Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 35 LISTIR LÍK í ÁNNI THAMES Tónleikar í Borgarnes- kirkju ANNA Júlíana Sveinsdóttir mezzó- sópran og Sólveig Anna Jónsdóttir pianóleikari halda tónleika mánu- daginn 9. október kl. 20.30 í Borg- arneskirkju. Eftiisskrá er fjölbreyit með sönglögum eftir Richard Strauss, Richard Wagner og íslensk tónskáld. Anna Júlíana Sveinsdóttir mezzó- sópran stundaði söngnám í Þýska- landi og hefur síðustu ár sótt einka- tíma hjá Sigurði Demetz söngkennara. Hún hefur margsinn- is komið fram á ljóðatónleikum hér heima og erlendis. Þijú ár í röð söng hún ljóðatónleika á Tónlistar- hátíðinni í Kaupmannahöfn og árið 1988 á Tónlistarhátíðinni í Bergen með píanóleikaranum Kjell Bække- lund. Auk þess hefur Anna Júlíana sungið fjölniörg óperuhlutverk við Ríkisóperuna í Aachen í Þýskalandi og í óperuuppfærslum hér heima. Meðal hlutverka sem hún hefur sungið eru Tisbe í Öskubusku, Amn- eris í Aídu, Halla í Fjalla-Eyvindi og Carmen f samnefndri óperu. Sólveig Anna Jónsdóttir er fædd og uppalin á Akureyri og stundaði píanónám frá átta ára aldri, fyrst á Isafirði en síðar á Akureyri, Reykja- vík og Texas í Bandaríkjunum. Helstu kennarar hennar hafa verið Ragnar H. Ragnar, Philip Jenkins, Halldór Haraldsson og Nancy Weems. Hún hefur einnig sótt einkatíma hjá Willem Brons og Önnu Málfríði Sigurðardóttur. Sól- veig Anna hefur starfað við tónlist- arkennslu og píanóleik í Reykjavík og Garðabæ og hefur m.a. leikið með Sinfómuhljómsveit fslands og Kammersveit Reykjavíkur ásamt einleikurum og einsöngvurum. IÐNÓ KL. 14:00 ÍSLENSKA ÓPERAN KL. 20:00 Orðiö tónlist? hátíð taiaðrar tónlist- ar eryfirskrift dagskrár sem út- gáfufyrirtækið Smekkteysa sm.hf. mun standa fyrir í íslensku óper- unni í kvöid. Hátíðinni er ætlað að fagna hvers kyns samslætti orða og tónlistar þar sem mörkin milli skáld- skapar og tóna verða fljótandi og stefna jafnvel til hafs. Því verður tónlist í stóru hlutverki þetta kvöld en megináherslan er þó lögð á sjálft orðið; sjálfan hljóm orðanna í skáldskap, skáldskap í félagsskap tónlistar, skáldskap sem tónlist eða skáldskap tengdan tónlist á einn eða annan máta. Fjöiþreyttur hópur erlendra og ís- lenskra listamanna mun koma fram í Óperunni; bæði skáld og rithöfund- ar, sem unnið hafa með tónlistar- mönnum og/eða tónlist, og tónlist- armenn sem byggja verk sín á beinan eða óbeinan hátt á bók- menntatextum eða tengja þau við orð og skáldskap á ýmsa vegu. ERLENDAR BÆKUR Spennusagu „MALICE IN LONDON" Eftir Graham Thomas. Fawcett Mystery 2000.222 síður. GRAHAM Thomas er dulnefni á spennusagnahöfundi sem skrifað hef- ur fjórar bækur um rannsóknarlögr- eglumanninn Erskine Powell hjá New Scotland Yard í London. Eins og titlar bókanna gefa til kynna hefur Powell þessi farið víða í leit sinni að morðingjum. „Malice in the High- lands“ var fyrsta bókin um hann, svo kom „Malice in Cornwall" og loks „Malice in the Moors“ en nýjasta bókin er „Malice in London“ og er hún fyrsta sagan sem gerist á heima- slóðum lögreglumannsins. Hún var nýlega gefin út af Fawcett-forlaginu í vasabroti og segir af því þegar myrtir eru með skömmu millibÖi velvHjaður pólitíkus og illviljaður matai-gagn- rýnandi. Höfundurinn, Thomas, er líffræð- ingur að mennt og býr í Bresku-Kól- EINAR Garibaldi flytur fyrirlestur í LHÍ í Laugarnesi mánudaginn 9. október kl. 15 í stofu 024. Einar Gari- baldi er myndlistarmaður og prófess- or við LHÍ. Fyrirlesturinn nefnir hann Mynd af mynd og fjallar þar um eigin verk. Tinna Gunnarsdóttir heldur fyrii'- lestur miðvikudaginn 11. október í Listaháskólanum, Skipholti 1, stofu 113, kl. 12.45. Tinna útskrifaðist árið 1992 frá West-Surrey College of Art and Design með BA-gráðu í þrívídd- arhönnun og árið 1997 lauk hún meist- aragráðu sem iðnhönnuður frá Dom- us Akademy í Mflanó. Tinna hefur á undanfomum árum starfað við hönn- un og hönnunartengd verkefni, meðal annars rak hún Gallerí Greip á Hverf- isgötu á árunum 1993-1996. í fyrir- lestrinum fjallar Tinna um nám sitt og starf sem þrívíddar- og iðnhönnuður. Málverkið eftir málverkið Um fátt hefur verið rætt af jafn- mikilli ákefð meðal listamanna og Fyrr um daginn, milli kl. 14ogl7 í Iðnó, standa Smekkleysa og ReykjavíkurAkademían fyrir pall- borðsumræðum um tónlist og texta- gerð og fara þær fram á ensku. Miöaverð er kr. 2000. Forsala að- göngumiða er í Tólf tónum og Japis, Laugavegi. www.reykjavik2000.is IÐNÓ KL. 20.00 Tilvist Tilvist er nýtt verk eftir Dansleikhús með Ekka, samið afhópnum sjálf- um. Sylvía Von Kospoth leikstýrir verk- inu en tónlistin er eftir Kristján Eld- járn. Verkið erhluti af leiklistar- hátíðinni Á mörkunum. Listasafn Reykjavíkur? Hafnarhúsiö Café9.net. Boðið er upp á verk- stæði alla laugardaga frá 14-18 þar sem fólk vinnur við að búa til efni fyrir fjölbreytt verkefni cafe9.net. 13.30-15: Kleopatra, „performans“ frá Finnlandi þar sem tekist er á við stöðu konunnar í nútímanum. www.cafe9.net umbíu og segir í stuttu viðtali, sem er aftan við nýjustu söguna, að aðalpers- óna hans, Erskine Powell, sé hnoðuð saman úr mörgum ólíkum mönnum, bæði úr bókmenntunum og þeim sem höfundurinn hefur sjálfur kynnst á lífsleiðinni. Ástæðan fyrir því að Thomas notast við dulefni er sú að hann starfar sem líffræðingur og heldur því áfram þrátt fyrir rithöf- undarferilinn og vill ekki, að því er virðist, rugla því tvennu saman; einn- ig segir hann að það geti verið af- slappandi að fela sig á bak við dul- nefni. Erskine Powell er fyrst og fremst hversdagsleg lögga, lfldega mest í ætt við lögreglumenn Eds McBains. Kvæntur konu sem á miðjum aldri tekur sér ársleyfi, flytur til Kanada til að mennta sig frekar og hefur dreng- ina þeirra tvo með sér. Erskine karl- „málverkið og örlög þess“. Á 7. ára- tugnum héldu margir að dagar mál- aralistarinnar væru taldir og nýir miðlar teknir við hlutverki hennar. Margir fögnuðu þeirri þróun, en aðrir hörmuðu hana. Hvað skyldi vera hið sanna í málinu og hvers vegna skipast menn í tvær andstæðar fylk- ingar, með og á móti málverkmu? Á námskeiðinu verður leitað svara við þessum og öðrum spumingum sem brenna á listunnendum um leið og rakin er þróun málaralistarinnar á síðustu áratugum aldarinnar. Fyrirlesari er Halldór Bjöm Run- ólfsson listfræðingur. Kennt verður í Listaháskóla Islands, Skipholti 1, stofu 113. Inngangur B. Kennslutími mánudaga og miðvikudaga 16.-25. október kl. 20-22.30, alls 12 stundir. Þátttökugjald 6.000 krónur. Uppbyggingog varsla málverks Fjallað verður um lagskiptingu málverksins frá vali á undirefni, fyrsta litlagi til þess síðasta með áherslu á gegnsæi. Aðaláhersla lögð á notkun olíulita en einnig á möguleika egg- tempem og akrýllita. Fjallað verður um vörslu málverksins með lökkun og hvernig nota má vax í málverkinu á ýmsan hátt. Kennari er Guðmundur Armann Sigurjónsson myndlistar- maður. Kennt verður í Listaháskóla íslands, stofu 308. Skipholti 1. Inng- angur B. Kennslutími mánudagur 16., þriðjudagur 17. og fimmtudagur 19. október kl. 18-22 og sunnudagur 22. október kl. 10-14, alls 20 stundir. Þátttökugjald 16.000 krónur, efni innifalið. Myndbandavinnsla í tölvum Markmið námskeiðsins er að nem- endur verði fasrir um að vinna mynd- bönd á eigin spýtur í flestum algeng- um klippi- og effektaforritum. Farið verður yfir gmndvallaratriðin í sam- þættingu myndbands- og tölvutækni í hópkennslu, en síðar er miðað við að þátttakendur vinni að eigin hugmynd- um og hafi í lok námskeiðsins fullunn- ið verk í höndunum. Leiðbeinandi er Steinþór Birgisson. Kennt verður í húsakynnum MIX ehf. á Laugavegi 178, en þar verður veittur aðgangur að atvirmubúnaði og upptökusal. Kennt verður á kvöldin og um helgar eftir samkomulagi, alls 100 kennslu- stundir. Þátttökugjald 120.000 krón- ur. inn verður grasekkill og sér við það ýmsa kosti þótt hann sakni konunnar. Hann á í sífelldum útistöðum við skapstyggan yfirmann sinn af ástæð- um sem við fáum ekkd að vita í þessari bók og hann virkar sem óopinber leið- togi rannsóknarlögreglumannanna. Ekki beint spennandi karakter en heldur ekki beint leiðinlegui’, eigin- lega hvorugt. Það er ekkert sem auð- kennir hann sérstaklega, engin sér- viska eða lífsháski í kringum hann. Tvö morð Þannig er að við bakka Thames- árinnar er unnið að miklum fram- kvæmdum, gamlar byggingar eru rifnar niður og nýjar reistar fyrir moldríka liðið. Fátæka fólkið hrakið í burtu og fasteignabraskið blómgast. Það eru ekki allir jafn ánægðir með það eins og nærri má geta. Stjórn- málamennimir þurfa að eiga við sína samvisku, m.a. Richard Brighton sem finnst í upphafi sögunnar fljót- andi í ánni, myrtur. Nokkrum dögum síðar er illþolandi matargagnrýnandi að nafni Chve Morton skorinn á háls í skuggalegu sundi í Soho-hverfinu og finnst með epli í munninum. I fyrstu virðast morðin tvö ekkert eiga sameiginlegt en Powell og menn hans hjá New Scotland Yard byrja að grafast fyrir um ástæður morðanna og komast að svikum, blekkingum, græðgi og hatri sem allt geta verið ástæður voðaverka. „Malice in London“ er skrifuð í hefðbundnum stfl gamaldags breskra sakamálasagna og kemur ekki mjög á óvart. Það er í sjálfu sér ekki mikilli spennu fyrir að fara heldur lullast sagan áfram hæggeng og háttvís á meðan Powell og starfsbræður hans yfirheyra hvert vitnið á fætur öðru. Það er heldur ekki mikill húmor í sög- unni þótt flótti Powells undan yfir- manni sínum sé tilraun til gaman- semi. Sagan er eigi að síður læsileg afþreying, Powell og hans fólk við- kunnanlegt og plottið svo sem hvorki betra né verra en gengur og gerist. Arnaldur Indriðason FJðLBMinASXÚUNN BREIÐHOUI 25 ára afmæli FB Opið hús - í skólanum í dag frá kl. 13:00 til 16:00 Kynning á starfsemi og deildum skólans Tískusýning Snyrtisýning Myndlistarsýningar Sögusýning Skólakór FB Veitingar Hljómsveitir Kynnar: Unnur Steinsson og Magnús Scheving Hátíðardansleikur - í íþróttahúsinu við Austurberg Dansleikur frá kl. 21:00 til 1:00 fyrir alla fyrrverandi og núverandi nemendur og starfsfólk skólans. BRA$$-bandið, diskótek, hátíðarræða, hljómsveitir, gamanmál, óvæntar uppákomur og dans. Aðgangur ókeypis. Stjörnuspá á Netinu v^mbl.is A.LUrSKf= &TTH\0±O A/ÝT7 M -2000 Laugardagur 7. október Fyrirlestrar og námskeið 1 Opna listaháskólanum Handveifcmariíaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.