Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Viss klemmuhætta þegar hlaupahjól eru sett saman Ein verslun hafði ís- lenskar leiðbeiningar I markaðskönnun á hlaupahjólum, sem gerð var hérlendis, kom í ljós að einungis ein teg- und var CE-merkt og í einni verslun fylgdu íslenskar leiðbeiningar. Nýlega voru inn- kölluð hlaupahjól 1 Bretlandi. Sú gerð hjóla fannst ekki hérlendis. NÝLEGA voru innkölluð af mark- aði í Bretlandi hlaupahjól sem heita HI-TECH. Metal folding scoot- er-900R TT. I markaðskönnun sem gerð hefur verið á vegum markaðs- gæsludeildar Löggildingarstofu fundust engin slík hjól í verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Birnu Hreiðarsdóttur deildarstjóra hjá markaðs- gæsludeild Löggildingarstofu var skoðunarstofunni Frumherja hf. falið að gera markaðskönnun á hlaupahjólum. Ellefu tegundir hlaupahjóla fund- ust á markaði hérlendis en farið var í 27 verslanir á höfuðborgarsvæð- inu. Æskilegt að hjólin séu CE-merkt I könnun Frumherja var sérstak- lega kannað hvort hjólin væru CE- merkt, hvort leiðbeiningar fylgdu, varúðarmerkingar væru á þeim og hvort vísað væri í leikfangastaðal- inn ÍST EN 71. Einungis ein tegund hlaupahjóla reyndist CE-merkt og sú merking var aðeins á umbúðum hjólanna. Að sögn Birnu er æskilegt að hlaupahjól fyrir börn uppfylli kröf- ur samkvæmt leikfangastaðli og séu þar með CE-merkt. A hinn bóginn eru hlaupahjól enn sem komið er ekki talin til leikfanga og því þurfa hjólin ekki að vera með slíkar merk- ingar. Þegar Birna er innt eftir því hvort hún telji æskilegt að hlaupa- hjól séu talin til leikfanga segir hún að í framtíðinni verði eflaust gerð sú krafa að hjól sem ætluð eru börn- um að 14 ára aldri uppfylli kröfur samkvæmt leikfangastaðli. Leiðbeiningar á þýsku Þá var einungis ein verslun, Markið, sem var búin að láta þýða leiðbeiningar á íslensku með hjól- unum og á einum staðnum voru leið- beiningarnar einungis á þýsku og á öðrum stað á ensku og asíumáli. Birna segir að það hljóti að vera krafa neytenda að með vöru sem sérstaklega er ætluð börnum fylgi leiðbeiningar á íslensku um örugga notkun. Hún segir að það mál verði athugað á næstunni en í almennum vöruöryggislögum er heimild til að setja reglugerð um mál sem þetta. I tveimur tilfellum var efni merk- inga fullnægjandi, þ.e. varað við klemmihættu, mælt með notkun hlífðarbúnaðar þ.e. hjálma og hné- og olnbogahlífa, og bent á að hjólin væru ekki ætluð til annars en að renna á sléttu undirlagi. Birna segir að engin reglugerð sé til um notkun reiðhjólahjálma né annars öryggisbúnaðar þegar hlaupahjól séu annarsvegar. Hún segir að forráðamenn barna þurfi að gera þær kröfur að leið- beiningar séu viðunandi þegar þeir kaupi hjól fyrir börnin sín og brýni fyrir börnunum að það sé viss klemmihætta fyrir hendi þegar stýrisleggur er lagður niður eða reistur upp. Þegar Birna er spurð hvort gæði hlaupahjólanna hafí verið misjöfn og gæðin fylgt verði, segir hún að þau hafi ekki verið prófuð með tilliti til öryggis og markaðskönnunin hafi einungis tekið til ytri búnaðar hjólanna. AP Ford er fyrsti bílaframleiðandinn í Bretlandi til að lækka verð á bflum eftir herferð breskra neytendasamtaka gegn of háu bflverði. Verðlækkun á bflum í Bretlandi Ford hefur tilkynnt um allt að 13% lækk- un á verði nýrra bíla í Bretlandi og er vonast til að lækkunin leiði til verðstríðs á bílasölumarkaðnum. Sigríður Dögg Auðunsddttir hefur fylgst með málinu í breskum fjölmiðlum. BÍLAFRAMLEIÐANDINN Ford í Bretlandi hefur tilkynnt um allt að 13% lækkun á verði nýrra bíla en Ford hefur stærstu hlutdeild á bílasölumarkaðnum í Bretlandi og er næststærsti bílaframleiðandi heims. Lækkun Ford er talin munu hrista upp í breska bílasölumark- aðnum og hleypa af stað verðstríði en Ford er fyrsti bílaframleið- andinn í Bretlandi til að lækka verð á bílum sínum eftir árslanga herferð breskra neytendasamtaka gegn of háu bílverði í Bretlandi. Herferðinni var hrundið af stað fyrir tilstuðlan bresku ríkisstjórn- arinnar, sem samþykkti reglugerð I Markaðskönnun á hlaupahjólum, framkvæmd dagana 26. til 28. september íalílo Vísun Verslun Gerð hlaupahjóls Hemlar CE- merki ÍEN- staðla Viðvaranir Leiðbeiningar Tungumál Annað Hveliur Smiðjuvegi, Kópavogi Kalloy, SS-2000 Smiðjuvegi, Kóp. Aftan Nei Nei Á stýri er viðvörun um að hjólið sé bannað fyrir yngri en fimm ára. í leiðarvísi kemur m. a. fram að nota skuli hlífar, að hjólið sé ekki leikfang og að ekki eigi að nota það til annars en að ferðast á því. í leiðarvísi kemur fram hvernig hjólið er fellt saman og reist aftur við. Enska Á umbúðum: TÚV-GS Kiss Kringlunni, Reykjavík Á umbúðum: Just Start, JS-200A Aftan Nei Nei í leiðarvisi er m. a. mælt fyrir um að nota alitaf hjálm og að hjólið sé fyrir böm, fimm ára og eldri. í leiðarvisi kemur fram hvernig hjólið erfellt saman og reist aftur við. Enska Áhjóli: Scooters Markið (Heiðrún sf) Armúla, Reykjavík Mioto Foldable Scooters (Yocaher) Á hjóli: Globe Spirit P.A. Ting Aftan Nei Nei Meöal annars: Yfirfara hjól og herða skrúfur fyrir notkun. Nota hjólið aðeins á föstu undiriagi. Að stökk og áhættuæfingar séu á ábyrgð eiganda. Mælt með notkun hjálms og hlífa (á umbúðum). í leiðarvísi kemur fram hvernig hjólið er fellt saman og reist aftur við. (slenska og enska íslenskar merkingar settar á við sölu. Markið (Heiðrún sf) Armúla, Reykjavík Gizmo Devil Aftan Nei Nei Áhjóli: Athugalæsingarfyrirnotkun(áenskuogþýsku). Meðalannars: Yfirfara hjól fyrir notkun. Nota aðeins á föstu undiriagi. Stökk og áhættu- æfingar á ábyrgð eiganda. Mælt með notkun hjálms og hlífa (á umb.). i leiðarvísi kemur fram hvernig hjólið er fellt saman og reist aftur við. íslenska, enska og þýska TÚV-GS. í bæklingi nefnt að hjólið sé fyrir sex ára og eldri (á ensku). Framleitt í Taiwan. Markið (Heiðrún sf) Armúla, Reykjavík Pisces (Yocaher) Aftan Nei Nei Meðal annars: Yfirfara hjól og herða skrúfur fyrir notkun. Nota hjólið aðeins á föstu undiriagi. Að stökk og áhættuæfingar séu á ábyrgð eiganda. Mælt með notkun hjálms og hlífa (á umbúðum). í leiðarvísi kemur fram hvemig hjólið er fellt saman og reist aftur við. íslenska og enska íslenskar merkingar settar á við sölu. Framleitt í Taiwan. TAL Síðumúla, Reykjavík CityBug.com Aftan Nei Nei Meðal annars: Mælt með notkun hlifa og að athuga þurfi reglulega hvort hjólið þurfi á uppherslu að halda. í leiðarvísi kemur fram hvernig hjólið er fellt saman og reist aftur við. Enska Með dempurum á framhjóli. Framleitt í Kína. Útilíf Álfheimum, Reykjavík Shredder, Foldable Scate Scooter, Super Light Weight Aftan Nei Nei í leiðarvísi er m. a. mælt fyrir um að nota alltaf hjálm og að hjólið sé fyrir börn, fimm ára og eldri. Leiðbeiningar um hvernig hjólið er fellt saman og reist aftur við. Enska Framleitt í Taiwan. Vaiskaup Kolaportinu, Reykjavík Top Rich Aftan Nei Nei Á umbúðum: Þetta er ekki leikfang. Ekki nota hjólið á vegum. brjóta^hjóíið samam Enska og asíumál Á umbúðum er notað nafnið “Free Go” Vedes Kringlunni, Reykjavík Alert Sport Lite Ka-Boom Aftan * Nei Tákn á hjólinu um mögulega klemmuhættu. Leiðbeiningar um hvernig hjólið er fellt saman og reist aftur við. Þýska * CE- merki á umbúðum. Örninn hf. Skeifunni, Reykjavík Micro MS-130, Micro-Mobility.com Aftan Nei Nei Á umbúðum eru viðvaranir, m. a. um að hjólið sé ekki leikfang og um að nota hlífar. Á hjóli er m. a. varað við hættu á að klemmast þegar verið er að felia hjólið saman eða reisa það upþ. í leiðarvísi kemur tram hvernig hjólið er fellt saman og reist aftur við. Enska Framleitt í Kína. Aðrir skoðunarstaðir: Heimild: Löggildingarstofa Borgarhjólið samaog Markið Leikbær sama og Markið Import sama og hjá Kiss Hlaupahjól ekki til: Nanoq, Bónus, Hjólabrettabúðin, Boltamaðurinn, Nettó, Týndi hlekkurinn, Húsasmiðjan, Hagkaup í Kringiu og Skeifu Hlaupahjól ekki seld: Rúmfataiagerinn, GÁP, Byko, Metro, Smash, Everest, Olís, Skeljungur þorvoldur Gylfoson $ ® axfkóLAas^AN jón HsrefiU töolsteinss 8161 í noírænum mo , VÖmur fomsson Brodfcjur Sia Gyifi Mognússon Brædur «1 ströndum Sig e Wagnfe rlW. Bmagan Siarón Sigurðardóttír flskulegu móoir mm.. ým5ír Er vii í vísináum SigþrúSur Gunnorsd f jósukonn fór «1 Mugnús ö. Boidurs r'ds ffókkyldonogrénSætid Frióis,ræði í eínohagsmalum feffo mcr veröidino anur Brikur Gubmunásson Tnmosson riht
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.