Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ VIKU LM LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 41 l'ió' flUJ inni B er landlæg og mun hærra hlutfall fólks sem ber veiruna fær lifrarkrabbamein miðað við heil- brigða en flestir sem hafa lifrar- bólgu fá þó ekki krabbamein. Þarna erum við komin að samspili erfða og umhverfis og það er nokkuð ljóst að hvort tveggja kemur tíl. Til dæmis gæti verið um að ræða örlítið af- brigði í einhverju geni sem í raun er alveg starfhæft og innan eðlilegra mai'ka en veldur því að viðkomandi einstaklingur svarar utanaðkom- andi áreiti, svo sem sýkingu, á þann hátt að smám saman er rudd braut- in fyrir illkynja umbreytingu. Helga Ögmundsdóttir, dósent ílæknis- fræði við HÍ. Hvernig í ósköpunum hefur Mongólía getað haldið landamærum i öll þessi ár á móti Rússlandi í norðri og Kína í suðri? Svar: Hér er átt við það land- svæði sem myndar nú ríkið Mongól- íu. En Mongólíu er - og einkum var - að finna á miklu stærra svæði. Nú- verandi Mongólía hét í upphafi „Ytri-Mongólía“. Hún kom undir vernd Rússakeisara seint á 19. öld. Fyrir sunnan og austan Ytri- Mongólíu er „Innri-Mongólía“ sem hélt áfram að njóta verndar keis- arans í Kína og varð með tímanum kínverskt hérað. Ibúarnir voru enn þá á 19. öld Mongólar að meirihluta en þá hófst mikill innflutningur Kínverja þang- að þannig að nú eru Mongólar að- eins um 10% íbúa kínverska héraðs- ins Innri-Mongólía. Raunar er einnig að finna mong- ólskar þjóðir í Rússlandi norðan við núverandi Mongólíu. Þekktastir þeirra eru sennilega Búrjat- Mongólar við Bækalvatn sem eiga þar eigið sjálfstjórnarsvæði. I kjölfar rússnesku byltingarinn- ar 1917 var núverandi Mongólía um tíma aðsetur rússneskra hersveita sem börðust gegn bolsévikum. En um 1920 náðu rússneskir bolsévikar þar yfirhöndinni. Þeir skipulögðu og komu til valda flokki sem var nánast fullkomin hliðstæða sovéska komm- únistaflokksins. Þessi flokkur, Byltingarflokkur Mongólíu, var síðan einráður í land- inu frá 1923 þangað til kommúnis- minn hrundi í Sovétríkjunum 1989- 1991. Byltingarflokkurinn var so- véska herraflokknum hlýðinn í öllu og fylgdi stefnu hans í öllum málum. Á móti tryggðu Sovétríkin formlegt sjálfstæði Mongólíu sem einkum var mikilvægt gagnvart Kínverjum og tryggði íbúana gegn innflutningi þeirra í landið. Ef Rússar höfðu eða hafa hins vegar nóg af einhverju þá er það land og þeir ágirntust ekki eyðilegar gresjur og eyðimerkur Mongólíu sem studdi Sovétríkin í þeim efnum sem skiptu yfirvöld þar máli: Gagnvart Kína og í hernaðar- málum öllum. Gísli Gunnarsson, prófessor í sagnfræði við HI. síðan einhver önnur persóna sem seg- mér hvert ég á að fara en nú er ég að leita að leiðinni í bátinn." Ráðning Austurríski sálkönnuðurinn C.G. Jung benti á þá staðreynd að pers- ónurnar í draumum okkar léku ólíkai' rullur, að karlmaður í draumi konu væri tákn fýrir ákveðna eiginleika og sýndi þá með hegðan sinni í draumin- um. Jung nefndi þessa týpu Animus sem merkir sál en í draumum karla væri það kvenímynd eða Anima. Þeg- ar draumarnii- snúast svo um verur af sama kyni og dreymandinn, má ætla að um sé að ræða sjálfhverfar upp- lifanir, nokkuð sem snertir di'eyma- ndann einan og sér. Jafnvel sé um að ræða upplifanir sem séu mjög pers- ónulegar og kirfilega faldar í innstu hugskotum. Draumur þinn og reyndar hinir tveir virðast af þessum toga og snúast um leyndarmál þín sem þú hef- ur lengi geymt en nú er allt einhvem veginn að gliðna og þú missir tökin á leyndinni. Það virðist vera tíminn sem hristir upp í þér og gerir þig órólega Bakverkinn burt Betri hönnun, betra bak ? Á nútíma- skrifstofu eru starfs- menn meira á ferð og flugi en áð- ur og frelsið til að vinna hefðbundin skrifstofu- störf óhefð- bundnum stöðum eykst. Snúran í símanum er orðin úrelt og smátt og smátt þvingar snúrufestingin í tölvunni og stærð hennai' okkur svo mikið að við vilj- um slíta okkur laus. Taka tölvuna undir hendina og vinna vinnuna hvar sem við erum stödd. Þessi þróun er skemmtileg, tímasparandi og gefur aukna fjölbreytni. Við þessar kringumstæður þarf að hanna rými og húsgögn sem bæta andlega, h'kamlega og sam- skiptalega líðan fólks, og þar með gæði þess tíma sem eytt er á vinnu- stað. Vinnuveitendum er hagur í því að skapa vinnuaðstæður sem stuðla að vellíðan og ánægju hjá starfsfólki sínu enda ætti þá að nást betri árangur í starfi. Meira en helmingur af bakvandamálum eru álagseinkenni vegna vinnu og þar af stór hluti hjá fólki sem situr við vinnu sína. Margir samverkandi þættir valda álagseinkennum. Sumir eru þess eðlis að hægt er að fyrirbyggja þá strax á hönnunarstigi . Hlutverk innanhússarkitekts er meðal annars að skipuleggja vinnustaði og þá einkum skrifstofur með vinnuvist- fræði að leiðarljósi. Við upphaf verks er farið yfir þarfir og óskir fyrirtækisins um heildarskipulag. Hvemig ná megi fram heildarútliti og þeirri ímynd sem fyrirtækið vill hafa og hönnunin á að endurspegla. Þegar allir eru orðnir á eitt sáttir um heildarlausnina hefst hönnun vinnusvæða og vinnustöðva innan þeirra, með þarfir einstakra starf- manna í huga . Þá er mikilvægt að hafa þann sem aðstöðuna á að nota með í ráðum til að tryggja vel út- færða vinnustöð. Vel hannaður vinnustaður með heilbrigðu starfsfólki er líklegri til að ná árangri. Það gerist með því að skapa vistlegt og „ergonómískt" vinnuumhverfi sem virkar hvetjandi á starfsmanninn. Heildarskipulag þarf að vera þannig, að öll sam- skipti innan fyiirtækisins gangi auðveldlega fyrir sig og að vinnu- stöðvar séu sniðnar að þörfum hvers og eins. Hefðbundna og formfasta skrif- stofan eru á undanhaldi. Nú er og óörugga gagnvart heiminum því pakkinn utan um leyndarmálið er allt í einu opinn og þér finnst að allir geti séð hvað í honum er og það gerir þig óörugga. Fjarlægðin sem þú hafðir komið þér upp gagnvait umhverfinu er allt í einu fokin út í veður og vind og þú stendur þarna berskjölduð. Hvað gerir maður þegar allt þetta vel búna plott reynist tálsýn ein? Jú, maður tekur á sig rögg, skoðar táknin vel (ferðamátann, útlendingana, fbtin og litina, hvað fólkið segir) og mætir því sem koma skal, þá verður ferðin ekki flausturslegt fum milli óskiljanlegra staða heldur meðvituð ferð um þitt eigið völundarhús að takmarkinu sem er líklega falið í rauðklæddu konunni sem strunsaði burt. • Þeir lesendur sem vilja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingar- degi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík eða á heimasíðu Draumalandsins http://www.dreamland.is sveigjanleiki og fjölbreytni í fyrir- rúmi til að mæta síbreytilegum þörfum fyrirtækja og starfsmanna. Þetta er góð þróun frá vinnuvist- fræðilegu sjónarhorni, þar sem fólk situr ekki lengur í einhæfri stell- ingu lengi dags. Litlar færanlegar húsgagnaeiningar af ýmsum toga eru notaðar til að auðvelda starfs- fólki að skipta um vinnusvæði og jafnvel að flytja vinnuaðstöðu sína með sér. Húsgögn eru með auð- stillanlegri hæð og eiga að mæta þörfum mismunandi starfs- fólks með ólíkar þarf- ir. Ástæðan fyrir því að sum húsgögn eru dýrari en önnur er gjarnan sú að vandað hefur verið til verks jafnt í hönnun sem í framleiðslu og þau hugsuð út frá „erg- ónómískum“ grunni. Hins vegar fyrir- byggja þau gjarnan kvilla og spara því í mörgum tilvikum mikla fjármuni. Ymsir aðrir umhverfisþættir eins og lýsing, loft- ræsting og hljóðein- angi’un skipta einnig miklu máli til að forð- ast streitu og álags- einkenni við virinu. Alþekkt er að kostn- aður við tæknibúnað á hverja vinnustöð er mjög hár. Nýting þessarar tækni og dýrs vinnuafls er auð- vitað háð því að skap- aðar séu góðar vinnu- aðstæður með vönduðum húsgögn- um. Því er mikilvægt að hönnun fái jafn mikla athygli stjórnenda og kaup tækjabúnaðar. Dóra Hansen og Heiða Elín Jólmnns- dóttir, innanhússarkitektar FHI. Starfrækja teiknistofu liman- hússarkitekta Eitt-A. ■ÍiMLiiliIil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.