumkennd til að mark sé á takandi. Frakkakonungur, eiginmaður Kor- delíu, er þurrkaður gjörsamlega út úr þessu verki og þar með ástæðan fyrir innrás Frakka. Innrásin verður þess í stað enn ein ástæðulaus hörmungin sem dynur yfir landið þar sem flótta- fólkið eigrar í tílgangslausu vonleysi. í leikskrá er birt viðtal við breska leikhúsmanninn Peter Brook. Þai’ segir hann að „ákvörðunin um upp- setningu Shakespeare-verks getur aðeins tekið mið af ... þeirri fullvissu að loksins séu leikaramir fundnir sem eru í stakk búnir til að umbreyta hinum skrifaða texta í líf á leiksviði." Frá þessum útgangspunkti tekst Guðjón á við leikinn. Hann ákveður að leyfa leikurunum að njóta sín á eigin forsendum - ákvörðun sem veldur því að innan sömu sýningar skiptist á áhrifamikil heimssýn og at- riði sem era skopstæling af sjálfum sér. Að gefa leikuranum lausan taum- inn, ef svo má að orði komast, dregur fram það besta í þeim sem fara fremst í flokki, hinir draga þá aldrei uppi. Þannig vill t.d. til um þá Glost- erfeðga. Annars vegar eru Kristján Franklín Magnús sem er tOkomu- mikill sem erkibófinn Játmundur og Játgeir, sem Friðrik Friðriksson leik- ur af næmleika og tækni, og fær í þessari uppfærslu aldrei færi á að gleðja foður sinn með því að gefa upp nafn sitt sem endapunktinn á píslar- göngu þeirra. Hins vegar er faðir þeirra sem er í höndum Sigurðar Karlssonar ósannfærandi og mátth't- 01, svo að sum atriðin, eins og augn- stungan fræga, snúast upp í áhrifa- litla andhverfu sína. Nanna Kristín Magnúsdóttir á stórkostlegan leik sem Gónerfl, hún hefur átt skjótan frama og tekst á við hvert stórhlutverkið á fætur öðra. Jó- hanna Vigdís Arnardóttir gefur henni lítið eftir sem Regan, systir hennar. Guðmundur Ingi Þoi’valdsson og Val- ur Freyr Einarsson era full litlausir sem eiginmenn þeirra í samanburði við þær stöOur. Guðmundur Ólafsson er uppfullur af tregablöndnu fjöri í hlutverki Kent en Halldór Gylfason finnur skjól í ódýra skopi sem á illa við harmleikinn sem aðrir leikarar era að kljást við. Fremstur allra er að sjálfsögðu Pétur Einarsson sem með tilþrifa- mikilli raddbeitingu og öguðum leik kemur þessu erfiðasta hlutverki leik- sögunnar fallega tO skila. Leikstfll Halldóra Geirharðsdóttur er kapítuli út af fyrir sig. Hún fær ekki einungis sama frelsi og hinir leikaramir heldur kemur hún inn í hlutverk fíflsins með persónur sem hún hefur þróað með sér á löngum tíma, trúðinn Barböra og konuna á bak við hana. Á sinn sérstaka hátt nær Halldóra að koma miklu meiri sannleika og þjáningu til skila en nokkur annar, nema ef vera skyldi Björk í Dancer in the Dark. Þetta er athyglisverðasta tilraun tO að nálgast Shakespeare sem undirrit- aður hefur séð í íslensku leikhúsi. Sú staðreynd að verkið gengur ekki að öllu leyti upp - er í ákveðnum skOn- ingi ringulreið þar sem persónumar þjást fullvissar um að þær hafa misst allt og engin von er í augsýn - virðist í sjálfu sér ákvörðun sem tekin er af leikstjóranum vitandi vits. Hann þarf ekki að leita lengra en í síðustu sjón- varpsfréttir að fyrirmynd: Lífið sjálft er uppfullt af óútreiknanlegri neyð og niðurlægingu - við fæðumst með hljóðum og það endar með pínu og dauða. Sveinn Haraldsson o C- 9 £ Q Develop 10 NAGLAVÖRUR KYNNING í Lyfju Laugavegi dag kl. 12-16 NYTT A MARKAÐINUM naglaherðir án formalíns KYNNINGARTILBOÐ Þú kaupir tvennt og færð naglalakk í kaupbæti. Handáburður fylgir naglabandanæringu. DEVELOP 10 fæst í öllum verslunum Lyfju. LYFJA Islensk-ítalska ö m o “O O § 5 o m tr O -o O -o C- 9 I Q DEVELOP 10 DEVELOP 10 DEVELOP 10 o ö § I Ársfundur Samtaka atvinnulífsins 11. o k t ó b e r 2 0 0 0 S ú 1 n a s a 1 - H ó t e 1 S ö g u D a gskrá. Ávörp 14:00 Fundarsetning Ræóa: Finnur Geirsson, formaður SA. 14:30 Ávarp: Davíð Oddsson, forsætisráðherra. 14:50 Kaffihlé Nýja hagkerfið 15:10 „Áhrif upplýsinga- og fjarskiptatækni á hagvöxt"; Nicholas Vanston, forstöðumaður rannsóknarsviós hagfræðideildar OECD. Umsögn 1 - Nýja hagkerfið og íslenskt efnahagslíf; Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóóhagsstofnunar. Umsögn 2 - Nýja hagkerfið, nýir viðskiptahættir; Hannes G. Sigurósson, aðstoðarframkv.stj. SA. Fyrirspurnir Almenn fúndarstörf 16:00 \ 1. Skýrsla framkvæmdastjóra fyrir liðið starfsár; Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA. 2. Ályktun ársfundarSA. 3. Önnur mál. „ 16:30 s Áætluó fundarslit. JÉ JC Fundarstjóri: Valur Valsson, forstjóri ® E Islandsbanka-FBA hf. ; : l J SAMTÖK ATVINNULÍFSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.